Þjóðviljinn - 19.12.1946, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.12.1946, Blaðsíða 8
Aðstoð rikisins við opinberar bygg- ingar bæja- og sveitarféiaga er brýnt nauðsynjamá! Frumvarp meimtamálaráð- herra kernlil til 2« umræðn Frumvarp um aðstoð ríkisins við opinberar byggingar bæjar- og sveitarfélaga, flutt af minnihluta menntamála- nefndar að tilhlutun Brynjólfs Bjarnasonar menntamála- ráðherra, var til 1. umr. í neðri deild í gær og fór áfram til 2. umr. Samkvæmt frumvarpinu er ríkisstjóm heimilað að á- byrgjast lán sem bæjar- eða sveitarfélög taka til greiðslu þess hluta stofnkostnaðar opinberra bygginga,skóla, sjúkra- húsa, barna- og elliheimila, sem ekki er framlag úr ríkis- sjóði. Þá kveður frumvarpið svo á, að þegar slík ábyrgð hafi verið veitt, sé Landsbankanum skylt að kaupa skuldabréf, sem bæjar- eða sveitarfélög gefa út í þessu skyni. Menntamálaráðherra sendi þetta merka frumvarp til menntamálaneíndar í október- lok, með tilmælum um flutn- ing, en aðeins einn nefndar- manna (Sigfús Sigurhjartar- son) varð við þeim tilmælum. Er þetta annað dæmi þess að meirihl. nefnda neitar að flytja frumvarp frá ráðherrum Sósí- alistaflokksins, enda þótt það séu síður en svo nein flokks- mál, eins og þetta og frumvarp- Áka Jakobssonar um lausn á Haglega Ný egg, soðin og hrá Kíiiiisísimt Hafnarstræti 16. brýnustu vandamálum sjávar- útvegsins. I umræðunum í gær talaði Gísli Sveinsson eindregið með frumvarpinu, og kvað svo að orði, áð þingmenn skyldu var- ast að sýna þessu stórmerka nauðsynjamáli tómlæti, því þegar það yrði kunnugt úti um land, mundi frá hverjum bæ og sveitarfélagi koma ákveðnar kröfur um samþykkt þess, og yrði þingmönnum erfitt að standa gegn vilja kjósenda sinna. Deildi hann á meirihluta menntamálanefndar fyrir að vilja ekki flytja frumvarpið. Gunnar Thoroddsen og Páll Þorstehisson afsökuðu sig með því að varasamt væri að skylda Landsbankann til að veita lán in, en Gísli SveinssOn og Sigfús Sigurhjartarson töldu það ein- mitt kost á frumvarpinu, eins og nú hagar til um lánsmögu- leika. Frumvarpið og greinargerð þess verður birt hér í blaðinu síðar. Forseti í liabít Mikill hluti fundartíma neðri deildar alþingis í gær fór til að ræða þá tillögu forseta deildarinnar Barða Guðmunds- sonar, að taka mál þetta frá menntamálanefnd og setja þac. í fjárhagsn. Mótmæltu flutn- ingsmaður, Sigfús Sigurhjart- arson og Gísli Sveinsson því ein dregið, og kom til allharðra orðaskipta. Sigfús taldi ekki á- stæðu til slíks vantrausts á menntamálanefnd, sem yfirleitt starfaði sæmilega nema hvað Barði Guðmundsson vanrækti starf sitt í nefndinni og mætti nær aldreí á fundum hennar. Varð forseti reiður mjög og vítti Sigfús a. m. k. tvisvar(!) og lýsti hann úr forsetastól ó- sannindamann um störfin í menntamálanefnd. Benti Sigfús á hve framkoma forseta væri óvitleg í þetta skipti sem oftar, og fyrir kæmi að hann mætti vart tungu hræra fyrir bræði og jafnvel ölvún. Þetta með ölvunina kvað for- seti varða mannorð sitt, og bað hvern þann þingmann að standa upp og vitna, sem hefði séð vín á sér eða heyrt við störf, og varð að sjálfsögðu enginn til þess. Sigfús lofaði að gefa skýrslu um mætingu forseta í menntamálanefnd á síðustu tveim þingum. Eftir allan gauraganginn var tillaga forseta um að taka málið af menntamálanefnd, felld með 12:10 atkvæðum. Giuntarne, Fredntans Epístler og Sáng- ar. Feidas b©k I. og II. Bellmansmusiken útsett íyrir íjórar karlmannaraddir. Tio Spiliter nya visor. Huldas visbok. Nár skönheten kom til Byn. Prástkrage ság.... Arets Sag. Barnasöngbækurnar: Lillebrors Segel- íárd. Kisse, Muse, Máns. Borgmástar Munte. Börnenes Jul. Vore Börne- sánge 1., 2. og 3., bundið og óbund- ið. ' HLJÓDFÆMHÚS REYKJAVÍKUB, Bankastræti 7. Stefjamál eftir Lárus Sigurjónsson i ' ísafoldarprentsmiðja hefur j nýlega gefið út ljóðabók eftir j Lárus Sigurjcnsson. Stefjamál. Þetta er stór ljóðabók, 190 síð- | ur og hefur að geyma safn af I eldri og yngri kvæðum Lárusar. j Ýms af eldri kvæðum hans eru j þjóokuiin, t. d. kvæðið Máríátl- ■ an, sem lrann orti vorið 1904 og hefst á þessari vísu sem allir þekkja: Gamlan vin að garði ber — gesti fagnar harpa — mér var orðið mál á þér, máríátla í varpa. Iitdland lýst sjálfstætt? Nehru, forsætisráðherra ind- versku bráðabirgðastjórnarinnar, hefur borið fram tillögu á ind- ! verska stjórnlagaþinginu, um að lýst verði yfir sjálfstæði Ind- | lands. Tillagan er á þá Jeið, að j þingið lýsi því yfir, að Indland | sé frjálst og óháð lýðveldi. — J Nehru er nú staddur í Austur- ! Bengal, en þangað fór hann til að ræða víð Gandhi. I sálarháska eftir Þórberg Þórðarson Þjóðviljanum hefur nú borizt annað bindið af Æfisögu Árna Þórarinssonar, er Þórbergur Þórðarson, rithöfundur, hefur fært í letur. Nefnist þetta bindi I sálarháska og er 332 blaðsíður að stærð. Útgefandi er Helga- fell. Þessarar einstæðu og skemmti legu bókar verður getið hér í blaðinu innan skamms. Melhorha hið vinsæla tímarit kvenna kemur út á morgun og verður selt á götunum föstudag og Iaugardag. Sölubörn, komið á Skólavörðustíg 19. í fyrramál- ið. HÁ SÖLULAUN. idnaður þolfr 25% kaup- hækkun áia verdhækk- nnar Bandaríski verkalýðsle.'.ðtog inn Phillip Murray, forseti C IO hefur birt greinargerð um kaupgjaldsm'ál. sem frægir bandarískir hagfræðingar sömdu að beiðni hans- Er það niðurstaða hagfræðinganna að atvinnurekstur í Banda- ríkjunum gefi svo ríflegan gróða, að hægt væri að veita öllum iðnaðarverkamönnum 25% kauphækkun án þess að vöruverð þyrfti að hækka svo að iðnreksturinn bæri sig. Hefir greinargerð þessi vakið geysiathygli ' Bandaríkjun- um og er talið víst, að verka lýðsfélög innan CIO muni grundvalla kröfur sínar um hækkað kaup á henni. Finkalff Ljóðid uin Lahbakiit eftir Nýlega er komin út skáldsaga Octave Aubry um Napóleon. Sagan nefnist á íslenzku Einka líf Napóleons og er þýdd af Magnúsi Magnússyni, ritstjóra. Útgefandi er Prentsmiðja Aust urlands h. f., Seyðisfirði. Jóhannes úr Kötlum Ljóðið uin labbakút nefnist nýútkomin barnabók, eftir Jó- hennes úr Kötlum. Þessi bók er ljóð um ævintýri lítils drengs sem leggur af stað einn sólskinsdag til að skoða heiminn og auðvitað kynnist hann mörgum undarlegum hlut um og lendir í ævintýrum. í bók inni eru ágætar teikningar eft- ir Barböru Árnason. — Þetta er ein hugþekkasta barnabók- in sem út hcfur verið gefin fyr- ir þessi jól, bók sem öll börn hafa gaman af að lesa. — Papp ír og frágangur er ágætur. Út- gefandi er Þórhallur Bjarnason. Svalt «g hjarf eftir Jakob Thorarensen Þjóðviljanum hefur borizt hin nýja heildarútgáfa Helga- fells á kvæðum og sögum Jakobs Thorarensen. Eru það tvö mikil bindi, um 900 bls, og útgáfan mjög smekkleg. Beðinn að tala við rann- sóknarlögregluna Árekstur varð 16. þ. m. á gatna mótum Suðurgötu og Hringbraut- ar milli bifreiðarinnar R 38'7, sem kom Suðurgötu og vöru- bifreiðar sem ók austur Hring. brautina. Vörubifreiðarstjórinn sem ók .jburt án þess að skeyta um áreksturinn er beðinn að tala við rannsóknarlögregluna.’ titvarpið í dag: 20,30 Útvarpssagan. 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Lævirkjakvartettinn eftir Haydn, 21.15 Frá úlöndum (Axel Thor- steinsson). 21.35 Tónleikar: Þióðlög frá ýms- um löndum. 22.05 Eymfon'íutónleikar (plötur). Minningarspjöld fyrir Styrktar- Pétiar BiGÍkli Komið er út á íslenzku hið fræga skáldrit, Pétur mikli Kússakeisari, eftir Alexej Tol- stoj. Magnús Magnússon, ritstj. befur íslenzkað söguna. Útgef- andi er Hannes Jónsson, Reykja vík. Bókin er í tveim stórum bind um, um 800 blaðsíður. sjóð ekkna og munaðarlausra I barna íslenzkra lækna fást í skrif stofu héraðslæknis. í Hafnarstr. 5 (Mjólkurfélagshúsinu) herbergi 23—25. Skrifstofa Mæðrastyrksnefndar í Þingholtsstræti 18 tekur á móti giöfum handa bágstöddu fólki fyrir jólin, alla virka daga kl. 2—6 e. h. — Auk peninga- gjafa er tekið á móti fatnaði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.