Þjóðviljinn - 19.01.1947, Side 5

Þjóðviljinn - 19.01.1947, Side 5
Þ JÓÐVILJINN 5 Sunnudagur 19. janúar 1947 í . ■ ■■■ ■ — I. '........ .»1.11.1 !«l— Bjönt Sigíússon háskólabókavöiður: BOKASAFN ISLANDS Við viljum vita um merm, sem vel eru fullorðnir, hvað þeir eru og hugsum minna um, hverig næstu áratugir muni breyta þeim og hlutverki þeirra. En um toörn þurfum við ekki aðeins að sjá, hvernig þau eru í svipinn, heldur ráða framtíð þeirra og hlutiverk eftir líkum. Háskólabókasafn er barn á 7. vetri og var orðið mesta efnis- barn, þegar ég kom fyrst í þjón- ustu þess fyrir tæpum tveim ár- um. Allir menn eiga tvær ættir, segir máltækið, og eiga fleiri ættir þó, og merkasta foreldri Háskólabókasafns mun vera Prestaskólasafnið, sem á aldar- afmæli nú að hausti, aðfanga- bók þess var löggilt 11. sept 1847 og fræðibækur þess skráð- ar þar. Á árunum 1908—’12, þegar Landsbókasafnshús var nýreist og rúmgott, .en háskól- inn erfði hin fyrri herbergi þess í Alþingishúsinu, ætluðu háskól- ans menn að gera það bókasafn ■að sambandsstofnun hans með því að afhenda því allan bóka- kost embættismannaskólanna, sem háskólann mynduðu. Lands- bókasafn tók þeim tilboðum og fékk í sína vörzlu allt presta- skólasafnið og læknaskólasafn, og fram til 1940 tók það við toókum, sem læknadeild háskól- ans eignaðist. Það hefur verið fært í tal, að Landsbókasafn skilaði nú háskólanum þessum bókum öllum eða jafngildi þeirra, og rynnu þær inn í Há- skólabókasafnið. Landsbókavörð. ur neitar. Ekkert veit ég, hvern- ig dómstólamál um þetta yrði útkljáð. En það er persónuleg skoðun mín, að landsbókavörð- ur hafi hér lög að mæla, sök- um þess að háskólabókasafns- hlutverk það, sem safn hans tók >að sér 1911, sé a. m. k. ekki formlega niður fallið. í>ó að meir en 60 ára söfnun Presta- skólans fram til 1909 hafi ekki auðgað Háskólabókasafnið og segja megi nærri hið sama um hartnær jafnlanga söfnun til læknadeildarbókasafns fram að 1940, tel ég öll söfn gömlu emb- ættismannaskólanna til fyrir- rennara Háskólasafnsins. Laga- deildarsafn þess er nú mjög gott á sumum sviðum og ekki miklu minna að vöxtum en samsvarandi deild Landsbóka- safns, sem stendur á öldnum merg. Guðfræðisafn háskólans óx stórum við dánargjöf frá norska prestinum Thormod- sæter. Bókaflestu gjafir,' sem heimspekideild hefur þegið mestan feng úr, voru dánar- gjafir Finns Jónssonar prófes- sors og Arvids Johanssonar sem var fæddur rússneskur þegn af sænskum ættum og hafði germönsk málvísindi að ævi- starfi. Allar háskóladeildir hafa þegið merkar bókagjafir, þótt ég nefni ekki fleira. Þegar Háskóla. bókasafnið var skapað og skírt, haustið 1940, fékk það í hendur safn Benedikts Þórarinssonar, sem var einn hinn ágætasti safn- andi íslenzkra rita á síðustu tímum. Það var skírnargjöfin, sem safn háskólans hlaut. Nú eru skráð í Háskólabókasafni 47500 bindi, sem bókarnafn er gefandi, og kver stærri en 16 blaðsáður, en 12—13 þúsund af minni kverum, sérprentunum og ýmsu smælki. Húsnæði safnsins í háskólan- um býður mikil vaxtarskilyrði Kjallari er þar, sem lagður verð- ur undir safnið að þessu ári og getur rúmað allt að því eins margar bækur og þegar eru til í hillum þess, og meira kjallara- rúm, sem er undir lestrarsal safnsins; mætti fá til bóka- geymslu síðar. Þarna er því eng- in fyrirstaða á, að safnið megi þrefaldast eða verða nærri eins stórt og Landsbókasafn er nú. Reksturskostnaður á svo stóru háskólasérsafni er annað mál. Auk háskólasafns þessa eru smábókasöfn ýmissa fræðistofn- ana orðin háskólanum mjög tengd eða verða það óhjákvæmi- lega innan skamms. Til stend- ur að sameina skráningu þeirra og miðstjórn á einum stað, sem virðist helzt munu verða í Há- skólabókasafni, þótt Landsbóka- safn kæmi þar einnig til greina samkvæmt þvi áliti, sem ég lét áðan í ljós, að formlega gæti Landsbókasafnið enn talizt sam- bandsstofnun háskólans, þótt all- ir viti, að sem stendur er ekki samband. Um þetta miðstöðvar- skipulag, sem varðar mjög há- skólann og starfsl. hans, en getur gagnað hvaða fræðimönnum sem er, ræði ég hér ekki meir, með- an ósamið er um framkvæmdar- atriði, enda er háskólabókasafni ekki séð fyrir svo miklum starfskröftunrþ að því sé kapps- mál að hlaupa á undan tíman- um og taka á sig skyldurnar fyrr en þarf. Eg skal aðeins telja söfnin, sem koma þarna á einr) eða annan hátt til greina. Fyrst er það safn væntanlegrar rann- sóknarstöðvar á Keldum. Hún liggur undir Læknadeild og hef- ur sem stendur allmiklar bæk- ur geymdar í háskólasafninu. Rannsóknarstöð Læknadeildar við Landspítalann hefur og ágætt safn bóka um meinafræði og Jækningar. Þá hafa . allar starfsdeildir Atvinnudeildarinnar við Háskólann sitt sérsafnið hver, og fyrirhuguð skipulags- breyting á notkun þeirra getur orðið afdrifarík, þegar stundir líða Þjóðmenjasafn er verið að reisa hjá háskólanum. Það á talsvert af bókum. Þar verður einnig Náttúrugripasafn Jslands til húsa, og starfsmenn þess munu nú þegar fá vinnuherbergi eitt í háskólahúsinu, svo að bókasamvinna liggur nærri. Þekkingarsvið þeirra stofnana, sem nú voru taldar, eru einnig þekkingarsvið stofnana, sem fjær standa háskólanum, og vantar mikið á, að ég sjái út yfir þá skipulagsþróun, sem virðist þarna vera að hefjast. Þess skal og minnzt, að lestrarnotkun í Háskólabókasafni er almenn- ingi jafnfrjáls og í Landsbóka- safni. Stofnanir þær; sem ég taldi, eru eða verða flestar liðir í lýðræðiskerfi háskólans og hafa því aðstöðu til að ráða nokkru um þróun Háskólabókasafnsins, bæði eftir þeirri stjórnarleið, sem liggur gegnum háskólaráð til safnsins, og eftir leiðum bókaöflunar og fjárhagsúrræða. Sérhvér þessara stofnana getur t. d. aflað bóka af eigin ramm- leik með skiptum við systur- stofnanir erlendis og öðru móti og áskilið sér nánar tiltekinn forgangsnotkunarrétt af þeim orsökum. Margt hjálpast að til Síðari grein þess, að umgetnar stofnanir geti með rökum hugsað sé:r Háskólabókasafnið sem sitt s.afn og kjósi því að setja miðstöð bókasamvinnunnar þar. En ég vil, eins og ég sagði í fyrra erindinu, engu spá um framtíð Landsbókasafns eins fyrir sig og þess vegna ekki fortaka fyr- ir, að stofnunum þessum verði betur borgið með því að kormð sé upp slíkri miðstöð þar. Það mál mun verða rætt við lands- bókavörð og aðra aðila á þessu ári. Eg hef rætt um nánustu lík- ur fyrir starfsaukningu Háskóla- bókasafns, ef þar verður miðstöð smábókasafna. Það eru ekki spá- dómar. En ég get bætt spádóm- um við, ef einhverjir vildu heyra. Nú er mælt, að blindur er hver í sjálfs sök, og þetta er það safn, sem ég vinn við. Engu að síður trúi ég því, að ég sé þarna dómbær. Sannfæring mín er þessi og var ekki ný, þegar ég. kom óvænt að safninu fyrir tveim árum, en hefur styrkzt síðan, einkum við kynni af er- lendum söfnum í sumar, sem leið. Eg 'segi: íslendingum verð- ur um megn og því meir sem. lengur líður að efla og starf- rækja tvö vísindaleg söfn í Reykjavík. Háskólinn getur ekki lagzt niður, og á meðan getur hann ekki séð af bókasafni sínu í óviðkomandi hendur. Þetta er liðum ljóst. En bókasafnið gæti runnið inn í stærri heild, sem væri sambandsstofnun háskólans með fyrirkomulagi, sem yrði fyrst samningsmál við háskólann og síðan löggjafarmál. Svo framarlega sem Landsbókasafn hallar sér ekki til upphafs síns að vera alþýðubókasafn eða safnast til feðra sinna, er sam- eining þess og Háskólabóka- safnsins örlaganauðsyn beggja safnanna. Þarna kemur ekki máli við, hvað ég eða aðrir ein- staklingar vilja í hjarta sínu Einstaklingar geta tafið, flýtt. fyrir, ráðið aðferðum og skilmál- um, en framtíðarnauðsynin ein ræður niðurstöðu; heimtar sam- eining. Þetta er spádómur minn. og ég er ekki að spá fyrir öðru en við blasir frá dyrum Háskóla- safns — og sameinaða safnsins, sem ætti að eiga glæsta framtíð fyrir. Ekki er um að efast, að þrír landsbókaverðir hinir síðustu hafa hugsað þetta mál rækilega. Fátt er of vandlega hugað. Og fjarri er mér að stofna til kapp- deilu um einstök framkvæmdar- atriði málsins, meðan hjá verður komizt. En úr því að ég hef orðið í kvöld og veit, að lands- bókaverði muni veitt orðjð, hvenær sem er á sama vett- vangi, leyfi ég mér að skora hér með á hann að fresta ekki lengi að kveða upp fyrir alþjóð rök- stutt nei sitt eða já við sam- einingarhugmyndinni. Rökin gegn sameiningu eru nærtæk og allmörg sem stendur og munu nægja til að fresta henni eitthvað. En léttvæg verða þau að lokum, og skal ég láta þær rökræður bíða í kvöld, en víkja að þeirri framkvæmdarhlið einni, sem vandráðnust er, en það er safnstaður og húsa- kynni. Um það leyti sem háskólahús- ið var reist, hreyfði Guðmundur Finnbogason landsbókavörður því í viðtölum og síðar á nokk- urra manna fundi og i blaði, að framtíðarstaður Landsbókasafns ætti að vera á lóð háskólans við Suðurgötu sunnan við Hring- braut. Þessi tillaga var vitanlega [ grundvöllur að órjúfandi sam- b.andi háskóla og safnsins, og hún er það enn. Þegar ég nefni hér eða annarsstaðar sameining- artillögu Guðmundar Finnboga- sonar, ó ég við þessa hugmynd hans um að byggja yfir Lands- bókasafnið hjá háskólanum. — Ilelzt vildi hann, að það yrði sambygging við bakólmu há- skólahússins og hefði framhlið að Suðurgötu, sem þar er rétt- ar nefnd Melavegur. í þeirri bakálmu er nú bókasafn háskól- ans, og með einum dyrum út i nýbygginguna væri unnt að sameina söfnin án þess, að nokkur rúmmetri af húsnæði Háskólabókasafnsins yrði bóka- safninu ónothæfur og til annarra þarfa tekinn. Flestir kostir erU caeagris 5 ivi::;: -:. á þessum stað, og hann mun hafa nokkurt fylgi viturra manna. Eg er engan veginn mót- fallinn þessari aðferð og bygg- ingarhugmynd, en ekki er þetta eina húsbyggingarleiðin, sem athuga þarf við sameiningu. Nýtt hús, sem einsamalt gæti rúmað hið sameinaða safn, verð- ur ef til vill reist án meiri kostn- aðar, og þá væri enginn vandi fyrir háskólann að nota til fulls á annan hátt það rúm; sem í húsi hans kynni að. losna. Má á það minna, að ekki urðu vandræði fyrir háskólann um 1912 að nota sér til fulls bóka- geymslur Landsbókasafns í Al- þingishúsinu, og enginn óttast, að hið glæsilega safnhús á Arnarhóli yrði ekki notað vel, til stjórnarráðsþarfa eða þvílíks við skjalasafnsins hlið, þótt Landsbókasafn færi þaðan. í fyrra erindi lýsti ég því, Framh. á 7. stðtí KviKnwr IDIR Nýja Bíó: Dagbókin hennar Universal Pictures Leikstjóri: Charles Barton Það er ósköp lítið varið f þessa mynd. Hún fjallar um unga stúlku, sem er að eðlisfari mjög rómantísk og öll af vilja gerð að sýna í verki, hversu takmarkalaust hún gæti elskað, bara ef hún fengi tækifæri til þess. En ýmissa hluta vegna eru karlmenn ekkert sérlega gefnir fyrir að veita henni slik tæki- færi og leitar hún þá huggunar í dagbók sinni, skrifar í hana hástemmdar lýsingar á ímynduð- um ástarævintýrum. Margir karlmenn eru bendlaðir við þess ar lýsingar, og þegar dagbókin skyndilega kemst í hendur ó- viðkomandi fólks, ætlar allt um koll að keyra, hneykslismál fylla blöðin og minnstu munar að hamingjusömustu hjónabönd fari veg allrar veraldar. Auðvit- að lagast þó allt að lokum. Peggy Ryan leikur ungu stúlk- una. Hún gerir þarna hvorki að dansa né syngja og hefði þess vegna ekki átt að taka að sér hlutverkið. Jon Hall leikur einn gífurlegan kaupsýslufork. Venju- lega er hann fremur klæðlítill í kvikmyndum, og má það því heita saga til næsta bæjar, að þarna er hann ávallt í öllum fötum. Og hann leikur sæmilega (sem raunar líka má heita heita saga til næsta bæjar). Louise Allbritton leikur konu hans bara allvel. Og svo er þarna óþolandi leikari, sem heitir WiHiam W. Terry. Hann leikur góðvin ungu stúlkunnar. Það má hlæja að einstökum atriðum myndarinnar, en fá eru þau atriði. Alan Mowbray kemur snöggvast fram þrisvar eða fjór- um sinnum í hlutverki kvik- myndaleikara, sem er haldinn sjálfsánægju á háu stigi. Þá ef gaman. ii: !:: .Í.I'HÍ V!f ■■ J. Á.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.