Þjóðviljinn - 07.01.1947, Síða 6

Þjóðviljinn - 07.01.1947, Síða 6
Þ JOÐVIL JINN Þriðjudagur, 7. janúar 1947. € •fr-H i I ^,r.r.I.-NHH-H"H-H-H"H"Fl"I"I"H"H-H-**-H"H"H-H"H-*»g»|r^^^g^ J ¥imbílstjóraSé!agið ÞRÖTTUR heldur í! j Jólatrésskemmtun ;; í Tjarnarcafé laugardaginn 11. janúar kl. 3,30 e. h. ;; Dansleikur fyrir fullorðna hefst kl. 10 e. h. — Aðgöngumiðar seldir í stöðinni. Skemmtinefndin. SAGAN UM GOTTLOB Tilkynning rá Isiendingasagnaáfgáfunni Næstu kvöld verða Islendingasögurnar bornar til j; þeirra áskrifenda, sem ekki hafa sótt þær. Áskrifendur geta þó enn vitjað bóka sinna í Bóka- 4 verzlun Finns Einarssonar, Austurstræti 1. Sparið yður útgjöld og okkur fyrirhöfn. Sækið bækumar í Bókaverzlun Finns Einarssonar. íslendingasagnaútgáfan. :: Bókhald - Bréfaskriflir Garðastræti 2. — Sími 7411. BÓKHALD, bréfaskriftir á dönsku, ensku, frönsku, þýzku. — Fjölritun, vélritun. Ennfremur þýðingar á verzlunarbréfum úr ítölsku og spönsku. — Löggiltar skjalaþýðingar á ensku. ■H„ FPFH-H-H-H-H-F4-H-H--H-H-H-W-H-H-I-H-H-I--H-H--H-1-+* OSS VANTAR nskkrar stúlkur til að gegna ílugfreyjustörf- um í flugvélum vorum. Lágmarkskröfur umsækjenda, sem hér segir: Aldur: 18 til 25 ára. Menntun: próf frá gagnfræðaskóla eða hlið- stæðum skóla. Nokkur kunnátta í ensku og dönsku. Góð framkoma. Væntanlegir umsækjendur komi til viðtals í skrif- stofu vora í Lækjargötu 4, kl. 4—5 fimmtudag 9. þessa mánaðar. Engar upplýsingar gefnar í síma. Flugfélag Islands. j-H"H"l-FPI":";"I--H"H"H-l*-H-*-H"H"H"H"H"b**-H--H-H-:-*-H"Hh — Já, í því er ég sammála Erlköning, að hann varð áreið- anlega fyrir slysi. Við skulum ekki láta það hafa of mikil áhrif á okkur. — Nei, segir Elsa, ég held meira að segja að það sé eitt- hvað ennþá saklausara. Herra Hanssen var dálítið skotinn í mér, hann bað mín eins og geng ur og gerist — já, mjög nýlega. Svo komst hann að því, að þetta var ekki framkvæmanlegt — og þá fór hann vitanlega leiðar sinnar. — Eintóm nærgætni sem sagt? En hvað þá með hattinn og myndavélina. — Hann kemur og sækir það, þið megið reiða ykkur á það. Annars gætum við komið því á hótelið, þar sem hann býr. —Nei, nú er klukkan orðin hálf níu, við verðum að fara að komast af stað. Enda þótt heim urinn tortímist verðum við að útvega okkur einhverja aura fyrir mat. Anna ætlar á skrifstofuna. Hún er sú eina, sem hefur fasta stöðu, skrifstofustúlka hjá kaffi bætisfyrirtækinu Fuchs & Syn, Sagha og Andrés í leikhúsið. Páll ætlar á fund og Brúnó á ritstjórnarskrifstofu með smá- grein. Erlköning fer. — Eg þarf að halda áfram út að Mótól, lít ka.nnski inn seinni partinn. Annars ættu þið að vera vör um ykkur. Tékkn- eska lögreglan er starfsöm núna, og ég hef fengið skipan- ir um að hafa auga með ykk- ur. — Nei, veit ekki neitt ná- kvæmlega. Elsa sest við ritvélina, hin fara í yfirhafnirnar. — Gott veður í dag, segir Páll. Elsa lýtur undrandi yfir vals- inn, áður en hún setur pappír- inn í. Stendur hálfvegis upp af stólnum og stingur andlitinu alveg niður í vélina. — Er eitthvað að ? spyr Andrés. — Nei — það er aðeins. .. . Andrés beygir sig yfir hana og horfir líka. Hann vill alltaf líta út sem vélameistari, þegar ritvélin á í hlut. — Nei, hver skrattinn. Hvað er þetta nú eiginlega. Sjáðu. Hinir koma nú á vettvang og horfa á vélina. — Er eitthvað að ? Andrés bendir á valsinn. — Já, hvað er þetta? — Getið þið ekki lesið, hvað stendur þarna? Á valsinn eru skrifuð nokk- ur orð. f jarlægja verður því viðkomandi samstundis, liann situr ineð uppl — Þetta er augljóst, hrópar Andrés ofan í vélina. — Hvað er augljóst? spyr Elsa. Afritspappírinn hefur ver ið rifinn, og þess vegna hefur þetta komið rétt á valsinn. — Já, en orðin. — Jæja, jæja, taktu þessu nú rólega, segir Páll. Stilltu þig um að öskra svona. Þú sérð drauga og forynjur.hvar sem þú lítur. Þetta er sjálfsagt eitt af skáldverkum Antoníusar, er það ekki, leyndarráð ? — Lofaðu mér að sjá, lof- aðu mér að sjá. Hm, nei, það er ekki ég, sem hef skrifað þetta. — Það eru svikarar meðal okkar, segir Andrés hátíðlega. —Æ, haltu kjafti. Þú ert alltaf svo hátíðlegur. Eg býst ekki við að nokkur taki afrit af uppljóst ursbréfi. Og þú álítur vonandi ekki, að einhver af okkur sé n jósnari ? — Ja, hver hefur þá skrifað þetta ? Ilann horfir í kringum sig. Enginn svarar. Hann lítur á Elsu. Hún ypptir öxlum. Á Önnu. Hún hristir höfuðið. Hið sama gera allir aðrir. — Þetta getur vel verið búið að standa þarna lengi. - Nei, það er óhugsandi. Eg sá sjálfur, þegar Anna þvoði valsinn í gær. Var það ekki? Hún kinkar kolli. Þau horfa dálítið hikandi hvert á annað. — En eitthvert okkar hlýtur að hafa skrifað þetta. Ertu viss um, að þetta hafi ekki get- að farið fram hjá þér, Anna? þegar þú þvoðir valsinn? — Vitanlega er hún viss um það, svaraði Andrés fyrir hana. Eg horfði á, hvað hún gerði það vanalega. Þau steinþegja andartak. Síð- an segir Páll: — En hvernig skiljið þið þetta? — Fjarlægja verður því viðkomandi samstundis, hann situr með uppl — ritað á ung- versku. — Þetta er alveg augljóst, hrópar Andrés. Við höfum svik ara hér meðal okkar, hann hef- ur komizt að einhverju, og það á að nema eitthvert okkar á brott nákvæmlega á sama hátt og Denísu. — En drottinn minn, það er ekki tekið afrit af þess konar bréfum. Og ■— ef þetta væri eitt hvert okkar — þá mundu ekki slík bréf vera skrifuð heima. Það hlyti að vera altof mikil áhætta — ef þetta, sem þú segir er á annað borð hugsanlegt. — Tíminn getur hafa verið naumur. Bréfið þurft að afhend- ast strax í gær. Og með afritið — jú, nú veit ég það: Bréfritar- inn vitanlega ætlað sér að nota afritið, en eyðilagt frumritið. Það er miklu erfiðara að þekkja ritvélaletur á afriti en frumriti. — Þetta er nú fjandi undar- legt. Við skulum hugsa um þetta, öll saman. Hefur ekkert okkar skrifað neitt í þessa átt? Ef ekki í gær, þá kannski ein- hvern tíma áður. Þetta getur hafa orðið eftir, þegar valsinn var þveginn. — Öhugsandi. Það er alger- lega óhugsandi eins og ég hef sagt. Andrés er rauður í framan og næstum því ógnandi á svipinn. Hin horfa hvert á annað.Vit- und föl. Nú hafa þessar sex manneskj ur haldið saman í mörg ár, í blíðu og stríðu og margs konar raunum. Þau þekkja hvert ann- að út í yztu æsar. Skaplyndi og fortíð. Og svo ætti eitt þeirra að vera svikari, útsendur frá óvinunum, reiðubúinn að steypa hinum í glötun. Þetta er ákaflega ósennilegt. Brúnó sezt niður og er þreytu legur. —■ Við verðum að fá þetta upplýst. Hin setjast einnig niður. Páll gengur á ný að ritvélinni og rannsakar skriftina. :— Útlitið er ekki gott, segir hann. Við verðum að taka þetta til náinnar athugunar. — Já, nú verð ég að fara, seg ir Anna. — Nei, þú verður að vera kyrr á meðan. — Nei, ég verð að komast á skrifstofuna. Þið getið upplýst þetta án mín. — Þú verður hér kyrr, segi ég. Enginn má fara. — Kannski þú grunir mig, konuna þína. — Þig ekki síður en okkur hin. Þú mátt að minnsta kosti til með að vera kyrr. — Anna sezt niður, reið. — Munið þið eftir sögu Chest ertons, byrjar Brúnó, en Páll grípur fram í fyrir honucm: — Hvenær var það í gær, sem þú þvoðir valsinn? •—• Um klukkan fjögur. Eftir að ég hafði skrifað nokkra við skiptareikninga. — Og hvað gerðirðu svo? — Ef þú grunar mig, þá skjátlast þér. Svo fór ég ofan í borgina. 1 kvikmyndahús. — í kvikmyndahús. Já, ein- mitt. — Er þetta grunsamlegt? — Þegiðu. Á meðan er húsið sem sagt mannlaust. Hver kom fyrst heim? — Eg, svarar Elsa. I fylgd með Norðmanninum. Það hefur líklega verið um klukkan sjö. — Voru dyrnar læstar þá? — Við skulum sjá; já, þær voru það. — Og þess sáust engin merki, að einhver ókunnugur hefði ver ið á ferli? — Ekki tók ég eftir því. — Notaðirðu ritvélina? — Nei. — Var Norðmaðurinn hér tímann ? -— Já — það er að segja nei. Hann skauzt niður í Korsíku til þess að kaupa salamí. •— Varstu þá ein á meðan? — Já, í hér um bil tíu mínút- ur. — Sem sagt tveir möguleikar, fullyrti Andrés. -— Nú ættir þú að reyna að skammast þín og halda kjafti, Andrés. Notaði nokkur annar ritvélina í gær ? — Eg skrifaði á póstkort, segir Sagha. Annars er ég ekki búinn að senda þau ennþá. Er með þau hér. — Eg byrjaði líka á því að skrifa dálítið, bætir Brúnó við. Eg hef það líka hérna. Það urðu aldrei nema nokkur orð. Hann les upphátt: Kon-fut-se scgir á einum stað, að einungis mestu vitringarnir og heimskustu asnarnir taki eingum breytingum........ — Nei, hættu nú þessu. Við höfum engan áhuga á ritsmíð- um þínum þessa stundina.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.