Þjóðviljinn - 10.04.1947, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.04.1947, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 10. apríl 1947 ÞJOÐVILJINN .....'... ....‘ Hatfnheiður Möllerz • « BRJOTUM SKORÐ I STIFLURNAR Samstarfs íslenzkra kvenna er nú meiri þörf en nokkru sinni fyrr og vandamál konunnar sér- staklega þarfnast úrlausnar, og hverjum skyldi standa nær að beita sér fyrir lausn þeirra, en konunum sjálfum, þó þær sem eðlilegt er hafi mismunandi sjön armið og skiptist eftir þeim í ílokka og hagsmunaheildir. Ýmis er sá misréttur sem konur eru beittar, og vonandi er engin kona svo lítil fyrir sér, að hún komi ekki auga á að þessu þarf að breyta. Skipulag samtakanna og verkaskipting Á siðasta landsfundi kvenna, var Kvenréttindafélagi íslands ibreytt i iandsfélag. Til að tryggja meiri alhiiða samvinnu og eyða tortryggni, var ákveðið að full- trúaráð félagsins hér í Reykjavík skyldi skipað einum fulltrúa frá hverjum hinna pólitísku flokka. Síðan. tilefndi landsfundurinn 3 aðalfulltrúa og 3 varafulltrúa úr hverjum landsf jórðungi og voru það allt þekktar kvenrétt- indakonur. Fulltrúaráðsfund skyldi halda einu sinni álári, þar sem rædd yrðu réttindamál ís- lenzkra kvenna og framtíðarhorf ur og átök fyrir þeim málum á félagslegum grundvélli, og fjórða hvert ár landsfund. Fyrsti full- trúaráðsfundur Kvenréttindafé- iagsins var svo haldinn í fvrra í Hveradölum, og bar góðan árang- ur, sem skýrsla fuiltrúanna ber með sér, og voru dregnar þar upp línur fyrir framtíðarstarf- inu og starfi kvenréttindanefnd- anna í hinum ýmsu samstarfsfé- i lögum. Með þessari skipulags- breytingu Kvenréttindafélags Is- iands, er komin á heilbrigð verka skipting, annars vegar Kvenrétt- indafélag íslands, sem hefur það markmið, Að vinna að þroska og þekk- ingu íslenzkra kvenna, svo þær verði góðir borgarar, með fullri þekkingu og skilningi um sínar borgaralegu skvidur, réttindi og j störf, Að vinna að fullu jafnrétti kvenna við karla, að lögum og framkvæmd þeirra, á heimilun- um, í þjóðfélaginu og rikinu. Að fá bætt kjör kvenna á all- an hátt, vinna að sérmenntun •kvenna á öllurn sviðum, sérstak- lega í öllu því, sem lýtur að stöðu þeirra sem fóstrur og fræðarar ungu kynslóðarinnar og stjórnar- ar heimilanna. Að vinna að því, að konur fái aðgang að öllum stöðum í iðnaði og kaupsýslu, sem karlmenn hafa á hendi, og fái sömu laun og' þeir fyrir sömu störf, og að engin staða sé þeim bönnuð vegna kynferðismunar, ef þær uppfylia sömu skilyrði fyrir þeim og karlmenn. Að bæta kjör óskilgetinna toarna og mæðra þeirra bæði að iögum og með framkvæmd þeirra, og hínsvegar Kvenfélaga samband íslands, sem hefur það markmið að; „1. Að veita aðalforgöngu í starfandi félagsskap kvenna til eflingar húsmæðrafræðslu, heim ilisiðnaði og garðyrkju í landinu með hvatningu, fjárstyrk og eft- irliti. 2. Að stuðla eftir megni að hverju því, er létt getur störf húsfreyjunnar og bætt aðstöðu hennar. < 3. Að stuðla að og beita sér fyrir hverju því, er stutt getur að hagkvæmri og hollri hagnýt- ingu fæðutegunda, einkum inn- lendra. 4. Að vera ráðgefandi tengilið- ur milli rikisvaldsins og kvenna í þeim málum er um getur í 1., 2. og 3. lið. 5. Að efla og auka samvinnu og félagsskap kvenna og kven- félaga í landinu. 6. Að hafa á hendi framkvæmd mála á starfssviði sambandsins, er Alþingi og ríkisstjórn kunna að fela þvd.“ Þessi'félagssamtok eiga fullan rétt á sér og eru án efa lyfti- stöng fyrir auknum þroska og bættri menningu. Þátttaka konunnar í opinberu lífi Eitt af aðalmálum íslenzku kvenréttindahreyfingarinnar, er að stuðla að aukinni þátttöku kvenna almennt í opinberu lífi. En það er eitt af ískyggilegustu vandamólúm margra þ'jóða, "hversu konan er hlédræg um af- skipti af opinberum málum. Og ekki er mikilli þátttöku okkar íslenzku kvennanna fyrir að fara í stjórnmálunum og næg.ir að benda á, að ein kona á sæti á Alþingi, 2 konur af 15 ful-ltrúum á bæjarstjórn Reykjavíkur, á Ak- ureyri 1 kona í bæjarstjórn, á Isafirði 1 kona varafulltrúi, eng- in kona í hreppsnefnd. Ef skipa þarf í nefndir, má það því miður teljast viðburður ef kona hlýtu.r það traust hjá stjórnmálaflokk- unum, að hún teljist hiutgeng til móts við karla, svo sjaldgæft er að konum séu faldar launaðar trúnaðarstöður í þjóðfélaginu. Fy-rir áskoranir frá síðasta. lands fundi kvenna og* viðtal Kven- réttindafélagsins við formenn flokkanna, hlutu 4 konur sæti í stjórnarskrárnefnd, en þó ekki í aðalnefndina, en í ráðgjafar- nefnd, og svo mætti lengi telja engin kona í útvarpsráði. — Það er þegjandi gengið fram hjá okk- ur, þó erum við rúmur helming- ur háttvirtra kjósenda. Þessu þarf að breyta þannig, að kon- urnar eigi sjalfar fulltiua svo víða, að þeirra áhrifa gæti hvar- vetna, og þær geti roeð því komið áhugamálum fram. En til þess að þetta sé hægt verða öll kven- félög og kvennasamtök í landinu, að taka til umræðu hvernig bezt verði hægt að skapa konuríum aðstöðu til áhrifa í þjóðfélaginu, þannig að þeirra sjónarmið fái til fulis að njóta sán, þessu rang iæti verður aldrei breytt fyrr en konur allra flokka .taka hönd- um saman, og beita sér á virkan 'hátt fyrir að skapa öflugt almenn' ingsálit til stuðnings málstað sin- um. Það væri gert með greinum í blöðum, fyrirlestrum í útvarp og fyrirlestraferðum, allskonar upplýsingastarfi meðal kvenna um þeirra sérmál, og þessu vilj- um við stefna að, til að allir fái notið sín og hæfileika sinna sem bezt í þjóðfélaginu. Sömu laun fyrir sörnu vinnu I. öllum menningarlöndum er lögð mikil og verðug /áherzla á -að gera hvern atkvæðisbæran ins skuli gilda sömu iaun. Heilar stéttir svo sem kennarastéítin hafa þó lengi notið jafnra launa fyrr sömu störf •— án tillits til þess hvort karl eða kona gegndu starfinu. Rikið hefur einnig á skýlausan hátt viðurkennt kröf- una um sömu laun f. sömú vinnif og gengið þar á undan. I nýju launalögunum stendur að sömu laun skuli greidd fyrir sömu yinnu, óháð því hvort karl eða kona gegnir starfinu. Nokkur mis brestur hefur orðið á fram- kvæmd þessara laga, sem liggur mikið í þvi, að sama s'tarf virðist skipta um nafn og gildi fjárhags- lega, eftir þvi hvort karl eða kona gegnir þvi, en starfsmanna félögin munu án efa beita sér fyr ir réttlótri framkvæmd, og hefur mér verið sagt að nokkuð hafi þegar fengizt leiðrétt, og meira mun ávinnast séu konurnar sjálf ar nógu vakandi í þessu máli, sem í senn ætti að vera þeim 2. íulltrúaráðsfundur Kvenréttindafélags íslands. | borgara ábyrgan. fyrir atkvæöi .' sinu, en hvernig er hægt að vera j ábyrgur nema með fullri þekk- ingu á þjóðfélagsmálum. Þessa ábyrgð fyrir því, sem fram fer í þjóðfélaginu vill kvenréttind i- hreyfingin, hvar sem er í heim- inum auka og' þroska með sannri fræðslu um þjóðfélagsnýl. Kven- réttindahreyfingin hefur ákveðna slefnu í réttindamálum kvenn.u hún g'erir allt sem í hennar vald; stendur á hverjum tíma, til að auka skilning kvennanna á .iauð- syn þátttöku þeirra sjálfra að lausn ýmisra aðkallandi vanda- mála í þjóðfélaginu. Kvenrélt- indahreyfingin er alveg óháð pólitiskum flokkum, hún vi.Il hed brigt samstarf allra kvenna, hvar í flokki sem er að ákveðnum mól efnum. Sömu laun fyrir sömu vinnu. Að vísu hefur þessi krafa náð fram að ganga og unnið meira hylii en áður, en þó vant- ar mikið á að launalegt jafnrétti sé komið á. Netavinnustúlkur hafa með miklum dugnaði og samheldni fengið þessa kröfu að fullu viðurkennda í nýjum samíi ingum og mættu fleiri félög fara að dæmi þeirra. Víða í samning- um er það tekið fram að þar sem kona gangi inn í starf karlmanns og stéttinni metnaðar- og rétt- íætismál. Varla er hægt að hafa betri málstað: Sömu laun fyrir sömu vinnu, og ekki hefur það verið álitið' slæmt að hafa laga- bókstafinfl að bakhjalli. Launalögin mörkuðu ný tíma- mót. í kjölfar nýju launalaganna sigldu svo nýjar launabætur fyrir verzlunarstéttirnar, og var þess að vísu ekki vanþörf, í>ar sem kunnugt er að mjög lág laun voru viða í gildi, einkanlega var öll kvennavinna lágt metin, þó konan hefði sömu menntun til starfsins, ynni nákvæmlega sama starf og karlmaðurinn við hliðina á henni, hlaut hún oft helmingi lægri laun, og enn hefur eigi feng izt á þessu réttlát og heilbrigð leiðréttingu. Má teljast mikil furða, að í samningum um launa kjör verziunarfólks eru stöðurnar í fyrsta, öðrum og þriðja flokki, ailai' merktar körlum, en það eru aliar beztu og ábyrðarmestu stöð ur, er samningarnir hafa upp á að bjóða. Er það nema heilbrigð og sanngjörn krafa að greidd séu sömu laun fyrir sömu vinnu, velt ið því fyrir ykkur ungu stúlkur og menn, feður og mæður, hvprt ykkur finnst þessi krafa nokkuð ósanngjörn eða öfgakennd — og ef ykkur finnst það ekki —- þá?. veitið henni lið og berjizt fyrir - framkvæmd hennar. Konan hefur þegar af þátttöku: sinni á fjölmörgum svið-- um, á heimilunum, í at— vinnulífinu, sannað siðferðilegan' rétt sinn til fullra mannréttinda,. aðeins er eitt sem gengur eins; og rauður þráður gegnum allt —• þjóðfélagið hefur ekki enn tekið - fullt tillit til þess að konan vill líka vei'a maður. Menningarþjoðfélag á að taksfi tillit til þess að konan ber í skauti sér framtíð mannlífsins,. það má ekki setja hana skö®' lægra þess vegna. Af hver j m hverfur konan úr atvinnulífinu,. af því hana vantar þjóðfélags-' ■ lega aðstöðu til að halda starf* inu áfram, eftir að hún er orðmi móðir, þó hún ef til vill bæði óski, og þurfi þess, af fjárhags— legum ástæðum. Það er eitt af baráttumólurh' kvenréttindastefnunnar að konan geti frjáls valið og hafnað. Þegat þjóðfélagið hefur þurft á vinnu konunnar að halda hefur það ■ ekki verið haldið neinum for* dómum á því, hvað væri stari konunnar. í stríði hefur konan unnið störf karlmannanna, og , sýnt á áþreifanlegan hátt, að hún gat gegnt störfum mannsins á öll um sviðum atvinnulífsins. í. byrjn. un stríðsins í Englandi var áætl* að að þrjár konur mundu gegna i störfum tveggja karlmanna t þungaiðnaðinum, reynslan leiddi í ljós að ein kona afkastaði þvi sama og einn karlmaður. Á á* hrifaríkan og eftirminnilegan hátt hefur konan á stríðstímum sett sig inn í og starfað að hinum. vandasömustu viðfangsefnum engu síður en karlmaðurinn; þær - hafa ekki á neinn hátt reynzt. lakari til að stjórna vélum, hug- lausari, afkastaminni eða svik~- ulli en karlmennirnir. Eigum við konurnar ekki eins = og allir aðrir að draga ályktanir og lærdóma af því, sem fram. fer í kringum okkur? Upp aí rústum striðs og hörmunga, blóðs . og tára, rísa öldur nýrra tíma. Hvort sjáifsagðar réttlætiskröt ur allra íslands kvenna, t. d, sömu laun fyrir sömu vinnu og full aðstaða til sjálfsákvörðunar - ná fram að ganga, er meðal ann ars undir stamstarfi íslenzkra.. kvenna og stéttarsamtaka komin. Þessar kröfur eru hafnar yfit alla pólitiska togstreitu, þær eru blátt áfram sanngjarnar. Það er þörf á samstarfi kvenna, um þessar og aðrar sjáli sagðar mannréttindakröfur. Setj- um okkar svipmót á framþróun nýrra tima. Látum smávægilegan ágreinin þoka fyrir heilbrigðum, og réttlátum sjónarmiðum —' berum djarfar fram heilbrigðai

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.