Þjóðviljinn - 31.03.1946, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.03.1946, Blaðsíða 6
6 ÞJ ÓÐVILJINN Sunnudagur 31. marz 1946. ——----------------------------— ÞJÓÐVILJINN fæst á eftirtöldum stöðum: Vesturbær: Fjóla, Vesturgötu 29 Vesturgata 16 West End, Vesturgötu 45 KRON, Seltjarnarnesi KRON, Skerjafirði Miðbær: Filippus í Kolasundi Austurbær: Leifscafé, Skólavörðustíg 3 Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10 Laugavegi 45, verzlunin Florida, Hverfisgötu 69 Tóbak og Sælgæti, Laugavegi 72 Þorsteinsbúð, Hringbraut 61 Holt, Laugavegi 126 Ásbyrgi, Laugavegi 135 Ás, Laugavegi 160 Úthverf in: KRON, Hrísateig, Laugarneshverfi KRON, Langholtsvegi Búðinni, Fossvogi Kópavogsbúðinni, Kópavogi -------—-------------------------- Málverkasýning Finns Jónssonar í Listamannaskálanum. Sýningin opin daglega, frá kl. 10—22 e. h. ___________________________________ Auglýsið í Þjóðviljanum Landsþing Slysavarnafélags íslands Landsþingið verður sett miðvikudag- inn 3. apríl n. k. í samkomusal í húsi vél- smiðjunnar Héðni. Kl. 14.00. Þingfulltrúarnir eru beðnir að mæta á skrifstofu félagsins kl- 13.30. — Kjörbréf óskast afhent á skrifstofunni daginn áður. Slysavarnafélag íslands. Oskar Braaten: GRIMUMAÐUR V.______________________________ Dg þau voru bæði kornung hjónin, það var svo sem ekki öll nótt úti enn. Ekki svo að skilja, að hann hefði sagt margt — annað hvort var að hann hefði vit á að þegja! En það leyndi sér ekki á snjáldr- inu á honum, að hann var m&3 ólund. Aumingja unga konan hafði mænt á hann stórum augum og langað til að heyra einhver huggunarorð. Hún lyftri hvítri hendinni upp af sænginni og ætlaði að grípa um hönd hans. En hann sá það ekki. Hann bara klappaoi henni snöggvast á kinnina. talaði eitthvað i þá átt, að henni væri bezt að reyna að sofna — og fór sína leið. Var það undarlegt, að hún fór að gráta, þegar hann var kominn út úr dyrunum og óskaði þess að liún hefði dáið líka? Þarna gekk hann við hlið lrennar með átakanlegum sorg arsvip, eins og honum væri mest vorkunn! Þama voru karlmennirnir lifar.di komnir! Hefði hún ekki átt þeirn at- vinnu sína að þakka, mundi hún hafa óskað þeim öllum norður og niður! Klukkan var að verða átta og margir á ferð um veginn. Það var von á lestinni eftir litla stund og börnin voru að fara í skólann. Allir veittu þeim eftirtekt, ungir og gaml- ir. Það þurfti ekki að spyrja, hvað væri á seiði, þegar ein- hver heimilisfaðir sást í fyigd með ljósmóðurinni. Þau skildu skammt frá skól anum. Ljósmóðirin fór sína leið en Þorsteinn hélt áfram heim að skólahúsinu. Þegar hann kom að dyrunum mætti hann stúlku, sem kastaði á hann kveðju og roðnaði við. „Góðan daginn! Eg óska til hamingju. Var það sonur eða dóttir?“, spurði fröken Bö og brosti. Þorsteinn tautaði eitthvað óskiljanlegt og gckk fram hjá henni. „Nei, mér hefur bara verið lögð á herðar ný smán,“ íiugs- aði hann. -----Lydia sá um heimilið á meðan Magða lá. Hann var ekki ánægður með- það, en sætti sig við það þegjandi. Það gat ekki dregist lengi, að Magða kæmist á fætur. „Ertu nú ekki að hressast:“ spurði hann á hverjum degi, þegar hann kom heim úr skól- anum. Magða svaraði cms glaðlega og henni var unnt, að hún yrði styrkari með hverjum deginum. „En hvernig líður þér?“ spurði hún. „Gáðu nú að því, að þú fáir mat, sem þú þolir að borða. Hvernig fellur þér við Lydiu? Er ekki a’lt eins og vant er á heimilinu?“ ,,Eg finn ekki að neinu,“ svaraði Þorsteinn. „Hún gerir víst eins vel og hún getur.” ,,Þú getur bara fundið að við hana og sagt henni til syndanna. Hún er svo ung," sagði Magða. „Ung! Hún er ekki nema tveimur árum yngri en þu.“ ,,Já, það er satt. Mig minnir bara alltaf að Lydia sé barn, af því að ég varð að vera mamma hennar," sagði Magða. Henni datt víst eitthvað annað í hug, því að tárin komu fram í augu hennar og hún leit undan. Finna að við hana! Að hverju hefði hann svo sem átt að finna? Hann varð að viðurkenna að Lydia gekk vel um. Húsið var hreint og fág- að. Og ekki þurfti hann að setja út á matinn, sem hún bjó til. Sjálf var hún hrein- lega klædd, greidd og þvegin. Hún heilsaði honum brosandi, þegar hann kom heim, var allt ] af í góðu skapi og söng á meó an hún bar á borð. „Er ekki verra að þú syng- ir svona hátt?“ sagði hann einu sinni. „Það er ekki víst að konan mín þoli hávaða. Þú veizt, að hún er svo viðkvæm fyrir öllu núna.“ ,„Magða hefur einatt gaman ______________________________Þ af að heyra sungið," sagði Lydia. „Hún segist kunna svo vel við, að fólk sé glatt og í góðu skapi.“ „Jæja, jæja, auðvitað ferðu eftir því sem hún segir, sagði Þorsteinn. Ónei, hann gat ekkert fund- ið að verkunum hennar Lydiu. Hitt var annað, að hún gerði sig óþarflega heimakomna. Það var engu líkara en ný húsfreyja væri komin og ætl- aði að hreiðra um sig á heim- ilinu fyrir fullt og allt — og væri í sjöunda lúmni. ,,Mitt“ og „Okkar," sagði hún um hvern lilut á heimilinu. „Gáðu nú að því, að brjóta ekki fyr- ir mér,“ sagði hún við Sigriði litlu. En mikil ósköp! Hún sagði þetta auðvitað ekki í slæmum tilgangi. Henni þótti bara svo gaman að mega ráða öllu á svona snyrtilegu heimili og láta sem hún ætti sjálf svona laglega búslóð. Verra var sumt annað, trl dæmis það, þegar hún var stundum ekki nema hálf- klædd, þegar hann kom niður í eldhúsið á morgnana — að minnsta kosti ekki alklædd, MARRY MACFIE: Gull Indiánanna (Sönn saga). ur. En okkur leið þó ágætlega í hlýjunni inni í litla bjálkakofanum okkar, sem var nærri því kominn í kaf. Eldstóin okkar var viðarfrek, en við höfðum af nógu að taka — öllum skóginum! Og við áttum stóran hlaða af höggnum eldiviði undir kofaveggn- um. Við áttum líka nóg af frosnu kjöti, öðru nesti og tóbaki, svo að við þurftum ekki að kvíða neyð. Hundana skorti heldur ekki mat. Þeir lágu djúpt í snjó, hringuðu sig saman og vissu ekki af storm- inum. Þeim leið vel. Óveðrið hafði staðið á annan sólarhring. íshafs- stormurinn kom æðandi yfir freðmýrarnar og Winnipegvatnið og hélt áfram inn yfir eyðiskóg- ana, sem lágu fyrir sunnan okkur. Það var kom- inn hár skafl við kofagaflinn okkar og stundum sló hríðargusu niður um reykháfinn svo að snark- aði í eldinum. Samúel hafði lokið við árarnar. Hann var að nudda þær með fínum sandi. Það var ótrúlegt, að við þyrftum á þeim að halda fyrst um sinn. Mér fannst það eiga betur við, sem ég hafði fyrir stafni: Eg var að flétta reimar í snjóskóna okkar, sem voru orðnir heldur af sér gengnir. Það var hætt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.