Þjóðviljinn - 07.01.1947, Page 4

Þjóðviljinn - 07.01.1947, Page 4
4 Þ JOÐVILJINN Þriðjudagur, 7. janúar 1947. þJÓDVILIINN Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýöu — SósíalistaflofcKurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guömundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjóraarskrifstofur; Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustig 19, sími 2184. Augiýsingar: Skólavörðustíg 19 simi 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð; kr. 8.00 é mánuöi. — Laususöiu 50 aurar eint. ' Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. FiivamtÍM ára pflaia iflialdsins Með leiðara Morgunblaðsins s. 1. sunnudag er fram- kvæmdarhug íhaldsins rétt lýst. Blaðið kvartar undan, hve seint gangi að mynda stjórn, og kennir þar um stefnuskrám flokkanna, hve ýtarlegar þær séu, og býsnast mjög yfir: Settar eru fram stefnuskrár, sem nægja myndu 50 ár fram í tímann ef framfylgja ætti út í æsar. Svo kíta menn um hvert atriði í þessum löngu stefnu- og starfs- skrám unz svo fer að lokum, að menn gefast upp í öllu þessu mo!dviðri.“ (Leturbr. hér). Hver skyldu vera þau framkvæmdaratriði, sem íhald- inu vaxa svo átakanlega í augum ? Hvað er þetta moldviðri, sem íhaldið sér ekki út úr? Sósíalistar leggja til, að á næstu 5 árum verði bætt við 25 nýjum togurum, og gætu þá landsmenn árið 1950 átt um 75 togara. Er þetta einhver fjarstæða eða þjóðinni svo um megn, að þurfa myndi 50 ár til framkvæmda? Geta má til samanburðar, að 1927 áttu íslendingar 48 togara, og miðað við fólksaukningu síðan í bæjum og sjávarþorpum væri fjölgun togaranna upp í 75 sízt úr hófi fram, heldur skilyrðislaus nauðsyn. Ennfremur leggja sósíalistar til, að reist séu a. m. k. 5 fiskiðjuver á næstu 5 árum. lítvegnum eru þau lífsnauð- syn, svo að farið sé að vinna úr framleiðslunni á nýtízku hátt fyrir erlendan markað. Ihaldinu ofbýður sá tilkostn- aður. Samkv. Morgunblaðinu vill það fá 50 ár til að koma þeim upp. En hvað munu slík fiskiðjuver kosta ríkið ? Einar 25—30 millj. kr., eða litlu meira en fer til vegalagninga á einu ári. Þannig mætti taka hvert atriði af öðru úr stefnuskrá sósíalista. Þau eru ekki aðeins framkvæmanleg, heldur er það einnig þjóðfélagsleg skylda að hefjast handa um framkvæmd þeirra, því að þau leggja grundvöll að vaxandi velmegun þjóðarinnar á næstu árum. Framkvæmdir síðustu tveggja ára hefðu eitthvað átt að geta kennt, jafnvel hinu stirðnaðasta afturhaldi. Tillögur sósíalista 1944 þóttu þá býsn mikil og skýjaborgir. Þá lögðu þeir til, að keyptir yrðu 20—30 togarar, og hefur slíkt þegar verið gert. I ýmsum greinum hefur á þessum tveimur árum verið jafnmiklu áorkað sem á tímum heilla kynslóða áður. T. d. hafa verið reistar síldarverksmiðjur, sem aukið hafa afköst úr 40 þús. málum á sólarhring upp í 77 þús. mál, þ. e. á tveim árum hafa afköstin nærri tvö- faldast. Sama er um skipastólinn. En þessum framkvæmdum hefur afturhaldinu staðið ógn af. íhaldið sundlar við slíkan straumhraða fram- kvæmdanna. Það er ekki vant honum. Það sem eðlilegt er að gera á 5 árum, finnst íhaldinu varla hugsanlegt á 50 árum. Og ótti þess við nýsköpunina hefur fyrir löngu snúizt upp í f jandskap við hana og tilraunir til að stöðva hana. Fjármagn, sem til hennar var ætlað, hefur verið fengið heildsölum til sóunar, og hefur fjármálaráðherra íhaldsins jafnvel gengið í móti lögum til að draga fé frá nýsköpuninni. Og hvað felst raunverulega í leiðara Morgunblaðsins, þeirri íhaldshugsun, sem þar kemur fram um 50 ára planið. L.kkert annað en óbein tillaga um að stöðva alla nýsköpun í landinu. Framkvæmdatillögur Sósíalistaflokksins eru ein- göngu miðaðar við það að halda nýsköpuninni áfram af sama krafti og hingað til. Eftir hugsunarhætti Morgun- blaðsins, sem hefur þó dag eftir dag verið að básúna ást sína á nýsköpuninni, ætti þjóðin að leggja árar í bát, taka 'io-: r -ii: • '.T ; •■... 1' (){; : ■« »; BÖLVAÐ KRAPIÐ Menn bölva krapinu sem ver- ið hefur á götum bæjarins síð- ustu dagana; og þeir, sem voru búnir að óska eftir snjó, dauð- sjá eftir öllu saman, og óska þess nú heitast, að hann hefði aldrei komið. Já, það er gamla sagan. Snjórinn er ekki fyrr kominn á götur Reykjavíkur, en hann hefur breyzt í forar- krap. Og þetta hefur í för með sér hina mestu raun fyrir fóta búnað fólksins; leðurskór verða óðara gegnsósa af vatni og jafn vel vönduðustu skóhlífar geta ekki haldið sokkum eigandans þurrum, því krapið nær honum stundum upp í ökla. Já, menn bölva krapinu, en fá litið að gert til að fjarlægja það. Þeir verða að bíða þess, að ráttúran sjái aumur á þeim með því að bræða krapið og veita því burtu sem rennandi vatni. Að vísu reyna yfirvöld bæjarins að bæta ástandið nokk uð með því að láta moka krap- inu á fjölförnustu götunum upp á bíla og flytja það burt, en þetta er seinlegt verk og krapið heldur áfram að hrjá vegfar- endur í stærstum hluta bæjar- ins. ★ HVAÐ SKAL GERA? Þegar menn verða fyrir erfið- leikum eða óþægindum, fer í- myndunarafl þeirra oft af stað með miklum látum. Þeir fara að hugsa upp ráð til að yfir- stíga erfiðleikana og koma í veg fyrir að óþægindin hendi þá að nýju. Vafalaust hafa margir hugsað um það í gær, og fyrra- tíag, hvernig koma megi í veg fyrir, að þetta viðurstyggilega krap safnist fyrir á götum bæj- arins; og trúlegt þykir mér, að fieiri en einn liafi velt því fyrir sér, hvort ekki mætti nota Hita- veituna til þess arna. Taka t. d. vatnið, sern kemur vel volgt úr húsunum eftir að hafa hitað ofnana og nota það til þess að bræða krapið. En auðvitað þarf Hitaveitan að vera í betra lagi en núna, til þess að gagn verði að þessu. * UM FRÉTTAFLUTN- ING ÚTVARPSINS „Áhugaskákmaður" hefur skrifað mér, og kvartar hann mikið undan því, að útvarpið sé oft seint á sér með fréttir. Þann ig segir hann að fréttir af EM-mótinu hafi verið slæ- lega fluttar í útvarpinu og t. d. hafi „svo að segja hvert manns barn á landinu vitað, að Huse- by var orðinn Evrópumeistari Fráhvarf Það sem tapazt hefur á liðnu I eða liðnum árum, skal nú fljót iega unnið aftur, og ekki er ráð nema í tima sé tekið, þess- vegna hefjum réttan boðskap með nýju ári og tilgangurinn helgar meðalið, því þegar vér Morgunblaðsmenn sjáum frá- hvarf fólksins í vaxandi mæii frá okkar góðu og gömlu vcnjum, þá er okkur nóg boð- ið. Við skulum t. d. hafa það fimm dálka yfirskrift eða yfir þvera síðu blaðsins, að Rússar séu krafðir reiknings- skila af Bandaríkjunum, þeir skulda þeirn bara „hugsið y<kk- ur“ 71.000 milljónir króna. En þeir, sem eru í hópi fráhvarfs- manna reikna dæmið frá byrj- un, þá minnir að í sjálfu Morg unblaðinu hafi staðið oftar en einu sinni að Rússar hafi misst 7 eða 8 millj. manna í stríðinu við að uppræta nazisma og fasisma úr heiminum, og sú uppræting var og er reiknuð öllum heiminum til tekna, jafn vel Morgunblaðsmönnum, sem og öðrum manntegundvun. Og mig minnir að Bandaríkjamenn hafi haldið stranga dóma yfir höfuðpaurunum, sem eftir tórðu. Og mig minnir að Morg- unblaðið talaði um þá miklu mannmergð, sem Rússaveldi byggði og að vesturveldin svo kölluðu liugsuðu sér að leggja þeim til tæki eins og hægt væri í staðinn fyrir að þeir legðu til menn til að sigrast á ófreskjunni miklu í Mið-Ev- rópu, sem losnað hafði úr böndum. Og hvort er yfirleitt virt meira mannslífið eða dautt efni. Til allrar hamingju minn ir mig Morgunblaðið stundum segja: „komust mennirnir af“ þótt farkosur færist. En kannski er mannslífið rússneska minna virði hjá Morgunblaðinu heldur en ame- rískar vélar og tæki, og skyldi það nú ekki einmitt vera til- fellið hjá Mogga mínum. Oft gumar hann meira af tilbún- um tækjum og vélum hjá Bandaríkjamönnum heldur en upp gamla íhaldssleifarlagið og vera alltaf á eftir timanum. Eða hvaða nýsköpun væri það að ætla þjóðinni 50 ár til að kaupa 25 togara og að reisa 5 fiskiðjuver. Slíkt væri ekki nýsköpun, heldur atvinnustöðvun, f jandskapur við alla nýsköpun, allan framkvæmdahraða. Morgunblaðið hefur varla gert íhaldinu mikinn greiða með því að ljósta þannig upp um innræti þess. Aiþýða lands- ins mun hafna 50 ára plani þess. Hún mun ekki leggja árar í bát, ekki stökkva frá nýsköpuninni, heldur aðhyllast tillögur sósíalista um djarfar og hraðar framkvæmdir. í kúluvarpi áður en útvarpið kom með fréttina." Og nú segir bréfritarinn, að sama sagan sé að endurtaka sig í sambandi við skákmótið í Hastings. Hann heldur því fram, að ekki hafi verið minnzt á þetta mót, fyrr er, búið var að tefla 5. umferð- ina. Eg hef ekki fylgzt nógu vel með þessum málum til að geta noklcuð um það sagt, hvort þessar fullyrðingar eru sannleik anum samkvæmar eða ekki. En ef enginn fótur er fyrir þessu, þá mun ég auðvitað fúslega birta leiðréttingu, ef fréttastofa útvarpsins telur ástæðu tii að bera hana fx-am. ¥ MISSKILIÐ HLUTVERK Þá hef ég fengið eitt skamm- abréfið enn. Það er frá „Y. Kl.“, sem segir, að ég misskilji hlutverk mitt, þegar ég noti þessa dálka til að.rífast um list og annað slíkt, sem ekkert komi bæjarlífinu við. Slíkar um ræður eigi heima á öðrum stöð- um í blaðinu. Mitt hlutverk sé aðeins það, að hafa gætur á bæjarlífinu og vekja athygli á kostum þess og löstum. Eg vil svara þessum manni því, að ég mun eftir sem áður ræða um það, sem er efst í huga mér í það og -það skiptið, og ég ætla alls ekki að einskorða skrif mín nákvæmlega við það, sem snertir lifið í bænum okkar, þótt slíkt efni hljóti auðvitað að vei'a aðalefni þessara dálka. Og eins og listin komi ekki bæj- arlífinu við? því, hvernig kjörum þeirra, sem framleiða þau sé háttað. Þið fráhverfsmenn skuluð nú samt ekki lialda að það, sem Morgunblaðið segir, vaki bein- linis fyrir því, nei, oftast er bara komist klaufálega eða al veg skakkt að orði. Morgunbl. meinar það t. ö. bókstaflega þegar það segir ykkur í einlægni að varast hættuna í austri, en trúa held- ur á það sem í vestrinu býr, það vilji ýkkur þó alltaf vel, þrátt fyrir mestan þátt ausr- ursins í að eyða nazisma- og fasisma- skrímslinu. Nei, reymslan er ólygnust og það er hún sem er að gagn- taka æ fleiri og fleiri og þakka má það í mörgum tilfellum lyg- um Moggans í garð þess nýja, sem fólkið flyklcist til. Á fimmtu síðu Moggans í dag er sagt að kommúnisminn nái aldrei neinum völdum í menningarlöndum. Er ísland þá svona menningarsnautt að dómi Moggans að *4 hluti Al— þingis skuli vera skipaður rót- tækum sósíalistum? Nei, enn er Mogginn að ljúga, lesandi sæll, og oftast gegn betri vit- und. Hann veit að vaxandi menntun hefur í för með sér' vaxandi sósíalisma, því annars væri til lítils að læra, ef menn tækju upp á því að starfa í berhögg við það sem námið fiytur þeim. í hverju landi eru það einmitt menntamennirnir fyrst og fremst, sem standa með verkalýðnum, og þetta veit meira að segja Mogginn sjálf- ur. En það er ekkext undarlegt þótt Mogganum finnist þeir apar, sem fá opin augu fyrir sannleikanum, og að þar hafi Framh. á 7. síðit

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.