Þjóðviljinn - 09.01.1946, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.01.1946, Blaðsíða 6
6 polka, eins og gert er við hátíðleg tækifæri. Þetta lízt öllum vel á. Fyrst koma gömlu mennirnir inn í herbergið og leiða gömlu konurnar í dansinn. Það eru frú Maule, frú Hallstedt, frú Petterson, frú Wallroth og frú Lagerlöf. Síðan koma ungu mennirnir og leiða stúlkurn- ar í dansinn. Seinast eru allar farnar, nema ég og fröken Eriksson gamla á Skeggjabergi. Hún er að minnsta kosti fimmtug, með ljósgult, þunnt hár, sett upp við eyrun, og stórar, mórauðar tenn- ur. Þarna er ókunnur maður, sem við höfum aldrei séð. Hann er í einkennisbúningi, svo að auðséð er, að hann er umsjónarmaður á stöðinni Kil. Hann þekkir enga hér og þegar hann kemur inn í stof- uha, hefur öllum verið boðið í dansinn, nema mér og fröken Eriksson á Skeggjabergi. Nú verður gaman að vita, hvora okkar hann velur. En maðurinn snýr sér snöggt við og vill hvor- uga okkar. Og þarna sitjum við, fröken Eriksson og ég, án þess að yrða hvor á aðra. Mér þykir þó Æskulýðsfundirnir Frh. af 3. síðu. lega og rökfasta málfærsla þeirra ágætlega fyrir. Hafnarf iarðar- fundurinn Hafnarfjarðarfundurinn var fjölsóttur og fór mjög sæmi- lega fram. Þarna voru mætt- ir tveir Framsóknarmenn frá Reykjavík. Þeir fræddu menn um það að ekkert hús- næðisleysi hefði verið til á íslandi fyrir stríð, og því á- stæðulaust að liggja Fram- sóknarmönnum á hálsi fyrir það, að takmarka innflutn- ing á byggingarefni fyrir stríð. Og svo minntu þeir á það, hvað Framsöknarflokk- urinn hefði mikla ást á sjáv- arútveginum. Þeir fundu einhverja ástæðu til þess, rétt. e'ns og þeir gerðu ráð fyrir að menn yrðu þessarar ástar ekki varir, nema á hana væri rninot. Þama voru líka mætt- ir tveir ungir jafnaðarmenn, s'em mikið töluðu um áhuga- mál æskunnar í Hafnarfirði, en minna um það, hvað jafn- aðarmannameirihlutinn í Hafnarfirði hefði framkvæmt af þessum áhugamálum æskalýðsins, nema hvað ver- ið væri að mæla út fyrir hinu og þessu hér og þar. Lengra var þeim fram- kvæmdum ekki komið eftir tuttugu ára stjórn jafnaðar- manna. • Ung'r sjáíiytæðismenh höfðu það helzt til málanna að leggja, að austur í Rúss- landi væri hálfbölvað skipu- lag. Sögðust hinsvegar ekkert hafa við stjórnarandstöðuna (Framsóknarmenn) að tala. Og svo fóru þeir náttúrlega ekki svo um garð, að þeir minntust ekki svolítið á bæj- armálin- En það sem þeir höfðu helzt um þau mál að segja var það, að þó kratar hefðu byggt þar ráðhús, hefði þeim láðst að byggja þar náðhús. Þá er ekki rétt að gleyma því, að þeir fræddu menn um það, að 1930 hefði verið stofnaður Kommúnistaflokkur íslands með það fyrir augum að gera heimsbyltingu. Einnig töluðu þarna þrír ungir sósíalistar. Fulltrúi ungra sósíalista, Kristján Andrésson, efsti maður á lista sósíalista 1 Hafnarfirði, rakti sögu nokkurra þeirra mála, sem hafnfirzkir kratar hafa verið að glíma við á tuttugu ára stjórnarferli sín- um. Heldur virtist niðurstað- an léleg fyrir kratana. Þar var t. d. íþróttavöllurinn. í tíð íhaldsins, fyrir tuttugu árum, var sæmilegur íþrótta- völlur í Hafnarfúði. Ennþá búa Hafnfirðingar við þenn- an sama íþróttavöll, sem er nú orðin algerlega ófuflnægj- andi. Og þannig taldi hann upp röð ýmissa menningar- mála, sem svipað var ástatt um. Glæsilegri fulltrúa getur æskulýður Hafnarfjarðar ekki eignast en Kristján Andrésson, þess vegna sendir hann Kristján inn í bæjar- stjórn 27. janúar 1946. ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 9. jan. 1946. John Galsworthys Bræðralag \ svipinn og græðgina í augna- ráðinu- Hún klappaði stúlk- unni á herðamar. „Svona, svona, góðaý sagði hún. „Þér megið ekki láta l'ggja svona illa á yð- ur. Hvað er það, væna mín?“ Fyrirmyindin hristi hiönd hennar af sér eins og ó- þægur krakki, sem vill ekki láta hugga sig. „Látið þér mig vera,“ sagði hún lágt. Húsmóðirin færði sig frá henni. „Hefur einhver gert yður mein?“ spurði hún. Fyrirmyndin hristi höfuð- ið. Konan horfði ráðalaus . á sorg hennar. Svo tautaði hún í ákveðnum tón, eiins og þeim er lagið, sem eiga alla ævi í stöðug-ri baráttu við ó- gæfu sína: vEg get ekki horft á neinn gráta svona“. En þegai’ hún sá, að stúlk- an vildi ekki láta sýna sér meðaumkun, fór hún. jýæja," sagði hún ofurlít- ið háðslega. ,,Ef þér viljið tala við mig, þá er ég í eld- húsinu.“ Stúlkan lá kyrr í rúminu. Hún fékk ekka öðru hvoru og var líkust barni, sem hefur hlaupið frá leiksyst- kinum sínum og fleygt sér á jörðina, eins og það ætlaði henni að svelgja sorg sína og reiði. Að síðustu hætti hún að snökta, settist upp og sóp- aði seðlunum, sem hún hafði legið á, niður á gólfið. En þegar hún leit á pen- ingana, brauzt gráturinn út á ný. Hún fleygði sér á'hlið- ina, með vangann að tárvot- um koddalnum. Þiannig lá hún þa-r til gráturinn stillt- ist. Löngu síðar reis hún á fæt ur og reikaði að speglinum. Andlitið var rautt og þrútið og augun grátbólgin. Hún fór að snyrta sig, hugsunarlaust og áhugalaust. Svo settist hún á ferðakist- una og tíndi seðlana upp af gólfinu. Það skrjáfaði í þeim. Fimmtíu tíupundaseðliar! Allir ferðapeningar Hilarys. Augu hennar urðu st.ór og undrandi á meðan hún taidi þá. En allt í einu fóru tárin að streyma á ný — niður á þessi þunnu, skrjáfandi papp írsblöð. Hún hneppti kjólinn hægt frá brjóstinu og stakk seðl- unum í barm sér. Þá var aö- e'ns skyrtan á milli þeirra og brjóstsins. Þar sem hjarta hennar sló. FERTUGASTI OG FYRSTI KAFLI Heimili kœrleikans. Stefan kom gangandi upp steinlagðan stiginn heim að húsinu. ,5Er Hilary heima? ‘ „Húsbónd'inn fór til út- landa í morgun, og fi’úin er ekki heima.“ „Viljið þér fá henni þetta bréf. Nei, annars — það er bezt að ég bíði eftir henn'- Má ég ekki sitja hérna í garðinum?“ „Jú, gerið þér svo ýel.“ ,,Þakka yður fyrir “ ,Eg skil dyrnar eftir opn- ar, ef þér viljið fara inn seinna.“ Stefán settist á -bekk í garðinum. Hann horfði þung búinn á gljástígvélin sín í hálfrökkrinu og sló bréfinu í sífellu við hnéð á sér. Það var ljós í glugga Stones gamla og b'rtan féll út í garðinn, yfir trjálimið, sem bærðist ekki í kvöldkyrrð- inni. Mölflugurnar fóru á kreik og flögruðu í birtunni. Stefan sá, mr. Stone inn um gluggann. Hann stóð á- lútur við skrifborð sitt, hreyfingarlaus, eins og fangi í einangrunarklefa, sem star- ir framundan sér, sljór af einveru. „Hann er orðinn óskaplega hrumur,“ hugsaði Stefán. „Karlhrólð! Hugsjónir hans ganga af honum dauð-um. Þær eru ofar mannlegu eðli — og yerða það alltaf.“ Og Stefián lamdi bréfinu enn fastar í hnéð á sér, eins og hann væri að gefa þessari niðurstöðu frekari álherzlu. „En ég get ekki annað en vorkennt karlfauskmum." Stefan reis á fætur, t'l þess að sjá hann betur- Gamli maðurinn var svo stirður og sljór að sjá, að hægt var að ímynda sér, að hann hefði fvlgt einhverri djúpviturleg- ustu hugmynd sinni niður í jörð'na og væri að bíða eftir að hún kæmi upp aftur. Ste- fáni féll illa að horfa á hann. „Það væri hægt að kveikja í húsinu, án þess að hann tæki eftir því, hugsaði hann.“ Allt í einu hreyfði mr. Stone s'g. Hann andvarpaði svo hátt, að Stefán heyrði það út í garðinn. Var það rétt að horfa svona á gamla manninn, án þess að hann vi'ssi? Stefan kunni ekki við það. Hann fór inn, settist að í vinnustofu bróður síns og horfði í kringum sig. >,Eg sagði Hilary, að hann mundi brenna sig á þessu,“ hugsaði hann. Þá heyrði hann, að útidyra hurðin var opnuð og gekk niður. Stefán hafði alltaf haft illan bifur á Biöncu fyr- ir stærilæti hennar og kald- hæðni. En þegar hann sá þjáningarsvipinn á andliti hennar, varð honum ein- hvernvegmn ljóst, að henni rnundi ekki vera sjálfrátt, hvernig hún var. Honum varð bilt við þessa uppgötv- un. Þetta var ekki nógu rök- rétt. „Þú ert þreytuleg, Bianca“, sagði hann- „En mér fannst réttast, að þú fengir þetta bréf í kvöld.“ Bianca leit á bréfið. ,.Það er til þín,“ sagði hún. „M'~ lanear ekki til að lesa það. — En þakka þér fyrir samt.“ Stefan beit á vörina. „En ég vil, að þú vitir, I hviað í. því stendur. Eg má þó vonandi lesa það fyrir Þig-“ „Charing Cross Station. Kæri Stefan! Eg sagði þér í gær, að ég ætl-aði að fara einn. Seinna breytti ég um ákvörðun. Eg afréð að fara með hana með mér og fór heim til hennar í því skyni. En ég hef lifað of lengi í ímynduðum ’neimi, til þess að tengjast veruleik- anum á þennan hátt. Stétt.a- munurinn hefur bjargað mér. Hann er máttugri en sjálf eðlishvötin. Eg fer einn — og verð einn í ímyndunar- heimi mínu-m- Eg hef cekið' fullt tillit til Biöncu, en þar sem hjónaband okkar er ekki annað en yfirskyn, hverí ég ekk'. til þess aftur. -Nú veiztu heimilisfang mitt, og ég bið þig að send-a mér skurðgoð mín. Viltu segja Biöncu efn- ið úr þessu bréfi? Þinn e'nl. bróðir, Hilary.“ Stefán hl-eypti brúnum, braut bréfið saman og stakk því í brjóstvasa sinn. „Hann er bitrari en ég hélt,“ sagði hann hugsandi.*’ .,En hann gerði þó það eina, sem _kom t;l mála.“ Bianca studdi olnboganum á arinhilluna og sneri and- litinu undan. Hann langaði til að láta í ljós sarnúð með bróður sínum. „Eg varð feginn að frétta þetta,“ sagði hann. „Þetta hefð: orðið -dæmalaus ó- gæfa.“ Bianca hreyfði sig ekki, og Stefáni varð það smám saman ljóst. að þetta var næsta viðkvæmt mál. ,,En auðvitað — —“ tók hann til máls á ný. „En Bi-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.