Þjóðviljinn - 31.07.1946, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.07.1946, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 31. júlí 1946. ÞJÖÐVILJINN 7 Félagslíf FARFUGLAR Um helgina verður farið í Þjórsárdal. Á iaugardag verð ur eklð austur í Þjórsárdal, og gist inni í Gjá. Farið að Háafossi, Hjálp, Þjófafossi, Búrfþllisháls og Tröllkonu- hlaupi, auk þess verða allar fornminjar í dalnum skoðað- ar. Ferðln er tvegja og hálfs dags ferð. Farmiðar verða seldir í skrifstofu deildarinn ar í Inðskólanum í kvöld (miðv.d.) kl. 8—10 e- h. Þar verða einnig gefnar allar nán ari upplýsingar um ferðina. Húsmæður! | Sultutíminn | er kominn! i Tryggið yður góðan árang-' ur af fyrirhöfn yðar. Varðveitið vetrarforðann fyrir skemmdum. Það ger- ið þið bezt með því að nota BETAMON, óbrigðult rotvarnarefni. BENSONAT, bensoesúrt natron. PECTINAL, sultuhleypir. VÍNEDIK, gerjað úr ávöxtum. V ANILLETÖFLUR, VÍNSÝRU. FLÖSKULAKK í slöttum. Allt frá Chemia hi. Fæst í öllum matvöru- verzlunum. ____________________ Kaupið Þjóðviljann Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, Austurbæjarskólanum sími 5030. Næturvör'öur er í lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstur annast B. S, R Útvarpið í dag: 20.30 ÚitvarþCagian: „Blmdfe11 eftir Herbert Jenkins, V (Páll Skúlason ritstjóri. 21.00 Tónleikar: Dansskólinn eft- ir Boccihermi (plötur). 21,15 Viðtal: Stúdentar segja frá ferð sinni um Norðurlönd. 21.40 Laugarvatnskórinn syngur Plötur). Skipafréttir. Brúarfoss fór frá Reykjavík 26. 7. til Leningrad um Leith og Kaupmannahöfn. Lagarfoss kom til Reykjavíkur 24 7. frá Gauta- borg, fer á laugardag 3. 8. vest- ur og norður. Selfoss fór frá Siglufirði í fyrradag til Þing- eyrar. Fjallfoss fór frá ísafirði kl. 18,00—19,00 í gærkvöld til Ingólfsfjarðar. Reykjafoss fór frá Reykjavík 27 7. til And- werpen. Buntline Hitch fór frá Reykja-vík 20.7. til New York. Salomn Knot hefur væntanlega farið frá New York 27. 7. til Halifax. True Knot kom til Reykjavíkur 29. 7. frá NewYork. Anne fór frá Middlesbrough 28. 7. til Kaupmannahafnar. Lech kom til Reykjavíkur 24. 7. frá Hull. Lublin kom til Reykjavík- ur kl. 11,30 í gær frá Leith. Horsa er í Hull. Leiðrétting. Þjóðviljinn birti sl. laugardag mynd af íslenzkri stúlku sem birtist í sænska ,,Aftonbladet“. og klausu er þar fylgdi. 1 gær hringdi kona, nákunnug stúlk- unni sem myndin er af, til blaðs ins, og sagði það með öllu til- hæfulaust að þessi vinkona sín, sem gift er Bandaríkjamanni hefði það að atvinnu að vera Ijósmyndafyrii'mynd. Er ekki á- stæða til að rengja það og þykir blaðinu leitt að hafa orðið til að flytja íslenzkum lesendum fleipur hins sænska blaðs um þetta. Starfshættir þin Framhald. af 4. síðu. sé ályktunarfært, enda leiðir það af eðli málsins, að félögum sé skylt að sækja þingið. Aðalregl- an er sú, að þingið getur gert löglega ályktun, ef meiri hluti viðstaddra félaga greiðir lienni atkvæði. Þeir, sem við eru að vísu, en greiða ekki atkvæði, koma ekki til greina. Til löglegr- ar ályktunar í nokkrum málum, er sérstaklega mikilvæg þykja, þarf þó jákvæði tveggja þriðju hluta viðstaddra félaga, er at- kvæði greiða. Þetta tekur til: a. Tillagna um viðhald friðar og öryggis milli ríkja. b. -Kjörs í hin lausu sæti (þ. e. þau, sem stórveldin fimm skipa ekki) í öryggisráði, kjörs í fjánhags- og félagsmálaráð og kjörs í gæzluvei'ndarráð. c. Inntöku nýrra félaga í banda- lagið, sviptingu félagsréttinda um stundarsakir og brottrekst- ur úr félagskapnum. d. Mála varðandi starfsemi gæzluverndarráðs. e. Mála varðandi fjárhagsáætlun bandalagsins. f. Breytinga á stofnskrá hinna sameinuðu þjóða. 3. Verkefni þingsins eru m. a. inntaka nýrra félaga og brott- rekstur, meðferð íjármála banda- lagsins og kosning í ýmis ráð þess o. s. frv., svo og kjör fram- kvæmdastjóra og kjör dómenda Þýzkir embættis- menn taka við matvælamálum Ákveðið hefur verið að þýzkir embættismenn muni frá og með næsta fimmtudegi taka við stjórn á matvæla- málum á hernámssvæði Breta. Þeir munu sjá um matvæla framleiðsluna, fiskveiðar og landbúnað. Fyrst um sinn verða þeir undir brezkri stjórn, en ætlazt er til, að þeir munu í framtíðinni geta sinnt störfum sínum án brezks eftirlits. *s sam. þjóðanna í milliríkjadóminn. Auk þessara starfa hefur þingið með höndum störf, er skipta má í þrjár deild- ir: a. Umræður og eftir atvik- um ályktun um mál varðandi hlutverk bandalagsins, stjórn þess og stofnana í sambandi þar við, og loks varðandi breytingar á stofnskrá hinna sameinuðu þjóða. Þingið getur tekið til umræðu í almennum orðum s.agt öll þau mál, er í stofnskráuni greinir, og getur gert tillögur eða ályktun um þau til félaga og stofnana bandalagsins, þar á meðal mál varðandi frið og öryggi ríkja milli, tillögur um lausn deilna eða annarra vandamála innan verkahrings síns, eða til þess að j efla alþjóðasamvinnu í stjórn-, málum, fjái'málum, menningar- málum o. s. frv. Meðan öryggis- ráð fer með mál út af ágrein- ingi eða hættulegu ástandi sam- kvæmt stofnskránni, skal þingið þó ekki gera neina tillögu um það, nema öryggisráð fari þess á leit. b. Þingið getur sett á stofn stofnanir til framkvæmdar vei'k efnum bandalagsins og hefur yP irstjórn þeirra, nema öðruvísi sé mælt í stofnski'ánni, og ákveður störf þeirra innan þeirra marka, sem hún setur. c. Þingið getur samþykkt breytingar á einstökum ákvæð- um stofnskrár sameinuðu þjóð- anna, og taka slíkar breytingar gildi, ef tveir þriðju félaga full- gilda þær, þar á með.al öll stór- veldin fimm, er fast sæti eiga í öi'yggisráði. Svo getur þingið ákveðið með samþykki sjö aðila í öryggisráði, hverra sem vera skal, að félagar haldi samkomu til þess að endurskoða stofn- ski'ána, enda skal slíka samkomu halda, ef hún hefur ekki verið haldin áður en tíunda árlegt þing bandalagsins hefur verið haldið, ef meiri hluti þingsins samþykkir það og einhverjir sjö aðilar öryggisráðsins. Hver breyt ing, sem samkoman hefur sam- þykkt með % atkvæða, skal taka gildi, þegar % félaga, þar á með- al öll stórveldin fimm, hafa full- gilt hana. (Tilvitnunum í greinar sáttmálans er sleppt). Bœ jarpósturinn Framh. af 4. síðu. fellsjökla — framhjá Skorum, og fyrir Látarabjörg (!!). Séu blöðin og útvarpið mér sammála, vona ég að heyra ekki oftar minnzt á ,,Rauðunúpana“. Að öðrum kosti óska ég að bent sé á hvar hinir, ,,aukanúparnir eru“. RAUÐINÚPUR. „Rauðinúpur er, sem sagt, að- eins einn til og stendur við sjó fram, milli Melrakkasléttu að austan, en Axarfjarðar vestan. Eins og nafnið bendir til, er hann rauður og er talinn að vera gamall eldstaður. Eg heimsótti Rauðanúp 1913. Þar er undrafag urt útsýni. Við, sem þangað geng um, töldum víst, að hafa séð (í sjónauka) Hornstrandafjöllin, þar á meðal Drangajökul. — Það var tignarleg sjón. Upp á Núpn- um er djúp skál, margir metrar á dýpt, þakin kjarngresi og berj um. Nokkra metra frá landi stendur ,,Karlinn“, eða „Jón Trausti". Þangað telja kunnugir að Guðm. heitinn Magnússon hafi sótt rithöfundanafn sitt. Af Núpnum að sjá, sýnist Karlinn með öllú ókleifur, en lítið vörðubrot er þar samt uppi sem vottur þess að þangað hefur maður upp komizt. Var okkur sagt af kunnugum, að Færeying ur hefði klifrað þangað, og látið eftir þessar menjar. Kunnugur á Sléttunni. Friðarfundurinn Framh. af bls. 5. um um frjálsar siglingar á Dóná. I RIOARFl NDURINN tekur nú væntalega endanlegar á- kvarðanir í þessum málum, og er starfa hans beðið með ó- þreyju. Kápur, Dragtir, Kjólar, Skíðadragtir, Sportpils Saumastofan Hverfisgötu 49 Sóley S. Njarðvík Valur víðförli Fólkið á gistihúsinu er að tala um veðrið og kemur öll- um saman um að það sé alveg óþolandi að hafa alltaf þessa rigningu, því enginn viti hváð hann eigi af sér að gera og ekki sé hægt að búast við að spilin endist til eilífðar. Loks tilkynnir afgreiðslumaðurinn, að á morgun megi fólkið búast við ágætri upplyftingu, því þá muni heimsfrægur búk talari og hugsanalesari troða upp á leiksviði bæjarins. Myndasaga eftir Dick Floyd

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.