Þjóðviljinn - 31.03.1946, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.03.1946, Blaðsíða 4
 ÞJÓÐVILJINN Sunnudajrur 31. márz 1946. Útgefandir Sameiningarflokk'ur alþýðu — Sósíalistaflokkúrinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstj óri: Jón Bj amason: Ritstjómarskrifstofur: Austurstrajti 12 og Skólavörðustíg 19. Sími 2270 (Eftír kl. 19.00 eirmig simi 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prexvtsmiðjusími 2184. Áskriftarverð: í Reýkjavík og nágrenni: kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Á að ljá Ísland sem árásarstöð og skotspón? Það er þró allra þjóða að fá að njóta friðar og velferð- ar, eftir ógnimar, sem yfir þær hafa gengið. Það er von allra góðra manna að þetta takist. Það er trú allra viturra manna, að það sé ekkert auðveldara en tryggja mönn- unum frið og velgengni, ef stjómað sé af vizku og góðvild. En það -eru til viti-firrtir menn, sem dreymir um stríð — af hatri til sósíalismans eða af hroka, því að þeim finnst þeir einir eiga að drottna yfir heiminum. Slíka menn er að finna meðal auðjöfra og blaðakónga Ameríku. Það eru hinir sömu, sem aldre'i hafa getað stjórn- að ríkasta landi heims, án þess að leiða yfir það örbirgð og kreppur. Þessa litlu menn með stó.ru bombuna sína dreymir um að fá að þurrka út alla þá, sem ekki vilja heygja kné sín fyrir þeim og þeirra Mammon. Friður og frelsi mannkynsins er því aðeins tryggt, að þessum „gangsterum" takist ekki glæpaáform sín. • 4. janúar 1946 rituðu þeir Joseph og Stewart Alsop, — sem báðir eiga innangengt í utanríkis- og hermálaráðu- neyti Bandaríkjanna — í New York Herald Tribune, að takmark Bandaríkjanna „væri að Ieggja keðju af flug- stöðvum, frá Okinawa yfir Aleuteyjar, Norðurheimsskauts- lönd Améríku og áfram til íslands, umkringja raunveru- lega Sovétríkin og ofurselja undir vora náð bæði hið evrópiska Rússland og hin nýju stóru iðnaðarsvæði 1 Ural- fjöllum“. Það er ekki farið í felur með ihlutina. Fyrirlitleg- ustu blaðkóngar he.'msins, eins cg Hearst, 'heimta svo ís- land tekið með valdi, til þess að auðjöfrar Ameríku geti undirbúið atomstríð gegn Evrópu, nógu nærri henni. — Skammsýnasta og hrokafyllsta auðvaldið heimtar ger- eyðingarstríð gegn sósíalismanum til þess að leggja í rústir það, sem Hitler gat ekki eyðilagt og myrt. O Allt talið um „hervernd“ Bandaríkjanna gagnvart ís- landi er argasta lýgi og hræsni. Það sem afturhald Ameríku heimtar, er að íslenzka þjóð'in fremji sjálfsmorð, svo amer- ískir fasistar stæðu betur að vígi til að myrða þjóðir Ev- rópu, — því það má öllum vera ljóst, að það þurfa fasista- öfl að taka völdin í Bandaríkjunum, til þess að þaðan verði rekin svona árásarpólitiík. Og hitt þarf heldur ekki að dylja, að „vernd“ verður ekki í té látin í næsta stríði, ef það skellur á, — og það væri ekki til að vernda ísland, að Bandaríkin yrðu hér, heldur til þess að nota það sem árásarstöð og láta það verða skotspón þarafleiðandi. — Mehnirnir, sem þurrkuðu út 136000 Japani með einni sprengju, eru ekki að hugsa um tilveru íslands, þegar þeir heimta það nú sem árásarstöð fyrir sig. ísland er 2700 mílna flugl. frá New York, en aðeins 1000 mílur frá Oslo og 1500 frá Murmansk. Sjálf fjarlægðin sýnir það bezt. að peningafurstar Wall Street hugsa til árása, þegar þeir láta þjóna sína heimta herstöðva.r á íslandi, samtímis því sem t. d. Sovétstjórnin kallar her sinn burt úr Norður-Noregi og frá Borgundarhólmi og lýsir því yfir að hún óski ekki eftir herstöðvum á íslandi. • íslenzka þjóðin hefur ekki þraukað af hörmungar ein- okuhar og drepsótta, til þess að láta géra sig að ginning- arfífli ameráskra auðkýfinga og láta tortíma sér fyrir þá UMFERÐIN Mér hefur borizt bréf út af því, sem ég skrifaði «n uxn- ferðina hér í Bæjarpóstinn á dögUhum. Er það frá bifreiða- stjóra, og kann ég honum þakk- ir fyrir. Eitt segir hann þó í bréfi sínu, sem hlýtur að véra á misskilningi byggt. Hann seg- ir að ég télji það vera sök bif- reiðastjóra, hve umferðin er slsem hér í bærtúm. Það voru eloki mín orð, en ég tók aðeins nokkur daemi úr umferðinni, og svo tókst til að bifreiðastjóram- ir áttu sökina þar. Eg hefði líka getað tek'ið dæmi um gangandi fólk, og ég hygg að hjá því megi finna fleiri daemi um brot á um- ferðareglunum en hjá bifreiða- stjórum. Læt ég svo útrætt um þetta mál að sinni, en gef bréf- i ritara mínum orðið. UMFERÐIN Á KROSSGÖT- UM REYKJAVÍKUR „Einhver, sem er nýkominn frá útlöndum hefur skrifað Bæjar- póstinum bréf, og var það birt þar 10. þ. m. Bréfritarinn gerir umferðarmál Reykjavíkur þar að umtalsefni, og kemst að þeirri niðurstöðu, sem vonlegt er, að umferðin hér sé æði óregluleg, og er helzt að skilja, að hann telji það ihest sök bifreiðastjór- anna. Það er sama viðlagið sem ma.rgir raula, að bifreiðastjór- amir séu svörtu sauðirnir í um- ferðavandræðum Reykjavikur, þó þeir séu flestum löghlýðnari, sem um götumar ferðast, að und- anskildum kannski . örfáum mönnum, sem brjóta allár um- ferðaréglUr, Jxrgar þeim býður svo við að hórfa, en ósanngjarnt að öll bítstjórastéttin sé dæmd eftir þeim. SPURNINGU SVARAÖ Bréfritarinn varpar fram spurningu, sem hver athugull maður hefði getað sagt sér sjálf- ur: Spurningin er svona: „Hvers vegna aka allar bifreiðar, sem koma eftir hliðargötu að horni aðalgötu, fram að brún aðalgöt- unnar, svo að gangandi umferð, sem sannarlega á sama rétt á sér og sú akandi, kemst ekki yf- ir götuna nema með því að iganga heila þingmannaleið aftur með bifreiðaröðinni?" Eg hef ekki séð Jæssari spum- ingu svarað, og langar mig til þess að gera það hér með. Ráðn- ingin á leyndarmálinu ér aðains þessi. AUar götur hér i Reykja- vik, sérstaklegá hlíðargöttlr; eru mjög þröngar og flesfhófn blind. í>ess végna ér það, þegár bif- reiðir hér korná éftir hliðargötu að aðalgötu,’ sér viðkomándi bif- reiðarstjóri ekk'i til umferðar- innár, hvenær honum er óhætt að fara yfir aðalgötu nenria að aka „fram að brún aðalgötu". Og þannig hlýtur það að verða, þangað til umférð'aljósmerkjum verður komið upp á krossgötum í bænum, eins og lögreglustjóri hefur lofað. En vel á minnzt, hvað líður götuljósmerkjunum, hvenær koma þau? ATHYGLISVERÐ TILLAGA í SAMBANDI VIÐ GANG- BRAUTIR YFIK GÖTUR Bréfritarinn spyr einnig, hvort ekki eigi að halda við máluðu strikunum eða bólunum, sem reknáf eru ofan í malbikið og marka gangbráutir gangándi fólks. í sambandi við þessa spurningu langar mig til að benda lögreglunni á það, ef þessar gangbrautir verða endur- nýjaðar, sem ég tel alveg sjálf- sagt, að marka þær það inn í hiiðargötu að ein -bifreið geti staðnæmzt milli aðalgötu og gangbrautar. Á þann eina hátt er það öruggt að bifreiðarstjórar geti séð til umferðar á aðalgötu, hvenær óhætt er að fara yfir hana án þess að trufla að gang- andi fólk komist leiðar sínnar. þó bifreiðin bíði vegna umferð- ar á aðalgötu. Það mundi áreiðanlega afstýra mörgum árekstrum og slysum. Bifreiðarstjóri". Fjögurþúsundkrónaskáld hótar fimmhundruð- króna skáldi lífláti Átta rithöfundar og skáld hafa mótmælt aðgerðum hinn- ar þingkjömu útlilutunar- nefndar. Einn rithöfundur og heildsali, Guðmundur Gíslason Hagalín, hefur lýst yfir á- nægju sinni. Þó er gleði hans blandin undarlegri beiskju og hatri, sem brýzt út í fúkyrð- um og hótunum. Er það hvorki óvenjulegt né umtals- vert. En vel mættu Alþýðu- flokksmenn í Reykjavík vera minnugir þess, að flokksbræð- ur þeirra á ísafirði lögðu aílt kapp á að losna við Guðmund Gíslason Hagalín úr byggöar- lagi smu og tclja nú framtíð- arhorfur sínar stórum betri eftir að hann er fluttur. Telja þeir að ósigur Alþýðuflokks- íns við hæjarstjórnarkosning- arnar á ísafirði sé eingöngu sök þessa landskunna rithöf- undar. Eitt er þó það atriði í grein Guðmundar Gíslasonar Haga- líns sem sérstök ástæða er til að benda á og bregður skæru ljósi á ándlega innviði hans en það er árás hans á fyrrver- andi skjólstæðing sinn, Óskar Aðalstéin Guðjónsson. Þegar Óskar Aðalsteinn Guðjónsson var að brjótast til ritstarfa naut hann aðstoðár Guðmund- ar Gíslásonar Hagalíns, og er það góðra gjalda vert, encía þótt Hagalín kunni að hafa ætlað að tryggja sér öruggan fylgifisk með hjálpsemi sinnv En hinn ungi rithöfundur og þeirra illa málstað, ef þeir rejma að kveikja ófriðar- bálið að nýju, af því að þeim fannst þeir ekki græða nóg á því síðasta. Amerískir auðjöfrar og brezkir yfirgangsseggir af sama sauðahúsi ætla sér að nota lönd frjóisra þjóða sem tafl- reiti og þjóðirnar sjálfar sem peð eða skotspæni fyrir sig í hejmsbaráttu sinni gegn sósíalisma og þjóðfrelsisstefnu nýlendnanna. Hver frjálshuga þjóð neitar að láta nota sig til slíks óþokkaverks. Og imeð því að neita, gera þær stríðs- æsingamönnum erfiðara fyrir, að leiða ógnirnar á ný yfir mannkynið. Vér íslendingar mótmælum því allir að láta nota þjóð vora sem peð til dráps í fyrsta leik og land vort sem árás- arstöð til hryðjuverka á öðrum þjóðum áífu vorrar. Vér krefjumst þess að fá að lifa frjálsix og í friði, — og vér vitum að með því að vákja hvergi frá þeirri kröfu, þá leggjum vér fram drjúgan skerf til þess að tryggja heiminum frið. hafði tií að bera svo mikið af sjálfstæðri hugsun að hann þverskallaðist við að verða á- nauðugur þræll velgerðarmanns síns. Hann gerðist svo djarf- ur að gagnýna á mjög kurt- eislegan hátt eina af bókum hins andlega stjúpföður síns. Síðan hefur Guðmundur Gísla- son Hagalín lagt fullt hatur á þennan unga rithöfund, og nær það hámarki sínu í þess- ari Alþýðublaðsgiein þar sem hann hótar Öskari Aðalsteini Guðjónssyni lífláti. Guðmund- ur Gíslason Ha.galín setur mál ið fram á eftirfarandi hátt: í Ljósvetningasögu er talað um deilur þeirra Guðmundar ríka og Þorkels háks. Guðmundur ríki hyggst áð ráða niðurlog- um fja.ndmanns sms með að- stoð manns sem kallaður er Þorsteinn rindill. Þorsteinn þessi rindill kemur á bæ Þor- kels háks og þiggur þar næt- urgistingu. En um nóttina skýtur l-.ann lokum frá hurð- um, svo að Guðmundur ríki kemst inn í hæinn með iloi sínu og drepur I orkel liák. Guðmundur Gíslasön Hagalín segir nú að Óskar Aðalsteinn Guðjónss. hafi leikið sama leik og Þorsteinn rindill. Hann hafi launað andlcga gestrisni með því að skrifa. um sig ritdóm. Samlíkingin er hvorki hnittin né fyndin, og engum mun finn ast Óskar Aðalsteinn Guðjóns- son hafa gert annað en heiðar legum manni sæmir. En Haga- lin lætur sér ekki nægja þetta. Frh. á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.