Þjóðviljinn - 08.05.1946, Síða 1
FLOKKURINN
Sósíalistakonur!
Munið fundinn í kvöld
kl. 8.30 að Röðli.
Stjórnin.
Skemmtikvöld
heldur 26. deild Sósíalistafé-
lags Reykjavíkur, að Þórs-
kaffi, föstudaginn 10. maí. —
Þar verður margt skemmti-
legt að sjá og heyra. Enginn
sósíalisti lætur sig vanta i
Þórskaffi á föstudaginn.
Fjölmennur fundur
Sósíalista í gær-
kvöld
Sósíalistafélag Reykjavíkur
hélt fund í gærkvöld í Breið-
firðingabúð, og var salurinn
þéttskipaður.
Einar Olgeirsson, alþingis-
maður, rakti í snjallri og ýt
arlegri framsöguræðu gang
mála á síðustu Alþingum og
lýsti stjórnmálaviðhorfinu. —
Aðrir ræðumenn voru. Sigurð
ur Gíslason, Ottó Þorláksson,
Tryggvi Pétursson, Ragnlieið-
ur Möller, Sigfús Sigurlijartar
son og Þuríður Friðriksdóttir.
Áhugi og einliuga stemning
ríkti á fundinum.
11. árgangur.
Miðvikudagur 8. maí 1946
102. tölublað.
Bretar láta undan kröfti Egypta um brottflutning
brezks herliðs
-j
Kœra Arabar Breta?
Talið er að foringjar Ar-
aba í Palestínu séu að und-
irbúa kæru á hendur Bret-
um fyrir brot á umboðs-
stjórnarheimiid þeirra í Pal-
estínu.
Indverska verkalýðs-
hreyfingin krefst sjálf-
stæðis fyrir Indland
Einn af indversku leiðtog
unum, sem brezka ráðherra-
nefndin hefur rætt við er
N. M. Joslii.
Skýrði hann ráðherrunum
frá afstöðu indversku verka-
lýðshreyfingarinnar. „Verka-
lýðshreyfing Indlands ber
fram í þessu máli aðeins
eina kröfu“, sagði hann, „þá,
að Bretar afhendi indverskri
ríkisstjórn stjórnartaumana
og hafi sig á brott.“
Fraoska stjórnin
sitnr áfram
Franska stjórnin samþykkti
samhljóða í gœr, að hún sæi
ekki ástœðu til annars en
sitja áfram þrátt fyrir úrslit
atkvœðagreiðslunnar um
stjórnarskrárfrumvarpið.
Kornflutningur
Bandaríkjanna
helmingi minni
en lofað var
Ackerson varautanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, skýrði
frá því í gcer, að meira en
helming vantaði á, að Banda
ríkin hefðu staðið við skuld-
bindingar sínar um kornút-
flutning í fyrstu viku maí.
Deilur hafa orðið í mat-
vælaúthlutunarnefndinni mill
um fulltrúa Breta og Banda-
ríkjamanna um kornflutn-
inga til Indlands og Japan.
Brezkir íhaldsmenn ævareiðir
Attlee forsætisráðherra skýrði frá því í neðrimálstofu
brezka þingsins í gær, að Bretar myndu fara með allt her-
lið sitt úr Egyptalandi. Brottflutningur herliðsins var að-
idkrafa Egypta í sambandi við endurskoðun brezk-egypzka
sáttmálans. Herbert Morrison skýrði frá því, að ef Bretar
hefðu ekki lofað að fara á brott með her sinn myndi
egypzka stjórnin liafa neitað öllum samningum.
Framboð:
irnr
ans-
Fær Kommúnistaflokkur Bretlands
inngöngu í Verkamannaflokkinn?
Sterk verklýássambönd styðja inntöku-
beiðnina hh
Talið er að eitt aðalhitamálið á þingi brezka Verka-
mannaflokksins, sem halda á um hvítasunnuna, verði
beiðni Kommúnistaflokks Bretlands um inngöngu í Verka-
mannaflokkinn.
Vmis voldugustu verkalýðssambönd Bretlands, iim-
an Verkamannaflokksins, hafa skorað á þingið að sam-
þykkja inntökubeiðnina og munu fulltrúar þeirra beita sér
fyrir samþykkt þeirra.
son í GuIIbringu-
og Kjósarsýslu
Churcill tók t'.l máls á eftir'
Attlee og kvað boðskap hans
hafa verið sár vonbrigði fyr-
ir sig. Með því að fara úr
Egyptalandi væru Bretar að
kasta á glæ með skömm, á-
rangri mikils erfiðis. Krafð-
ist Churchill umræðna strax
í gærkvöld um boðskap
Attlees og var það samþykkt.
Telja heimsveldið í voða.
Anthony Eden talaði fyrir
hönd íhaldsmanna og spurði
stjórnina, hvernig hún ætlaði
að verja Súesskurðinn án
hers, flota og flugliðs í
Egyptalandi. Þetta mál varð
aði ekki einungis Bretland
heldur öll samveldislöndin
þar ’sem Súesskurðurinn væri
líftaug heimsveldisins.
Attlee kvað nú myndi
verða samið við Egypta á
jafnréttisgrundvelli um rétt
Breta til að flytja herlið á
vettvang til varnar Súesskurð
inum, ef hætta væri á ófriði.
Morrison, formælandi stjórn-
arinnar í neðri málstofunni,
sagði íhaldsmenn ekki gæta
þéss, að aðstæður í Egypta-
landi væru breyttar frá því
sem áður var. Egyptar litu
svo á, að þeir væru ekki-
sjálfstæðir meðan erlendur
her væri í landi þeirra.
Eden kvað stjórnarandstöð
una krefjast þess, að fá að
láta mótmæli sín í ljós með
atkvæðagreiðslu.
Rúnnenar fá
Transsylvaníu
Á fundi utanríkisráðherr-
anna i París í gær varð sam-
komulag um að Rúmenía
skyldi fá Transsylvaníu, sem
Hitler afhenti Ungverjum
1940.
Molotoff lagði til, að hald-
in yrði ráðstefna þeirra ríkja,
sem íiggja að Dóná, um sigl-
ingaréttindi á ánni. Bevin og
Byrnes mótmæltu tillögunni.
Til að afstýra þessari
„hættu“ á einingu brezku al-
þýðunnar hefur ritari Verka
mannafl. skýrt svo frá,
að fyrir þingið verði lagðar
víðtækar breytingar á flokks
lögunum, á þá leið, að sósíal-
istískum stjórnmálaflokkum
verði ekki framar heimilað
að ganga í Verkamanna-
flokkinn, en núverandi
flokkslög gera ráð fyrir sam-
bandi sósíalistiskra stjórn-
málaflokka og verkalýðsfé-
laga.
Verið er að afnema vinnu-
deilulögin sem brezka íhaldið
barði í gegn 1927. Sam-
kvæmt þeim urðu meðlimir
verkalýðsfélaga því aðeins
taldir pólitískir meðlimir
Verkamannaflokksins að
þeir æsktu þess sérstaklega.
Nú er þessu breytt þannig,
að meðlimir verkalýðsfélaga
teljast pólitískir meðlimir
flokksins nema þeir tilkynni
að þeir vilji vera utan hans.
'jEr búizt við að þetta muni
þegar á næsta ári fjölga
flokksmeðlimunum um 3—
3V-> milljón. „Daily Worker“
blað Kommúnistaflokksins,
segir að stjórn Verkamanna-
flokksins vilji berja í gegn
breytingu á flokkslögunum
nú vegna þess að stóraukin
áhrif verkalýðssamtakanna í
flokknum munu tryggja
samþykkt á upptökubeiðni
Kommúnistaflokksins.
Sverrir Kristjánsson verður
frambjóðandi Sósíalistaflokks
ins í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu við alþingiskosningarn-
ar í sumar.
Sverrir Kristjánsson er íædd-
ur 7. febrúar 1908. Hann inn-
ritaðist í Menntaskólann í Rvík
1923, tók stúdentspróf 1928. Las
næsta vetur heimspeki og tók
heimspekipróf við háskólann hér
vorið 1929. Fór um haustið til
Danmerkur og stundaði sagn-
fræði við Kaupmannahafnarhá-
skóla til 1937, en 1938 kom hann
heim og hefur verið kennari við
Gagnfræðaskóla Reykvíkinga síð
an. Hann er fyrir löngu þjóð-
kunnur fyrir hin ágætu útvarps- I
erindi sín.
Hann var frambjóðandi Sósial
istaflokksins í Rangárvallasýslu
í kosningunum 1942.
Bandalag ísleiizkra listamaraia
mótmælir dvöl erlendra herja á
Islandi
Eftirfarandi tillaga var samþykkt á að-
alfundi Bandalags islenzkra listamanna 4.
þessa mánaðar:
„Aðalfundur Bandalags íslenzkra lista-
manna ályktar: Dvöl erlendra herja í landi
voru á friðartímum og umráð þeirra yfir
íslenzkum landsvœðum er skerðing á sjálf-
stœði voru, enda ósamrýmanleg fullveldi
landsins og stofnar þjóðerni voru, tungu
og menningu í voða.
Fyrir því teljum vér, að engu erlendu
ríki megi veita hér ítök né herstöðvar og
skorum á íslenzk stjórnarvöld og íslenzku
þjóðina í heild að vísa á bug öllum tilmœl-
um í þá átt.“