Þjóðviljinn - 05.10.1946, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 05.10.1946, Qupperneq 5
, Laugardagur 5. október 1946. ÞJÓÐVILJINN 5 Ræða Biynjólfs Bjarnasonar znenntamálaráðhezra við seíningu Menntaskólans í Reykjavík Heð hinum nýju fræðslulögum hefst nýtt fíma- bil s sögu skólans ujlfíMnj^r rva.fcM$ Þarf ég að gera ykkur, sem • hér eruð samankomin, grein fyrir því, hverja þýðingu þessi skóli hefur haft fyrir lif ís- lenzku þjóðarinnar? Nei, þess gerist engin þörf, enda væri það mikil saga, — meiri en svo, að hún yrði sögð á þessari stundu. Saga íslenzku þjóðar- innar í hundrað ár og saga þessa skóla verða ekki sagðar I tvennu lagi. Það er yfirleitt fásinna að ætla að greina menn ingarsöguna frá hinni almennu sögu þjóðarinnar. Og alveg sér staklega á það við um sögu þessa skóla. Samt eru enn til menn, sem telja sig mikla fram faramenn, en láta sér fátt um finnast, að fjármunum skuli varið til þess að efla þenna skóla og til þess að byggja nýtt skólahús. Ætli það væri ekki nær að byggja skip og verk- smiðjur, segja þeir. Þessum mönnum væri hollt að hugsa nokkuð meira áður en þeir tala. Og eitthvað hlýtur þeirri fræðslu að vera ábótavant, sem slíkir menn hafa fengið um sögu landsins. Hvar væri Há- skólinn okkar og íslenzk vís- indi, ef þessa skóla hefði ekki notið við? Og hvað um aðrar menntastofnanir og skólakerfi okkar í heild sinni? Og hvað um skip okkar og verksmiðjur? Hvað um tæknina í samgöngu- málum okkar, atvinnumál- um og daglegu lífi? 1 stuttu máli, hvar væru allar hinar miklu efnalegu og andlegu framfarir íslenzku þjóðarinnar á 20. öldinni? Og hvar væri sjálfstæði hennar, stórhugur hennar og reisn í dag, er hún horfir fram á veginn? Án tilstyrks þeirra manna, sem þessi skóli liefur veitt fræðslu, færi lítið fyrir afrek- um okkar á öllum þeim sviðum, sem ég hef nefnt. Vér hefðum ekki verið , þess megnugir að reisa nútímaþjóðfélag frá grunni. Vér værum vesælt fólk. Vér værum ekki sjálfstæð þjóð og hefðum heldur engin skilyrði til þess að vera sjálf- stæð þjóð. Skólinn okkar hefur fóstrað marga ágætustu syni íslands, sem hæst ber í frelsisbaráttu landsins. Og þessa daga, á sögu legri örlagastund, getur skól- inn verið stoltur af fósturson- um sínum og dætrum, sem stað ið hafa á verðinum og sýnt og sannað, að þau hafa ekki glat- að þvi, sem gefur lífinu gildi, — tengslunum við uppruna sinn, við land sitt og fólk. Eg ætla að nefna nokkrar tölur, sem eru táknrænar, ekki aðeins fyrir þróun skólans, heldur jafnframt fyrir sögu- þróun þjóðar vorrar, — fj’rir' framvinduna í lífi íslendinga. Árið 1846—1850 voru 50— 60 nemendur í skólanum. Á ár- unum 1856—1863 á þjóðin svo í vök að verjast, að nemendum fækkar allt niður í 30. Árið 1861 komu fimm bænarskrár frá fundum, sem haldnir höfðu verið í ýmsum héruðum lands- ins, þar sem þess er farið á leit, að breytt verði fyrirkomu lagi skólans, meðal annars að inntökuprófið verði afnumið, vegna þess, hve það hafi milt- inn kostnað í för með sér að senda pilta til Reykjavíkur. Nefnd var skipuð í málið og ýmislegt lagfært, en ekki var orðið við þeirri kröfu að af- nema inntökuprófið. Á árunum 1877—1904 voru nemendur fæstir 81, en flestir 127, en á árunum 1904—1946 er nemendafjöldinn 100—360. Á bessu ári verða nemendur mikl um mun fleiri en nokkru sinni fyrr, eða á 5. hundrað. Á árunum 1846—’50 eru útskrif aðir 8—13 stúdentar. Næstu. árin á eftir fækkar tölu þeirra. Til ársins 1904 kemst tala út- skrifaðra stúdenta hæst upp í 22, en árið 1946 útskrifuðust 83 stúdentar frá skólanum. Árið 1904—1905 er ein stúlka í skólanum, 1909—1910 eru þær 12, 1929—1930 38 og árið 1945—1946 eru þær 113. Saga þjóðarinnar endurspegl ast í sögu skólans. Árið 1904, er vér fáum inn- lendan ráðherra, hefst mikið framfaratímabil í sögu íslands. Sama ár fær skólinn nýja reglu gerð. Það er stærsta breyting- in, sem gerð hefur verið á skól- anum allt til þessa dags. Nýtt skeið hefst í sögu skólans og sögu þjóðarinnar. Hinn gamli lærði skóli, þar sem mest á- herzla var lögð á gömlu málin, grísku og latínu, verður „hinn almenni menntaskóli", sem hag ar fræðslu sinni í samræmi við ki’öfur hins nýja tírna. Griskan var afnumin, latínan aðeins kennd í lærdómsdeild. Nýju málin voru stórum aukin, sömuleiðis náttúrufræði og stærðfræði að mun. Skólanum var skipt í tvær deildir, þriggja ára gagnfræðadeild og þriggja ára lærdómsdeild. Örsteds- einkunnastiginn var afnuminn en ný.t fyrirkomulag tekið upp um einkunnagjafir. Árið 1919 var stofnuð sér- stök stærðfi'æðideild. Lærdóms deildinni var skipt í stærðfræði deild og máladeild. Árið 1937 fær skólinn nýja reglugerð, sem skipti skólan- um í tveggja ára gagnfraha- deild og f jögurra ára lærdóms- deild. Önnur höfuðbreytingin verð ur svo árið 1946, samfara mikl um og stórhuga fyrirætlunum í atvinnumálum, félagsmálum og menningarmálum þjóðarinn- ar. Nafnið „Hinn almenni mennta skóli i Reykjavík“, táknar m. a„ að skólinn á að vera fyrir allan almenning, æðri sem lægi’i. Skólagjalda hefur aldrei verið krafizt af nemendum, nema á árunum 1927—1934. Allir, sem höfðu næga hæfi- leika og dugnað og aðstandend ur eða styrktarmenn, sem voru nógu vel efnum búnir, gátu sótt skólann. Það þurfti að vísu oft mikið viljaþrek af hálfu fátækra nemenda og fórnfýsi af hálfu fátækra for- eldra þeirra til þess að geta stundað nám í skólanum. En margir dugandi æskumenn úr alþýðustétt brutust samt í gegn um skólann, þrátt fyrir mikinix skort á þessa heims gæðum. Þetta hefur orðið þjóð vorri til mikillar gæfu. í þessu efni stöndum vér miklu framar t. d. Bretum, þar sem flestir menntaskólar hafa allt til þessa verið — og eru raunar enn í dag fyrst og fremst — og sumir eingöngu — fyrir börn yfirstéttanna. Árið 1928 var tekið að tak- marka aðgang að skólanum vegna skorts á húsnæði, þann- ig að aðeins 25 nemendur voru teknir í 1. bekk. Þetta hlaut að miða að því að slíta skólann úr tengslum við alþýðuna. Til þess að stand ast inntökupróf skólans þurfti mikið og rándýrt undirbúnings nám, þar sem börn hinna efn- aðri stóðu margfalt betur að vígi en hin, sem minni höfðxx efnin. Eg tel, að hamingja þjóðarinnar sé mjög undir því komin, að allir ungir Islending- ar, sem til þess hafa dug og þroska, hafi jafnan aðgang að þessum skóla, og raunar öllum öðrum menntastofnunum lands ins. Þetta er takmarkið með hinum nýju fræðslulögum og þetta er takmai’kið með þeim áætlunum, sem gerðar hafa verið um bygging nýrra skóla- húsa, sem nauðsynlegt er að komizt í framkvæmd til þess að hin nýja skólalöggjöf geti orðið að veruleika og náð til- ga,ngi sínum. Og eixn þarf nxeira til, að allir standi jafnt að vígi til að afla sér þekkingar. Til þess þarf meðal annars kerfi námsstyrkja, svo fullkomið og svo örugglega tryggt með lög- gjöf, að enginn. æskumaour þurfi sakir efnaskorts, að liverfa frá námi, sem hann er hæfur til. Það þarf mikið átak til þess að ná þe’ssu marki, en framtíð þjóðarinnar er undir því kom- in, að það takist. Með liinum nýju fræðslulög- um hefst nýtt tímabil í sögu skólans. Það er því rétt á þess um tímamótum, að gera sér nokkra grein fyrir helztu atrið um hins nýja skólakerfis, sem þessi skóli verður svo veiga- mikill þáttur í. Skólarnir eiga að vera ein samfelld heild, þ. e. taka við hver af öðrum, námsáætlun þeirra samræmd þannig, að einn taki við þar sem öðrum sleppir. Nemendur geta þannig flutzt milli skóla og haldið á- fram á námsbraut sinni af einu stigi á annað, án sérstakra inntökuprófa, og án þeirra tafa, sem stafa af ósamræmi í námsáætlunum og námsefni hinna ýmsu skóla. Þetta miðar mjög að því að jafna aðstöðu nemenda, t. d. eftir því hvort þeir búa í sveit eða kaupstað og eins að draga úr aðstöðu- mun þeirra vegna efnahags, auk þess sem skólarnir í heild sinni hljóta að skila betri ár- sngri. Skólaskyldan lengist um eitt ár, til 15 ára aldurs, en þó er i.eimilt að lengja hana enn um eitt ár, til 16 ára aldurs. Skólastigin verða 4: Barna- skólastig, gagnfræðastig, menntaskóla- og sérskólastig og háskólastig. I því skyni, að gera skólana þannig úr gildi, að þeir búi nem endurna sem bezt undir það lífsstarf, sem hver og einn er hæfur til, verður skólum gagn- fræðastigsins skipt í 2 deildir: Bóknámsdeild og verknáms- deild. Eftir tveggja ára gagnfræða nám er tekið miðskólapróf. Próf þetta skal vera samræmt xm land allt og skal vera til leiðbeiningar um framlialds- nám. Hver sá nemandi, sem lýkur slíku landsprófi úr bók- námsdeild með tiltekinni lág- markseinkunn, hefur rétt til þess að setjast í menntaskóla, þann bekk, sem nú er 3. bekk- ur, en verður 1. bekkur eftir hinum nýju lögum. Þetta próf var háð í fyrsta skipti í vor samkvæmt bráðabii’gðareglu- gerð. I þetta skipti hefur mjög skort á, að ýmsir gagnfræða- skólar hefðu skilyrði til þess að \ C'ta nemendum sínum nægi- legan undirbúning undir þetta 'próf. Fyrir þá sök hefur nokkr um nemendum, sem ekki stóð- ust prófið, verið leyft að endur taka það, en slíkt fyirkomulag mun ekki verða til frambúðar. Með hinni nýju skólalöggjöf eru menntaskólanum í Revkja- vík sett lög í fyrsta skipti. Til þessa hefur hann starfað sam- kvæmt reglugerð. Samkvæmt hinum nýju lögum verður menntaskólinn fjögurra ára skóli, sem svarar til lærdóms- deildar nú. Gagnfræðadeildir menntaskólanna leggjast niður. Auk máladeildar og stærðfræði deildar er heimilt að stofna fleiri deildir, og samkvæmt lög unum er heimilt að stofna nýj an menntaskóla í sveit. Á þessu ári hefur ekki reyixzt unnt að skilja gagnfræðaskóla- deildirnar frá menntaskólanum. Hvort það reynist ldeift á næsta ári, fer eftir því, hversu úr rætist um húsnæði. En allir þeir, sem hlut eiga að máli, hafa mikinn hug á, að það megi takazt. En til þess að skóliixn geti rækt til fullnustu það hlutverk, sem honum er ætlað með hinni nýju skólalöggjöf, þarf mikið átak í húsnæðismálum skól- anna. Það þarf í fyrsta lagi að koma upp nægilegu húsnæði fyrir gagnfræðaskólana og í öðru lagi þarf menntaskóliixn sjálfur að fá nýtt og fullkom- ið hús. Rektor hefur nú gert svo ljósa grein fyrir húsnæoisþörf skólans, að þar hef ég engu við r.j bæta. Etimum gömlu nemendum þxcsa skóla finnst það nú samt Framhald á 7. síðu Morguriblaðið segir í gær að það sé betra fyrir Islend- inga að láta Bandaríki Norð- ur-Ameríku reka Keflavíkur flugvöllinn en að íslendingar geri það sjálfir, taki í sína þjónustu þá erlendu starfs- menn sem þörf er á og fái síðan greiðslu frá þeim vél- um sem völlinn nota. Það er að vísu aðeins ,,formsatriði“ hvort gert er segir Morgun- blaðið, en fyrri kosturinn er þó þœgilegri fyrir íslendinga. Samkvæmt þessari nýju speki má vænta að „Sjálf stœðis“flokkurinn stingi brátt upp á því að erlendu stór- veldi verði falið að reka höfn ina i Reykjavík og „halda uppi á eigin kostnað, beinlín- is eða á eigin ábyrgð, þeirri starfsemi, þeim tækjum og því starfsliði, sem nauðsyn- legt kann að vera til slíkra afnota“, eins og segir í Nýja sáttmála. Því nœst er einsœtt að halda þannig áfram á öll- um þeim sviðum, þar sem Is- lendingar hafa einhver sam- skipti við erlendar þjóðir, að því undanskildu að óþarfi er að gera slikan samning um utanríkisráðuneytið meðan það er undir stjórn Ólafs Thors. Þegar þetta er komið í kring getur „Sjálfstæðis“- flokkurinn haldið því fram með fullum rétti að sjálf- stœði íslands sé aðeins „forms atriði“ sem sjálfsagt sé að „semja“ um. Með því hefur ,,Sjálfstœðis“flokkurinn vœnt arilega kornið hugsjónum sin um í framkvœmd og getur lagt st '"f sín riður með góðri samvizku. Fréttaburður forheimskun- arblaðannct er oftast með miklum c 'æmum. Fréttir þeirra eru oft upplognar, fals aðar og einhliða í þeirri von að þær geti haft áhrif á trú- gjarna lesendur. í gœr birt- ist ein slík frétt á fyrstu síðu Morgunblaðsins. I henni seg- ir að samkvæmt eirikaskeyti frá Kaumnannahöfn sé „sagt“ í Lundúnum að Rússar hafi .,hugsað“ til herstöðva á ís- landi. Merkilen frétt a tarna! 'Að sjálfsöaðu hefur láðst að qeta þess hver hafi „sagt“ þetta í Lundúnum og hvem- ig sá hinn sami hafi fengið vitneskju um hvað Rússar „hugsa“, en alltaf má gera ráð fyrir hví að einhverjir sem lesa Morgunblaðið trúi þvi sem þeir sjá á prenti og þá er tilganginum náð.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.