Þjóðviljinn - 08.01.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudagur, 8. jan. 1947.
ÞJOÐVILJINN
5
Alþýðublaðið
«g ?9eina hæli
lýðræðfsins?f
SKYLDI það ekki vera kommún
istaáróður að lýsa ástandinu
í Grikklandi þannig að algert
öngþveiti ríki þar í efnahags-
málum og ríkisstjórnin sé úr-
ræðalaus. Stjórnin hafi út-
lilutað vopnum til fylgis-
rnanna sinna víða um landið
og látið það afskiptalaust þó
þeim væri beitt til árása á
vinnandi menn og hverskyns
ofbeldisverka. Orsök borgara
styrjaldarinnar sé sjálfsvörn
alþýðu. Það þurfi tafarlaust
að fara fram lýðræðiskosn-
ingar í landinu, afnema kúg-
unarlögin, sem núverandi
stjórn hafi sett, og mynda
samstjórn grískra stjórn-
málaflokka. Almenningur í
Grikklandi telji Breta standa
bak við allar gerðir grísku
stjórnarinnar og nauðsyn sé
að kveðja brezka herinn
heim hið bráðasta.
SKYLDI ÞAÐ vera langt frá
þessu sem t. d. Alþýðubl. hef
ur talið sýnil. Rússaáróður
um Grikklandsmál ? Þetta að
almálgagn íslenzkra sósíal-
demókrata telur Grikkland
eina hæli lýðræðisins á Balk
anskaga, og er þar að því er
virðist á línu Bevins og
Bandaríkjaauðvaldsins.
NÚ VILL svo til að lýsing sú á
ástandinu í Grikklandi sem
hér var flutt er ekki Rússa-
áróður. Fjórir þingmenn
brezka Verkamannaflokks-
ins, flokksbfæður Bevins,
tveir enskir íhaldsþingmenn
og einn þingmaður frjáls-
lynda flokksins fóru til Grikk
lands sem opinber sendinefnd
til að kynna sér ástandið í
landinu.
SJÁLFSAGT hefði flokksbr.
Bevins þótt skemmtilegast að
geta staðfest er heim kom þá
skoðun Alþýðublaðsins, að
Grikkland sé eina hæli lýð-
ræðisins á Balkanskaga. Og
þá má geta nærri hvort
flokksbræðrum Churchills
hafi verið ljúft að gefa
skýrslu um ástandið í Grikk-
landi, sem í öllum aðalatr-
iðum staðfestir það sem Al-
þýðublaðið og fyrirmyndir
þess út um heim kalla
„Rússaáróður". En bæði
brezku sósíaldemókratarnir
og íhaldsmennirnir voru
nógu heiðarlegir til að vitna
gegn flokkshetjum sínum, og
verða að hafa það, þó frétt-
in sé falin á öftustu síðu
Alþýðublaðsins og fái ekki
að sjást í Morgunblaðinu. Nú
geta menn hugleitt sér til
gamans, hvar og hvernig
þessi blöð hefðu birt frétt-
ina, hefði hún verið á línu
Bevins og Bandaríkjaauð-
valdsins.
ÞETTA dæmi hlýtur að ýta und
ir þá skoðun hjá blaðalesend
um, eins og mörg dæmi áður,
að blöð sem telja aðalhlut-
verk sitt hina göbbelsku „bar
áttu gegn kúmmúnismanum“
mynda sér skoðanir á al-
þjóðamálum eftir því einu,
hvort atburðir og fréttir
passa í þá krossferð. Það
kemur t. d. ekki fyrir, að Al-
þýðublaðið reyni uð leggja
sósíalistískau mælikvaiAa á
Sjómaður skrifar um
sem íslenzkri sjómannastéft
eru boðin es
Það setur engan hroll að is-
lenzkum sjómönnum ,þó þeir
lesi eða heyri talað um vinnu
þræla í Þýzkalandi. því kjör
þeirra öll og aðbúnaður er
svo nauðalíkt að undrun sæt-
ir.
Til stuðnings því að hér sé
farið með rétt mál, vil ég
1 benda á eftirfarandi- — Sam
kvæmt lögum frá Alþingi eru
togarasjómenn skyldir til að
vinna 16 klukkustundir í sól-
arhring alla daga ársins. —
Sjómannasunnudaginn líka.
Sextán stunda vinnudagur,
enginn tírni t 1 matar, matur
inn er gleyptur á tíu til tólf
minútum. Það er að segja.
þetta er timinn frá því menn
fara af dekki og eru komnir
þangað aftur. Vinnan sjálf
er fullkominn þrældómur,
hún er þrotlaust strit við h.'n
verstu skilyrði, svo sem frost.
ágjöf, þung og.erfið vinnu-
föt, lítið pláss og síðast en
eigi sízt, brotsjóa, sem enginn
er ekki þekkir tll, skyldi
halda að séu meinlaust fruss.
Margir sjómenn eru greini-
lega merktir eftir þá, sumir
eru fingralausir, aðrir hafa
misst hönd eða fót og enn
aðrir hafa týnt lífinu, og það
er nú kannske ekki það
versta- Hitt er verra að ungir
menn sem fara á þessi skip
skuli þrítugir kenna allra
ellisjúkdóma. Sífelld of-
þreyta, lélegt og einhæft fæði
þarf ekki mörg ár til að
beygja lítt harðnaðan ungl-
! ing. Fullhraustir menn hafa
fengið sig fullsadda og bera
líka greinilega mei’ki þræl-
dóms. Fæði togarasjómanna
er svo einhæft og svo fjör-
efnalaust, að heilsa manna
þolir það ekki til lengdar- —
Brimsalt í’ollukjöt eða slepj-
að kjöt ósaltað, þó það sé
bætt upp með mygluðu rúg-
bi’auði og margaríni, verður
hverjum manni hættulegt til
lengdar. — Matargeymslur
flestra skipa eru litlar og illa
útíbúnar, þær eru rakafullar
og loftlausar, matur myglar
því fljótt í þeim og spillist
allur, kjöt, sem kemur fi’osið
um borð. er sett í .jcistu á
i bátapalli, kista þessi er óvar-
in fyrir öllu, kjötið þiðnar og
slepjar og er þá um leið óætt.
Annar útbúnaður sjómanna
alþjóðaviðburði, en það
reyna mörg bíöð sósíaldemó-
krata erlendis. Glórulaus
„barátta gegn kommúnism-
anuni“ er eini mælikvarðinn
sem að kemst. Og með þeim
mælikvarða einum fæst sú
niðurstaða Alþýðublaðsins að
Grikkland sé nú eina hæli
lýðræðisins á Balkanskaga.
er hinn versti. íbúð þeirra,
svefnklefinn, er útbúinn með
það eitt fyrir augum að hafa
nógu margar kojur, svo að
ef einhvern tíma skyldi
þykja giúðavænlegt að hafa
•marga menn, þá stæði ekki
á koju handa hinni hraustu
hetju hafsins til að flevgja
sér í eftir sextán tíma strit
við að moka karfa í sjóinn
aftur eða þá að skera af hon
Um hausinn fyrir ekki neitt
eins og nú 'tíðkast. Fata-
geymslur eru svo litlar, ef
þær eru þá til, að þær duga
tveimur, þremur mönnum
Föt fara þar illa vegna
þrengsla- engar skúffur, súð-
'n er eintómar kojur upp úr
og niður úr. mjór bekkur
fyrir framan neðstu kojuröð.
ekkert borð. ofn er að jafn-
aði á miðju gólfi og þar
verða skipverjar að þurrka
klæði sín, sem stundum getur
verið alklæðnaður af tveim-
ur til þremur mönnum. Al-
gengt fyrinbæri að allir hafi
blotnað í einu. Andrúmsloftxð
spillist við þetta, en annars
er ekki kostur, því um ann-
an stað er ekki að ræða til
þurrkunar á fötum. Þá er
komið að hreinlætistækjun-
um- Á þeim togurum sem ég
til þekki er engin handlaug,
og baðker til afnota fyrir há-
seta eru hvergi til.
Salerni á togara eru þann-
ig útbúin, að heilsu manna
er þar stór hætta búin. Þetta
er venjulega þröngur járn-
skápur aftast í hvalbak skips
ins, og í frostum sem ekki
eru óalgeng á Halamiðum
héla þeir allir innan og ei’u
þá auk þess að vera viðbjóðs
legir, stóiúættulegir heilsu
manna vegna kuldans.
Eg hef nú í stuttu máli lýst
kjörum sjómanna, hef aðeins
stiklað á því stærsta, því sem
hefur teygt sig lengst frá
menningunni og faðmast nú
við ómenninguna, réttleysið
og þrældóminn.
Tln nú á að fara að laga
þetta, segja menn. Jú, satt er
það, að flutt hefur verið frum
varp á Aliþingi, sem fer- í þá
átt að stytta vinnutima á
togurum úr sextán stundum i
tólf stundir- Því ekki átta
stundir, eins og í landi? Af
hverju lengi’i vinnutíma á
togurum en í landi? Því ekki
sömu lög á sjó og í landi?
Alþingismenn ættu að
skýra þetta fyrir sjómönn-
um, því það eru þeir sem búa
til lögin, en ég vil gefa þessa
skýringu — hún er skoðun
fjölda sjómanna: Til þess að
ala allan þann hóp manna,
sem ekkert gerir, þurfa aðr-
ir að vinna fyrir þá. — Til
þess hafa sjómenn þótt
öðrum fremur helzt til falln-
ir, af þeim ástæðum sem oú
skal gi’eina. Þeir ei’u sjaldan
í landi og geta því ekki sam-
einazt sem aðrar stéttir, þeg!
ar á þá er í’áðizt. Þegar þeir
eru á sjó, fer allt fram hjá
þeim nema þorskurinn- Þeir
eru forystulausir, og svo hef-
ur langvarandi þrældómur
og þrotlaust strit gert þá
sljóa og ti’úlausa á kjaralbæt
ur þeim til handa. — Loks
má geta þess sem er engan
veginn það veigaminnsta, og
á ég þar við afraksturinn af
vinnu þeirra.
Frumvarp þeirra Hermanxrs
Guðmundssonar og Sigui’ðar
Guðnasonar hefur sennilega
sett þ'ngmenn í vanda, að
minnsta kosti er það ekki
orðið að lögum enn.
Sjómeixn geta af þessu séð,
hver hugur Alþingis er í mál
um þeirra. Alþingi er ekki
hið vakandi auga fyrir mál-
efnum sjómanna. Sjómenn:
verða því að vekja þingmenn
ina og feykja í burtu hinum
glæsta ljóma, sem vinir
þeirra, heildsalai’nir, hafa
sveipað um þá. — Sjó-
menn ættu að hafa það hug-
j fast, að án sjómanna getur
j þessi þjóð ekki lifað. Enginn
brennivínsgróði getur bjarg-
j að henni, ekki heldur hin
fína stétt, heildsalarnir, þó
þeirra álagning á nauðsynjar
almennings sé nú orð'n 90
til 100 milljónir. Það er bví
bei’t orðið að sjómenn verða
nú að taka í taumana og
segja þessum herrum fyrir
verkum. Það nær ekki nokk-
urri átt, að fáeinir ábyrgðar
lausir heildsalar láti gi’eipar
sópa um vasa þeirra. sem
afla gjaldeyris fyrir þjóðina-
Skyldleiki meirihluta Alþing
is og heildsalanna er svo ber,
að hver getur séð sem sjón
hefur. Það væri freistandi að
ræða frekar um þessi mál, en
þess er ekki kostur nú, en
þess skal geta að enn er eftir
að sækja það fé, sem vantar
til að bæta aðstöðu sjómanna
í ýmsum verstöðvum lands-
ins, og ekki er ótrúlegt, að
sjómenn gætu sagt hinu háa
Alþingi, 'hvert það ætti að
leita. Aldi-ei hefur verið
meiri þörf á því, að sjómenn
létu til sín taka í þjóðmál-
um. Þingmenn ráfa stefnu-
og áhugalausir um sali Al-
þingis: og koma sér ekki sam-
an um neina ábyrga stjómar
stefnu. Það er því tímabært,
að þessir menn, ef þeir ekki
vilja segja af sér, sem væri
bezta lausnin, fengju sér ráð-
Tíminn fjargviðrast út af
því í leiðara í gcer að mennta
málaráðherra hefur skipað
Hermann Guðmundsson for-
mann íþróttanefndar. Reiði
Tímans er þó ekki sprottin
af því að hann telji Hermann
óhœfan í starfið, greinarhöf-
undur viðurkennir hæfni
hans og þekkingu á íþrótta-
málum. Hins vegar telur
Tíminn það óhœfa að Fram-
sóknarmaðurinn Guðmundur
Kr. Guðmundsson skyldi
ekki fá að vera formaður á-
fram, svo að Fraimsáknar-
flokkurinn hefði meirihluta í
nefndinni eins og hingað til,
Það er aldrei að Framsókn
armenn líta stórt á sig. Þeir
virðast álíta að skipanir
Framsóknarráðherranna í
nefndir eigi að gilda um ald-
ur og ævi líkt og konungs-
tign■ Eða vilja þeir að utan-
garðstefnan gamla sé enn lát
in ríkja og að sósíalistar séu
útilokaðir frá öllum störfum
í þjóðfélaginu?
Bnnaðar-
feanki íslands
Efnahagsyfirlit bankans 1-
jan- 1947 er nýkomið út.
Skuldlaus eign allra deilda
bankans hefur auk'zt á árinu
og er nú oi’ðin nærri fimmtán
og hálf milljón. Skuldlaus
eign sparisjóðsdeildarinnar
hefur aukizt um ca. 880 þús.
kr., en auk þess hefur verið
fært á fyrningarsjóð fast-
eigna kr. 300 þús. og
á afskriftareikning 160 þús-
und kr-
Útlán allra deilda bankans
hafa á árinu aukizt um
nærri 5 millj. og 420 þús. kr-
og verðbréfaeign um ca. 3
millj. og 400 þús. kr., en
bankainnstæða og peningar í
sjóði m'nnkað um 7 millj. og
300 þús. kr-
Innstæðufé í sparisjóði og
á skírteinum hefur vaxið um
eina millj- og 400 þús. kr., en
innstæður í hlaupareikningi
og á reikningslánum hafa
Fi’h- á 6. síðu.
gjafa og tækju þá úr röðum
sjómanna. verkamanna og
bænda; með því og því éinu
er hægt að firra þjóðina því
böli sem nú er stefnt til.
Þingið vantar nýtt og
hreint blóð í stað fjölmargi’a
lxinna göhllú þingmanna, sem
virðast orðið líta á sjálfa sig
i sem sjálfsagða erfðagripi á
þingi þjóðarinnar, en sem
hafa slitnað úr sambandi við
þjóðarsálina áhugamál henn-
ar, atvinnuvegi og þarfir og
starfa því ekki samkvæmt
hagsmunum hennar og vilja-
I. G.