Þjóðviljinn - 01.06.1947, Síða 5

Þjóðviljinn - 01.06.1947, Síða 5
Sunnudgaur 1. júni 1947 ÞJÓÐVILJINN 5 Áhi Jahohssoni Sjómannadagurinn er orðinn einn af hinum stóru hátíðisdög- um þjóðarinnar og þó eru ekki nema 10 ár síðan hann var fyrst haldinn hátiðlegur. Þetta er í rauninni ekki undarlegt þegar það er athugað, hversu íslenzku sjómennirnir vinna þýðingar mikil störf í þágu þjóðarinnar. Við ýms tækifæri og einkum á sjómannadaginn telja menn sér skylt að hlaða lofi á sjó- mannastétt okkar og má _segja að fátt sé ofmælt af því sem um hana hefur verið sagt. En það vill oft brenna við, að menn láti sér nægja að fara viður- kenningar- og lofsorðum um sjómennina á sjómannadaginn eða á öðrum fyllidögum, en láti sér svo liag þeirra í léttu rúmi liggja þess á milli. Hólið um sjómennina hefur oft verio not- að til þess að losna við að gera nokkuð raunhæft sjómönnum til hagsbóta. Hin miklu hátíðahöld sjó- mannadagsins; þar sem ýmsir forystumenn þjóðarinnar halda ræður um sjómennina og mál þeirra, hafa skilið of lítið eftir sig. Sjómönnum og aðstandend um þeirra hættir við að horfa upp á aðra og vænta þess að þeim berist hjálp frá æðri stöð- um, enda hafa ræðurnar oft gefið tilefni til þess. Það hefur vantað, að sjómenn gerðu sér það ljóst að kjarabóta geta þeir ekki aflað sér, eða bætt að- stöðu sína í þjóðfélaginu, nema þeir berjist fyrir því sjálfir og knýi þær fram með mætti sam- taka sinna. Ýmsir forystumenn í samtökum sjómanna sem losn aðir eru úr öllum tengslum við hina starfandi sjómenn og farn ir að liggja eins og mara á sam- tökunum, hafa reynt ao nota hátíðahöld sjómannadagsins til þess að skjóta sér undan á- byrgð á athafnaleysi sínu með háværum og fögrum loforðum. Sjómannadagurinn þarf, jafn framt því sem hann er hátíðis- dagur sjómanna, að hafa þann tilgang, að fylkja sjómönnum um hagsmunamál sín og vekja skilnings almennings á réttmæti þeirra. Ef það yrði gert þá verð ur. sjómannadagurinn til marg- falt meiri blessunar og á- nægju fyrir sjómennina og að- standendur þeirra, skildi eftir sig dýpri spor í hugum þjóðar- inn en nú er. Atvinnulífi íslendinga er þann ig háttað, að- ísl. sjómennirnir vinna þar undirstöðustörfin. At- vinna þeirra er erfið og áhættu- söm, sjómenn þurfa að vera langdvölum frá heimilum sín- um og eru þar í rauninni aðeins gestir. Sjómenn eru tímum sam an sviptir því að geta notið heimilislífs/félags- og skemmt- analífs eins og þeir menn, sem í landi starfa. Þetta hlýtur að valda bæði þeim sjálfum og ást- vinum þeirra mikilla leiðinda ofan á þann kvíða, sem sífellt ríkir í sambandi við hætturnar á sjónum. Þrátt fyrir þetta allt eru störf sjómannsins svo ó- , ' «K , . x *•. ÝWi as* && w'j^S^aííiA -■' $>ðis&'isc. Fyrsti nýsköpunartogarinn Ingólfur Arnarson. Jafnhliða komu nýju skipanna verður að búa sjómönnum slík kjör, að kjarni þjóðarinnar veljist til þeirxa framleiðslustarfa sem afkoma og menning Islendinga byggist á. hjákvæmileg, að allt okkar þjóð líf, hverju nafni sem nefnist, byggist á starfi þeirra. Allur þjóðarauður Islendinga á upp- runa sinn í starfi sjómannanna, vegna þess að landið okkar gef- ur af sér svo fábreyttar lífs- nauðsynjar, að ekki er til svo nokkurt starf hér í landi, að ekki þurfi eitthvað til þess af áhöldum eða hráefni frá út- löndum, en þá verður að greiða fyrir það með gjaldeyri, sem sjómennirnir skapa, og flytja það heim. 1 iðnaðarlöndum erlendis er það ein stétt manna, sem um þýðingu fyrir þjóðfélagsheild- ina hefur svipaða aðstöðu og íslenzka sjómannastéttin. Það eru kolanámumennirnir. Vinna í kolanámum er óþrifalegasta, áhættusamasta og erfiðasta vinna sem unnin er í iðnaðar- löndunum, en þó byggist allur iðnaður þeirra landa á kola- framleiðslu. Á árunum fyrir stríð hafði auðvaldið atvinnu- leysisógnina sem svipu til þess að reka menn í námurnar og oft fyrir mikið lægra kaup en aðrir fengu. Nú er því tímabili lokið, sem betur fer. Nú þurfa iðnaðarþjóðirnar að fá beztu og hraustustu syni sína til þess að fara af fúsum vilja í námurn ar því að annars stöðvast allt atvinnulíf landanna. Þetta hefur orðið til þess, að augu j þjóðanna hafa opnazt fyrir því i að nauðsynlegt er fyrir þjóð- félagið að búa svo að námu- mönnum að menn fáist til þess að vinna þessi þýðingarmiklu störf. I þessu skyni hefur kaup verið hækkað, vinnutími stytt- ur, námumönnum tryggt gott húsnæði, nægur skammtur af góðum mat og aðstaða til þess að verða aðnjótandi sem mestra lífsþæginda. Árangurinn kemur fljótt í ljós í því að ungir og hraustir menn fást til þess að gefa sig að þessum þýðingar- miklu störfum. Okkur íslendingum er líkt farið og iðnaðarþjóðunum hvað sjómennina áhrærir. Þjóðlífið allt byggist á starfi þeirra, sem þó er erfiðara og áhættusamara en flestra annarra starfandi manna. En vegna þess að ekki er tekið tillit til þessa í launa- kjörum og allri aðbúð sjó- manna gengur erfiðlega að fá unga og hrausta menn á sjó- inn. Það er þjóðinni sjálfri að kenna, að svo er komið og þessn verður að breyta. Það þarf að festa í vitund hvers einasta ís- lendings að sjómannsstarfið sé þýðingarmesta starfið, sem unn- ið er í þjóðfélaginu og að sjó- maðurinn eigi skilið virðingu og þakklæti allrar þjóðarinnar j fyrir starf sitt. En það er til | lítils gagns að votta sjómönn- j um þakklæti með orðunum ein- | um. Hér þarf raunhæfar að- ' gerðir. Þjóðin þarf að votta sjómönnunum þakklæti sitt : með því að bæta kjör þeirra og | alla aðbúð. j Málin, sem bíða úrlausnar á J þessu sviði eru margvísleg og 1 vil ég nú telja upp þau helztu: 1. Það þarí að tryggja, að sjómenn hafi á hverjum tíma hærri laun en g-reidd eru í landi og í því efni er nauðsynlegt að þeim verði tryggt lágmarkskaup, ísem sé sambærilegt við laun manna sem í landi . vinna. Bresti útgerðina getu til að greiða þessa lág- i markstryggingu, t. d. vegna aílabrests, verður rík- ið að hlaupa undir bagga. 2. Sjómönnum þarf að tryggja sumarfrí með full- um launum og þarf í því sambandi að gera ráðstaf- anir af hálfu hins opinbera til þess að sjómenn geti hagnýtt sér fríið sem bezt. 3. Sjómönnum sé áskilinn réttur til að fá nokkurn gialdeyri til kaupa á ýmsum íækjum, svo sem heim- ilisvé’lum, jafnvel til kaup^ á bíl eða til íerðalaga erlendis. 4. Togarasjómönnum verði með löggjöí tryggð 12 tíma hvíld á sólarhring. 5. Sjómenn hafi skattfrjálsar ekki rninna en 20 búsuiíd kr. tekjur. SSt, Að sjálfsögðu hafa sjómenn I Islenzkir sjómenn veröa eng-. ætíð hag af því, að útveginum ! ir gustukamenn, þó þjóðin búi vegni sem bezt og því er nauð-1 að beim eins og hí r hefur verið synlegt að gerðar séu ráðstaf- j lýst. Nei, sjómennirnir eiga anir til að tryggja afkomu út- inni hjá þjóöinni og það er i vegsins. En það dugar ekki að , hcnni. sjálfri tyrir beztu, að sá vísa hagsmunamáium sjó- reikningur verði jafnaður. . manna á bug með því að segja j Hyað yrði um íslenzku þjóðina, : að útgerðin geti ekki borið það, J ef sjómennirnir .okkar vildu all- *að kjör þeirra verði bætt. Ef • ir fara.í land og taka þar upp í svo er og ríkisvaldið vill ekki störf. sr ra síður þreyta og cru ! gera þær ráðstafanir sem duga áhættuminni en jafnlramt bet- I til þess að bæta afkomu útvegs- ur horguð? Þcssari spurningu I ins, þá-'Verður ríkið, þjððar- jþarf ekki að svara, aliir íslend- heilðin, að taka á sig þær byrð- j ing-.-.r þekkja svarið. ar, sem af því leiða, að búa j Það þarf að vcrða höfuðtil- sjómönnum okkar þau kjör, sem 1 gaugur sjómánnadagsins að I þeir eiga skilið og þjóðinni er! vinna að framgangi raunhæfra j nauðsynlegt að þelr hafi, ti! j hagsmunamála sjómanna, þá ! þess að menn fáist til sjó- i verca hátiðahöldin þjóðarheild- mannsstarfsins. 'jinni að mestu gagni.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.