Þjóðviljinn - 29.01.1946, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.01.1946, Blaðsíða 6
Þ J 6 B ¥ ! L J I N N Þriöjudagur 29. jan. 1946. Hesturínn úrsmiðsins Hann var alltaf kallaður úrsmiðurinn. En hann var úrsmiður frá þeim tímum, þegar stórar slag- klukkur með þungum blýlóðum, máluðu ártali og fangamarki voru á öllum sveitabæjum. Nú voru gömlu klukkurnar komnar í ruslakistuna, en í þeirra stað fíngerðar klukkur, sem gljáði á, og- enginn skildi neitt í, nema lærðir úrsmiðir í kaup- stöðum. Þess vegna var gamli úrsmiðurinn til einskis nýtur nú orðið. Það var þó helzt, að leitað væri til hans, þegar hunangið var tekið úr býkúp- unum og á vorin, þegar féð var rúið. Það var sjón að sjá hann, þegar hann kom skröltandi í vagnræflinum sínum eftir holóttum veginum og klárinn hökti á undan með hangandi höfuð. Vesælli skepna en þessi klár var ekki til í sveitinni. Hann var ekkert nema skinnið og bein- in. Og hann var svo stirður í hreyfingum, að hon- um lá við falli í hvert skipti, sem hann sneri sér við. Gamli úrsmiðurinn var sjálfur mesta skar. Hann sat í keng framan á vagninum í götóttum og óhreinum vaðmálsfötum. Augun og kinnbeinin voru það eina, sem sást af andlitinu. Skeggið huldi neðri hluta andlitsins, en húfugarmurinn náði niður á enni. Jóhannes V. Jensen: GUÐRUN I. WtM ÞETTA Málarinn: — Hvað ætlið þér að standa héi tengi og glápa á myndina mína. VÚj- ið þér gera svo vel og fara til vinnu yðar? Aðkomumaðurinn: — Eg átti að rífa hjallinn, semþér eruð að mála. * Gesturinn: — Hvað er þetta Magnús. Ert þú orð- inn þjónn hér? Þjónnínn: — Það er ekk- ert að skammast sín fyrir. Eg borða ekki hérna. Sá skólagengni: — Dá- samlegt er að hugsa sér hringrás efnanna. Engina hlutur í veröldinni verðui að engu------. Vinur hans: — Þetta hef ég alltaf vitáð. Þáð sem konan mín tekur af aldri sínum, bætir hún við aldur vlnnukonu sinnar. * Frúin: (Hefur ráðið til sú' unglingspilt til að hjálpa ti! við heimilisstörfin) — Hef- urðu nokkumtíma sópað gólf? P lturinn: — Eg var götu sópari eitt ár og sópaði svo! áv rösklega, að fólk sá ekki handa sinna skil. Frúin: — En ertu barn- góður? Pilturinn: — Eg hef verið bamfóstra í tvö ár og þáð lá svo vel á börnunum allan þann tíma, að aldrei heyrð- ist mannsins mál 1 húsinu. Frúin: — En þú ert lík- lega laginn við að kveikja upp eld? Pilturinn: — Hvernig þér talið! Eg sem hef þrisvar verið tek!nn fastur fyrir í- kveikjur. Hún: — Farðu til Ame- ríku og reyndu að ná þér í einhverja bandvitlausa millj ónamey. Hann: — Hvers vegna þarf hún að vera bandvit- laus? Hún: — Já, annars þýddi náttúrlega ekki að reyna. * A: -— Það er margt ólíkt með skyldum. Við erum þrír bræðurnir. Tveir em vel gefnir, en einn ér hreinn og beinn fábjánT. B: — Hvaða atvinnu hafá þeir, þessir tveir bræður þíii ir? Vekjaraklukkan hamasL meö heilaklúfandi hávaða — og draumurinn er búinn. Ófreskjan stendur á komm- óðunni hinum meginn, seit bar af ásettu ráði, svo aö mg'n önnur ráð veröi fyrir hendi en að stökkva upp úr rúminu og þagga niður í henni, þar sem hún stenöur gleitt á tveimur mjóum, fót um, hristist og skelfur e'ns og ístmbelgur með klukku- kífu í staðinn fvrir brjóst- hlíf og vekjarabjöllu í stað- inn fyrir höfuð. Upp úr rúminu! ófreskj- an er gr'pin, þaggað niður í henni, eða henni stungið und!r sæng'na. Hún þagnar stynjandi og tístir lágt — e'n mínúta yfir ---. Þá er skriðið upp í rúm- ið aftur, til að njóta hlýj- unnar einni mínútu lengur. Ó, hvað væri gott að mega sofa! Værðin streymir um allan líkamann og eitt augnablik líður----. Þá er stokkið á fætur, sænginnl sparkað til fóta og sezt með vesældarlegum geispa á rúm stokkinn. Þunglynd mann- vera, en vakandi, þrátt fyrir allt. Það er kominn morgunn. Lífsbaráttan hafin! — Þessu fór fram í hverju húsi, í stofum, háaloftsher- bergjum, vinnukonuher- bergjum og alls staðar, þar, sem ungmenni áttu he;ma og urðu að vakna til þess að fara í skóla, á verkstæði eða skrifstofu. Lífsbarátta þeirra er að hefjast og morg unstundin er þeim ekki mild. Skömmu seinna eru þau öll komin í spjarimar, hafa fengið sér hressingu og hjóla rösklega að heiman, áleið’’s til vinnu sinnar og smeygja sér inn í reiðhjóla- þvöguna, sem rennur eftir götum Kaupmannahafnar \ hverjum morgni úr úthverf- unum inn í miðborgina. Svona hringdi klukka í kvistherbergi nokkru í gamla borgarhlutanum útj við Kristjánshöfn. Þar átti heima ung skrifstofustúlka að nafni Guðrún Kristen- sen. Hún opnaði augun undir eins og heyrðist til klukk- unnar og steig upp úr rúm inu, eins og hún hefði verið glaðvákandi. Vísarnir á klukkunni stóðu Ióðréttir, Hún var sex. ' Guðrún i þurfti ekki áð véra komin á skrifstofuna fyrr en klukkan 9. En húri varð að fara snemma á fæt- ur til þess að geta lokið því dagsverki, sem hún hafði | sett sér. Morguninn var eini tími dagsins, sem hún átti alveg sjálf og gat notiö ótrufluð. Guðrún smeygir sér úr náttkjólnum, tekur flatbotn aöa zinkbaðkarið, lætur það á gólfið framan við þvotta- borðið, stígur upp í það og, grípur vatnskönnuna. Hún| hlífir sér ekki v:ð skelfing-^ unni en steypir úr könn- unni yfir herðarnar, án þess svo mikið sem að súpa hvelj; ur. Þannig pyntar hún sig vægðarlaust 'á hverjum morgni. En þegar hún hef- ur þurrkað sér rækilega og fast með handklæði, roö'nar hörundið og henni verður hlýtt. Þetta borgar sig, bara þegar það er afstaðið, og bað er léttir að hugsa til þess, að nú er því lokið í þetta skipti. Hún gengur til og frá í herberginu, áður en hún klæðir sig. Það kemur af sjálfu sér. Henni er svo hlýtt, og hún hefur nógan tíma. Hún hitar sér mjólk, býr um rúmið sitt og tekur sér sitt af hverju fyrir hend ur, Hörund hennar er hreystilegt og rauðleitt í hreinu morgunloítinu, sem berst inn um opinn glugg- ann. Þetta er í febrúarmán- uði, en veðrið er mátulega svalt fyrir hana. Guðrún þrífst betur 1 kulda en hita. Hún drekkur mjólk og borðar brauð með, annars hugar, gengur að kommóð- unni, leitar í saumakörf- unni, sezt niður v:ð að sauma og tekur þá eftir því, að fingurbjörgin er það eina, sem skýlir líkama hennar. . Hún ber finguma ótt v'ö saumana og eftir litla stund er verkinu lokið. Enn er hún annars hugar og bítur sundur nálþráðiim. Hún lagfærir ýmislegt í herberg- inu og talar við sjálfa sig, án þess hún hafi hugmynd um. Hún veit ekki af því, að hún er til, fremur en gró- andi jurt. Hvað veit biman, sem ligg ur ale!n í hýði sínu? Hátt uppi í Ruwenzoris-fjöllun- um, ofar en skógur þrífst, vaxa körfublóm og lobeliur, sem eru á stærð við pálma. Langt inni í Afríku, uppi á fjöllum, þar sem jökulsvali og hitabeltissólskin mætast. váxa skógar sem ekkert mannsauga sér.------- Þann- ig er ung kona, þegar hún er í eirirúmi, gleymd sjálfri sér og Öðrum. Lindin var fyrsti spegill konunnar, og hvar sem speg ill er, lítur konan í hann. Guðrún speglar sig og færir spegilinn á ýmsa vegu, því aö hann er lítill, en Guðrún sjálf er stór. Fyrst lítur hún á andlitið, lætur sér fátt um finnast og hleypir brúnum. Þaö genr myndin í speglinum líka. Dómgreind hennar og útlit eru aö vega salt. Hún hefur víðar nasir og þar af leiðir, að hún virð st ör, athugul og viö öllu búin, hvert áugnablik. Hún er stóreyg og bereyg. Og aug- un eru fagurblá. Hárið er aftur á móti ekki sann- danskt. Það er hvorki gult né rautt og því síður gló- bjart. Líkast er það mjöl- poka á litinn. Þetta er nefni lega einhver míllilitur, sein enginn tekur eftir. Það er dekkra niðri við hársvörð- inn, því að Guðrún er vön að vera berhöfðuð úti. Og slétt er það, eins og fax á hesti. Hún er stuttklippt, og henni dettur hvorki í hug að láta lita það né liða. Hún bara greiðir það lauslega öðru hvoru. Nú var kven- fólk reyndar farið að láta hárið vaxa. Munnfríð er hún ekki. Munnurinn er of stór og var irnar fölar, eins og henni hafi nýlega verið tekið blóð. Henni hefur stundum verið strítt á því, að ekki dygði að kvssa hana minna en þrjá kossa — og hún gæti meira að segja gleypt menn alveg. En Guðrún tekur þetta ekki nærri sér. Hún man bað, síðan hún var lítil, áð öllum varð fyrst litið á munninn á henni. Hún reyndi þá að draga hann saman, og á elztu myndun- um, sem til eru af henni, hefur hún sett stút á munn inn. En begar hún er á gangi úti nú orð’ð, eða er að vinna, þá breiðir þessi stóri rnunnur úr sér eft'r vild, og bá finnst henni stufidum fólk veita því eftirtekt, hvað hann er stór. Guðrún hrist ir höfuðið framan í spegil- myndina, og myndin hristir höfuðið framan í hana. Hún hefur óskemmdax tennur. En þær eru of stór- ar. Framtennurnar mætast og þegar hún bítur þeim saman, minnir hún á úlf- ynju. Þáð er óréttlátt, að hún skuli hafa svona munn og svona tennur, því áð hún er þó sannarlega ekki gráð- ug og ber sér, satt að segja ekkert til munns fram yfir. það, sem brýnasta þörf kref ur. Guðrún hugsar néfni- lega ekki um annað en vinna fyrir sér. s

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.