Þjóðviljinn - 28.02.1947, Side 4

Þjóðviljinn - 28.02.1947, Side 4
4 Þ JÓÐVILJINN Föstudagur, 28. febr. 1947. þJÓOVILJIHN Útgefandi: Sameintngarflokkur alþýöu — SósialUtaflokxurtan Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Siguröur Guömundsson, áb. fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjómarskrifstofur; Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, síml 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð; kr. 8.00 á mánuðl. — Lausasölu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. |. ' —■ - — ----------- - - Rótílæti snaál. seisi e!*ki er liægá mé kæfa Almenni kvennafundurinn, sem haldinn var að tilhlut- un Kvenréttindafélags íslands nú í vikunni samþykkti til- lögur um breytingar á tryggingarlöggjöfinni, og áskoranir til stjórnar Tryggingastofnunar ríkisins, ríkisstjórnar og Alþingis að beita sér fyrir breytingu laganna þegar á því þingi er nú situr, til samræmis við samþykktir fyndarins. Samþykktir fundarins voru þessar: 1. Að Tryggingastofnuninni sé heimilt að greiða ein- stæðum mæðrum, gfem hafa á framfæri sínu tvö börn eða fleiri, bætur er nemi allt að 1200 kr. á ári, og séu ákveðnar með hliðsjón af efnahag þeirra hverju sinni. 2. Greiddur barnalífeyrir skerði ekki rétt til f jölskyldu- bóta fremur en aðrar tekjur bótaþega. .3. Bótaréttur eiginkvenna og barna þeirra manna sem veikjast eða slasast vegna áfengisneyzlu eða notkunar eit- urlyf ja sé eigi skertur. Um þessar tillögur er það að segja, að þær geta varla hógværari verið, og má mikið vera ef samfylking kvenna úr öllum stjórnmálaflokkum, eins og kom fram á kvenna- fundinum, getur ekki án mikillar fyrirhafnar fengið þeim framgengt. Mikill hluti Alþingismanna hefur látið sér ó- trúlega lítið annt um kjör mæðra og ekkna í sambandi við afgreiðslu tryggingarlaganna, og úr því verður að bæta. ★ Þingflokkur sósíalista hefur í þessu máli haft þá sér- stöðu, að hann hefur beitt sér fyrir þeim fyllstu kröfum varðandi réttindi mæðra og ekkna sem fram hafa komið í meðferð Alþingis á tryggingarlögunum. Sú barátta Sósíal- istaflokksins hefur hlotið víðtækan stuðning frá samtökum kvenna utan þings, er einnig hafa barizt fyrir þessum rétt- arbótum. Einn þingmaður Sósíalistaflokksins, Steingrímur Aðalsteinsson, flytur nú frumvarp um endurbætur á trygg- ingalöggjöfinni, m. a. að ekkjubætur séu teknar í lögin sem föst llfeyrisgreiðsla til ekkna og einstæðra mæðra sem hafa börn á framfæri sími, og jafnframt að allar lífeyrisgreiðsl- ur trygginganna hækki um 25%. Hér er gengið talsvert lengra en samþykkt kvennafundarins gerir, (þar er aðeins talað um bætur til mæðra, sem hafi tvö börn eða fleiri á framfæri sínu) og upphæðin yrði með 25% hækkuninni 1500 krv~ Steingrímur Aðalsteinsson lætur þess getið í greinar- gerð frumvarps síns,.að meðferð meirihluta Alþingis á rétt- indum kvenna í tryggingarlögunum hafi vakið almenna gremju og allmiklar umræður utan þings. Einn þingmanna varð til þess að bera brigður á að hér væri rétt með farið, og hélt því fram að samþykktir þær sem gerðar hefðu ver- ið'um málið af ýmsum samtökurn kvenna væri aðeins pant- aður kommúnistaáróður. Samþykktir kvennafundarins í Reykjavík, þar sem fram komu konur úr öllum stjórnmála- flokkum og samþykktu einróma kröfu um breytingar á tryggingarlögunum í þá átt sem Sósíalistaflokkurinn hefur barizt fyrir, ættu að sanna þeim þingmanni og öllum er svipað hugsa að baráttan fyrir bættum kjörum einstæðra mæðra og ekkna er ekki pantað áróðursmál heldur mikið og alvarlegt hagsmunamál kvenna og barna, sem hefur hljómgrunn langt út fyrir raðir Sósíalistaflokksins. Að það er réttlætismál, sem ekki er hægt að mæla gegn með nein- um skynsamlegum rökum. ÞAÐ ER VON HANN SPYRJI Afgreiðslufólk í verzlunum Reykjavíkur er yfirleitt ekki sérlega viðmótsþýtt. 1 mörgum bréfum sem mér berast, er kvartað um dónaskap þess. Hér er eitt slíkt bréf: „Eg brá mér inn í rafmagns- vöruverzlun um daginn, og | hugðist kaupa mér leslampa. í mesta sakleysi vatt ég mér að ungri afgreiðslustúlku og spurði hvort til væru laglegir les-> lampar. „Laglegir leslampar", át hún upp eftir mér með vanþóknun., Hér er aðaláherzla lögð á lientuga vöru; ekki Iaglega“. Eg gerði mig eins undirgefinn og mér er unnt. „En ef þessir eiginleikar væru sameinaðir ungfrú“. En hér var engu tauti við komið, hún sat við sinn keip, og að því er virtist var hún þess albúin að bjóða allri ágengni byrginn. Eg áræddi, með hálf- um huga þó, að benda upp í hillu, sem þakin var leslömpum af öllum gerðum. „Hva. .. . hvað er þetta sem þarna....?“ Hún greip fram í fyrir mér. „Þetta eru leslampar, en þeir eru alltof dýrir“. í öryggisskyni leit ég á föt- in mín. Jú, ég var í mínum beztu fötum, svo ekki bar ég það utan á mér að ég væri alveg bláfátækur. Eg arkaði út úr verzluninni leslampalaus, og í vondu skapi. Hvenær skyldi sá dagúr rénna upp að maður geti óhikað farið inn í verzlun með það á tilfinn- ingunni að vera viðskiptavinur, j en ekki -óvinur? Vonandi sem' fyrst. | G. G. MIKIÐ UM AÐ VERA Það er mikið um að vera í skáklífi íslendinga þessa dag- ana. Tveir heimsfrægir skák- menn dveljast nú hér á landi og lceppa við nokkra af fær- ustu mönnum okkar í þessari ágætu íþrótt. Skákunnendur um allan heim ! bíða vafalaust frétta af Yanofsky-mótinu. í samkomu- sal mjólkurstöðvarinnar nýju er nú á hverju kvöldi verið að vinna landkynningarstarf, sem getur orðið mikill álitsauki fyr- ir íslendinga gagnvart öðrum þjóðum. Með komu sinni hingað hafa þeir Yanofsky og Wade dregið athygli skákunnenda allra landa að skáklífi þessarar fámennu þjóðar. Fyrir þetta eiga þeir skyldar okkar beztu þakkir. ¥ “s ISLENZKT TÍMARIT FRÁ FLORENZ Á sama tíma er hafin útgáfa á tímariti, sem eingöngu fjallar um skák, og mun það án efa veita nýjum krafti í skáklíf okkar. Líklega hefur aldrei fyrr verið um að ræða eins mikil til þrif í skákíþróttinni hér á landi og einmitt núna. Það er gott að þessari göfugu íþrótt skuli vaxa vinsældir. En þetta er ekki í fyrsta siqn, að gefið er út skáktímarit á ís- lenzku. Það mun hafa vakið undrun manna þegar Guðmund- ur Arnlaugsson upplýsti það í hinu - ágæta útvarpserindi sínu um skák og skákmenn sl. sunnu dag að um aldamótin síðustu j var gefið út skáktímai'it á ís- lenzku, eitt hið fullkomnasta 5 öllum lieiminum, og -var það 'prentað í Florenz á ítalíu! Tímarit þetta nefnist „Allt í uppnámi“, og var það hinn kunni ameríski prófessor Will ard Fiske, sem gaf það út. Prófessor Fiske hafði orðið mjög hrifinn af skákmennt ís- - lendinga á ferðum sínum hér um land og veitti hann henni góðan stuðning á ýmsan hátt. Þannig t. d. gaf hann Grímsey- ingum mikið af töflum og Landsbókasafnið geymir fjölda • af dýrmætum bókum um skák, sem prófessor Fiske gaf því á sínum tíma. ★ UM ERINDI „FRÁ ÚTLÖNDUM“ B. J. skrifar um vítavert framferði eins af starfsmönn- um ríkisútvarpsins: „Hr. Axel Thorsteinsson flutti fyrir skömmu í útvarpið eitt af erindum sínum í erindaflokkn- um „Frá útlöndum“. 1 þessu erindi sinu las hann grein eftir einhvern bandarísk- an höfund, sem hefur í frammi mjög ósvífinn áróður gegn Sovétsambandinu. I grein hins bandaríska liöf- undar er því haldið fram, að Sovétsambandið sé að búa sig undir að leggja undir sig, fyr;:t alla Evrópu, og síðan allan heim inn með aðstoð kommúnista- flokkanna í hinum ýmsu lönd- um, og kallar hann þá rússnesk verkfæri í þjónustu rússneskrar heimsveldisstefnu. í greininni er það t. d. fært fram sem rök fyrir því, að Rússar ætliNað leggja undir sig Spán, að þeir haff grunsamlegan áhuga á því, sem þar er að ger- ast! Einkennileg röksemda- færsla það, þegar allur heimur- inn af skiljanlegum ástæðum hefur áhuga á því, sem fram fer á Spáni. Ekki skal hér drep- ið á fleiri af hinum öfgakenndu og ofstækisfullu fjarstæðum, sem í greininni eru, en það tek- ið fram, að mikill liluti greinar- innar er hin margtuggna þvæla um „járntjaldið". Þessa grein lét Axel Thor- Framb. á 7. síðu. Á þi'iðjudaginn var barzt sú frétt ti.l landsins að bandarísk- ur þingmaður hefði borið fram frumvarp um það ísland yrði innlimað í Bagdarikin. — Þessi fregn vakti þegar í stað mikla reiði meðal almennings, og á miðvikudagsmorgun las fólk blöð sín gaumgæfileg^ til þess að sjá hvernig frjálshuga íslenzk blöð svöruðu jafn svívirðileigri árás á íslenzku þjóðina. En þá bar svo undarlega við að lesendur A.lþýðubjaðsins fundu ekki eitt einasta orð um þetta mikilvæga mál, og Morgun.blaðið birti að- eins örlitla kilausu á öftustu síðu, þar sem gert 'var sem minnst úr móðguninni og sagt að frumvarp ið væri borið fram ,;til gam- ans“!! Það er ekki fyrr en í gær að bæði blöðin birta forustugrein ar um málið og eru mjög móðg- uð fyrir Islands hönd, og' Al- þýðublaðið hefur meira að segja- sfnr borgara- inná stórar fyrirsagnir á fyrstu síðu og kallar flytjanda frumvarpsins „einkennilegan fogl“! Þessi furðulegi umhugsunar- frestur lxu'garablaðanna á sér aðeins eina skýringu. Þau hafa ekki verið búin að ráða það við sig í fyrradag, hvernig þau ættu að bregðast við þeirri .^ví- virðu sem þjóðinni var gerð. — Áttu þau að snúast gegn henni, þegja alveg eða veita heniii op- inberan stuðning? Var það ekki móðgun við „vihveitt stórveldi“ að svara hinum bandaníska þing- manni með fullri einurð? Þessi torleystu vandamál voru enn í deiglunni þegar hin ,,frjálsu“ ís- lenzku__d>orgarablöð komu út á miðvikudaginn^ þau voru þá enn í vafa um það, hvexnig þau ættu að svara tilboði um að ís- land yrði innlimað í Bandaníkin! Það var ekki fyrr en utanríkis- ráðherrann var búinn að lýsa yfir þvi á þingi að hann hefði beðið sendihgrra íslands í Was- hington að mótmæla þeirri sví- virðu sem íslenzku þjóðinni hafði verið gerð; að borgara- blöðin þorðu að styðja málstað íslendinga. Er hægt að hugsa sér öliu gleggra dæmi um það hy.1- dýpi ræfildóms og eymdar sem ráða.menn þessara blaða eru sokknir í? í gær eru viðbrögð borgara- blaðanna þau, að þingmaðurinn sem frumvarpið flutti sé „ein- kennilegur fugl“, sem enginn tek ur mark á, einskonar Hriflu- Jónas fiandaríkjanna. — Hvað sem því líður er ljóst að hann er öðrum þingmönnum opin- skárri þar vestra. En tiMögur hans eru í a'lger.u samræmi við u.tanríkisstefnu Bandaríkjanna, þótt þær gangi öí.lu lengra en stjórn Bandaríkjanna hefur treyst sér ennþá. Og íslending- ar mega minnast þess að þó Hriflu-Jónas sé „einkennilegur fugl“ var hann ekki einangrað- ur 5. okt. 1946, þá ótti hann 31 samherja á þingi íslendinga.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.