Þjóðviljinn - 19.12.1946, Blaðsíða 4
4
ÞJÓÐVILJINN
Fimmtudagur 19. des. 1946
þJÓÐVILJINN
Útgefiandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — SósíalistafilokKurtnn
Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb.
rréttaritstjóri: Jón Bjamason.
Ritstjómarskrifstofur; Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500
(eftir kl. 19.00 einnig 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, simi 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Askriftarverð; kr. 8.00 ó mánuðl. — Laususöiu 50 aurar
eint
Prentsmiðja Þjóöviljans h. í.
— _______________________________________________
Á að tryggja útgerðina? — eða
eru Bandaríkjaþjónarnir ad
reyna að beygja fiana undir
gamla enska okid?
Fulltrúafundur Landssambands ísl. útvegsmanna er
saman kominn á ný. Einmitt þessi fulltrúafundur hafði
krafizt aðgerða af Alþingi í því að tryggja afkomu útvegs-
íns — og bíður hann nú eftir svörum.
Sósíalistaflokkurinn hefur þegar svarað.
Frumvarp atvinnumálaráðherra er í samræmi við vilja
þjóðarinnar og hagsmuni útvegsins. Eftir hverju er þá
verið að bíða ? Hvað er að gerast á bak við tjöldin ? Þjóðin
á heimtingu á að fá að vita það.
★
Sendinefndin svokallaða á þingi sameinuðu þjóðanna
hefur komið þar fram sem betlarar og ákallendur erlendr-
ar íhlutunar eftir Reutersskeytinu alræmda að dæma.
Bretar virðast nú hafa svarað þessu neyðarkalli með
einhverju tilboði í hraðfrysta fiskinn. Eftir að hafa áður
neitað að kaupa hann nema fyrir smánarverð, hafa þeir
nú hækkað sig eitthvað.
En skyldi ekki boð þeirra að vanda samt vera svo lágt
að það samsvari ekki íslenzkum kröfum? Og er nú máski
verið að reyna að beygja útgerðarmenn undir brezka okið
með því að hræða á bolsagrýlunni ?
Ekki er líklegt að íslenzkir útgerðarmenn láti slíkt á
sig fá. Þeir hafa nú reynslu af viðskiptunum við Breta^
hvernig þau eru, þegar enginn er til að keppa við þá á
meginlandinu.
Bretarnir hafa sýnt okkur Islendingum hvernig þeir
ætla að meðhöndla okkur, ef þeir þora. Þeir settu toll á ís-
fiskinn. Þeir hafa lækkað verðið á honum. Þeir lófa okkur
að selja, þegar tap er fyrirsjáanlegt. Og þetta gerðu þeir
allt eftir að hafa svikið út úr Islendingum megnið af síld-
arolíunni.
Nú þykjast þeir ætla að bænheyra lítilmótlegustu
þjóna sína hér, eftir langt ákall, — og henda í þá roðum.
Og nú eiga íslenzltir útvegsmenn að þakka og slá af kröf-
um sínum eða leggja til atlögu við verkalýðinn!
Það væri annars fróðlegt að heyra nánar um þau til-
boð, sem frá Bretum eru komin.
Hvað bjóða þeir fyrir ísfiskinn? Þegar talað er við
Pólverja, er heimtuð föst greiðsla. 2,65 aura fyrir kílóið
þar á höfn og tilboði þeirra um 2 kr. hafnað. — En eiga
Englendingar að fá ísfiskinn áfram á tapsverði — á kostnað |
ríkissjóðs og nýbyggingarsjóðanna ?
★
GÆSALAPPIR OG
MÁLLEYSUR
Mér er ljúft að birta eftirfar
andi bréf. Skynsamlegar umræð
ur um móðurmálið eru hollar.
Það er sjálfsagt að brýna fyrir
mönnum varfærni í meðferð
þess. Höfundur bréfsins „O. G“.
segir:
„Heiðraði Bæjarpóstur!
Sumir vilja láta gerbreyta ís-
lenzkri stafsetningu. En ég væri
ánægð, ef lagðar yrðu niður svo
kallaðar gæsalappir, því að í
skjóli þeirra halda margir, að
öll bögumæli séu friðhelg.
Eg hef verið að lesa nýjustu
blöðin og tínt saman af handa-
hófi mikla syrpu af málleysum
innan gæsalappa. Örfá dæmi:
„trikk“ (það er víst kænsku-
bragð), „gymnastikk" (það er
áreiðanlega leikfimi), „dúmma“
(þarna á höfundur við að hann
hafi farið rangt með, en kallar
það að „dúmma“ sig), „skand-
al“ (því ekki hneyksli?),
„hobbí“ (er það ekki dægra-
dvöl eða tómstundavinna?).
Þýðing þessara orða á al-
genga íslenzku virðist svo auð-
veld, að ekki getur verið um
fákænsku að ræða. Og tæplega
geta mennirnir lialdið, að þetta
sé orðheppni.
MÁLSKEMMDAR-
FIRRA
„Blaðamenn bera vafalaust við
tímaleysi, segja, að annríkið sé
svo óskaplegt, að þeir verði að
nota það orðið, sem þeim kem-
ur fyrst i hug. Aftur á móti er
engin skýring til á því, hvers
vegna þeim kemur fyrst í hug
það, sem ljótast er.
Séu greinar með nefndum
bögumælum aðsendar, vilja
höfundarnir líklega láta halda,
að þeir eigi annríkt, rétt eins
og blaðamennirnir, og hafi ekki
tíma til að gefa gaum að smá-
munum.
Málvöndunardella var orð,
sem mikið var notað á hernáxns
árunum til lítilsvirðingar þeim,
sem létu eitthvað á því bera,
að þeim þætti vænt um móður-
mál sitt.
Málskemmdarfirra gæti það
heitið að temja sér gæsalappa-
málið.
O. G“.
★
EG ER EINN
ÞEIRRA
Eg sé það á orðum þeirn,
sem O. G. tilfærir, að sjálíur
er ég í hópi þeirra, sem að
hennar dómi reyna að friðhelga
bögumæli í skjóli gæsa.lappfc.
Jólaborðið
Framhald af 3. síöu.
30 gr. smjör
Va msk. sykur
salt
vatn.
Flytja laukinn og brúna hann
í smjörinu og sykrinu. Hell sjóð
andi vatni á pönnuna. Legg
hlemm yfir og lát laukinn
molla ca 20 min.
Jarðarberjabúðingur
1 dós jarðarberjasulta
1 dl. hvítvín eða ribsberja
eða rabarbarasaft
3 dl. rjómi
IV2—1% bréf matarlím.
Blanda vini eða saft saman
við sultuna. Sbífþeyt rjómann
og blanda honum út í. Leys mat-
ariímið upp og bæt því í síðast.
Ef bera á búðinginn fram í
skál er nægilegt að taka IV2
bréf af matarlimi, en ef á að
hvoifa honum er bezt að taka
stærri skammtinn. — Skreyt
með rjóma.
Rauðkál
1 rauðkálshöfuð
1—2 msk. smjör
2 msk. síróp
Rauðkál er allra bezt með
svínakjöti en getur lika verið
gott með kindahrygg eða t. d
rjúpum.
Þó maturinn þurfi helzt að
vera góður jóladagana, verður
húsmóðirin að reyna að vera á-
hyggjulaus og skemmtileg eins
og hitt fólkið. Þessvegna er um
að gera að hafa sem mest af jóla
matnum tilbúið áður en síðasti
jólasveinninn kemur.
Á Þorláksmessumorgun má sjóða
hangikjötið, kjötkraftinn í ost
súpuna, sjóða hrísgrjónin og
merja þau og ráfa ostinn. Einn-
ig brúna rjúpurnar
Á aðfangadagsmorgun má brúna
lærið og hrygginn í ofninum og
hálfsteikja það. Á eftir er hægt
að nota hitann til að baka tertuna.
Smjördegið er bezt að hafa ekki
seinna en á laugardag. Strax
eftir hádegið er bezt að setja
upp kartöflurnar (nú hugsum við
ekkert um vitamínin svo það cr
bezt að sjóða um leið það sem
á að vera í kartöflujafninginn á
jóladaginn.) — Á aðfanga-
dag má einnig búa til
jarðarberjabúðinginn og ávaxta-
salatið. Ef kæliskápur eða mjög
íslendingar eru nógu lengi búnir að búa við okur
engilsaxneskra auðhringa, sem hafa skammtað þeim smán-
arverð fyrir dýrmætustu framleiðslu þeirra.
Islendingar hafa ekki skapað sér sjálfstætt lýðveldi
til þess að verða gólfþurrkur eða þrælar þessara hringa.
Það er nógu lengi búið að arðræna íslenzka fiskimenn.
Þeir krefjast lífvænlegra kjara og þeir vita að það er
hægt að fá fiskverð, sem veitir þeim slík kjör.
Þess vegna munu þeir ekki víkja.
1—2 epli
1/2 laukur
safi úr hálfri sítrónu eða
vínedik, salt, smjör.
Bræð smjörið og bæt sírópinu
út í. Brytja kálið mjög smátt op
iát það molla góða stund í fit-
unni. Bæt smábrytjuðu epli.
rifnum lauk, cítrónusafa og salt:
í, eftir smekk. Lát kálið molla
í lokuðum potti ca. 1 klst. —
f-i'
köld geymsla er til má þá einnig
búa til vanillukremið og fullgera
tertuna.
Á jóladagimi þarf þá ekki annað
en búa til kartöflujafning og fuli-
gera súpuna.
Á annan sjóða kartöflur og gul-
rætur, fullgera steikina og brúna
lauk.
Gleðileg jól
R. K.
Þessvegna kemst ég ekki hjá
því að gefa einhverja skynsam-
lega skýringu á notkun annai'-
legra orða innan gæsalappa.
Fyrst vil ég lýsa yfir þeirri
skoðun minni, að þegar settar
eru gæsalappir við aðskotaorð,
fer því fjarri að verið sé að
friðhelga þau; gæsalappirnar
eiga einmitt að tákna það, að
orðin eru ekki friðhelg, ekki
gjaldgeng á almennum markaði.
Þessvegna er notkun gæsalappa
réttlætanleg á meðan notkun
slíkra orða tíðkast.
En, er þá notkun slíkra
oi'ða réttlætanleg ? I þessu
sambandi ætla ég að leyfa mér
að vitna í grein eftir Halldór
Kiljan, stuttan kafla, þar sem
hann svarar ásökunum, er á
sínum tíma beindust gegn hon-
um fyrir notkun ,,orðskrípa“
eða ,,skrípiorða“.
Grein þessi heitir „Málið“ og
var upphaflega biri í Tímariti
Máls og menningar en síðar
gefin út í „Vettvangi dagsins“.
Það, sem Kiljan hefur að segja
' um ,,orðski'ípin“, er að mínum
] dómi ágætt og getur í vissum
skilningi gilt sem svar við
! bréfi O. G.
*
JAFNVEL „PÍPÍ“
OG „BUMBULPE"
Kiljan lýsir afstöðu sinni sem
rithöfundar og segir meðal ann-
ars:
„Ekkert orð er skrípi, ef það
stendur á réttum stað. Það eru
aðeins til rithöfundar misjafn-
lega háttvísir í orðavali. Beri
orð í sér þann rétta lit, sem til
þarf að fullkomna geðblæ setn-
ingar í skáldriti — ef það er
eina orðið, sem fær léð grein-
inni þennan blæ að hundrað
hundruðustu, þá er það hið
eina rétta orð — jafnvel þótt
það heiti „tildragelsi", „pípí“
eða „bumbulpe", sem Þórbergur
Þórðarson notar á sérstökum
stöðum. Það er ekki þar með
sagt, að slíkt orð sé eða eigi
að vera almennt mál. Það miðl-
ar kannski í eitt einstakt skipti,
eða fáein tiltekin skipti í einni
bók, nákvæmlega því, sem það
á að miðla, og ekkert orð get-
ur miðlað annað á þeim stað.
Þannig eru orð til í bókum,
sem aðeins eiga heima á einum
stað, í einu sambandi og síðan
hvergi framar“.
★
QUID LICET......
Nú segir O. G. vafalaust, að
venjulegur blaðamaður geti
ekki leyft sér sama frjálsræði í
meðferð tungunnar og liinn
snjalli og reyndi rithöfundur;
blaðamanninum sé hætt við
klaufatökum á annarlegum orð-
um og þessvegna komi þau oft
sem afskræmi úr höndum hans.
Fjarri sé mér að deila við nokk
urn um þetta, því erfitt
mundi vafalaust reynast að
færa fram gildar mótbárur
gegn því.
Hinsvegar þori ég að fullyrða,
að þau orð, sem bréfritarinn
tilfærir hér að framan, hafa öll
verið notuð að yfirlögðu ráði.
Og hafi fai'ið illa á notkun
þeirra, þá er það ekki fyrst og
fremst að kenna tímaleysi, held-
ur öllu fremur slæmum smekk.
Annars þarf miklu meira
svigrúm en dálkarnir mínir
hafa yfir að ráða til að gera
I þessu máli fullnægjandi skil.