Þjóðviljinn - 02.03.1946, Page 6

Þjóðviljinn - 02.03.1946, Page 6
Þ J ÓÐVILJINN Laugardagur 2. marz. 1946. „Eg hræddur! Nei, ég hef gengið kríuvarp á Austfjörðum, barizt við þrjár rottur í kjallara í Vesturbænum — og aldrei orðið hræddur“. „En reiðan kvenmann hefurðu aldrei séð fyrr“, sagði Sigurgeir. „Þú áttir heldur ekki að tala svona við stúlkuna. Ekki datt mér 1 hug að standa uppi í hárinu á fólki og draga dár að því, þegar ég var rukkari. Þá hefði ég varla sloppið ómeiddur stund- um. Það þýðir ekki annað en vera lúpulegur ef menn vilja koma sér vel“. „Að mér heilum og lifandi skal ég aldrei láta í minni pokann fyrir gestum, sem koma beint hing- að til að skamma mig saklausan“, svaraði Þorgeir reiður. „Eg skal ábyrgjast, að það er kominn ein- hver óvættur hingað í prentsmiðjuna. — En nú held ég, að ég fari út og fái mér að drekka“. --------Bandaleysir hló í laumi úti í horninu. Þá var barið að dyrum, enn verr en í fyrra skiptið. Sigurgeir gekk fram, en áður en hann komst til dyranna kom inn öldruð og þrekin kona- „Hvað eiga svona hrekkir að þýða?“ spurði hún. „Eg set í blaðið auglýsingu um, að sjötíu og fimm hænsni séu til sölu. En þér segið í staðinn, að sjö- tíu og fimm söngmenn séu til sölu. Síminn hringdi í allan gærdag og alltaf var verið að spyrja mig, hvort ég væri þrælasali eða hvað songmenn væru í háu verði og þaðan af verri dylgjur —“. „Vissi ég ekki, að hænsnin mundu koma í leit- imar!“ sagði Sigurgeir. „Hænsnin koma í leitimar!“ æpti konan- „Á nú að bera það á mig, að hænsnin séu týnd. Þau em vís og hafa alltaf verið vís. Þér getið sjálfur séð þau“. „Eg veit það, frú“, sagði Sigurgeir. „Og ég er yður ákaflega þakklátur fyrir, að þér komuð hing- að, frú. Það er vel gert að benda okkur á, þegar einhver mistök verða. En þetta er ekki mér að kenna frú heldur einhverjum prentvillupúka, sem er kominn hingað“. „Hvaða þvaður eruð þér að fara með, maður? Eg hef heyrt getð um vofur, huldufólk og jafnvel minka hérna 1 bænum, en prentvillupúka hef ég ekki heyrt nefndan. Ef þér ætlið að halda áfram að draga dár að mér skal ég að mér heilli. og lifandi koma yður undir mannahendur". „Eg væri yður ákaflega þakklátur fyrir það, en —“. „Reynið þér ekki að gera mig eða mín hænsni hlægileg frammi fyrir þjóðinni. Birtið þér leiðrétt- ingu á fremstu blaðsíðu og segið þér, að þér þekk- rwirin Jóhannes V. Jensen: GUÐRUN Sums staðar á Spáni, þar sem ekla er á vatni, er vín ódýrara en vatn. Spánverjar drekka til jafn- aðar 90 lítra af víni á ári. Á meðan fallegt þótti að frafa þyfckar hárfléttur voru framleiddar árlega í Frakk- landi 30 millj. hárkollna. Til þess þurfti 200.000 kg. af hári. Það var fkitt inn frá Kína- En þegar styrjöld geisaði í Kína um aldamótin, varð svo tiifinnanleg kreppa í þessunr iðnaði, að eitt kíló af ixári seldist fyrir 70 kr, f Mikið fé í þá daga. • O i; : tekur ekki ýkja mikinn tíma heldur, ef hún gerir ekki aðr- ar kröfur en þaer að vera í lýtalausum bvenmanns- klæðum. Og hvað við kcm fæði, þá var það bara hollt, að borða léttmeti! Svona hafði hún ráðið fram úr fjánhagsvandaimól- um sínum og séð Manna borg ið líka. En hvemig Manni gat lifað á jafn litlu og hún, var henni að vísu stöðug ráðgáta. Þau voru víst lík, enda upp alin við sömu kjör. Það var fjarri því að hún þráði hóg- lífi eftir bessa lifsreynslu. Sl'íkt var fjarri eðli hennar. Manni hafði líka hugann við annað. Hann hafði ekkf gugn- að heldur- En nú var hann orðinn verr til fara en þolan- legt mátti kallast. Og nú vildi hann ekki sja hana. Aldrei skyldi hann fá að vita, hvernig hann hafði fengið peningana. Aldrei skyldi hvoriki hann né aðrir fá að vita, að henni stóð til boða að giftast amerískum miilljónamæringi. En hefði hún fengið bréfið frá Manna þá! Hún hugsaði um þetta í reiði sinni. Auðvitað hefði hún ekki gifzt honum. Það var gagnstætt smekk hennar. Reyndar hugsaði hún hlýlega til gamla, hávaxna Ameríku- mannsins og hefði getað hænzt að honum eins og föð- ur sínurn. Hann minnti hana á hvítt altariskerti, strangur og mildur í senn. Hún hefði aldrei getað orðið hrædd við hann- En að giftast honum! Nei! Aftur á móti iðraðist hún iþess beizklega, að hún hafði ekki tekið tilboði hans um að fara með honum sem rit- ari til Afriku- Það var ekkert smáræði, sem hún hafði hafn að þá. Hún hefði fengið að sjá Rómaborg, Miðjarðarhaf- ið, Landið helga, Egiptaland, alla Afriku, frá Kairo til Höfðaborgar, negra, villidýr og allt sem nokkru sinni hef ur verið sýnt á kvikmynd. Hún hefði líklega farið á nas hyrningaveiðar eins og saumakonan í Jdhnsonsmynd inni. Og hún hefði orðið svo rík, að hún hefði ekki kom- izt í klápu eftir það. Þetta hefði aðeins 'tekið fáa mán- •uði. En öll þau ósköp sem hún hefði séð! Enn voru ekki öll sund lokuð.- Það var nógur tími til að skrifa ■ Roseoe, áður en leiðanigurinn byrjaði. Guðrún var ekki-betri en- það-, að hún ætlaði að hafa þennan mögu- leika í hug, ef enn kastað- ist í kekki og viðkomandi maður ynni til duglegrar ráðningar. Hún kepptist við vinnu sína og dró sig í hlé. Og enn bætti hún við sig tómstunda- vinnu- Hún tók bílstjórapróf og fékk ökuskirteini eftir tíu klukkutáma, fór að læra frönsku en hélt jafnframt áfram enskunáminu. Þar að ( auki keypti hún sér tennisá-j höld — hún hafði efni á því i nú — og fór að læra tenn.'s. Þeir, sem áður höfðu um-^ gengizt Guðrúnu vissu nú ekki framar, hvað henni leið. XV. Guðrún og frú Bruun forð uðust hvor aðra í nokkra daga, þar til farið var að fymast yfir það, að frú Bruun hafði séð hana í geðs- hræringu. Að lokum rak frú Bruun höfuðið fram í gættina einn morgun, þegar Guðrún var að fara, sagði fáein orð um daginn og veginn og lét sem ekkert hefði í skorizt. Og um kvöldið kom Guðrún niður til hennar, bar höfuðið hátt og bað hana að lána sér saumavél. Og þegar hún hafði lokið því, sem hún var að sauma, varð það úr, að þær spiluðu það, sem eftir var kvöldsins. StocEur frú Bruun minntu Guðrúnu á húsgagnaverzlun. Og á kvöldin, þegar ljósið skein á alla brúnu litina og f jólubláu gólfábreiðuna, fannst henni 'hún komin hundrað ár aftur í tímann- Frú Bruun var alúðleg, en þó bjó hún yfir einhverju ískyggilegu Þar kom líka að, að hún leysti frá skjóðunni: „Hvernig er hann þessi Hollund, sem þér fóruð með til Lundúna og Parísar? Er það ekki skrílinn náungi?“ Þetta var bein spuming, en Guðrún þagði, því að hún vissi, að frú Bruun mundi halda áfram, henni var svo mikið niðri fyrir. „Vitið þér það, að hann hefur syfilis?“ Hún sagði þetta alveg út í bláinn, en þess konar dylgjur voru henni tamar, þegar hún hafði illan bifur á einhverj- um. Stundum komst hún reyndar af hendingu nærri sannleikanum. Og færi hún með ósannindi, höfðu þau að minnsta kosti áhrif jafn lengi og þeim var ttúað. Frú- Bruun hélf áfram- og gat þess til, að hann gengi með alls konar sjúkdóma, hann væri af úrkynjaðri ætt, faðir hans. Hollund höfuðs- rnaður, var argasti óreglu- seggur. Frú Bmun hafði sjálf séð hann úti á Löngu- línu, þegar hann var orðinn áttrætt gamalmenni, en svo kvenhollur, að hjúkrunar- kona hans átti fullt í fangi með að gæta hans. Tveimur konuim varð hann að bana með dólgslegu framferði og eyddi eignum beggja . Ríkir erfingjar flykktust í kring- um hann, enda var hann glæsllegur liðsforingi á sín- um tíma. Leo sonur hans fet- aði í fótspor föður síns. Hann fékk auð sinn með Idu Simm eliback. Hún var etatsráðs- dóttir, uppalin í Frakklandi. Freistingarnar höfðu ekki orðið á vegi Idu í klaustrinu, en svo möigur var hún, að hægt var að telja í henni hryggjarliðina. Mesti kven- kostur. Hún gat ekki haft vinnukonur nema þær væm vanskapaðar í andliti, því að Hollund sá engan kvenmann í friði —. Nei, það var ekki igott fyrir mannorðið, að láta sjá sig í bíl með Leo Hollund. „Varið þér yður á honum“. Frú Brun andaði svo ótt í gegnum nefið, að það heyrð- ist langar leiðir. Nú var hún orðin meinfýsin og allt það hættulegasta í fari hennar var komið á kreik. „Karlmenn!“ sagði hún fyr- irlitlega. „Hvenær hugsa þeir um annað en að svívirða okk ur?“ „Guðs mildi, að hún skuli þó hafa sloppið sjálf!“ hugs aði Guðrún vonzkulega. „Varið þér yður á karl- mönnum“, sagði frú Bruun hátíðlega- „Þeir vilja allt eyðileggja. Aldrei hafa þeir aðhafzt annað en drepa hver annan og vera hver öðrum til bölvunar. Þeir eru hver annars þrælar og konan er þræll þeirra allra. Karlmenn irnir hafa kúgað okkur í þús- undir ára, barið okkur til ó- bóta og skipað okkur að hafa til nýbakað brauð, þegar þeir 'hafa komið heim úr blóðug- um bardögum við bræður sána. Og svo þegar ástaræðið grípur þá, verður konan að verða guðsmóðir og fæða heil aga engla, sem verða drykkjusvín eins og faðirinn, þegar beir vaxa upp. Þér get ið verið vissar um, hvað bíð- ur yðar. Varið þér yður á Hollund. Og hvað þurfið þér eiginlega að vera að skipta yður af karlmönnum? Líður

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.