Þjóðviljinn - 15.04.1947, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.04.1947, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 15. apríl 1947 Þ J ÓÐ VILJINN 5 ÁRNI FRÁ MÚLA Minningarorð Fáu er eins misskipt og söknuði sem menn vekja við andlát sitt. Varla er nokkur svc að enginn sakni hans. Hitt er fátítt að það snerti persónulega ! flesta eða alla sem kynnzt hafa manni að frétta lát hans, nær, ókunnugir menn óski þess, ac | þeir hefðu látið verða af því ac j kynnast nánar þeim sem horf- j inn er. Þó er þetta liklega fá- j tíðast um menn sem ganga fram i fyrir skjöldu í stjórnmálabar- j áttu og blaðamennsku, sú bar-: átta er oft svo óvægin og hörð, að persónulegar vinsældir kom ! ast lítt að. Dagana sem lionir eru síðan Árni frá Múla lézt, hef ég fund j ið til þessa ogprðið þess sama var hjá mörgum, saknaðar og i hlýhugs til góðs drengs,' jafnt hjá samherjum og þeim sem voru stjórnmálaandstæðing | ar hans! Mér fer eins og fleir-1 um sem kynntust Árna lítið, að ég hefði óskað að þekkja hann betur, kvnnast honum sem lieimamanni að baki stjórn málanna, manninum sem sést aðeins óljóst gegnum það sem opinberlega er tilfært sem ævi- starf. Því fremur, sem ég þyk- ist þess fullviss, að Árna Jóns- syni frá Múla hafi aðeins að iitlu leyti tekizt að nýta hæfi- leika sína, lifað lífi sem oft hafi verið meir og minna vit- andi mótmæli og uppreisn hins skapmikla hæfileikamanns gegn smáu umhverfi, þröngu starfi, þröugsýnum samherjum. Hægt er að hugsa sér hvernig Árni liefði notið sín annarsstaðar en í íhaldsflokki, kannski er sökn- uöurinn við fráfaíl hans þess vegna að öðrum þræði, að slíkt getur ekki úr þessu orðið ann- að en hugsanaleikur. • ★ Áð austan þekkti ég ékkert til Árna nema ég vissi að hann var íhaldsþingmaðúr sýslunnar minnar. Síðar kynntist ég hon- um nær eingöngu í einu máli, og minnist þess hér af þeim sök um. — Þó fleira hefði farið oklc-1 ar á milli er mér nær að lia.lda að ástæða væri að minnast öðru fremur framkomu Árna vorið 1941, er brezk hernðaryfirvöld bönnuðu Þjóðviljann og fluttu ritstjórn hans fanga til Eng- lands. Árni var þá stjórnmálarit-, stjóri Vísis, hafði ritað leiðara blaðsins um tveggja ára skeið. Vafalaust hafa fleiri en hann af ráðamönnum íslenzkra blaða séð hvert stefndi, ef þjóðin risi ekki einhuga til mótmæla gegn þeirri árás á blöðin og málfrelsi íslendinga, ef erlendu her- námsstjórninni yrði þolað um- tölulaust eða lítið það algera virðingarleysi fyrir Alþingi, sem sýnt var með þessum að- gerðum. Aðalmálgögn Alþýðu- flokksins og Framsóknar vörou framkomu hernámsstjórnarinn- ar og færðu henni margt til málsbóta. En annað aðalmál- gagn Sjálfstæðisflokksins, Vís- ir, hóf öfluga mótmælabaráttu i Árni Jónsson frá Múla. og dró Morgunblaðið nokkuð með sér á sömu braut. Það var Árni frá Múla sem réð þessu, en máliö varð að ein- um tindanna í blaoameunsku- ferli hans. Dag eftir dag skrif- ar hann leiðara Vísis, hvern öðrum hvassari og hittnari. Hann skrifar þá auðvitað sem flokksmaður, afstaðan sýnir næman skilning þaulæfðs stjórn málamanns á flóknu stjórnmála ástandi og dirfsku til að fram- fylgja hiklaust tekinni afstöðu. En þarna reyridi einnig á per- sónulegt þor og drenglund, hvorttveggja var tjáð í ríkum mæli. Ja,fnt tiikynningunni um bann Þjóðviljans lýsti brezka her- stjórnin yfir að „nauðsynlegar ráðstafanir“ yrðu gerðar gegn „hvers konar tilraunum til að bera fram opinber mótmæli.11 Og hvað voru „opinber mót- mæli“ ef ekki hinir hárbeittu leiðarar Árria Jónssonar frá Múla, leiftrandi af rökfimi og skapi, mótiriæli sem beindust jafnt að hernámsstjórninni og þeim íslenzku blöðum „sem segja okkur að standa í keng, þegar við megum ganga upp- réttir“. Þau blöð reyndu að verj ast þessum hæfnu skeytum m. a. með ásökunum á hendur Áma frá Múla, sem hann taldi svo alvarlegar, að hefði brezka herstjórnin tekið mark á, þeirn yrði hann látinri fara íömu ferð og Þjóðviljaritstjórnin. Hann hafði ritað leiðarana npfnlausa eða með einkennisstafnum a undir, en 2. maí ritar hann und- ir Vísisleiðarann fullt nafn, Árni Jónsson frá Múla, því hann telur að það geti orðið seinasta greinin sín í blaðinu um sinn, „og vildi ég þá kveðja lesendur mína undir fullu nafni“, segir hann. Brezka hernámsstjórnin fór ekki lengra á þeirri braut sem hófst með banni Þjóðviljans. Árni frá Múla, skap hans, dreng lund og stjórnmálaþroski átti drjúgan þátt í því. ★ Við vorum auðvitað andstæð ingar í stjórnmálum eftir sem áður, og bæði fyrir og eftir þennan atburð sagði Árni margt i ræðu og riti, scm sósíalistar munu alltaf telja fjarri lagi. En í dag þessa stund sem verið er að jarða Árna Jónsson frá Múla, minnist ég einskis þess. Eg minnist hans frá sumr inu 1941, þegar hann sat uppi á borði eins og strákur í heim- sóknarherberginu í Brixton- fangelsinu í Londön, í ljómandi skapi. Hann Yar kominn til Englands, nokkrum mánuðum eftir að Vísisleiðararnir um Þjóðviljabannið birtust, ekki sem faugi, heldúr þát-ttakandi og foringi íslenzks blaðamanna hóps, sem British Counsil bauð í kynnisför, stórblöð Bretlands kepptust'um að lofa liami, hann sat daglega í veizlum nr*ð ým§- um æðstu mönrium Bretlands. En milli veizluglaurnsins tók hann sér dagsstund til að tala við íslenzku fangana í Brixton, hafði heimtaö leyfi til þess áður en hann fór að lieiman. Frá öðrum fengum við að vita að Árni hafði í þessari ferð bæði í tíma og ótíma reynt að koma brezkum valdamönnum í skiln- ing um hvílíka vitleysu og rang indi hernámsstjórnin á íslandi hefði framið með banni Þjóðvilj ans og hamjtöku íslenzks alþing ismanns og því sjónarmiði kom hann í áhrifamikil ensk blöð. Þenna sólskinsdag í Brixton flutti hann okkur persónuleg skilaboð frá fjölskyldum okkar heima í Reykjavík, og bauð að flytja ,,óritskoðaðar“ orðsend- ingar heim. Fyrirvaralaust vor um við allir orðnir dús við Árna frá Múla, glaðir og reifir eins og gamlir skólabræður og vinir sem hittast óvænt. Og ég held að heimsóknarstundin „UPPGJAFARAUMINGJAR IS- LENZKA ALÞÝÐUFLOKKSINS" FRÁSAGNIR SÆNSIÍU BLAÐAMANNANNA SEM VIÐTAL ÁTTU VIÐ STEFÁN JÓHANN STEFÁNSSON HAFA VAKIÐ GEYSILEGA ATHYGLI I SVÍÞJÓÐ SEM VÆNTA MÁTTI OG SKRIF I BLÖÐUM. M. A. HEFUR GUSTAF JOHANSSON RITSTJÓRI NY DAG SKRIFAÐ GREIN ÞÁ SEM HER FER Á EFTIR. EINS OG SJÁ MÁ AF HENNI HEFUR VSV EKKI RÁÐIÐ VIÐ SIG í SVlÞJÖÐ HELDUR VILJ- AÐ GJAMMA SVOLlTIÐ IIVATVlSI. „Sænsku sósíaldeniókratarn ir hafa orðið fyrir heimsókn tveggja ísl. flokksbræðra. Ann ar þeirra, Villijálmur S. Vil- hjálmsson, er kallaður íslenzk ur „Norræni Karlsson" (kunn ur sænskur smágreinahöfund- ur) og starfar við AlþýðubSað ið og útvarpstíðindin íslenzku. Maðurinn virðist þó í hæsta máta vera. Vestrænn Karlsson ef dæma má eftir því sem hann sagði í viðtali \ ið Morg- on-Tidningen: „Stefna Rússa í utanríkis- málum eí'tir stríð helur mælzt illa í'yrir á Islandi, og hin of- stækisfulla þjóðfrelsisbarátta kommúnista gegn Bandaríkj- unum vekur enga hrifningu. Hvað Sem annars má segja, hafa Bandaríkjamenn komið fram sem heiðursmenn. Þegar þeir komu ekki óskum sínum í framkvæmd, drógu þeir sig í hlé. Á flugvellinum í Iiefla- vík verða framvegis aðeins 5 til 6 hundruð borgaralegir Bandaríkjamenn.“ Furðnleg yfirlýsingl Hvað hafa Rússar gert sem mælist iila fyrir á Islandi? Kkltert annað en það að þeir hafa mótmælt hinum ósvífnu banda rísku skerðingum á sjálfstæði íslands. Auk þess hafa þeir viljað Icpupa allan þann fisk, sein Islendingar geta selt, fyr ir mjög hagstætt verð. Það finnst okkur vera að koma fram eins og heiðursmenn. Vilhjálmsson ristj. hefur blátt áfram reynt að dylja iesend- um Morgon-Tidningens hinn birta sannleika. Bandaríkja- menn liafa ekki komið frain sem heiöursmenn á Islandi, heldur sem ræningjar. Þeir hafa umsvifalaust breytt landinu í bandaríska kjarn- orkubækistöð,' Sslenzku sósíai- demókratarnir blaðra á þenn- an hátt végna þess að þeir hafa gefizt upp fyrir Bagda- ríkjamönnum. Stærri verk- lýðsfíokkurhm, sameiningar- ílokkurinn, sem í eru kommún istar og vinstri liluti Alþýðu- flokksins, fór úr stjórninni til að mótmæla þessu þjóðfrelsis- lega sjálfsmorði. En fyrrv. trúnaðarmaður Stockholms Tidningens í Hitl- ers-Þýzkalandi, Christer Jád- erlund, taiar einnig skýrar og greinilegar. Bandaríkin eru á góðum vegi með að gera ís- iand að 49. ríkinu undir banda MEÐ AF VENJULEGRI rískum fána, segir hann. Bandaríkin hafa komið sér rækilega fyrir og hafa ekki í hyggju að draga sig í hlé. Þau telja Islajad miðdepil í kjarn- orkustyrjöld, mikilvægari en Gíbraltar og Singapore. Flokksbróðir Morgon-Tidn- ingens hefur farið ineð hreinan þvætting. Bandarískar hervél- ar geta lent hvar sem þær vilja. Þótt hersveitir Banda- ríkjanna fari í borgaraleg föt, skiptir það engu máli. „Hitler skildi eins vel og Churchill að Island gat haft úrslitagildi í lieimshernaði, og þegar „big“ Bob Williams, einn af helztu herforingjum ameríska herflugsins fer nú í borgaralegan búning sem yf- irmaður „Iceland Airport Corporation" ög undirmenn hans í Keflavík fara úr ein- kenningsbúningunum 5. apríl, utanáskrift þeirra breytist úr APO 610 í Airport of Keflavík og þeir eru jafnframt látnir búa við íslenzk lög, þá stend- ur hitt óhaggað að herforing- inn er eftir sem áður ábyrgur gagnvart hermálaráðimeytiau í Washington.“ Ilvernig Bandarílcjamenn hafa hugsað sér að nota ís- land sést af framhaldinu: „Ef til stríðs kemur — já, ; ]:á fyilist hinn risastóri flug- völlur í hraunauðninni þegar í stað af B 29-vélum með at- óinsprengjum og langdrægum orustuvélum. Frá fslandi geta Ameríkumenn sprengt í loft upp.allan iðnað Vesturevrópu og einnig öll rússnesk iðnaðar héruð bæði í Síberíu og Ural.“ Christer Jáderiund er gam- all nazisti og vel kurinugur heimsveldishótunum Hitler- Þýzkalands á sínuni tíma. Nú ; virðist hann vera ennþá hrifn ; ari, því æðisgengnustu ræður ; Hitlers fölna við hliðina á því l ruddalega glæpamaimamáli , sem heimsveldissinnar banda ríska kjarnorkuveldisins tala. Þannig hafa Bandaríkin, sem í áróðri sínum þykjast unna friði, komið fram við litla þjóð, sem aðeins vill búa við fríð! Og sípan hafa upp- ; gjafaraumingjar íslenzka Al- j þýðufiokksins þá óskamm- feilni að reyna að fá okkur ti! að trúa því að Rússar séu ó- vinsæJir og að Bandaríkja- menn hafi „komið fram sem heiðursmenn!!“ hafi liðið án þess að við kæm- um að þakklæti fyrir það sem hann hafði unnið okkur til þarfa. Hann ætlaðist ekki til ,neins slíks. Einmitt þannig vann fas hans og persónuleiki sér hlýhug andstæðinga jafnt og samherja. Þess vegna er hans salcnað. S. G-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.