Þjóðviljinn - 02.11.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.11.1945, Blaðsíða 1
þJÓÐVIUINN 10.- árgangur Föstudagur 2. nóv. 1945. 247. tölublað. 1 Sósíalistaflokkurinn eindregið fylgjandi Nýbyggingarráðs um lánveitmgar til sjávarútvegsins Þetta frumvarp þarf að samþykkja á yfirstandandi Alþingi MeðmæJi með frumvarpinu berast víðsvegar að frá bæjarstjórnum, hrepps- nefndum, útgerðarmannafélögum og sjómannafélögum 5. þing Sameining- arflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins verður sett í Reykja- vík, ' fimmtud. 8. nóvember n. k. Brezkum hernað- arflugvélum beitt gegn Indónesum Komið hefur til þaróra bardaga á Mið-Jövu, þar sem þjóðernissinhar höfðu unikrl'ngt indverskan ,hor- flokk. Brezkar hemaðarflugvél- ar voru sendar á vettvang og þeim beitt gegn liði þjóð ernissinna. Frumvarp Nýbyggingar- ráðs um lánveitingar handa sjávarútvegimun hefur þeg- ar verið rætt allmikið opin- berlega, enda þótt það nafi ekki enn verið lagt fram á Alþingi. Farmanna- og fiskimanna sambandið hefur sýnt með samþykktum sínum að pað hefur mikinn áhuga á ny- sköpunarmálum sjávarút- vegsins. Sambandsþing F.F. S.I., sem nýlega var haldið í Reykjavík, samþykkti að spyrjast fyrir um það Ujá stjómmálaflokkunum, hver afstaða þeirra væri til frum varps Nýbyggingarráðs varð andl lánveitingar til nýskap una. sjávarútv., auk þess sem þingiö skoraði á Al- þingi að lögfesta tillögur Nýbyggingarráðsins um þessi efni. ' Hér fer á eftir bréf Far- mannasambandsins til Sósí- alistaflokksins og svar pað er flokkurinn hefur sent sambandinu. Framh'’d á 4. síðu. Helztu atriði frumvarpsins í frumvarpi Nýbyggingarráðs er lagt til, að Fiskveiðasjóður íslands verði stórlega efldur, eða fái til ráðstöfunar 100 milljónir króna auk þess fjár, sem sjóðurinn nú ræður yfir. I»á leggur Nýbyggingarráð til að stofnlána- vextir til sjávarútvegsins verði stórum lækkaðir, eða verði eigi hærri en 2,5%. Gert er ráð fyrir, að Fiskveiðasjóður láni allt að 75% af byggingarkostnaði, eða kostnaðarverði nýrra skipa og 67% af kostnaðarverði verksmiðja eða vinnustöðva sjávarútvegsins í landi. Ákvæði þessi mundu að sjálfsögðu hafa ómetanlega þýðingu íyrir vöxt og við- gang sjávarútvegsins. Þau mundu skapa þeim fjöl mörgu einstaklingum og fé- lögum, sem nú vinna að skipakaupum og verksmiðju byggingum nýja möguleika til framkvæmda. Þessar ráð stafanir mundu veita eðli- legum hluta af fjármagni Járnbrautir rofnar á 50 stöðum í Palestínu á einum sólarhring Krafa um aukinn innflutning Gyðinga Ástandið í Palestínu verður stöðugt alvarlegra, og fara skemmdarverk mjög í vöxt. í gær voru jámbrautir rofnar á 50 stöðum í landinu, og í árekstrum við skemmdarverkamenn féllu 6 menn og allmargir særðust. Skemmarverkin eru mót- mæli Gyðinga gegn afstööu brezku stjórnarinnar til auk ins innflutnings Gyðinga í landið. Er taliö til loforðs sem brezka stjórnin hafi gefið um aö leyfa mjög auk inn innflutning Gyðinga til Palestínu að stríóinu loknu. Bretar hafa bannaö úti- víst á vissum svæöum lands ins írá kl. 11 að kvöldi til kl. 6 aö morgni. Gyðingar hafa talið sér stuðning af afstöðu Banda- ríkjastjómar sem hefur lagt að brezku stjórninni að breyta um stefnu í þessum málum. þjóðarinnar til sjávarútvegs ins. Talið víst að Hitler hafi fram- ið sjálfsmorð Brezku liernámsyfirvöld- in í Þýzkalandi birtu í gær skýrslu um „ævilok Adolfs Hitlers og Evu Braun“. Seg ir þar að víst megi teljast að Hitler hafi frarnið sjálfs- morð 30. apríl í vor, og hafi skotið sig. Lík hans og konu hans, Evu Braun hafi veriðbrennt tafarlaust. Nýsköpim sjávarútvegsins tekst því aðeins að lána- pólitík bankanna verði gjörbreytt frá því sem verið hefur Þeir einstaklingar og þær stofnanir, sem einlægastan áhuga hafa fyrir nýsköpun sjávarútvegsins, hafa ó- þyrmilega rekið sig á þá staðreynd, aö lánveitinga- pólitík bankanna hefur bein línis gert ókleift að kaupa ný og vönduð fiskiskip og Buhl, forsætisráðherra byggingu nýtízku hraöfrysti Dana, hefur bcðist lausnar V axandi skilningur Bandaríkjast jórn- ar á nauðsyn alþjóðasamvinnu Byrnes, utanríkisráðherra Bandarikjanna, hélt rœðu í gœrdag um alþjóðastjórnmál, og hefur vakið athygli að rœðan ber vott um meiri samvinnuvilja við hinar sam- einuðu þjóðir en einkennt hefur afstöðu Bandaríkjanna undanfarið. Ráðherrann lýsti yfir því,4- að Bandarikin hafi samúð með viöltíitni Sovétríkjanna til að efla vináttu og tam- vinnu við nágrannaríkin í Mið- og Austur-Evrópu. Byrnes sagði aö Bandarík in mundu aldrei taka þátt í neinum ríkjasamtökum í Evrópu, sem stefnt væri gegn Sovétríkjunum, og kvaöst sannfæröur um að Sovétríkin mundu ekki eiga hlut að neinum samtökum í Ameríku, sem fjandsam- leg væru Bandaríkjunum. Buhlstjórnin biðst lausnar húsa og niðursuðuverk- smiðja. Pólitík bankanna hefur veriö sú aö beina fjár magni þjóðarinnar til verzl- unarinnar og yfirleitt frem- ur til allra annarra starfs- greina, en sjávarútvegsins. Það er staðreynd, sem ekki veröur um deilt, að ný- sköpun sjávarútvegsins get- ur ekki tekist, nema hlið- stæö ákvæði um lánveiting- ar til nýsköpunarfram- kvæmdanna, verði sam- þykkt og Nýbyggingarráö nú leggur til. Félög útgeröarmanna víðs vegar á landinu hafa þegar gert samþykktir um þessi mál og skoraö á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja sam- þykkt tillagna Nýbyggingar ráðs. Samskonar áskoranir hafa borizt frá mörgum bæjar- stjórnum og hreppsnefnd- um og sömuleiðis frá sam- tökum sjómanna. fyrir sig og ráðuneyti sitt. Kristján konungur mun í dag ræða viö leiðtoga stjórn máláflokkanna um stjórn- armyndun. Yfirkjörstjórn við væntanlegar bæjarstjórnar- kosningar Yfirkjörstjórn fyrir næstu bæ j arst jörnarst j órnarkosning ar hér í Reykjavík var kos- in á fundi bæjarstjórnar í gær. Þessir voru kosnir: Geir G. Zoéga, Einar B. Guðmundss., Ragnar Ólafss. Varamenn voru kosnir; Gunnar Möller, Ólafur Sveinbjömsson og Sigur- hjörtur Pétursson. Fjölsóttur fundur í Listamanna- skálanum í gærkvöld Þrátt fyrir mjög slæmt veður í gærkvöld var fjöl- menni á fundi Sósíalistafé- lags Reykjavíkur í gær- kvöld. Sigfús Sigurhjartarson hóf fundinn með snjallri ræöu um bæjarstjórnar- kosningarnar og áróöur and stæðingablaðanna í sam- bandi við þær. Dró hann þar fram í skýrum línum höfuð baráttuatriði Sósíal- istaflokksins í væntanlegum bæjarstjórnarkosningum og áróður andstæðinganna gegn þeim. Björn Bjarnason flutti skýrt yfirlit yfir aðdragand. ann aö stofnun Alþjóðasam bands verkalýðsins og fram tíðarhlutverk þess. Einhuga stemmning ríkti á fundinum og var ræöu- mönnum vel tekið. Ný framkvæmda- stjórn í Burma Brezki landstjórinn í Burma hefur skpað tíu mánna framkvæmdastjórn í landinu, samkvæmt o nvð- um er gefin hafa vcriö um aukna sjálfstjórn til handa Burmabúum. Eiga fimm Burrnabúar sæti í framkvæmaráðinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.