Þjóðviljinn - 25.02.1947, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 25.02.1947, Qupperneq 4
4 þJÓÐVILJINN Útg*fandi: SamelnlngarDokimr alþýðu — SósíallstaÐokcuriim Ritstjórar: Krlstinn E. Andrésson, Siguröur Guömundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason Ritstjóraarskrifstofur: Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, síml 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19 sími 8399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð: kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurar eint Prentsmiðja Þjóðviljans h. S £ru strætlsvugnarnir t|I að sýna Sive iiægt er að reka opinber fyrirÉæki illa? Það er nú sannað og viðurkennt að rekstur strætis- vagnanna er í svo fullkomnu öngþveiti að verra getur það ekki verið. Dag eftir dag og viku eftir viku hefur þetta nauðsynja fyrirtæki verið að molna niður í höndum þess íhalds, sem stjórnar bænum. Þegar það hefur verið krafið reiknings- skapar, hefur til þessa ekki staðið á afsökunum, það hefur verið sagt: innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fást ekki fyrir nýja vagna, og svo langt hefur þetta gengið að innfiutn- ingsyfirvöldin hafa blátt áfram verið smánuð af forstjóra strætisvagnanna og fyrrverandi borgarstjóra fyrir að veita ékki þessi leyfi. Sósíalistum í bæjarstjóm og bæjarráði hefur þótt þetta furðuleg saga, þeir hafa ekki verið fáanlegir til að trúa því að ekki væri hægt að fá innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir strætisvögnum, og bent á að handvömm fyrrverandi borgarstjóra og forstjóra strætisvagnanna væri um að kenna. Nú er það komið á daginn "að Viðskiptaráð hefur ekki lagt neinn stein í götu hinnar nauðsynlegu endur- nýjunar strætisvagna, það hefur þvert á móti greitt fyrir útvegun vagna eftir því sem í þess valdi hefur staðið, enda bar því svo að gera. Hvað veldur þá hinni fáránlegu framkomu íhaldsins í þessu máli ? Forstjóri strætisvagnanna og fyrrverandi borgarstjóri eru staðnir að því að hafa sýnt frábæran aumingjaskap í allri stjóm strætis^aganna, svo frábæran að öllum má vera ljóst að báðir hefðu getað gert betur og báðir hefðu gert betur ef þeir hefðu haft nokkurn áhuga fyrir því verki, sem þeir voru að vinna. Þeðar þessar staðreyndir koma í Ijós taka þeir þann kostinn, sem aumastur er, að kenna öðrum. Em þessir menn ekki vitandi vits að sýna hvað hSGgt sé að reka bæjarfyrirtæki illa? Það er erfitt að svara þessari spumingu öðru vísi en játandi. Þeir íhaldsmenn, sem stjórna Reykjavík þreytast aldrei,á að lýsa yfir þeirri bjargföstu skoðun sinni að all- ur opinber rekstur hljóti að verða óhagkvæmari en rekst- ur einstaklinga. Barátta þessara manna fyrir völdum í bænum er fyrst og fremst háð til þess að koma í veg fyrir aukinn bæjarrekstur, starf þeirra miðar fyrst og fremst að því að taka ekki gróðamöguleikana frá hinum fáu stóm atvinnurekendum. Er þá ekki öll afskipti þessara manna og öll þeirra stjórn á opinbemm rekstri liður í þessari alls- herjarbaráttu, gegn því rekstrarformi. Þessari spui'ningu er naumast hægt að svara nema á einn veg þ. e. játandi. Strætisvagnarnir eru gleggsta dæmið. Innheimtufyr- irkomulag rafveitunnar er annað mjög gott dæmi. Er hægt að sýna óglæsilegri mynd af opinberum rekstri, en þegar aflestrarmaður rafveitunnar, aflestrarmaður hitaveitunn- ar, aflestrarmaður gasstöðvarinnar, innheimtumaður raf- veitunnar, innheimtumaðui- hitaveitunnar og innheimtu- maður gasstöðvarinnar, samtals sex menn, mætast í einni forstofu, og þessi sýning getur endurtekið sig ellefu sinn- um á ári. Nú hefur nýtt bæjarfyrirtæki bætzt í hópinn, það er Þ JODVILJINN Þriðjudagur, 25, febr. 1947. DORIAN GRAY Fyrir skömmu var sýnd hér myndin um Dorian Gray eftir hinni frægu skáldsögu Oscars Wildes. Eins og kunnugt er hélt Dorian Gray æskufegurð sinni og glæsileik þrátt fyrir siðspillt líferni, en málverk af honum breyttist í staðinn með hverju afbroti sem hann framdi. Því var þessi vísa ort um kunnan Islending, sem er talinn hafa glæsilegra útlit en innræti hans bendir til: „Útlit hans ber enga synd; ekkert lát á brosi fínu: Kannski á Loðinn líka mynd leynda vel í húsi sínu“. ¥ ÞJÓÐKÓRINN OG ÚTVARPIÐ Sjúklingur á Landakoti send- ir mér eftirfarandi: „Það urðu mér sár vonbrigði — og þannig mun fleirum út- varpshlustendum hafa farið — er dr. Páll ísólfsson lýsti því yfir, að Þjóðkórinn liætti nú störfum. Eg hygg, að hann hafi verið mjög vinsæll hjá hlust- endum enda. munu hafa heyrzt raddir um það. Mig minnir, að þegar dr. Páll í fyrsta sinn á síðastliðnu hausti gladdi hiust- endur með söng Þjóðkórsins, þá liafi hann lýst því yfir, að nú yrði í vetur eingöngu sung- ið fjórraddað, og þótti mér það stór framför frá því, sem áður var En svo liðu vikur og mánuðir, að kórinn lét ekki til sín heyra. Og svo kemur þessi yfirlýsing, að nú syngi kórinn ekki meir. * ANNAN MANN „Vel má vera að dr. Páll geti ekki sinnt. þessu starfi lengur vegna anna, en þá hvílir skylda á Útvarpsráði að fela þetta öðr um færum manni. Útvarpskór- inn megum við alls ekki missa. Þvert á móti verður að efla hann og auka svo að hann standi sízt að baki öðrum kórum landsins, og láti til sín heyra. einu sinni í viku, eins og háttur Þjóðkórs- ins var fyrrum meðan hann stai’faði með fjöri og áhuga. Tónlisturflutningur Útvarps- ins er að mínum dómi góður — þar er eitthvað fvrir alla eins og á að vera. Eitt þykir mér þó á skorta — svo að vel sé — og vildi að úr yrði bætt — og bað er að tekinn yrði upp aft- ur ,,óskalagatími“ séöi var einn þátturinn í Lögum og léttu hjal. B. M.“ GÓÐ ÍSLENZKA Þegar Westergaard-Nielsen hélt fyrirlestra sína í útvarpið s. 1. sumar, undruðust menn stórlega, hversu mikið vald hann háfði á íslenzkri tungu. Menn gátu ekki skilið að það væri danskur maður, sem tal- aði slíka íslenzku. Það hefur nefnilega löngum verið skoðun manna hér á landi, að Danir væru, því sem næst, gjörsneydd ir hæfileikanum til að læra þetta tungumál. En nú hefur annar danskur menntamaður flutt út- varpserindi á íslenzku með slík- um glæsibrag, að sérhver íslend ingur hefði getað verið stoltur af. ★ MARTIN LARSEN r Að vísu mátti heyra ofurlít- inn danskan hreim í mæli sendi kennarans, Martins Larsen, er hann flutti erindi sitt um Suð- ur-Slésvík s. 1. sunnudag, en öll framsetningin lýsti svo næm um skilning á eðli íslenzkrar tungu, að maður gladdist við. Auk þess var efnisskipanin með afbrigðum góð og veitti mjög nákvæma fræðslu um málefnið. Við íslendingar kunnum vel að meta það, er útlendingar sýná slíkan skilning á tungu okkar. Við erum stoltir af tung- unni og þegar útlendir menn virða verðmæti hennar á sama hátt og við sjálfir gcrum, finn- um við, að þar eru vinir okkar. á skriístofu Vailtýs Stef- ánssonar í f lýti, en á söniu naglana voru hengd- ir Churohill og Georg VI. Seinasti yfirhoðari Valtýs Stefánssonar er auðvald Bandaríkjanna. Sennilega á það engan jafn auðsveipan lepp utan Bandaríkjanna og þennan ritstjóra Morgunblaðs ins, og nú hefur honum loks tekizt að taka 'þátt í því verki sem hann þráði mest: að svíkja sjálfstæði lands síns. Það er því ekki að undra þott hann treystist til að prédika ihatursofsóknir gegn andstæðingum sínum með 'kjarnorkuvald Banda- ríkjanna að baki sér seni gæti tortímt ótöldum ,»þjóð- arúrþvættum“ í einu vet- fangi. Frá upphafi hefur Valtý Stefánssyni verið laust um tungutakið þegar hann þurfti að svívirða íslenzka sósíal- ista og kalila þá landráða- menn. Það vakti þá ekki að- eins fyrir honum að ata sósíalista þeim auri sem soralegastur er heldur engu síður hitt að slæva menkingu orðsins landráð svo að það hefði glatað inntaki sínu þegar ástæða var til að nota það. Honum hefur mistekizt, hvorttveggja. Orðið landráð á .enn sína óhugnanlegu merkingu með íslenzku þjóð- inni, þá merkingu sem brenn ur nú á Valtý Stefánssyni og þeim alþingismönnum sem verknaðinn unnu ólansdag- inn 5. október 1946. M HATA OG FYRÍRLITA í Reykjavíkurbréfum sín- um notar Valtýr Stefánsson tækifærið að tappa af sér illkvitni og vanmáttugri heift heillar viku. Eftir því sem málstaðurinn er verri hefur hann minna vald á inn- ræti sínu, og þeir sem vilja kynnast honum eins og hann er í raun og veru ættu að lesa Reykjavíikurbréfið í fyrradag. Það er ástæðulaust að eltast við allan fúkyrða- austur hans — það hefur ef- laust farið hrollur um lesend ur Morgunblaðsins, jafnvel þá forstckbuðustu, eftir lest- urinn — en- hann nær há- maiki sínu í eftirfarandi setn ingu: „Það er tryggð við hinn íslenzka málstað, íslenzka pjóðarsál (!)• að hata og fyr- irlíta þjóðaarúrþvœtti eins og leiguþý hins austrœna valds á landi hér.“ „Þjóðarúrþvætti“ og „leigu þý hins austræna valds“ eru þær nafngiftir sem ritstjóri Miorgunblaðsins velur ís- lenzfcri alþýðu, þeim fimmt- ungi íslcnzku þjóðarinnar sem fylgir sósíalistum að málum. Og það má segja að nú komi Valtýr Stefánsson til dyranna eins og hann er klæddur, þegar hann prédik ar hatursofsókn gegn þess- um andstæðingum sínum. Férill hans hefur verið þrot- ‘laus ofsókn gegn alþýðu landsins og öllum þorra í þjóðarinnar. Fyrstu yfirboð [ arar hans voru Danir; bá j hét máílgagn hans „danski Moggi“, og sú nafngift var sannmæli. En brátt kcm að því að Bretar urðu Dönum valdameiri hér á íslandi; Iiambros banki náði tangar- haldi á þjóðinni og Moggi breytti um kenniheiti og varð brezkur. En hin brezka yfirstétt fullnægði innræti Valtýs Stefánssonar aðeins skamma stund, og þegar naz- isminn brauzt til valda aust- ur í Þýzkalandi var þessi postuli hatursins ekki lengi að finna það sem feitt var á stykkinu. Þar eystra var sannarlega fylgt því boð- orði „að hata og fyrirl>íta“. Þar voru sósíalistar hundelt ir, pyndaðir og líflátnir, sarntök alþýðunnar voru of- sótt og brotin á bak aftur — og með hverri nýrri frétt sem barst um hatursofsóknir nazistalýðsins óx aðdáun Morgunblaðsiris og gleði Val- týs Stefánssbnar. Nazista- þjónusta hans hélzt óskert þar til Bretar hernámu Is- land — á þeim degi voru myndirnar af Hitler og Göring teknar niður bæjarútgerðin. Það er bezt að vera við því búinn, að hún verði rekin eins og strætisvagnarnir til þess að sýna hve illa er hægt að reka opinber fyrirtæki.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.