Þjóðviljinn - 14.02.1947, Blaðsíða 1
FLOKKURINN
37. tölublað.
12. áigaiigur-
Föstúdagur, 14. febrúar 1947.
LESHRINGUR um stórvelda
stefnuna og ísland verður í
kvöld kl. 8.30 á Þórsgötu 1.
Leiðbeinandi: Einar Olgeirs-
son. — Öllúm flokksmönnuni
heimill aðgangur.
Sokn Islendínp í landhelgismálinu er næst! áfang
inn í sjálfsfæisbaráftu þjóðarinnar
Stjóru SSreilamds gerói þtsó taó shilgrói fyrir vióurhenm-
ingu tt sjálfstteði íslenzha Igðreldisins 1944 að Islend-
ingar viðurhenndu nauðungarsamninginn um landhelg-
inam sem dönsh stjórn gerði í óþöhh þeirra 1901
Það er tími til kominn að segja upp nauðungar-'
samningnum er Danir gerðu við Breta 1901, um ís-
lenzka landhelgi, og gerður var að íslendingum
íorspurðum og í óþökk þeirra.
Þetta var samhljóða álit þingmanna úr þremur
þingílokkum, er ræddu í gær íramkomna þingsá-
lyktunartillögu um þetta eíni sem flutt er af tveim-
ur Framsóknarmönnum.
Það vakti mikla athygli er Einar Olgeirsson benti
á að brezka stjórnin hefði gert það að skilyrði fyrir
viðurkenningu íslenzka lýðveldisins 1944 að íslend-
ingar viðurkenndu m. a. þennan nauðungarsamn-
ing, sem gerður var gegn eindregnum mótmælum
þeirra.
Einar sýndi fram á hvernig
þrengt hefði verið að rétti
Islendinga með landhelgina,
eftir því sem vald Breta á
hafinu óx. Það yrði vafalaust
harðsótt að ssekia rétt ís-
lendinga til stóraukinnar
landhölgi í hendur þeirra, en
ástæða væri til að vona að
ta'ö valdamestu stórveldi
heimsins sýndu skilning á
þörf íslenzku þjóðárinnar í
þessu efni. því bæði Banda-
ríkin og Sovétríkin hefðu
komið á hjá sér víðáttumik-
illi landhelgi-
Aðrir þingmenn sem töluðu
og tóku í sarna streng voru
Hermann Jónasson Óg Pétur
Ottesen en Jóhann Hafstein
og utanríkism’álaráðherrann,
Bjarni Benediktsson, töldu
ágætt að stækka landhelg-
ina, en máttu annars varla
mæla fyrir varkárni vegna
þessa viðkvæma utanrikis-
máls. Umræðunni um málið
var frestað og því vlsað til
utanríkisnefndar,
★
Desendum Þjóðviljans er raál
þetta kunnugt af hinurn stór-
merku greinum dr. Hermanns
Einarssonar, sem birtust i Þjóð
viljanum 10.—11. maí sl. þar
sem röks-tuddar vor-u kröfur Is-
lendinga um stækk-un landheíg-
innar. Vöktu greinarnar mi-kla
athygli. Er ekki að efa að þess-
ar skýru og rökföstu greinar dr.
Hermanns hafa komið skriði á
málið.
Niðurstöður sínar um landhelg
ina dró Hermann Einarsson
sarnan þannig:
„1. Frá landnámi og fjórtándu
öldina út eru Islendingar einir
um íslenzk fiskimið og konung-
ar Norðmanna og Dana telja sig
hafa full yfirráð yfir Norður-
I höfum og þar á meðal hafinu í
j kringum Island.
Framh. á 6. síðu.
Æ. F. R,
Félagar!
Munið málfundinn á mánu-
daginn kl. 8,30 að Þórsgötu 1.
Mætið stundvístega.
Stjórnin.
Kvennaleshringurinn verður
kl. 8 í lcvöld að Þórsgötu 1.
Leiðbeinandi Rann-veig Krist-
jánsdóttir. — Sjómannales-
hringnrinn kl. 8,30 í kvöld,
sama stað, leiðbeinandi Áki
Jakobsson.
Nýr hersliöflí-
iiagi Mreta í
PsslestÍMM
Nýr hershöfðingi brezka
hersins í Palestínu, MacMill-
an að nafnb kom þangað í
gœrmorgun og átti þegar tal
við landsstjóra Breta, Cunn-
ingham.
Palestínuráðstefnan i Lon-
don er íþ- veginn að hætta,
og mun Bevin, utanríkisráð-
!herra Breta, skýra fulltrúum
Framh. á 8. síðu
Lögregla og aðrir opiéerir starfs-
menn í París gera verkfaD
og kref jasl kaMpIiækkiisiar —
Sírafan studd af verkálýds®
saiiibandinBfi
Allur l»orri opinberra starsmaima í París gerir í dag
fjögra klukkustimda verkfall til að krefjast láunahækkun-
ar, og er lögregla borgarinnar með í verkfallinu. Aðeins
starfsmenn sjúkrahúsa og annarar heilsugæzlu lialda á-
íram vinnu.
Allar starfsgreinar prentara í París og annarra sem
vinna við blöð, nema blaðamanna, hafa gert verkfall og
kref jast kaupliækkunar.
Forsætisráðherrann, sósíal-
demókratinn Ramadier, hefur
talið sig fylgjandi hækkun á
lægstu launum en almenn kaup
hækkun gerði stjórninni ómögu
legt að minnka dýrtíðina.
Verkalýðsfélögin, studd af
Kommúnistaflokknum, halda
því hinsvegar fram að hægt sé
að hækka launin og minnka
dýrtíðina samtimis með því að
auka framleiðsluna.
Ekkert lát á frostunum
Fjórði Iiver
ur i llreilandi
afvinnulaus
idiiaslariiBaif-
Austurríki
iná ekki sain-
einast I»ýzka-
landi
Danir vilja skilja
Slésvík frá Holstein
Austurríki skal um alla fram
tíð bannað að sameinast Þýzka-
landj. Gerðar skulu ýtarlegar
ráðstaíanir til að útrýma naz-
istafélagsskap og nazistalög-
gjöf í Austurríki.
Samkomulag um. þessi efni í
friðarsamningunuih við Austur-
ríki náðust í gær á fundi full-
trúa utanríkisráðherra fjór-
veldanna í London.
Danski sendiherrann í Lond-
on bar fram tillögur dönsku
stjórnarinnar um Suður-Slés-'
vík, og fara þær fram á að það
hérað verði skilið frá Holstein
og framtíð þess ákveðin án
þess að sá mikli fjöldi flótta-
manna úr öðrum hlutum Þýzka
lánds, sem þar er setztur að,
fái að hafa íhlutunarrétt.
Frostin í Bretlandi og á
meginlandi Evrópu eru engr,
vægari en undaníarið, og r.'kir
víða neyðarástand vegna mat-
mæla- og eldiviðarskorts.
Talið er að lim fjórði hver
verkamaður i brezkum iðnaði
sé nú atvinnulans vcgna kuld-
anna.
Fjöldi kolaskipa er nú á leið
frá norðurhluta landsins til
London. Skömmtun kola cg raf
magns verður stöðugt strang-
ari.
Samband námuverkamanna
hefur heitið því að gera sitt ýtr
asta til að bæta úr kolaskortin-
um.
fiölsk koiia
skaitÉ hrezka
iBersliIiföingj-
ann
í hefndarskyni vegna
friðarsamninganna
Forsœtisráðherra Ítalíu, de
Gasperi, rœddi í gcer atburð
inn í Pola, -er ítölsk kona
skaut foringja brezka hersins
þar.
Sagði .ráðherrann að ítölsk
yfirivöld hefðu varað Breta,
við því að kona þessi ætlaði
að myrða háttsettan brezkan
foringja, og væri því ekki
hægt að áfellast ítölsku
stjórnina fyrir atburðinn, en
hún hefði þegar tjáð brezku
stjórninni dýpstu samúð
vegna þessa atburðar-
Ástæðuna væri að finna í
'æsingu þeirri og örvæntingu
sem friðarsamningarnir hefðu
•valdið á Ítalíu, en stjórnar-
völd landsins reyndu eftir
megni að stilla til friðar.
Ramadier neitar að
semja frið við þjóð-
frelsishreyfingu
Indókína
Ramadier, forsœtisráðhemti
Frakka, lýsti yfir í gœr, að
franska stjórnin hefði ekki í
hyggju að semja við stjóm
Viet Nams í Indókína.
Taldi hann að íbúar Indó-
kína ættu rétt á heimastjórn,
en yrðu að vera eftir sem áð-
ur innan ramma franska
heimsveldisins.
Hernaðarástandið í Indó-
kína sagði ráðherrann Frökk-
um í vil.
Frlendur i
UiiiiIbiisí
llIÉÍHM
Erlendur Guðmundsson í Unu-
húsi andaðist i gærniorgun í
sjúkrahúsi Hvítabandsins, eftir
tveggja og’ hálfs dags legu þar,
I en hann liafði átt við veikindí
| að striða síðustu árin. Hann v.vr
54 ára.
Erlendur í Unuhúsf eins og
hann oftast var nefndur, var
mjög kunnur reyk’VÍskur borg-
ari. Hann var skrifstofustjóri
hjá tollstjóra um aldarfjórðungs-
■skeið.
Erlendur í Unuhúsi var einrv
af aðalsityrktanmönnum scsial-
ismans á íslandi. Þessa merka
manns verður nánar getið í Þjóð
vi’ljanum síðar.