Þjóðviljinn - 10.03.1946, Blaðsíða 1
ICristinn E0
Ándrésson tekur
ritstjórn
ans
Með þessu tölublaði tekur
Kristinn E. Amlrésson magist-
er við ritstjórn Þjóðviljans á-
samt Siguroi Guðmundssyni.
.Tón Bjarnason verður jafn-
framt fréttaritstjóri blaðsins.
Einar Olgeirsson og Sig_
fús Sigurhjartarson rnunu
eftir sem áður skrifa í blað-
ið, eftir i>ví sem tími þcirra
leyfir.
Flokkuriiin j
Ðeildarfundir á þriðju-
daginrt.
Fundir verða í ölium
deildum Sósíulistafélags
ins næstkomandi þriðju
dag á venjulegum tíma
og stöðum. Fjölmennið
á fundina. Allar upplýs-
ingar gefnar í skrif-
stofu félagsins (sími
4757).
11. árgangur.
Sunnudagur 10. marz 1946
58. tölublað.
Álþýða Akraness, tryggðu þér í dag meirihluta með jwí að'kjósa tvo
B-listamenn í bæjarstjórn
Við bæjarstjórnarkosnmgarnar 1942 fékk Al-*
þýðufiokkurinn á Akranesi 312 atkvæði, Sjálfstæð-
isflokkurinn 405 og Framsókn 115. Sósíalistar buðu
ekki fram, en í Alþingiskosningunum þá um haust-
ið fengu þeir 98 atkvæði í Borgarfjarðarsýslu allri.
Við bæjarstjórnarkosningarnar 27. janúar sl.
fékk Alþýðuflokkurinn 317 atkvæði, Sjálfstæðis-
flokkurinn 437 og Framsókn 97. Listi Sósíalista og
oháðra stillti þá upp í fyrsta sinn og fékk 183
atkvæði.
Þetta eru talandi tölur.
Þær sýna, að íhaldið varð í miklum minni-
hluta meðal kjósenda við síðustu kosningar, að
Framsókn tapaði og að Alþýðuflokkurinn stóð í
stað (bætti við sig einum 5 atkvæðum). Hinsvegar
vantaði lista sósíalista og óháðra aðeins 12 atkvæði
til þess að koma tveimur mönnum að.
Tölurnar sýna ennfremur, að samanlagt fengu
þeir síðastnefndu ásamt Alþýðuflokknum 500 at-
kvæði eða nægilegt atkvæðamagn til þess að ná
ineirihluta bæjarstjórnar, ef stillt liefði verið sam-
eiginlegum lista alþýðunnar.
ÐOLORES IBARRURI
verkalýðsleiðtoginn og kvenhetj-
an úr spönsku borgarastyrjöld-
inni, er nú, sem forseti Komm-
únistaflokiks Spánar, í fylkingar-
brjósti baráttunnar gegn Franco
Akranes er sá bær, sem
hefur einna- mest vaxtar-
skilyrði allra bæja lands-
ins. Þetta byggist fyrst og
fremst á hinni hagkvæmu
aðstööu til sjósóknar.
Á grundvelli þeirra mögu
leika sem Akranesbær hef-
ur, ætti að vera unnt að
auka mjög velmegun alls
almennings, og leysa fljótt
og vel hin mörgu aökall-
andi verkefni á sviði at-
Pravda: Yfirlýsingin um
Spánarmálin algerlega
ófullnægjandi
Pravda, aðalmálgagn Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna, birti í gær grein um yfirlýs-
ingu stjórna Bretlands, Bandaríkjanna og
Frakklands um Spánarmálin, og telur yfir-
lýsingu þessa algerlega ófullnægjandi, þó
hún sé spor í rétta átt.
Finnur Pravda yfirlýsingunni það til for-
áttu að í henni sé ekki minnzt á ráðstafanir
til að tortíma fasismanum á Spáni.
Á Potsdamfundinum var gert ráð fyrir því
að spönsku þjóðinni yrði veitt tækifæri til
að ákveða sjálfri stjórnarfar sitt, segir blað-
ið, og það er ekki tryggt með yfirlýsingum
ríkisstjómanna þriggja.
vinnumála, skipalagningar
bæjarins og menningar-
mála,
íhaldið, sem hefur stýrt
málefnum Akraness aö
undanförnu, hefur sýnt 1
verki, aö þaö lætur einka-
hagsmuni nokkurra efna-
manna og gæðinga sitja í
fyrirrúmi. Samfara þessu
hafa vinnubrögö íhalds-
meirihlutans auðkennzt af
fádæma amlóöahætti, úr-
ræöaleysi og óstjórn. Og
þá sjaldan hann hefur ráö
Í7i í eitthvaö, hefur þaö
veriö á borö við hi,ö ein-
stæöa ,,Kafbátabyrgi“ eða
skriöuna, sem keypt var
dýrari en öll jöröin er nú
föl fyrir!
Kosningarnar >;7. janúar
sýndu, að mikill meirihluti.
Akurnesinga vill ekki ó-
stjórn íhaldsins. Akurnes-
ingar vilja framfarir og
það verulegar framfarir á
öllum sviöum. Þess vegna
va.rð íhaldið í minnihluta
27. janúar.
*
Meö sameíginlegum lista
hefðu Alþýðuflokksmenn
og sósíalistar fengið hrein-
an meirihluta í bæjar-
stjórn Akraness.
Sósíalistar gerðu mjög
eindregna tilraun til þess
að fá samkomulag um einn
alþýöulista við síðustu
kosningar.
Þessi tilraun strandaði á
forystumönmun Alþýðu-
Egyptar krefjast algerðrar end>
urskoðunar brezk-egypzka
samningsms
Sendinefnd Egypta er í þann veginn að leggja
af stað frá Kairo áleiðis til Englands, til að hefja
viðræður við brezku stjórnina um endurskoðun
brezk-egypzka sanmingsins.
Forsætisráðherra Egypta lýsti yfir að sendi-
nefndinni hafi verið falið að skýra Bretum frá því
sjónarmiði egypzku þjóðarinnar, að hér væri um
a.lgera endurskoðun samningsins að ræða.
Allmikillar cánægju hef-^
ur orðið vart meö þá á-
kvöröun egypzku stjórnar-
innar aö hafa engan full-
trúa hins öfluga Wafd-
flokks í samninganefnd nni
sem semja á við brezku
stjórnina.
Geröu háskólastúdentar
í Kairo enn eitt verkfall í
gær til aö mótmæla því áö
Wafd-flokkurinn skyldi
ekki haföur meö.
Fyrrverandi sendiherra
Breta í Egyptalandi hefur
látiö í ljós aö hann sé
bjartsýnn um úrslit samn-
inganna. í framtíðinni
muni því aðeins veröa brezk
ur her í Egyptalandi zð
hagsmunir begaia þjóö-
anna krefjist þess. En
sendiherran lét í Ijós á-
hyggjur yfir því, að óvist
ct fí5 Wafdístaflokkn rirm
virti samkomulagið ef
ha.nn kæmist til valda,
fyrst hann ætti ekki sæti
í samninganefndinni.
flokksins á Akranesi, sem
vildi heldur lúta fyrirskip-
unum Stefáns Jóhanns en
sínum eigin fylgjendum á
Akranesi.
Aftur geröu sósíalistar
og óháöir eindreg-na til-
raun nú fyrir kosningarn-
ar 10. marz til þess aö
koma á sameinuöum al-
{býöulista. Hvað stefnumál
in snerti var enginn sjáan
legur ágreiningur. Meöal
sósíalista var jafnvel sá
möguleiki ræddur að bjóöa
Framhald á 2. síðu.
Hungursneyð yf-
irvofandi í Ind-
landi
Brezk lögregla beitir
skotvopnum gegn
indverskri alþýðu.
Tilkynnt hefur verið að
Indverja vanti ckki minna
en fjórar milljónir Iesta af
korni til að forðast hung-
ursneyð. í tilkvnningunni
segir að Indverjar fái nú
að meðaltali daglegan mat-
arskammt, sem ekki inni-
haldi nema 900—1000 kol-
oríur, en hinir sigruðu Jap-
anar fái allt að 1600 kolor-
íur.
Brezk lögregla hefur skot
ið á mannfjölda sem safn-
aðist saman við lögreglu-
stöö eina nálægt Madras.
Hefur á ýmsum stöðum á
Indlandi komið til óeiröa
milli Indverja eg brezkra
hermanna.
Paasikivi forseti
Finnlands
Fiimska þingið kaus í
gær Paasikivi forseta Fir ->-
Iands með 159 atkvæ ’"
Stálberg, er verið hefur
Finnlandsforseti fékk I
atkvæði en 11 seðlar voru
auðir.