Þjóðviljinn - 27.01.1946, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.01.1946, Blaðsíða 5
Surmudagur 27. janúar 1943 ÞJOÐVÍLJINN 5 Aljyýða Reykjavíkur! I dag er tækiíærið til að sigra heildsalcr/aldið Hum s§ 106 nílJéMNHSriRflar eiga fjóriiugiuis af elguym skaftskytdra Reykvíklnga! From til baráttu fyrir rétti og völdum alþýðunnar! : íl iil oruslii l böftkufli Mmjsíflfli Kosningabardaginn, sem berforingjar íhaldsins hófu á bökkum Volgufljóts, er nú mjög að hjaðna. Og þótt þeir hafi höggvið vindliögg ein, slævast eggjar vopna þeirra og vopnin snúast sjálfum þeim til tjóns og ama. Enda má segja, að þeir hefðu naumast getað valið sér- or- ustuvöll ólíklegri til sigurs fyrir málstað íhaldsins. Les- bók Morgunblaðsins, sú hin þykka, hefur að vísu komið í góðar þarfir sem umbúða- pappír og máski til enn al- mennari nota, en Rússar standa jafnréttir eftir og halda áfram hinni kyrrlátu uppbyggingu síns þjóðfélags. En þar sem þessi höfuðat- laga íhaldsins hefur svo illa mistekizt, teldi ég rétt og íimabært, að forustumenn sósíalista byðu Valtý Stefáns- syni og öðrum generólum í- haldsins í eina' bröndótta j vestur á bökkum Hudson- fljóts og Missisippi. Bandaríkin eru óskaland einstaklingsframtaksins. Þau hafa, síðan á dögum land- náms hvítra manna þar, ver- ið" kölluð vagga frelsisinjs. Frelsisstyttan í New York- höfn lyftir logandi blysi þeirrar dýrðlegu hugsjónar rnóti þeim, er þar kcma að landi. Máttarstólpar Morg- unblaðsins, síórkaupmenn- irnir, hafa á síðustu árum sótt viðskipti sín kappsam- Jego vestur þangað og ástund að viðskiptamórai með ríku- • legrm ááangrí. Bandaríkih eru eitt dásamlegasta land heims, og þjóðir þær, sem þar hafa numið land, eru að renna saman í eina volduga heild, og hún fer ekki dult með það nú í styrjaldar- lokin. að hún sé réttborin til alþjóðaforustu og til þess að ægja öllum heimi með her- sk'paflotum sínum og atóm- sprengju. Þessi mikla og á- gæta þjóð nýtur nú ekki lengur hugsjónaforustu Roosevelts, og þó að það sé fjarri mér að vilja spá henni hrakspám, benda mörg teikn til þess, að í sögu hennar sé að hefjast tímabil mikilla þjóðfélagsbyltinga- Fréttirn- ar, sem nú berast daglega frá Bandaríkjunum, benda til þess, að þar dragi til alls- herjarverkfalls, sem myndi lama ekki eingöngu Randa- rikm, heldur gæti það vel orðið upphaf nýrrar heims- kreppu. Og hvað er það þá, sem í raun og veru er að gerast í þessu óska- og draumalandi íhaldsins hérna í bænum? Því verður svarað á þá leið, að draumur íhaldsins í þjóð- félagsmálum hefur rætzt þar til fulls. Misskipting auðs- ins og fantatök auðjöfranna á alþýðu manna er hvergi meiri í heimi. Stálhringurinn og önnur stórfyrirtæki svip- aðs eðlis hafa á stríðsárunum velt í fjárhirzlur sínar slík- um óhemju fjárupphæðum, að þeir lýsS því yfir, að heils árs verkfall myndi ekki saka þá eða hnekkja þeim. Þing Bandaríkjamanna stendur ná lega einhuga með auðjöfxun- um. Veikburða tilraunum forsetans að ráða fram úr vandanum er vísað þar á bug. Jafnvel hafá þau und- ur gerzt, að auðfélögin hafa heimtað og fengið greiddar úr rikissjóði eins konar skaðabætur fyrir það, að stríðinu hefur verið hætt og gróðalindir þeirra þorrið að nokkuru af þeim orsökum. I upphafi stríðsins, þegar til auðfélaganna var leitað um að.snúa framleiðslu sinni til stríðsþarfa, settu þau það skilyrði að styrjöldin stæði að minnsta kosti fimm ár. Nú stóð styrjöldin að vísu í fimm ár. en samt heimta auðjarlarnir skaðabætur — og fá þær. Þetta er kóróna hins vest- ræna lýðræðis. Þetta eru fyr irmyndirnar, sem íhaldið hérna í bænum ■ dýrkar og vill gera að leiðarstjörnu kjósenda i Reykjavik sunnu- daginn ,27. þ. m. Vilja for- ingjár íhaldsins leitast við að brýna eggjar vopna sinna af nýju og taka upp þjóðfélags- orustuna á bökkum þeirra miklu fljóta, sem prýða þetta land? Ágreiningsefnin eru nærtækari en á fljótsbökkum Rússaveldis- Viðfangsefnin eru skiljanlegri reykvískum kjósendum, úr því að fo-ringj arnir halda því fram, að ís- lendingar eigi í stjórnarhátt- um sínum og meðferð sinna mála að apa allt eftir þess- ari þjóð og öðrum þeim þjóð um sem líkt er ástatt um. Það er að vísu enginn á- greiningur um það, að ís- lendingar vilja halda kost- um hins vestræna lýðræðis og varðveita þá. En frjáis- huga og framsýnir kjósend- ur vilja brjóta á bak aftur hér á landi auðvaldsöfgar þær, sem nú vaða uppi og hafa á síðustu árum eflzt eftir amerískum fyrirmynd- um. Við viljum ekkí atvinnu leysi og þrælkun alþýðunn- ar Við viljum ekki allsherj- ar verkfall. Við heimtum •meiri jöfnuð í lífskjörum manna. Við heimtum sam- stillta krafta þjóðfélagsþegn- anna til uppbyggingarstarfs- ins í þessu lítt numda landi. Við viljum tileinka okkur kost hins efnahagslega lýð- rœðis og fella það til sam- ræmis almennum mannrétt- indum og þegnfrelsi, þann- ig, að'til fyrirmyndar gæti orðið stærri þjóðum. Kosaingabaráttan í Reykja vík og öðrum kaupstöðum landsins fellur nú með degi hverjum í ákveðnari fai’vegu. Orustan stendur 1 raun og veru milli sósíalista annars vegar og íhaldsins hins veg- ar. Það eru bai’a tvær stefn- ur, sem koma til greina í þessum átökum: armars veg- ar stefna framtíðarinnar um fjárhagslegt öryggi þegn- anna og réttindi til handa öllum mönnum. hins vegar stefna fortíðarinnar um ó- hóflega auðsöfnun einstakl- inga, fjárhagslega ■ þrælkun verkamanna, verkbönn, verk föll og styrjaldir. Alþýðu- flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn, sem fitla við þessi mál af hálfvelgju og reka eingöngu tækifærispóli- tík, þokast smám saman til útkantanna í þessari miklu viðureign og gleypxast. Við Reykvikingar óskum ekki að hlíta forustu þeiri’a, sem tví- stígá, með það eitt fyrir aug- Frh. á 7. .súðu Sprellikarl í höndum heildsalavaldsins Öllu alþýðufólki hefur ofboðið hvernig örfáir forríkir heildsalar haía rakað til sín auð á aíþýð- unnar kostnað. Það eru yfir 50 milljónir króna, sem lielldsalarnir fá á ári í álagnmgu á vörurnar. Afleiðingm af aðförum og völdum þessara stríðsgróoamaima er sú að allur auður í Reykja- vík safnast á færri og færri hendur. Nú er svo kom- ið að löð ríkustu auðfélög og auðmenn eiga fjórð- unginn af eignum skattskyldra Reylcvíkinga, 73 milljónir kréna, ef fasteignamatsverð er lagt til grundvallar, en margfallt meira, ef reiknað er með söluverði. Ef alþýðan tekur völdin í bæjarstjórn Reykja- víkur, þá getur hún með stérfelldri bæjarútgerð og öðrúm aðgerðum tryggt sóí- raunhæf völd í at- vmnulífinu til bess að hindra að þessi gífurlega misskipting aukist. Það er nauðsynlegt fyrir frelsi og vélferð reykvískrar alþýðu að svipía heildsalavaldið meiri- kjuíamim í bæjarstjórn Reykjavíkur! Sameinastu um sigur C listans í dag! Vesturfararnir: Sjónarspil í einum þætti. Bjami: Róðu bctux’ Vialtýr] VaUýr: Eg geri eins og ég gct, en ég er hræddux um að festing bili í dag i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.