Þjóðviljinn - 02.11.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.11.1945, Blaðsíða 4
 ÞJÓÐVILJÍNN Föstiídagur 2. nóv. 1945. þJÓÐVIUINN Xltgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjómmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl. 19.00 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 'á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. „Með þökk fyrir birtinguna44 í dag þurfum vér að þakka „kollegum11 vorum við Morgunblaðið, og Alþýðublaðið — báðum í senn. — Það /, 0 er gaman að geta einu sinni flutt þeim þakkarávarp, svona í fullri alvöru, það er ekki svo oft sem tækifæri gefst, og ef til vill þurfum vér að taka ofan í við þá á morgun. Vér sjáum nú hvað setur. • Á miðvikudaginn birti Morgunblaðið í leiðara sín- um þennan kafla úr leiðara Þjóðviljáns frá þriðjudeginum: „Það er ekki ástæða til að gera þeim Morgunblaðsmönnum til geðs' að munnhöggvast við þá um „lýðræðið í Rúss- landi“, en þann sannleika verður að segja, að Sósíalista- flokknum, hefur aldrei komið til hugar að innleiða hér á landi rússneskt stjórnarfar“. .— — „Sósíalistum dettur ekki í hug að fara að skerða það stjórnmálalýðræði, sem hér hefur þróazt-------------„Sjálfstæðismenn geta verið alveg rólegir, sósíalistar munu ekki banna flokk þeirra, þó þeir réðu öllu í þessu þjóðfélagi“. — Og Morgunblaðið var nú svo sem ekki á því að láta sér nægja að birta þessi ummæli einu sinni. Tvisvar er meginmál þeirra birt í sömu greininni og það með feitu letri. I gær tekur svo Alþýðublaðið við og birtir þessi sömu ummæli vor, en að sjálfsögðu gætti það þess að taka þau úr Morgunblaðinu, því eins og allir vita vill Alþýðu- blaðið ekki koma of nærri „bersyndugum“. Það er ánægjulegt þegar collegar vorir við Morgun- blaðið og Alþýðublaðið bera sannleikanum vitni á þennan hátt. Það má nú ætla að með aðstoð þessara ágætismanna hafi hver einasti Reykvíkingur átt þess kost að lesa þessi sannleiksorð um stefnu Sósíalistaflokksins. Því bó þau sé slitin úr samhengi, eins Morgunblaðið birtir þau, sýna þau, einnig eins og þau eru þar birt, hið sanna um stefnu sósíalista, sýna þann sannleika sem Morgunblaðinu og Al- þýðublaðinu er svo annt um að reyna að dylja, að Sósíal- istaflokkurinn starfar á grundvelli hins borgralega lýð- ræðis, sem hér hefur þróazt, að honum kemur ekki til hugar að skerða lýðræði á nokkurn hátt, heldur vill hann þvertá móti gera það víðtækara, með því að lækka kosninga aldurinn, og öruggara með því áð tryggja betur en nú er jafnrétti til að halda fram skoðunum og berjast fyrir þær. Auk þess berst svo flokkurinn fyrir efnahagslegu lýðræði, þar er hann berzt fyrir að koma á hagkerfi sósial- ismans og þar með þjóðnýtingu atvinnulífsins, en það þýðir að lýðræðið er ekki takmarkað við það sem nú eru almennt kallað stjórnmál, heldur nær það og til atvinnu- málanna og fjármálanna í fyilsta skilningi. Það er engin allsherjar fyrirmynd til að sósíölsku stjórn- arfari, hvorki í ráðstjórnarríkjunum né annarsstaðar. Hver. sú þjóð sem tekur upp hagkerfi sósíalismans, og þær verða margar á næstu árum, hlýtur að byggja stjórnarfar á þeirri menningu og þeim venjum, sem hjá henni hefur þróazt, og stjórnarfar þessara þjóða mun vissulega þróast eftir því sem stundir líða fram í samræmi við vaxandi menn- ingu og þroska. Sósíalistaflokknum er mikið áhugamál að alþjóð viti og viðurkenni þennan sannleika, og þess vegna sendum vér þessa kveðju til Morgunblaðsins og Alþýðubl., með orðum sem við blaðamenn þekkjum vel úr bréfum kurteisra viðskiptavma. — „Með þökk fyrir birtinguna“. liánveitingar til sjávarútvegsins Frh. af 1. síðu. Bréf Farmanna- og fiski- mannasambandsins: Stjórn F.F.S.Í. leyfir sér hérmeð að senda yður þmgs ályktun, sem samþykkt var einróma á 9. þingi F.F.S.Í. Stjórn sambándsins mælist til þess, að þér vinsamlegast kynnið yður afstöðu flokks yðar til þessarra mála og látið oss heyra frá yöur hið allra fyrsta. Þingsályktun 9. þings F:F.S.Í. í beinu framhaldi af sam þykktum 8. þings F.F.S.Í. um nýsköpun og endurnýj- un skipastóls landsmanna, beinir þingið þeim tiImæL- um til stjórnar F.F.S.I. að: hún kynni sér afstöðu stjpmmálaflokkanna til frumvarps Nýbyggingarráðs um lánsskilyrði til nýsköp- unarframvæmdanna. Þing- ið lítur svo á, að frumvarp þetta stuðli 1 ríkum mæli að því, að sú aukning skipa stólsins, sem 8. þing F.F.S.Í. taldi þörf fyrir, nái fram að ganga. Virðingarfyllst, f. h. Farmanna- og Fiski- mannasambands íslands Guðm. Jénsson. Svar Sósíalistaflokksins Alþingi, 26. okt. 1945, Sem svar við heiðruðu bréfiyðar dags. 25. okt.varð andi fyrirspurn yðar um afstööu Sósíalistaflokksins til frurr.várps Nýbygginga. ráðs um lánsskilyrði til ný- sköpunarframkvæmdanna, — þá vill Sósíalistaflokkur- inn lýsa yfir því, að hann er eindregiö fylgjandi nefndu frumvarpi Nýbyggingarráðs, enda hefur formaður flokks ins, Einar Olgeirsson, unnið að samningu frumvarpsinsi Nýbyggingarráöi í fullu samráði við flokkinn. Sósíalistaflokkurinn mun leggja höfuðáherzlu á að frumvarp Nýbyggingarráðs nái fram að ganga á yfir- standandi Alþingi, enda lít- ur hann svo á að fram- kvæmd nýsköpunaráætlana ríkisstjórnarinnar byggist að verulegu leyti á lögfest- ingu þess frumvarps, eða hliðstæöra ákvæða og það felur í sér. Virðingarfyllst (Undirskriftir). 'awóótHmtM Sex ískndingum boðin skólavist „Tekniska Institutet“ í Stokkhólmi hefur boðið fræðslumálastjórninni hér, að senda sex íslendinga til náms yið skólann. Er gert ráð fyrir að námstíminn yrði frá miðjum janúar til maí loka 1946. Er ~oskað eftir þremur málmiðnaðarmönnum og þremur byggirigaiðnaðar- mönnum, húsasmiðum eða KILJAN SKEMMTIR SKRATTANUM Það hefur borið við undanfar- in ár, eigi allsjaldan, að birzt hafa í blöðum og tímaritum greinar um landbúnað og mál- cfni bænda, eftir okkar ágæta rithöfund, Halldór Kiljan Lax- ness. Margt hefur verið vel um rit- smíðar þessar og sumt með ágæt um. Ýmsir þykjast þó finna á, þeim snögga bletti, og janfvel þótt frágangur þeirrasé með þeim hættí, að þær hafí bókmennta- giidí um aldir fram, er undirtónn þéirra á þá lund, að hann laðar ckki bændur til vinsamlegs sam- starfs við þenna ágæta bú- hugsuð. Síðasta ritsmíð þessarar teg- uridar birtist í Þjóðviljánuni 25. september og nefnist Smjörkistan við bæjárdyrnar. Líklega er rit- smíð þessi mesta listaverk höf- undar af. þessu tagi, enn sem komið er. Eigi að síður finnst mér að segja megi um hana líkt og karlinn sagði um merina, sem bæði beit og sló: Hún er góð fyrir utan alla galla. Finnst höf- undi að nú sé mælir bændanna troðinn, skekinn og fleytifuil- ur, enda hikar hann ekki við, að setja þá alla .undir einn hatt. Manni skilst eiginlega, að nú eigi að gefa þá algjörlega upp á bátinn og lofa Framsóknarflokkn um og öðrum hliðstæðum þjóð- félagsöflum, að hafa þá að leik- soppi um tíma og eilifð. Það er ekki verið að draga þau þjóðfélagsöfl til ábyrgðar, sem hafa haldið og halda bænd- unum einangruðum, heldur er gengið hreint að verki óg skuld- inni skellt á bændanna bök milliliðalaust. Engum er fjær skapi en mér að afsaka það öngþveiti sem ríkt Hefur og rikir um málefni tænda, eða halda uppi vörnum fyrir hina frumstæðu framleiðslu hætti búnaðarins. Þótt hægt sé með fullum rökum að benda á Tvær nýjar barnabækur Tvær nýútkomnar barna- bækur hafa borizt Þjóðvilj- anum. Önnur er ensk barnasaga „Sveitin heillar“ í íslenzkri þýðingu Sigurðar Gunnars- sonar skólastjóra á Húsa- vík. Lýsir sagan ævintýrum fjögurra Lundúnabarna í sveitinni, kynnum þeirra af dýrunum og samskiptum við „útilegum.anninn" hann Tomma gamla. Hin er ný útgáfa af bók- inni Snatri og Snotra eftir Steingrím Arason, en hún hefur verið uppseld alllengi. Er hún með nýjum teikn- ingum eftir Tryggva Magn- ússon. Bókaútgáfan Björk gef- ur báðar þessar bækur út. múrurum. Þeir einir sem lokið hafa gagnfræðaprófi og iðnskólaprófi koma til greina. Skólavistin verður ókeypis, og að auki munu riámsfrierinirnif njótá dval- arstyrks. hliðstæðar veilur í okkar þjóðlífi er það vitanlega engin afsökun fyrir bændur. (Það er t. d. engin afsökun fyrir mig að heimta kr. 26.50 fyrir smjörkiló, þótt ég fái nú færri blaðsíður í bókum K K. L. fyjrir hvert kíló en ég fékk fyrir stríð). En á hitt lang- aði mig til að benda, að þjóðfé- lagsöfl, sem eru bændunum yfir- sterkari, ráða því meir en bænd- urnir sjálfir, hvar þeir eru á vegi staddir. Á þessu stigi máls- ins er það álika sanngjarnt, að dómfella bændur, undantekninga láust, fyrir „vangetuna" til bú- skapar, eins og værí að reikna verkamönnum almennt atvinnu- leysi til ávirðingar, eða leggja húsnæðislausu fólki það út til lasts að búa í bröggum. Vegna þess, að Kiljan skirskot ar svo oft til hinnar miklu þekk ingar sinnar á bændum, hlýtur hann að skilja það, að líkleg- asta leiðin til þess að fá þá til samstilltra félagslegra átaka, get ur tæplega verið sú, að ganga beint framan að þeim og segja þeim blátt áfram að þeir séu vonarpeningur, sem ekki verði við tjónkað. Mannlegt eðli er yfirleitt með þeim hætti, að við slíkar ádrepur forherðast menn „og þykir sómi að skömmunum", cins og meistari Jón segir. Manni verður eiginlega á að spyrja hverjir græði á þessum málflutningi. Tæplega höfund- urinn, jafnvel þótt um listaverk se að ræða. Vafasamt er líka hvort verkamenn græða. Þegar u allt er litið, mun þeim affara- sælast, að' friður og gott sam- starf ríki milli þeirra og bænda. Ekki þarf að fara í neinar graf- götur með það að bændur stór- tapa. Þetta hleypir í þá illu blóði og þeir draga sig léngra inn í skel einangrunarinnar, sjálf um sér til sálartjóns og atvinnu sinni til áfellis. Ekki græðir Sósíalistaflokkur- inn. Hann skaðast á hverju ó- vinsamlegu orði, sem fellur á milli hinna vinnandi stétta, er hann á að vera fulltrúi fyrir. Tapa þá allir aðilar?. munu menn spyrja. Sei, sei, nei, Fram- sóknarklikan í Reykjavik sem á líf sitt undir því og því einu, að styrjöld ríki milli bænda og verkamanna, græðir. Hún græðir í hvert skipti, sem alið er á úifúð og misskilningi milli hinna vinnandi stétta. Það hlakkar í henni eins og hræfugli yfir hverju vanhugsuðu orði sem fell- ui um málefni bænda, hún af- flytur það og notar til þess að espa bændur upp gegn öðrum st“Hum og leitast þannig við að haida þeim einangruðum óá- r.ægðum og úrillum ár og síð. Þegar ég var krakki var það kallað að skemmta skrattanum, ef menn skyrptu í eld. Þá snark- að í og það þótti djöfsa gaman. Framsókn kyndir nú bál öfund ar og illinda milli bænda og verkamanna, en Kiljan skemmtir henni með því að skyrpa í eldinn. Skúli Guðjónsson. SUNNUDAGSBLAÐH) 30 SEPT. 1945 Frá afgreiðslu Þjóðviljans hef- u: „Bæjarpósturinn" verið beð- inn að koma áleiðis þeim tilmæl- um til útsölumanna blaðsins, að ef þeir skyldu eiga í fórum sín- um sunnudagsbiað Þjóðviljans frá 30. sept. s.l. væri afgreiðislan þeim mjög þakklát ef þeir sendu Vm hæl til blaðsins bið fyrsta.' þau eintök, er þeir gætu fnisst,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.