Þjóðviljinn - 09.11.1946, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 09.11.1946, Qupperneq 6
c ÞJÓÐVILJINN Laugardagur, 9. nóv. 1946 K. I. B. Dansleikur í Breiðfirðingabúð í kvöld kl. 10. Aðgöngumiðasala kl. 5—7 á sama stað. NEFNDIN. Torolf Elsten SAGAN UM GOTTUOB Okkur vantar til að bera blaðið til kaupenda við Bergstaðastræti ÞJÓÐVILJINN Kvikmyndasýning ásamt frásögnum frá Noregi á hernámsárunum og eftir stríðslokin, verður haldin í Bæjaibíó sunnudaginn 10. nóv. kl. 3 e. h. Allur ágóði rennur í minningarsjóð sonar míns, Ölafs Brunborgs. Miðasala í Bæjarbíó á venjulegum sölutíma. Guðrún Brunboig. Háttvísi — snyrtimennska — um kynningar i»,f—i w >— o rC £ > £ ■ra .f* £ & \rO tn a> Cn fO s Bókin >-< o- I-*. v> V o Þ=T pr ^diinn? KURTEISI á erindi til allra ungra stúlkna. Aðlaðandi framkoma er ekki síður áríðandi en fegurð og snyrting. Fæst hjá öllum bókabúðum. o o o » a> H' o Oý hi p> l-h t3 ui 2 'oj l — iitíiijfsejaiq — gnuun 5o injjin — iumiej foH"i"i"I"H-H"I„r'r'H"I„kH'H"H"H"I"!";"I-H"t"H"I"H"H"H„H„I"fr Íl-"---------------------------------------------------------- Félag íslenzkra myndlistarmanna Asgrímur Jónsson ; Málverkasýning í tilefnl af 70 áia afmæli Iistamannsins 1946. OPIN DAGLEGA KL. 10—22. — Hver er þetta? hrópar byrst konurödd úr hliðarher- berginu. — það er ég, svarar Elsa; ég er með gest. — Æ, aftur er muldrað önug- lega, og sterkleg kona í kring- um þrjátíu og fimm ára aldur sýnir sig í dyrunum. Fagurt og viðkunnanleg andlit hennar ber svip tortryggni. Svart, slétt hár hennar er greitt þétt að höfð- inu. Elsa verður allt í einu dálítið hikandi. — Það er herra Hanssen frá Noregi, vinur minn. Hann kom til hjálpar, þegar ég var að veltast niður götuna fyrir ör- litilli stundu. Eg meiddi mig í fætinum, svo að hann varð að fylgja mér heim. — Þetta er Anna. Við erum einu konurnar hérna. Anna kemur og réttir honum höndina. Þessi sterklegi, granni líkami og hinn fasti gangur vekja athygli hans. — Góðan daginn. Við getum því miður ekki boðið yður að borða með okkur. — Þú verður að hjálpa mér, Elsa, bætir liún við þurrlega Þú ert seint á ferðinni í dag. Hanssen situr aleinn hrærður og vandræðalegur. Hann hlýtur að taka eftir því, að hann er ekkert sérlega velkominn gest- ur, en fær þó ekki af sér að fara, meðan hann hefur minn- stu von um að geta verið í ná- vist Elsu. Hann lítur í kring- um sig í herberginu; Þarna er mynd af Masaryk, eftirmynd af málverki Repins af Kósökkun - um, þar sem þeir eru að skrifa zarnum bréf. Skrípamynd af Horthy forsætisráðherra og skrípamynd af Thiers. Hann opnar eitthvað af bókunum, þær eru allar á máli, sem hann skilur ekki. Þarna er ein ein asta þýzk bók eftir Stefán Georg. Hann kveikir sér í pípu og bíður. Fótatak heyrist fyrir utan og ungur maður kemur inn; tuttugu og fjögra til fimm ára. Rauðhærður og freknóttur með kringluleitt, meinleysislegt drengjaandlit. Þeir standa úti á miðju gólfi og horfa vand- ræðalega hvor á annan. — Eg heiti Ingimundur Hans sen og er frá Noregi. Eg var svo heppinn að koma að í sama bili og fröken — æ — Elsa skrikaði í brekkunni og mér fannst það skylda mín að fylg- ja henni heim. — Eg heiti Andrés. — Eruð þér einnig frá Ung- verjalandi. — Já, við erum öll frá Ung- verjalandi nema Sagha, sem er frá Serbíu og Brúnó frá Búlgar íu. — Þetta er sem sagt mjög heimsborgaralegur félagsskap- ur. — Já, það má nú segja. Hann hlær vandræðalega. — Og hvemig finnst ýður að — að búa hér? — Andrés. Það er Anna, sem kallar framan úr eldhúsi. llef- urðu nokkra peninga. — Nei, hvernig spyrðu? Eg er skítblankur. — Jæja þá — við verðum þá að komast af án þess að hafa kartöflur. Norðmaðurinn stamar: — Æ — kannski ég. ... — Nei takk, við sjáum um okkur. Andrés, þú verður að koma og hjálpa til, svo að maturinn verði til í tæka tíð. Andrés fer út úr herberginu og brosir vandræðalega, en Hanssen situr einn eftir, niður- dregnari en nokkru sinni áður. Skömmu síðar kemur annar maður í ljós. 1 þetta sinn er það sterklegur maður með sporthúfu. Hann virðist vera þrjátíu og fimm til fjörutíu ára. Hann hefur opið, sterklegt og fremur stirðlegt andlit, breiðar herðar og stóra hnefa. Hann lítur út fyrir að vera verkamað ur, sem veit dálítið af sjálfum sér. Hann gengur undir eins til Hanssens og réttir honum höndina. — Góðan daginn. Eg heiti Páll. Norðmaðurinn verður aftur að fara að útskýra, Það er dá- lítið erfitt fyrir hann, en Páll skilur strax. — Ö já, þér eruð vinur Elsu. Þeir setjast niður og ræða fram og aftur um Noreg. Það er að segja, Páll leggur fram spurningarnar og svarar þeim oftast sjálfur. Hanssen vill gjarnan spyrja eitthvað um félagsskapinn og þá sérstak- lega um Elsu en fær ekki tæki færi til þess. Anna er farin að leggja á borðið. reyna að fylgjast með samtal- inu eða hvort hann eigi ekki að leggja eyrun við. Þeir tala sam an á þýzku, sem er sýnilega hið sameiginlega mál í félagsskapn um. Þeir tala um alvarlegt ástand í Prag. Það getur soðið upp úr hvenær sem er. Yfirvöldin hafa skipað lögreglunni að hafa upp á öllum flóttamönnum; Þau ætla að koma upp sameiginleg- um búðum fyrir þá einhvers- staðar í Meren. Þau geta verið tekin á hverri stundu, þau verða að gera áætlun, það er auð- veldara að vernda sum þeirra en önnur. Stundum lækka þeir sig, svo það heyrist ekki til þeirra, við og við eru þeir ósammála og brýna raustina. En þetta er sýnilega ekki eina hættan, sem steðjar að. Öryggisleysi ' Tékkóslóvakíu. Þeir segja, að það velti ekki á nema nokkrum vikum eða jafn- vel örfáum dögum. Og ennþá víðar kreppir skórinn að. Leyni lögregla suðurevrópsku harð- stjóranna hefur verið aukin upp á síðkastið. Hún leggur nú mikið kapp á að þefa uppi alla flóttamenn í Tékkóslóvakíu, segja þeir. Nýjar laun handtök ur eiga sér stað í hverri viku. Það er ljóstrað upp um hvern flóttamann á fætur öðrum. Fjöldamargir flóttamenn frá Suðaustur-Evrópu hafa fundizt myrtir í úthverfum Pragborgar. Páll virðist vera mjög rólegur, en Sagha gýtur við og við tor- tryggnislegu hornauga til Hans sens og hvíslar í hvert skipti, I sem eitthvað mikilvægt berst í Þetta er konan mín, segir! tal. Norðmanninum líður illa, Páll. Vitanlega verðið þér kyrr og borðið með okkur? — Nei — Hanssen hikar — ég held, að.... — Við höfum ekki nógan mat. segir Anna stuttlega. — Að sjálfsögðu höfum við nógan mat. Auðvitað borðið þér með okkur. Það er ekki á hverj um degi, sem við fáum heim- sókn frá Noregi. Það er ágætt að fá tilbreytingu. Hvernig lízt yður annars á húsgögnin okkar. Andrés okkar nálgast það að vera húsgagnasmiður. Anna leggur á borð fyrir einn ennþá, og Páll tekur fram nokkur ungversk og tékknesk blöð og byrjar að lesa. Elsa sást hvergi. Svo kemur sá fimmti. Það er Sagha, Serbinn, meðalmaður á hæð, grannur með fíngert andlit og svart, þykkt hár. Hann gæti vel verið þrítugur. Það athyglisverðasta við hann eru hin stóru, dökku og logandi augu. Hann hressir mjög upp í kofanum, þegar hann heilsar, kyssir báðar konurnar á kinn- ina.Hann sendir Hanssen tor- tryggið augnaráð. Páll kynnir og útskýrir, en tortryggnin virðist ekki ætla að hverfa. Hann kinkar stuttlega kolli og gengur til Páls og hvíslar ein- hverju að honum. — Það er óhætt að tala upp- hátt, segir Páll. Herra Hanssen er ekkert hættulegur. Sagha heldur áfram að tala í hálfum hljóðum. Hanssen heyrir hitt og þetta, en hann veit ekki, hvort hann á að og það stoðar ekkert, þó að Páll leiti álits hans við og við: — Ekki rétt, herra Hanssen ? Hitt fólkið kemur inn úr eld- húsinu. Elsa strýkur hárið á Sagha um leið og hún gengur hjá. — Hvað, er Antoníus ekki kominn, segir Anna. Jæja, þá borðum við, við getum ekki beð ið eftir honum. Hann verður að læra að vita, hvað tímanum líður. Þetta gengur ekki svona. Þau setjast niður. Þykk græn metissúpa með smáum kjötbit- um. Hún er góð. Páll og Sagha halda áfram samtalinu í hálf- um hljóðum. Anna tekur þátt í því. Elsa reynir að hefja um- ræður við Norðmanninn. Hann er hennar gestur, og hún er upp rifin og vill reyna að draga hann inn í umræðurnar; én það er árangurslaust. Norðmaður- inn grillir í kringum sig. Páll er sá, sem honum lízt bezt á hann virðist vera hreinskilinn maður og vekur samúð. Aftur þolir hann illa konu hans; hún er fögur á að sjá, en orkar harð neskjulega og þvermóðskulega á mann. Honum líkar ekki tor- tryggið augnaráð Sagha, en þó er eitthvað áhrifamikið við hann — ofstækismaður, heldur Hanssen. En hann fær einnig ó- þægilega tilfinningu um það, að eitthvað sé á milli Sagha og Elsu. Hinn ungi Andrés er við- kunnanlegur. Það er enginn efi á því, að hann er ástfanginn af Elsu. En ekkert þeirra er líkt eða hæfir Elsu, finnst honum, þau

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.