Þjóðviljinn - 02.11.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.11.1945, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. nóv. 1945. I»30ÐVILJINN " --!---- ----- ---------r :‘-'í-=- •' " • I ii[u l'' !■ "I.i'i' * Játvarður Jökull: Stéttarsambandsstofnun bænda gTOFNUN stéttarsambands bænda á sér miklu lengri sögulegan aðdraganda en margur hyggur fljótt á litið. Þegar foringjaslagurinn í Framsókn hófst fyrir alvöru, þegar Hermann og Eysteinn fóru að hrekja Jónas frá Hriflu úr hverri valdastöð- unni af annarri í flokknum, höfust tilraunir Jónasar að leita nýrra sambanda, fá ný valdavígi. Útgáfa „Bóndans", í hitt eð fyrra, var merkust þessara átaka. Þar var biðlað til hinna þrengstu og hat- römustu sérhyggjuafla, sem von var um að til væru í landinu. LiðsÖfnun þessi fór glæsilega af stað og varð gott til fanga bæði: meðal Frám- sóknar- og Sjálfstæðismanna. Grunntónninn vár hinn sami og ávallt fyrr og síðar þegar slungnir stórkapítalistar eru að blekkja lítilsmegandi lág- stéttamenn: Teljá umkomu- litlum smábændum, einkum þeim, sem hafa eignarhald á landskika, trú um að þeir séu býsna miklir karlar, óvinir þeirra í þjóðfélaginu séu hátt kaupgjald og kommúnismi og þeir þurfi að standa samein- aðir með öðrum eignamönn- mm og atvinnurekendum, til að kveða þennan sameigin- legan óvin niður, þá muni þeim vel vegna. En Hermann og Eysteinn voru nú ekki alveg á sarna máli. Þeir gerðu sér lítið fyrir, skírskotuáu til frjálslyndis og félagshyggju og hinn víð- sýni umbótaflokkur, sam- vinnu- og milliflokkur, Framsókn, sór af sér „Bónd- ann“ og sparkaði Jónasi, en Hermann varð formaður og gerðist mikill leiðtogi. Víkur nú sögunni frá honum að sinni. En fleiri þurftu að tala við sveitamanninn. Verkamenn um gjörvalt landið, ménn út ótal mörg- um atvinnustéttum og starfs- greinum, hafa skipuleg sam- tök og allsherjarsamband verkalýðsstéttarinnar, Al- þýðusamband íslands. Verka- lýðsstéttin og þá fyrst og fremst forystumenn hennar, litu svo á, að allur þorri sve tamanna setti stéttarlega samstöðu með verkamönnun- um. Landbúnaðarverkamenn, einyrkjar og smáframleiðend- ur væru aðeins ein atvinnu- stétt meðal verkalýðs lands- ins og ættu miklu fleiri og meiri sameiginlega hags- muni með verkalýð bæjanna en andstæða. Fyrir tilverknað Alþingis höfðu fulltrúar verkalýðs- samtakanna og bændasamtak anna gert samkomulag, Jcennt við „sex menn“, þar sem kjör þessara stétta voru bund in hvor við önnur, þannig, að visst samræmi skyldi milli kjara launþegastéttarinnar og framleiðenda laiidbúnaðaraf- urða. Þetta samkomulag hafðj víðtækar afleið'ingar. Með það í'gildi var miklu óþægi- legra fyrir biekkingaspekú- lantana að stunda þá iðju að egna sveitamenn gegn launþegunum. Frá þeirra sjónarmiði var þetta sam- komulag ósigur og það engu síður þó það tryggði land- búnaðarframleiðendum betri kjör en þeir áttu að venjast. Ósigurinn lá í bví að nú fundu sveitamenn til stéttar- tengsla við vérkalýð bæjanna og opnuð var leiðin til víð- tækara og nánara samstárfs, en við það kom í ljós þýðing- arleysi og óþurfi þeirra for- ingja bænda, sem leituðust við að stía í sundur þessum atvinnustéttum og ala : á sundrung þeirra. ! I'* Leiðtogar verkalýðsihs gerðu ítrekaðar tilraunir tH' að fá Búnaðarfélag íslands sem stéttarsamband bænda, til viðræðna um áframhald- andi samkomulag eftir að lög boðinn tími sex manna sam- komulagsins væri útrunninn. Ennfremur skyldi leitað víð- tækara samkomulags og nán- ari tengsla er hvorir tveggja og um leið þjóðarheildin nyti góðs af. En því miður ríktu ólík sjónarmið hjá bænda- leiðtogunum. Það verður ekki komizt hjá að álykta að þeir hafi talið valdamöguleika Framsóknarflokksins meiri með því að hindra áfram- haldandi samstarf stéttanna og einangra bændur. En eft- ir er að vita hvort þeir hafa reiknað rjett. Það sést þegar til kosninganna kemur, hvort bændur telja þessa forystu- menn sína verðlauna verða fýrir frammistöðuna. Margir munu ætla að ó- reyndu að bændasamtök þap, er stofnuð voru í haust, hafi fyrst og fremst verið stofnuð fyrir áhuga og frumkvæði bændanna sjálfra. En það er opinbert leyndarmál að sam- bandsstofnuninni var hrundið af stað fyrir undirróður Jón- ásar frá Hriflu, enda mætti hann þar og háði þar einvíg' við útsendara Hermanns um hvort samtökin skyldu Iúta yfirstjórn Bf. ísl. eða ekki. Enn sem fyrr stendur slag- urinn um það hvaða stéttar- sjónarmið á að vera ríkjandi hjá bændum almennt. Hvað leggur nú hinn óbreytti ein- yrki til þessara mála? Hvaða stefna á að vera grundvallar- sjónarmið þeirra samtaka sem verða skulu sverð og skjöldur sveitafólksins í sókn til meiri menningar og bættra kjara? Hvar kreppir skórinn fast- ast að nú sem stendur? Hvaða öfl í þjóðfélaginu er hægt að fó til samstarfs um lausn hinna knýjandi vanda- mála? Ef þessi samtök eiga að vera meira en eirin pólitískur ropi, meira en. vottur um, einðkonar rneltingartruflun i foringjaliði Framsóknar, þá verða bændur almennt hver og einn og allir í senn að brjóta málin til mergjar. Þeir verða að leitast við að svara þelm spurningum, sem hér er varpað fram og taka hik- lausa afstöðu eftir því sem reynsla þeirra og hagur býð- ur. Við skulum fyrst athuga spurninguna um bað hver séu aðalmeinin er ráða verð- ur bót á. Fyrst af öllu verð- um við að gera okkur ljóst, að ef félagssamtök þarf til að leysa einn vanda, þá er hann félagslegur, sameigin- leguri vandi og lausnin fólgin í skiþulagningu. Tvenn höf- úðfneiri íslerizks landbúnaðar eru: Úrelt skipulag og tækni- skortur. Hið úrelta skipulag stendur hvarvetna í vegi fýr- ir tækniframförum. Helztu skipulagsgallarnir eru: Eignarhald framandi einstaklinga á jörðunum, jarð næðisskipulag aftan úr grárri forneskju, miðað við rán- yrkju og vinnufólkshald á löngu liðnum öldum, einka- rekstur vanmegandi einstakl inga á örsmáum, dreifðum fyrirtækjum og síðast — full- komið skipulagsleysi fram- leiðslugreinanna, sem í augna blikinu ein'kennist af skorti á garðávöxtum og mjólkurvör- um en offramleiðsla á kjöti. Sérhver þessi skipulagsgalli stendur miskunnarlaust í vegi fyrir tækniframförum. Ef við ætlum að hækka tækni stig landbúnaðarins verðum við óhjákvæmilega, óum- flýjanlega að uppræta skipu- lagsgallana. Það verður að afnema eign- arrétt óviðkomandi manna yfir jörðunum, svo það þekk- ist ekki framar að jarðir séu lagðar í eyði af þeim sökum og þá ekki heldur hitt, að einn bóndi verði að borga 5 þúsund krónur á ári eftir á- búðarjörð sína. Jarðirnar verða að komast í eign ríkis eð''* hreppa eða þá eigu þeirra er þær yrkja. Þetta fæst ekki nema með löggjöf og henni vérður ekki komið á, nema vilji almennings knýi það fram. Sem betur fer, eru bað færri bændur sem eru fórn- arlömb jarðleiguokurs. Aftur á móti líða flestir fyrir gamla landamerkjaskipulag- ið. Við verðum að horfast í augu við bá staðreynd að rán yrkjubúskapurinn er ekki lengur samkeppnisfær. Líka verða menn að horfast í augu við hitt, að vinnufólksöldin, hjúaskipulagið er úr sögunni og kemur líklega aldrei aft- ur, enda bættur skaðinn þótt slíkt undirokunarskipulag hverfi. En um leið er öllum skorðunum kippt undan gömlu iandamerkjunum í sveitinni. Einyrki í sveit gét- ur ekki haft mannsæmandi lífsskilyrði nema byggja á ræktun, en um leið eru í flestum tilfellum aðeins erf- iðleikar að stærð jarðanna. Langar bæjarleiðir og örð- ugar samgöngur eru fyrstu atriðin. Svo kemur fljótt fleira til greina. Nú eru á döfinni ræktunarsamþykktir fyrir takmörkuð svæði, ,byggðatög. Heil/brigð skynsemi skipu- léggjandans, sem undirbýr hinar félagslegu framkvæmd- ir, krefst þess í nafni hag- kvæmni og stíls að landsvæð- ið sé skipulagt til gagngerrar nýtingar með tilliti legu, sam gangna og nytjunarmögu- léika. En í hverju fótmáli rekst hann á drauga fom- eskjunnar: úrelt og heimsku- leg landamerki, dreifðan sér- hyggjandi eignarrétt ýmsra ósamrýmanlegra einstaklinga og vanmegandi fátæklinga, sem valda ekki að ráðast í tí- unda hluta þess sem rök mæla með að sé hagkvæmt og skynsamlegt. Ef stéttarsamband bænda á að taka einhver mál til meðférðar, þá eru það þessi skipulagsmál yfirleitt og ekki síður framleiðsluskipulagið. Það er orðið tímabært, orð- ið aðkallandi vandamál, að leysa þennan vanda. Ef stéttarsambandið bregst þeirri skyldu svíkur það í tryggðum og gefur steina fyrir brauð. Við sjáum það á sögu verkalýðssamtakanna, hvílíkt reginafl er fólgið í vel skipulögðum og heilbrigð um samtökum. Bændurnir ættu að kynna sér sögu verk- lýðssamtakanna, hagnýta sér reynslu þeirra í eigin starfi. Þeir eiga að þrauthugsa málin og hika hvergi við að fylgja þeirri stefnu sem geng ur lengst í áttina til félags- átaka og víðtæks samstarfs. ★ Þá komum við að spurn- ingunni um það, hvaða þjóð- félagsöfl sé hægt að fá til samstarfs um skipulagningu og tæknifullkomnun land- búnaðarins. Hlutverk landbúnaðar í nútíma þjóðfélagi er að full- nægja þörf þjóðarinnar fyrir allar þær neyzluvörur er hann megnar að framleiða, framleiða hráefni til iðnaðar eftir því sem verksvið hans gefur tilefni til og í þriðja l'agi, að framleiða útflutnings vöru ef það er hagkvæmara að hann annist það hlutverk en aðrir atvinnuvegir, m. ö. o. ef hanri hefur áður fullnægt hinum hlutverkunum og er ,samkeppnisfær. Frumskilyrðið er að hann megni að veita starfsmönnum sínum þau lífsskjör sem þola fú samjöfnuð við kjör þeirra er stunda aðra atvinnuvegi. Hverjir eru það hér á landi sem hafa beinastan hag af því að hagur landbúnaðarins standi með blöma? Því er fljótsvarað: Næst þeim er sjálfir stunda þenn- an atvinriuveg eru það við- skiptamenn hans, neytendur framleiðsluvara landbúnaðar- . ins. Það er þeirra hagur að , landbúnaðurinn sé fær um að framleiða gnótt neyzluvara við svo hagkvæm skilyrði að verðið geti verið lágt, enda þótt framleiðendur beri vel úr býtum fyrir sína vinnu. Hér eru því augljósir sameig- inlegir hagsmunir launþega- samtakanna og landbúnaðar- fi amleiðenda. Jafn augljóst er hitt, að því betri kjör, sem launþegar al- mennt eiga við að búa, þvi öruggari er markaðurinn. . Hér erum við komnir að þungamiðju málsins, hér er- um við komnir inn í kviku hinna pólitísku átaka yfir-. standandi tíma. Það er al- þjóð vitanlegt að landbúnað- ur okkar stendur höllum fæti, hefur ekki megnað að tileinka sér tæknifullkomn- un jafn ört og aðrir atvinnu- vegir þjóðarinnar. Honum er því lífsnauðsyn að honum sé rétt örfandi höhd þjóðfélags- Ins. En hann getur ekki ætl- azt til þess nema hann sýni heilindi og vilja til að rækja skyldur sínar og. virða þau lögmál, sem honum ber að lúta. Hver sem leggur lið sitt til að efla samstarf bænda og verkamanna og beina því inn á réttar brautir, vinnur gott verk. Hver sem stuðlar að því gagnstæða vinnur skemmdar- verk, sýnir bændum fjand- skap og leggur stein í götu heilbrigðrar þróunar. Það er hreint og beint glæpsamlegt athæfi gegn fátækum og van- megandi einvrkium kot- bændum vítt um byggðir landsins að stofna til fjand- skapar þe'rra og þeirra sam- taka við samtök launþega- stéttanna við sjávarsíðuna, hið volduga þjóðfélagsafl, verkalýðshreyfinguna. Þessar staðreyndir verð--ri við sveitamennirn'r að leggja Okkur ríkt á minni. Við verð um í hverju einasta tilfelli að vera öruggir á verði þeg- ar á að fara að draga okkur í dilk með stórkapítalistum, hverskonar, við bau átök sem þegar eru hafin. Þetta er sé.r- stök ástæða til að athuga vel að þvf er snertir hið nýja stéttarsamband bænda. Mjög sterk öfl eru að verki til að notfæra það sem tæki í valda baráttu Framsóknarklíkunn- ar og annarra samtaka sem vilja ná yfirráðum í þjóð- félaginu og brjóta á bak aft- ur hverskonar raunhæf al- þýðusamtök. En þetta þýðir ekki það að við eigum að standa utan við stéttarsambandið. Þvert á Frh:á7.síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.