Þjóðviljinn - 22.11.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.11.1945, Blaðsíða 1
þJÓÐVI UINN 10. árgangrur Fimmtudagur 22. nóv. 1945 264. tölublað Verkfall hjá General Motors 1 gærmorgun hófst verk- fall næstum 300.000 verka- manna í verksmiðjum Gen- eral Motors í 20 ríkjum Bandaríkjanna. Verkamennirnir hafa krafizt 40 stunda vinnu- viku og 30% kauphækkun- ar. — General Motors er mesta iðnfyrirtæki Banda- ríkjamia og Union of Auto- Frh. á 8. sióu. De Gaulle myndar stjórn Jöfn hluttaka þriggja stærstu flokkanna De Gaulle myndaði nýja stjórn í Frakklandi í gær. Hann er sjálfur forsætis- og landvama- ráðherra. — Kommúnistaflokkurinn, Sósialdemó- krataflokkurinn og Alþýðlegi lýðvóldisflokkurinn eiga 5 ráðherra hver í stjóminni. — Maurice Thorez, — hinn kunni leiðtogi franskra kommún- ista, — er ráðherra án sérstakrar stjórnardeildar. Islenzkir menntamenn: Vér heitum á íslenzku þjóðina að standa traustan vörð um sjálfstæði landsins Lesið hið nýútkomna hefti af Tímariti Máls og menningar í fyrradag kom út hefti af Tímariti Máls og menn- ingar; sem eingöngu er helgaö sjálfstæðismáli íslcndinga. Það voru menntamennirnir íslenzku sem fyrstir hófu, við hlið íslenzkrar alþýðu, baráttuna fyrir endurheimt sjálfstæðis landsins. Það voru menntamennirnir og alþýð- an sem þrautseigast og bezt háðu þá baráttu unz tak- markinu var náð og freisið fengið á ný. Það eru hinir sömu aðilar sem vökulastir hafa reynzt á varðinum um sjálfstæði lýðveldisins; með þessu hefti af Tímariti Máls og menningar hafa islenzkir mennta- menn sýnt að þeir ætla sér að reynast erfð sinni trúir. Enginn, sem teljast vill íslendingur og lætur sig nokkru skipta sjálfstæði landsins, ætti að láta hjá líða að lesa þetta hefti — nú þegar. í það rita — auk ritstjórans, Kristins E. Andréssonar — eftirtaldir menn: Jóhannes úr Kötlum: Eiður vor; Einar Ól. Sveinsson dr. phil.: Sjálfstæðismálið; Halldór Kiljan Laxness: Gegn afsali landsréttinda og eyðingu þjóðarinnar; Aðalbjörg Sigurðardóttir: Sigríður i Brattliolti; Lárus Sigurbjörns- son: Grímsey; Bolli Tlioroddsen: Erum við íslcndingar?; Björn Sigfússon: Á að meta sjálfstæði íslands til peninga?; Theodóra Thoroddsen: Ekki með voru samþykki; Jónas Haralz: Styrkþegar eða sjálfstæð þjóð; Ólafur Jóh. Sig- urðsson: íslenzk æska heimtar skilyrðislaust afsvar; Emil Björnsson: Efndanna verður krafizt; Einar Olgeir- sson: Úr ræðu 18. júní 1944; Katrín Thoroddsen: Eyðing íslandsbyggðar og Þórbergur Þórðarson: Á tólftu stundu. Allir ræða þessir þjóðkunnu menn um sjálfstæðis- mál þjóðarinnar, — ræða það af fullkominni alvöru og einurð. í ritstjórnargrein farast Kristni E. Andréssyni svo orð: „í nafni allra þeirra kynslóða íslendinga, sem barizt hafa fyrir sjálfstæði landsins, og í nafni óborinna kynslóða, sem eiga eftir að l>ygrgrja, þetta land, skorum vér á íslenzku þjóðina að standa á verði og hefja mótmæli gegn því, að nokkru erlendu herveldi séu leyfðar bækistöðvar hér á Iandi.“ Charles de Gaulle tókst að mynda stjórn í Frakk- landi í gær með þeirri mála miðlun, að hann er sjálfur landvarnaráöherra, en hef- ur sér við hlið kommúnist- an Tillon, sem vígbúnaðar- ráðherra og auk þess her- málaráðherra úr flokki Ai þýðlegra lýðveldissinna. — Utanríkisráðherrar og inn- anríkisráöherra eru hinir sömu og í fráfarandi stjórn —, lýðveldissinninn Bidault og sósíalistinn Tixier. Ráðherrar án sérstakra stjórnardeilda eru fjórir, — einn frá hverjum hinna þriggja stóru flokka og einn frá hægri-mönnum. Maurice Thorez, aðalritari franska Kommúnistaflokksins, er einn þeirra. — Aðrir ráð- herrar Kommúnistafl. auk vígbúnaðarráðherra, sem er nefndur áöur, — eru Fran- cois Billoux efnahagsmála- ráðherra, — Marcel Paul iðnaðarframleiðsluráðh. og Ambrose Croizat verkamála ráðherra. Bretar færa út kvíarn- ar á Jövu Bretar tóku rafstöðina og útvarpsstöðina í Surabaja á Jövu í gær. Þeir fluttu lið þaðan í flugvélum til borgar innar Sernaraug á miðri eynni. — Yfirforingi Breta á Jövu hefur skipað fyrir, að hinar indonesisku hersveitir Hol- lendinga skuli fluttar burt frá Batavíu, höfuðborg Jövu, og alveg burt af eynni. í hersveitum þessum eru innlendir menn frá eynni Amboina, þar sem Hollend ingar hafa jafnan aflað sér nýliða í her sinn. — Ljóst er af fyrirskipuninni, aö hershöfðinginn treystir ekki þessu liöi. Nýr bandarískur yfir- hershöfðingi í Evrópu Bandaríkjastjórn hefur skipað MacNany hershöfð- ingja eftirfnann Eisenhowers hershöföingja, sem yfirfor-. ipgja bandaríska hersins í Evrópu. — Eisenhower hef- ur veriö skipáöur yfirmaðui' bandaríska hersins í stað Marshall hershöfðingja. SKAFTFELLINGAR! Munið skemmtifundinn annað kvöld að Hótel borg. Tryggið ykkur miða í tíma. manna Þjóðaratkæðagreiðslu frestað í Grikklandi Hin nýmyndaða ríkis- stjórn Frjálslynda flokksins í Grikklandi heíur ákveðið að fresta þjóðaratkvæða- greiðslunni um framtíð kon ungdoemisins til 1948. Seinast í gærkvöld frétt- ist, að Damaskinos ríkis- stjóri Iicfði sagt af sér. Blöð konungssinna láta mikla óánægju í ljós út af þessari ákvörðun, en önn- ur blöð fagna henni, þar sem þau telja ekki unnt að halda frjálsar kosningar á meðan kvislinga-lögreglan og vopnaöir flokkar kon- ungssinna beita alþýöuna cfbeldi. — .Georg „Grikkja- konungur“ hefur mótmælt þessari ákvörðun stjórnar- innar. MacNeil, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bretlands, hef ur verið í Aþenu undan- Mágnús Kjartans- son heiðursfélagi Hlífar A fundi verkamannafé- lagsins Hlíf var Magnús Kjartansson málarame:st&~ gerðUr að heiðursfélaga með eftirfarandi samþykkt. „Fundur haldinn í Verka- mannafélaginu Hlíf 19. nóv. 1945, samþykkir að gera fyrrverandi formann félags- ins, Magnús Kjartansson málarameistara til heimilis Öldugötu 13, Hafnarfirði að heiðursfélaga í tilefni af sextugsafmæli Magnúsar.“ Er þessi samþykkt gerð til þess að sýna Magnúsi Kjartanssyni örlítinn þakk lætisvott Verkamannafélags ins Hlíf, fyrir gott starf unn ið í þágu Hafnfirskra verka ♦----------------------♦ Flokkurinn Sósíalistafélag Reykjavíkur Deildarfundir verða í öllum deildum í kvöld kl. 8,30 e. h. á venjulegum stöðum. Mjög áríðandi mál á dagskrá. Félagar, starfið er í fullum gangi, nú ríður á að allir leggi hönd á plóginn, svo ávöxturinn verði sem bezt- ur. Mætið öll i kvöld. Formenn deildanna erU beðnir að hafa saaiband við skrifstofuna í dag. STJÓKMN Æ. F. R. Félagar! Ferðir í Rauðhóla á laugar- daginn verða sem hér segir: Frá Skólavörðustíg 19 kl. 4 og kl. 8,30 siðdegis. Þátttak- endur í seinni ferðinni erú oeðnir að gefa sig fram 5 skrifstofunni fyrir kl. 7,30 á laugardagskvöld. — Auk þess fer strætisvagn frá Lækjar- torgi kl. 6,15 á laugardags- kvöld. Munið eftir svefnpokunum. Kl. 9 á sunnudagskvöld hefst skemmtifundur i Aðal- stræti 12. Þar fiytur Eggert Þorbjarnarson ræðu, ennfrem ur verður upplestur og dans. — Góð músík. Nánar auglýst á morgun. Á félagsfundinum á mánu- ilagskvöld er dagskráin þessi: 1. Félagsmál. 2. Bæjar- stjórnarkosningarnar. 3. Ræða: Einar Olgeirsson. 4. kvikmynd. Fundurinn hefst kl. 9 stundvíslega í Bröttugötu 3a. Félagar hittumst öll um helgina! SKRIFSTOFAN er opin alla virka daga kl. 6—7,30 síðdegis. Þar er tekið á móti félagsgjöldum og gefn- ar allar nánari upplýsingar um starfsemina. Komið sem oftast i skrif- stofuna. Stjórn Æ. F. R. 4-------t----------»---------♦ Dynamo sigraði Arsenal með 4:3 Rússneski knattspyrnu- flokkurinn Dynamo sigraði brezka Arsenalkappliðið með 4:3 mörkum í London í gær. — Þoka var svo svört að við lá að keppendurnir neydudst til að hætta í miðju kafi. — Áhorfendur voru um 50.000. Danir þakka Ríkisstjórninni hefur bor- izt þákkarskeyti frá herra Barner Rasmussen, skólastj. tekniska skólans í Kaup- manna'höfn, en bágV. " ' 'utn. nemendum þess s'ióía hcfur verið úthlutað n.k’iru af fatnaði þeim, sern Lands- söfnunin sendi til Danmerk- ur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.