Þjóðviljinn - 29.01.1946, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.01.1946, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 29. jan. 1946. PJÓÐVILJINN 11 Ranghermi Tímans um útvegun véla til Mjólk- urstöðvarinnar í Reykjavík Greinargerð sendiherra íslands í Washington um afskipti hans af málinu í tilefni af grein í Tímanum 16. nóv. uip útvegun véla til mjólkurstöðvar í iteykjavík. þar sem ranglega er skýrt frá afskiptum Thor Thors sendi- herra af málinu, hefur utanrík- isráðuneytinu borizt eftirfar- andi greinargerð frá sendiherra: í 87. tölublaði Tímans frá 16. nóvember, í grein, er nefnist „Mjólkurbomiba“ Bjarna Bene- diktssonar, segir i undirfyrir- sögn: „í kapphlaupinu við komnninista skammar hann Sjálfstæðismenn. í Mjólkursölu- Uefnd og Samsölustiórn og sendi'herra íslands í Washing- ton“. 1 sömu grein segir síðar: „Hér hefur Bjarni þó ekki við sanisöluna að sakazt, heldur sendiherra Islands í Washing- ton, Thor Thors, sem haft hef- ur aðalmilligönguna um þetta mál. Þrátt fyrir milligöngu hans, sem hann hefur vafalaust rækt af beztu getu, var synjað um útflutningsleyfi í Bandaríkj- unum á þessum vélum. Getur Bjarni vel ásakað sendiherfann um síóðaskap í þessu máli, ef liann telur að slíkt verði sér til framdráttar í bæjarstjórnar- kósningunum“. í 88. tölublaði Tjmans frá 20. nóvember segir ennfremur; „Hinsvegar er það kunnugt, að Thor Thors sendi- herra hefur haft aðalmilligöngu um útvegun véla í Mjólkurstöð- ina frá Ameríku ....“. Eg tel það óviðeigandi, að sendiherra íslands blandi sér í pólitískar deilur innanlands o. hef ég því með öllu látið íslen: k stjórnmál afskiptalaus þau und- anfarin fimm ár. er é^ hef star - að í utanríkisþjónustunni. En þar sem afskijiti mín af útveg- un véla fyrir mjólkurstöð i Revkjavík eru gerð hér að sér- stöku umræðuefni og á niðr- andi hátt fyrir mig.'tel ég það skyldu mína að gefa málefna lega skýrslu um gang þessa máls. Um miðjan septembermánuð 1941 kom til New York herr° Stefán Björnsson, er skyldi ú'— vega tilboð i vélar fyrir n''1' • mjólkurstöð. Eg var þá aðnl- ræðismaður íslands í Ne''r Yorlc og leitaði herra Stefán Björnsson því til mín um fyr'-- greiðslu í málinu. Eg kom hon- um þegar í stað í samband ''ð tvö stærstu fyrirtæki Banda- fíkjanna á þessu sviði, sem bæði tóku Stefáni ágætlega og eftifr nokkra dvöl hélt hann heim til íslands með tilboð í vélar fyrir fullkomnustu mjólkurstöð frá þessum fyrirtækjum. Hvatti ég Stefán til skjótra aðgerða í mál- inu, þar sem auðvelt væri að fá vélarnar, ef þær yrðu keypt- ar þegar í stað. Síðau lievrði ég ekkert um þetlá mál fyrr en hinn 12. marz 1942. að mér barst skeyti til Washington frá Mjólkursamsöl- unni svohljóðandi: .Góðfúslega fráskýrið hvort forgang.-leyfi . fyrir mjólkurvél- im er fengið" i’essu skevti svaraði ég þeg- r i stað á þennan hátt: Ilef ekki fengið neina um- ■'ikn um forgangsleyfi fyrir mjólkurvélum. Það verður fyrst :ð ákvcða livort og hvar vél- u nar eiga endanlega að kaup- asl Seljendur vélanna verða að senda mér sundurliðaða umsókn ,i > mun ég þá gera mitt ítrasta að ná skjótum árangri. . hiuðsynlegt vita hvenær þér æskið afhendingar og hvort þér óskið að ég hafi meðferð máls- ins og útvegi forgangsleyfi í nafni sölufélags vélanna, eða hvort þér óskið að vélarnar verði stjórnarpöntun frá Inn- kaupanefndinni og áliti ég þá leið fljótlegri. Góðfúslega símið nafn á seljendum vélanna og segið þeim að snúa sér til mín“. Þessu- skeyti hefur Mjólkur- Stúlkur ■■ Stúlkur Nokkrar stúlkur vantar til fiskpökk- unar í frystihúsi Hraðfrystistöðvar- * innar við Mýrargötu, Reykjavík Upplýsingar allan daginn hjá verk- stjóranum, Finnboga Árnasyni, og í síma 3589 kl. 3—6 e. h. Hafsteinn Bergþórsson. samsalan ckki svarað enn þann dag i dag. Ég yil geta þess, að árið 1941 tel ég' að auðvelt hefði verið að fá leyfi fyrir öllum vélunum til afhendingar árið 1942. Því til sönnunar má geta þess, að i októbermánuði 1941 fékk ég leyfi fyrir öllum vélum og nauð- synjum til hitaveitu Reykjavík- ur. Eg tel einnig að mér myndi hafa tekizt. að útvega vélarnar, ef beiðni hefði komið frá Mjólk- ursamsölunni árið 1942, því að það ár tókst að fá leyfi fyrir vélum til aukningar Ljósafoss: stöðvarinnar og til virkjunar Laxár fyrir Akureyrarbæ. Enn- fremur fékkst leyfi fyrir vélum til nýrrar síldarverksmiðju á Ingólfsfirði. Það kom ekki til frekari af- skipta af minni hendi af þessu máli, fyrr en í febrúar 1944, eða nær tveimur árum síðar en ég hafði beðið stjórn Mjólkursam- sölunnar að flýta afgreiðslu málsins. En þá kom leýfis- beiðni frá Innkaupanefndinni íslenzku í New York fyrir vél- unum, en nefndinni mun skömmu áður hafa borizt pönt- un frá Mjólkursamsölunni. Þessari beiðni var neitað hinn 21. febrúar 1944 og tilgreindar sex ástæður Bandaríkjastjórnar fyrir því. Samkvæmt bréfi frá herra Helga Þofsteinssyni fram- kvæmdastjóra Sambands ís- lehzkra samvinnufélaga í Ncw York, en hann var ásamt herra Ólafi Johnson forstjóri Inn- kaupanefndarinnar, símaði Inn- kaupanefndin Viðskiptaráðinu hinn 2. marz og bað um rök- semdir Viðskiptaráðs til að hrinda synjunarástæðu Banda- rikjastjórnar og benti einnig á, að æskilegt væri að fá meðmæli amerísku hernaðaryfirvaldanna á íslandi og einnig skyj'ingu ís- lenzku heilbrigðisstjórnarinnar á nauðsyn málsins. Þár sem Frh. á 8. síðu. - r Happdrætti Háskóla Islands Dregið verður í 1. flokki á morgun Vinningar eru fimmtungi fleiri og hærri þetta ár en í fyrra, alls 7233 — samtals kr. 2 520 000,00 ý':‘~ ihu i'iiui • i'ft ÍÁyí' * •» ; * > * * * 11 ý j aOvi Samkvæmt lögum skal ekki leggja tekjuskatt né tekjuútsvar á vinríinga í happdrættinnu Happdrættismiðarnir eru á þrotum. Kaupið miða strax í dag

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.