Þjóðviljinn - 10.03.1946, Blaðsíða 4
4
Þ JÓÐVIL JINN
Sunnudagur 10. xnarz 1946
þJÓÐVILJINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu :— Sósíalis'taflokkurinn
Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Ritstjómarskrifstofur: Austurstræti 12 og Skólavörðustíg
19. Sínai 2270 (Eftir kl. 19.00 einnig sími 2184).
Afgreiðsla: SkÓLavörðustiig 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399.
Prentsmiðjusimi 2184.
Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: kr. 6.00 á mánuði.
Úti á landi: kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
V__________________________________________________/
ísland fyrir íslendinga!
íslenk blöð eru vön að gefa því gaum, sem um Island
er ritað erlendis. Aldrei þessu vant virðast flest þeirra
láta sér í léttu rúmi liggja, bvers konar skrif nú eiga
sér stað um ísland, sérstaklega í Ameríku. En þar virðist
nú farin heil lygaherferð gegn Islandi. Um tilganginn má
fara nærri.
Þegar Hitler undirbjó herferð sína gegn Tékkóslóvakíu,
lét hann leiguritara sína fylla hlöðin af óhróðri um Tékkó-
slóvakíu og stjóm hennar. Níðinu um Benes forseta linnti
ekki og var hann úthrópaður sem erindreki Moskvu og
■Tékkóslóvakía sem kommúnistahreiður, er Þýzkalandi
•etafaði hætta af.
Nú láta drottnunargjarnir auðmenn Ameríku leiguritara
sína skrifa hverja greinina á fætur annarri í ófrjálsustu
blöð heims, fullar af óhróðri og lygum um ísland, til þess
-að reyna að skapa þá hugmynd að ísland sé einskonar
.kommúnista!hreiður, sem hinni voldugu Ameríku stafi
Sá, sem þetta skriíar, er einn
þeirra, sem nýkominn er utan
úr heimi, og er því senn ilega
með því marki þrénndur, sem
flestir slíkir nótar, að vilja níða
allt niður, sem íslenzkt er, en
finnst allt útlent gott.
Eigi get ég neitað því með
öllu, að mér finnst ýmislegt
fara betur hjá þeim þjóðum, er
ég hef gist, en hitt er víst, að
„heima er bezt að vera“. og með
þessum orðum finnst mér ég
hafa gefið þeim, sem á móti mér
vilja vera, næ-gan höggstað á
mér til þess að gagnrýna það,
sem ég segi.
SPYR SÁ, SEM EKKI VEIT
Hvers vegna aka allar bifreið
ar, s©m koma eftir hliðargötu
að Horni aðalgötu, fram að
brún aðalgöitunnar, svo að gang
andi umferð, sem sannarlega á
sama rétt á sér og sú akandi,
kemst ekki yfir götuna, nema
með iþví að ganga heila þing-
mannaleið aftur með bifreiðaröð
innd?
Voru ekki einu sinni afmörkuð
svæði á slíkum hornum fyrir
gangandi fólk, annað hvort með
máluðum röndum eða bólum,
sem stungið var niður í asfaltið?
Má ekki halda þeim við?
Sé það ekki leyfilegt, og bif-
reiðar hafi hærni rétt en gang-
andi fólk, vildu þá eikki þes-sar
sömu bifreiðar ger-a svo lítið að
standa kyrrar, þa-r til þær eiiga
rétt á að fara yfir götuna, svo
að það hiugdjarfa fólk, sem ann
tað hvort skýzt framan við þær
eða fyrir aftan, ætti það ekki
á hættu að missa líf sitt fyrir
slíkt tiltæki.
Eg var oft að velta því fyrir
mér, fyrstu dagana eftir að ég
kom heim, hvers konar umferða_
reg'lur gilfcu hér á landi. Eg
skildi þær ekki þá og skil þær
ekki enn, og ég er óhultari um
líf mitt, þar sem umferðin er
mest í stórborgum heims en ég
er t. d. á homi Laugavegs og
Skólavörðustígs kl. 12 á hádegi,
eða kl. 6 að enduðum vinnu-
degi.
HREYSTIVERK
Eg var seint á ferli aðfaranótit
föstudags, og átti þá leið niður
Skólavörðustiig. Undanfarið hefur
hiluti ha-ns milli Njarðargötu og
Baldurs-götu verið lokaður (og
það hefði mátt vera fyrr), vegaaa
sjúkrahúss Hvítabandsins. Þegar
ég kom að homi Baldursgötu og
Skólavörðustágs, þótti mér und-
arlegia foregða við. Skiltið var
horfið, en grindin stóð ein eftir
uppi á gangstétt. Eg fór að sVip
ast um, og fann þá skiltið sam-
anfoöglað uppi í trjágreiin hjá
húsi í grendinni. Eg hugs-aði með
mér, þegar ég skildi við stað_
inn: „Hann sefiur vel í nótt sá,
sem stóð fyrir þessu hreysti-
verki“.
HRYNJANDI ÞJÓÐLEIKHÚSS-
INS
Eg sá í vikunni gxein í Vísi,
þar sem þjóðleikhúsnefndin er
að verj-a sig árásum Víkverja
Morgunblaðsins. Mér skOdist
helzt á þeirri grein að hðfuðtil-
efni hennar sé, hvort nægilegt er
að hafa 4 útgöngudyr úr kjallara
byggingarinnar, ef hún skyldi
hrynja, svo að þeir, sem vinna
þar, gætu forðað lífi sinu.
Ja, hver déskotinn! Nú er í
vanda komið. Er nú blessað þjóð
leikhúsið okkar komið það langt,
að mest er um vert, hvort það
hrynji eða hrynji akki.
Annars er mér fortalið, að hér
í bæ séu nú fjórir naeim, sem
hafa kynnt sér ýmsa hluti, sem
viðkoma leikhúsum, bæði í
Þýzkalandi, Norðurtöndum, Bng-
landi og Ameríku, og að við eng
an þeirra hafi verið taiað um
þessi mál. Mætti ekki notfæra
sér þá þekkingu, sem þessir
menn hafa. —■ Spyr sá, sem eleki
veit.
Það gæti verið að þeir legðu
til að setja fimmtu dymar á
kjallarann.
hætta af.
Samtímis lýsir amerískur þingmaður því yfir móti betri
vitund, að Bandaríkin hafi engan samning gert uim að fara
frá íslandi.
Og íslendingum þykir brottför Bandari,kjahersins drag-
ast furðanlega á langinn. 14. febrúar voru liðnir sex mán-
uðir frá stríðslokum og þá áttu Bandaríkin að vera farin
með her sinn héðan. Hví sitja þau enn? Og hví fara þau
fram á herstöðvar hér á íslandi sem Hitler fyrrum?
•
Bandarískir blaðamenn skulu ekki halda, að íslending-
ai skilji ekki, hvað þeir fara-
íslenzka þjóðin hefur langa og dýrkeypta reynslu í
frelsisbaráttu sinni. Hún veit, hvert svartnætti kúgun-
arinnar grúfði -yfi-r þessu landi, eftir að erlent vald með
■aðstoð innlendra höfðingja niáði tökum á því. íslenzka
'þjóðin mun standa á verði um frelsi sitt og land sitt. Þótt
hún geti ekki varið það vopnuim, þá skulu rétturinn og
frelsisþráin vera henni vopn, sem duga gegn hverjum
þeim, sem reynir að svíkja þetta land undan óskorðuð-
um yfirráðum íslendinga sjálfra. Hve fátæk sem þjóð vor
hefur verlð, þá hefur frelsisþráin samt aldrei slokknað
hjá henni — og þótt þjóð vor nú sé rík, þá skal þeirri
þrá ekki svefruþorn stungið.
Heimsblaðið „Times“ sagði í júlí 1941, er Bondaríkin
knúðu Breta til þess að afhenda sér ítöikin á íslandi, að
Ameríkumenn væru ekki öfundsælir af því að fást við
íslendinga, sú þjóð væri svo viðkvæm í öllu, er snerti
sjálfstæði hennar. — Sú hefur verið og mun verða reynsla
allra þjóða, sem ágang sýna íslendingum.
•
Lítilsigldir amerískir blaðasn'ápar halda, að svo lítil
þjóð sem Íslendingar muni falla fram í auðmýkt og til-
hiðja hinn „almáttka dollar“. En íslenzka þjóðin þekkir
það af aldareynslu, að það eru önnur verðmæti, sem líf
og tilvera þjóðar byggist á, þegar í harðbakka slær.
íslenzka þjóðin mun eigi aðeins vera á verði gagnvart
þeim, sem reyna að rægja hana erlendis. Hún mun og
gæta sín gegn þeim, sem vilja hér nýja Sturlungaöld-
Allar þjóðir, sem fraimandi heri hafa í landi sínu,
risa nú til andmæla og heiimta þá burt.
„Eigum vér ernir geð til að krjúpa á knéð
• og að kaupa oss hlé fyrir rétt þessa lands “
Þróun lýðræðisins.
Launastétitir auövaldslatid-
anna vilja ekki una því öllu
lengur, að þær séu áhrifalaus-
.ar um rekstur framleiðslutækj
;anna. Þeim er ljós sú stað-
reynd, að líf þeirira og afkoma
er háð framleiðslunni, og gild
ir í því efni einu, hvort þær
vinna beinlinis að framleiðslu
störfunum eða taka larm fyr-
ir störf í . þjónustu alþjóðar.
Þess vegna verður krafan um
ilýðræði í atvÍTrnumiálum, eðia
efnaihiagslýðræði, eins og það
oft er kallað, háværari með
degi hVerjum. Það er ékki
samrýmanlegt nútíima hugsun.
-arhætti, að örfáir menn
sem af einhverri tilviljum
hafa komizt yfir framl^iðslu-
tækin, geti ráðið öllu um líf
og afkomu þjóðanna. Þróun
lýðræðisins gengur því í þá átt
iað auka áhrif fjöidans á rekst-
ur framleiðslutækj.anna, og að
því rekur að einkaeignarekst-
urinn á hinum stærai fram-
leiðslutækjum þykir jafn miik
iil fj'arstæða, eins og að nokkr
ir efnamenn, og aðeins nokkr
ir efnamenn, hafi kosningarétt
tii sveitiarstjárna, en sú v.ar
tíðin að þetta þótti sjálfsagt.
F.ullkomið lýðræði í atvinnu-
mátum, þ e. sósiialismi í fram
kvæmd, er krafa nútímans.
En það er nú einmitt þetta,
sem barizt er gegn.
Gegn þessari þróun foerst
afturihaldið og vopnin velur
það við sítrt hæfi. Því þykir
ekki henta að gainga beint
fnamian að landstæðinginum,
það er ekiki svo þægilegt að
segjia, hingaft og ekiki lengra á
þróunaírbraut lýðræðisins.
Það er líka allt annað en
gaman að segja svona blátt
áfram: Það eru nokkur hundr
uð menn í þjóðfélaiginu, sem
eiga að ráða öllu atvinnuMf-
inu. Þeir verða að fá að
græða, hvað sem öllu öðriu
líður. Þúsundimar geta gert
svo vel og tekið við því,
sem þessir herrar rétta þeim
af náð og miskunn: atvinnu og
sæmilega afkomu, þegar það
hentar hag hinna fáu, atvinnu
leysi og skort, þegar hags-
munir hinna fáu krefjast þess.
En þetta er stefna íhalds-
illok'ksins um afllan auðvalds-
heiminn.
Vopnið, sem þeir einkum
beita í þessari þokkalegu
baráttu, er að spjalla eitthvað
á þessia leið:
Rússar eru óþok'kar. — Þei,r
sem Vilja koma á efnahagslýð-
ræði, eru leiguiþý Rússa. —
Punktum og basta.
Morgunblaðið talar.
í fyrradag voru þessar setn-
ingar í einni af niðgreinum
Morgunblaðsins um Rússa:
„Undanfarna daga hefiur
grimmlyndi Rúsisa sýnt sig yf
ii-giripsimeira, djfúptaakara, fjöl
breyttara og þýðingarmeira en
tþrálynda ruddiamennska þeirra,
er þeir bleyptu upp utan-
rík is ráðherraf undinum í fyrra-
haust. Aðferðimar við yfir-
giangssemina voru allt frá
njósnum til handalöigmáls, og
í raunveruleikanum frá því að
afnema málfrelsi upp í samn-
ihigsrof".
Verst að það skyldi vera
kommúnistar.
Og enn segir MorgunbOað^
ið:
.,44jó®namálið í Kianada. - sió
óhug á menn um ailan heim.
Það var út af fyrir sig ekki
neitt merkilegt að Rússar
skyldu reyna að afla sér upp-
iýsinga um atomorfcuma, eða
öran'ur hema ð a rleynd artmál. —
Það gera allar hemaðarþjóð-
iir að meira eða minna leyti.
En það, sem viar alvarlegast
við njósnastarfsemi Rússa var
að þeir nota til þess kommúm
istia. Menm sem hiafa gemgið
til fylgis við þá“.
„Þessir vesalings menn“.
„Nú er vitað. að margir vís
indamenn hafia aðhyllst kom-
múmismann og þessir vesalings
menn, sem foafia þótzt sjá í
kommúnisananum nýja stjóm-
miálaistefnu, sem gæt'i hjálpað'
þjökuðu mannikyni“.
Það er ekki furða þó gáfna-
ijósin við Morguniblaðið, og önn-
ur álika laimeríibuljós, sem
þau lepja þetta eftir, aumki
„vesalinigs víisindamennina“. Hver
getur æt'Last til að þeir sjái fót-
um sínum forráð, ef Valtýr
segir þeim ékki til.
Og Morgumblaðið leggur á
sig að birta lalilan þennan
þvætting til þess að rejma að
hindra að launastéttimar á
Isilandi fái að ráða fram-
leiðslutækjunium.
Röksemdimar eru: Rússar eru
grimmilyndir ruddar, þeir sém
berjiast fyrir sigri sósíalismans á
íslandi eru þjónar þeirra.
„Vesalings vísindiamennimir11.
Það er hart að memn, sem nota
svona röksemdir, skuli stundum
vera að viðra sig upp við bá.
Sunnudagur Þjóðviljans
kemur ekki út í dag af sér-
stökmn ástæ-ðum, en mun hms-
vagar koma úl reglulega fraim-
vegis.