Þjóðviljinn - 08.01.1947, Blaðsíða 4
4
Þ JOÐVIL JINN
Miðvikudagur. 8. jan. -194-7.
þJÓÐVILJINN
Útgeíandi: Sameinlngarflokkur alþýöu — SósíalistaílofcKurinn
Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjamason.
Ritstjómarskrifstofur; Skólav örðust. 19. Símar 2270 og 7500
(eftir kl. 19.00 einnig 2184).
Aígreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Auídýsingar: Skólavörðustíg 19 súni 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Askriftarverð; kr. 8.00 é mánuði. — Laususölu 50 aurar
eint
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
Hvað gera forustiimenii
Alþýðuflokksins?
Þegar Alþýðuflokkurinn var stofnaður í upphafi var
honum var ætlað að verða baráttufl. ísl. alþýðu og stefna að
því sem lokatakmarki að sósíalisma yrði komið á á íslandi.
A fyrstu árum sínum vann flokkurinn mikið og nytsamt
starf sem alþýða landsins minnist með ánægju. En þegar
tímar liðu og forustumenn flokksins eignuðust meiri og
meiri persónuleg ítök í hinu borgaralega þjóðfélagi, fór að
bera á því að þeim var skipulag auðstéttarinnar ekki eins
leitt og forðum, þeir tóku að linast í sókninni og gengu
stundum í bandalag við efnastéttina til að tryggja völd
hennar. Síðustu árin hafa ráðamenn Alþýðuflokksins oft
komið fram sem hreinir fulltrúar auðstéttarinnar, enda
eru þeir margir hverjir ótvíræðir meðlimir þeirrar stéttar.
En þótt alþýðu landsins hafi oft reynzt þessir umboðs-
menn sínir mikill vonarpeningur, er hitt þó engum efa bund
ið að obbinn af kjósendum Alþýðuflokksins vill brjóta á bak
aftur auðskipulagið og stefna að sósíalisma á íslandi. Enda
hffa forustumenn flokksins ekki að sama skapi hafnað
hinum upphaflegu skoðunum sínum í orði sem þeir hafa
brugðizt þeim í raun. Það er t. d. athyglisvert að samþykkt
síðasta flokksþing Alþýðuflokksins var í miklu samræmi
við stefnuyfirlýsingu sósíalista, og ætti að vera auðvelt
að samræma þær tvær stefnur í sameiginlega baráttu-
stefnuskrá íslenzkrar alþýðu ef vilji er fyrir hendi. Til
þessa hafa þó ráðamenn Alþýðuflokksins ekki verið til-
kippilegir til þess, þótt þeir hafi á hinn bóginn reynzt full-
trúum gróðamannanna mjög þarfir þjónar síðustu mán-
uðina.
Ef til vill hefur það aldrei skipt eins miklu máli og
einmitt nú að ráðamenn Alþýðuflokksins bregðist ekki
kjósendum sínum. Því nú er sannarlega allra veðra von
í íslenzku þjóðlífi. Ef rétt er á málum haldið er framundan
blómatímabil á íslandi, endurreisn atvinnuveganna getur
haldið áfram stórum skrefum, efnahagur þjóðarheildarinn-
sr getur komizt á öruggari grundvöll en nokkru sinni fyrr
og velmegun alþýðunnar farið sívaxandi. En til þess að
svo geti orðið verður að taka fjármál og verzlunarmál
landsins föstum tökum og takmarka stórum völd þeirrar
auðklíku sem merksýgur nú alþýðu landsins og hefur tekizt
að stöðva nýsköpunina í bráð. En ef illa tekst til og efna-
stéttin heldur völdum sínum og eykur þau, verður það til
þess að ófremdarástand það sem nú ríkir helzt og fer versn-
andi. Þá hefur nýsköpunarstarfið verið unnið fyrir gýg,
en heildsalar og gróðabrallsmenn halda áfram að safna
eignum landsmanna í sínar hendur. Þá mun sjálfstæði
þjóðarinnar enn verða skert og sukki yfirstéttarinnar hald-
ið uppi með bandarískum lánum þar til landið allt er orðið
bandarísk eign.
Um þetta hafa stjórnmálamennirnir deilt í þrjá mán-
uði síðan stjórnin sagði af sér og enn er ekki útséð um
afdrif þeirrar deilu.
ForUstumenn Alþýðuflokksins mega vita það að öll
þjóðin fylgist nú með athöfnum þeirra. Það getur oltið á
þeim hvort tekst að mynda heiðarlega stjórn í landinu eða
ekki. Ef þeir velja nú þann kost að ganga í bandalag við
efnastéttina, hafa þeir runnið skeið sitt á enda og alþýða
landsins mun sttúa við þeim bakinu með fyririitningu. Og
þá mun þeim verða formælt mest af sínum eigin kjósendum,
GALLHARÐUR
RUMSKAR.
Gallharður hefur ekki verið at
kvæðamikill hér í dálkunum að
I undanförnu en nú hefur sá
gamli rumskað. Hann sendir
mér langt bréf, svohljóð-
andi:
„Stórgróðahátíðin jólin er um
garð gengin, sömuleiðis gamlárs
kvöld, hin árlega -— snarpa
orusta reykvískrar æsku við lög
regluna sína.
Margt gæti maður fundið að
þessari miðsvetrarhátið, eða
öllu heldur því formi, sem hún
hefur færzt í á undanförnum
árum. Það hefur verið rætt um
hinn ringulslega undanfara jól-
anna, miskunnarlausa auglýs-
ingastarfsemi, blómstrandi
skransölu og stjórnlaus jóla-
gjafakaup, að ógleymdri þeirri
jafnvægisröskun og ruglingi,
sem allt þetta orsakar í lífi bæj-
arbúa.
En það, sem þessu bréfi er
einkum ætlað að fjalla um, er
jóladagskrá útvarpsins. Eg er
nefnilega hundóánægður með
hana og get ómögulega skilið á-
stæðuna fyrir því, að útvarpið I
skuli látið vera miklu leiðin-
legra á jólunum en á öðrum tím
um árs.
★
JÓLAKVEÐJURNAR.
„Tökum fyrst jólakveðjurn-
ar. Það er ekki nóg með að þær
séu drepleiðinlegar og lausar við
allan hátíðablæ, heldur eru þær
um leið hörmulegur vottur um
hégómagirnd mannanna. Eg er
ekki í nokkrum vafa um, að sá
sem sendir jólakveðju í út-
varpi gerir það miklu frekar
sjálfs sín vegna en viðtakand-
ans. Það er barnaleg löngun til
að heyra nafn sitt lesið upp í
útvarpi, sem oftast liggur hér
til grundvallar. Og hinir einu
áhugasömu hlustendur þessa
dagskrárliðar eru áreiðaníega
sjálfir sendendur jólakveðjanna.
Eg veit ekki, hvort þú hefur
heyrt söguna um kvenmanninn,
sem kom inn á auglýsingastofu
útvarpsins, lagði þar inn jóla-
kveðju austur á land, og lét
fylgja með henni svarkveðju til
sjálfrar sín frá fólkinu fyrir
austan — en saga þessi er sönn.
Eða þá sagan um manninn, sem
lagði inn jólakveðju til fjöl-
skyldu einnar á Akureyri og
strax og hann var búinn að því,
símaði hann norður og tilkynnti
fólkinu, hvenær kveðjan yrði
lesin upp, svo að það gæti verið
viðbúið að hlusta á réttum tíma.
Eg hygg, að saga þessi sé líka
sönn.
Nú vilja menn réttlæta jóla-
kveðjurnar og segja, að þær séu
mikilvægur liður í fjáröflun
hins fátæka ríkisútvarps. Eng-
inn efast um það. En er ekki
fjáraflaplan þessarrar stofnun-
ar orðið nokkuð hæpið, þegar
hún byggir gróðann á því að
kvelja hlustendur sína tímunum
saman með tilbreytingalausum
leiðindalestri — og það á
sjálfri hátíð hátíðanna? Jú, svo
sannarlega, og þessvegna þyk-
ist ég mæla fyrir munn flestra
útvarpshlustenda, þegar ég
sting upp á því, að þessi bjána-
legi dagskrárliður verði ekki lát
inn kvelja okkur á fleira jólum.
★
JÓLATÓNLISTIN
„Jólatónlist útvarpsins er
líka ósköp þreytandi. Það er
alltof mikill helgiblær yfir
henni. Ekki þó svo að skilja, að
ég sé andvígur fagurri kirkju-
tónlist. Eg hef hina mestu un-
un af henni, svona stund og
stund í einu. En henni er bara
veitt alltof stórt rúm í dag-
skrá útvarpsins á jólunum. Það
spillir alls ekki helgi hátíðar-
innar, þótt léttari tónlist sé þá
einnig flutt. Hátíðarskap er
ekki sama og alvöruþungi. Og
menn mega ekki vera svo þröng
sýnir að álíta léttari tónlist,
jafnvel jazz og dansmúsikk, eitt
hvert óguðlegt fyrirbrigði. Það,
sem veitir fólki saklausa
skemmtun, getur aldrei spillt
helgi neinnar hátíðar. Þess-
vegna geri ég það að tillögu
minni, að á næstu jólum flytji
útvarpið okkur meiri léttari
tónlist samfara kirkjutónlistinni
— jafnvel jazz og dansmúsikk.
*
GUÐSÞJÓNUST-
URNAR
„Og þá eru það guðsþjónust-
urnar, sem útvarpað er. Að visu
bera forráðamenn stofnunarinn
ar enga ábyrgð á innihaldi
þeirra. En þær eru liður í dag-
skránni og því geri ég þær hér
að umtalsefni.
Eg hef oft furðað mig á þeirri
tilhneigingu íslenzkra presta að
færa predikanir sínar í dularbún
ing, þannig að þegar þeim er lok
ið eru menn venjulega engu nær
um gildi trúarinnar og hafa
eiginlega hvorki skilið upp né
niður í því, sem sagt var. Þessa
gætir ekki hvað sizt á jólunum.
Þar snýst allt um eitthvert ljós
og meira ljós, fögnuð og meiri
fögnuð. Hversvegna alla þessa
„mystikk"? Hversvegna ekki að
binda sig meira við raunveru-
leikann og tala þannig til fólks
ins að það skilji? Eða verða
menn ekki að skilja til þess að
trúa? Eg hlýt að láta í ljós þá
skoðun mína, að áhrif lcrist-
innar trúar á íslandi aukist
ekkert, þótt byggðar séu fleiri
kirkjur, ef boðskapurinn er þar
fluttur á einhverju rósamáli.
Nei, til þessa nægja gömlu kirkj
urnar fyllilega, ef klerkarnir að-
eins breyta um málflutning og
fara að mæla fyrir guðsríki á til
gerðarlausu og skiljanlegu tal-
máli.
Framh. á 7. síðu
Sænska akademíið veldur vonsvik-
um í Prag
Ákafur lesÉraráÍBugi í
TékkosUivakíu
Fyrir mörgum árum komst
Heinrlcih Mann svo að orði,
að verkalýðurinn væri sjálf-
kjörinn arftaki menningarinn
ar.
Þessi orð hans staðfestir
Tékkóslóvakía í dag, þar sem
vinnandi stéttirnar taka æ
meiri þátt í opiniberu menn-
ingarstarfi. Utan Sovétríkj-
anna hef ég hvergi orðið var
við meiri menntunarþroska
en hér. Bókaverzlanir spretta
upp hvarvetna, og bókamark
aðurinn fer eftir framboði og
eftirspurn. Það væru ekki
jafn margar bókaverzlanir.
ef eftirspurnin væri ekki
eins gífurleg-
í Prag er varla nokkur'
gata án bókaverzlunar og það
er stöðugt verið að opna nýj-
ar. Eg geng á milli þeirra ti!
áð komast eftir því. hvaða
höfundar séu vinsælastir og
mest lesnlr. Niðurstaðan var
þessi:
Alexej Tolstoj, Sjilikov,
Simonov og Majakovski,
Tékknesku höfundarnir Vez-
•val, Hora. Halas, Volker, Oi-
bracht, Majerova Orten,
Hortoverki, Vancura og Jil-
émmicki. Ennfremur Martin
Andersen Nexö, Selma Lager
löf. Georg Brandes og Stren-
wels, John Steinbeck, Upton
Sinclair, Dreiser, Preastley,
Spender, Wells, Shaw og
Chesterton, Aragon, Rolland,
Valery og Emile Zola.
Það er einnig spurt eftir
öðrum höfundum, svo sem
Thomas Mann, Arnold Zweig,
Karl Krans og Schnitzler, en
bækur þeirra eru sem stend-
ur nærri ófáahlegár- Mörg
bókaforlög undirbúa nýjar
útgáfur af verkum þeirra.
Schwejk alltaf jafn
vinsæll
Lesa menn bara „góðar“
'bókmenntir? Auðvitað or
líka hópur lesenda, sem óskar
eftir skemmtilestri og ævin-
týrabókum, en eftirspumin er
Framh. á 7- síöv
sem létu blekkjast til að styðja þá á fölskum forsendum.
En alþýða landsins vonar þó í lengstu lög að forustumenn
Alþýðuflokksins láti ekki hafa sig til svo illra verka, heldur
geri sitt til að mynduð verði stjórn sem ber hagsmuni al-
mennings fyrir brjósti og heldur ötullega áfram þvr við-
reisnarstarfi sem nú er hafið.