Þjóðviljinn - 01.06.1947, Side 6
6
ÞJÓÐVILJINN
Sunnudgaur 1. júní 1947
74. dagur
uiiiiiniiiiiniiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiDíiiii
DULHEIMÁR
Eftir Fhyllis
Elliott Eoosevelt: 26.
Sjóimrmið Moosevelts
forsetu
Það var að þakka þeirri 'bendingu sem mamma hafði
gefið mér, að í þetta sinn var ég nokkurnveginn viss um
livers vegna „Beedle“ boðaði mig á fund sinn.
En hann sagði mér það ekki. Hann gaf mér einungis
fyrirskipanir um að fljúga með Ingersoll aðmírál til
Casablanka og gefa mig fram við yfirforingja flugvall-
arins þar. Ofurstinn á flugvellinum í Casablanka staðfesti
vonir mínar. Það var mikil stund í ævi þessa sama ofursta
þegar hann gat sagt mér leyndarmálið. — Faðir yðar
kemur, sagði hann, og Churchill og sennilega Stalín líka.
Og hann bað mig að dvelja innanhúss í hálfan annan
dag þangað til faðir minn kæmi, til þess að hætta ekki
á að einhver þekkti mig og gæti sér þess til hversvegna
ég væri kominn þangað.
FJÓHÐ! KAFLI
HAÐSTEFHAN í CASABLANKA
Um leið og ég þer)%ði rauðuna úr sjötta egginu (það
voru sannarlega egg en ekki duft) kom faðir minn
ásamt fylgdarliði sínu til Brasilíu. Eg hafði því nægan
tíma til þess að rétta úr mér, hvíla mig, gleyma stríðinu
um stundarsakir, heilsa gömlum vinum og líta ofurlítið
í kringum mig.
Og athuga hvað hér hafði verið gert. Og það var hreint
ekki svo lítið.
Þessi staður var einn af syðstu stöðunum sem við
höfðum tekið í Afríku á sunnudagsnóttina 8. nóvember.
Eg hafði verið þátttakandi í hernaðaraðgerðunum í
norðvestur-Afríku. Það var fyrst nú að ég sá hvað þeir,
sem sóttu að Casablanka höfðu átt við að etja.
Síðan voru liðnir meir en tveir mánuðir, en- franska
herskipið „Jean Bart“, lá enn í höfninni, allt sundur-
skotið og bærinn sjálfur, sem teygir. sig upp hamrana
ofan við höfnina bar augljós merki þess að hafa verið
styrjaldarvettvangur. Nú í janúarmánuði, fylltu banda-
rískir hermenn, bandarískir jeppar og flutningavagnar
alla vegi, og efst uppi — í hinu fagra villu- og sumarhúsa
hverfi auðugra Frakka, var hið afríkanska vor þegar
komið. Þar var bjart, hlýtt og glaðlegt. Hér var hin algera
andstæða Argentiu — en síðan var heil eilífð.
Eg var viss um að Casablanka var ekki valin sem
fundarstaður vegna þess að þetta spænska nafn þýðir
„hvítt hús“. En þessi borg hafði orðið fyrir valinu, og
þegar sú ákvörðun var tekin voru starfsmenn leyniþjón-
ustunnar undir stjóm Mike Reilly, sendir þangað til
þess að undirbúa hinum þýðingarmiklu mönnum stað
þar sem þeir gætu búið og haldið fundi. Eg rakst á Mike
strax fyrsta daginn. Hann tautaði dálítið yfir þeim örð-
ugleikum er honum voru lagðir á herðar þegar honum
var fengið það verkefni að gera Casablanka jafnöruggan
stað og „Hvíta húsið“.
Aðalerfiðleikunum olli sægur óvinanjósnara sem dreifð-
ir voru um allt franska Marokkó. Það var nýbúið að reka
nazistana þaðan og öryggislögreglan okkar hafði enn
ekki tekizt að hafa hendur í hári allra þeirra frönsku
fasista er skildir höfðu verið eftir með þýzka .peninga í
vösunum. Auk þess var þetta ekki langt frá spænska
Marokkó, og í janúar 1943 gerði enginn sér tálvonir um
vináttu Francos og Breiðfylkingarmanna hans.
Til að kóróna þetta höfðu nazistarnir gert loftárás á
Casablanka fyrir aðeins þremur vikum. Sú árás var út
í bláinn, þó kann að vera að þeir hafi ætlað að ráðast
á eldsneytisbirgðir Pattons, en sprengjurnar hittu ekki
hernðarlega mikilvæga staði, en komu þó því til leiðar
að gera þá Araba að fjendum sem misstu skyldmenni
í þessari árás. En þessi loftárás var þó nóg til þess að
valda Mike Reilly áhyggjum. Miklum fjölda loftvarna-
virkja var komið fyrir umhverfis Casablanka, og Þjóð-
verjar fóru að koma með allskonar tilgátur í stuttbylgju-
útvarpi sínu til Suður-Afríku. (1 Berlín komust snaparar
Göbbels það langt að tilkynna að Marshall hershöfðingi
.ætti að sitja ráðstefnu með brezku herráðsforingjunum.)
Biscuit rak upp hvellandi gellthrynur í sífellu. Það
risu á honum hárin smátt og smátt, svo að bakið á
honum var eins og gólfskrubba, sem liggur upp
í loft. Það skein í hvoftinn á honum. Eitthvað
ógurlegt hlaut að ske. Sally hnipraði sig upp að
veggnum. Hún var þur í hálsinum og augun star-
andi af hræðslu. Hún var jafnvel of hrædd tií að
geta hljóðað. En ekkert skeði. En svo byrjuðu aftur
stöðug tilbreytingarlaus högg með reglulegu milli-
bili, sem rétt gáfu Sally tima til að anda á milli.
Það gat ekki verið neinn vafi, þetta hlaut að vera
brjálaði sjúklingurinn!
Það þýddi ekki að vonast eftir Alec nokkru sinni
meir. Jafnvel þótt hann kæmi, mundi það vera of
seint. Það var aðeins í bókum og aðeins í þessum
gamaldags sögum að hjálp kom í tæka tíð. Samt var
Jane aðeins í nokkur hundruð metra fjarlægð — við
hinn endan á símaþræðinum.
Sally reyndi nú ekki eins ákveðið og áður að
hrinda þessari róandi hugsun frá sér.
Hávaðinn uppi á lofti varð hræðilegur. Gestaher-
bergið fylltist stöðugt af nýjum og nýjum vofum.
Tvisvar hentist Biscuit sjálfkrafa upp stigann til
að vita, hvað um væri að vera, og tvisvar kom hann
niður aftur með öndina í hálsinum. í seinna skiptið
hélt Sally að hann mundi aldrei koma aftur. Að
iíkindum hafði verið komið að honum úr launsátri
og honum tortímt hljóðlega. En hún var of huglaus
til að fara upp og gæta að því.
Hugsunin um símann varð æ áleitnari og þrálátari
Ef hún var of hrædd til að geta bjargað lífi
hvolpsins síns, þá átti hún að sima til Jane. En
hvernig átti hún að komast í símann, þegar hún var
svo stirðnuð af hræðslu að hún hafði ekki getað
hreyft sig síðustu tíu mínúturnar? „Bicuit“, sagði
hún með höstu angistarfullu hvískri. Biscuit svar-
aði með því að dilla skottinu eins og venjulega
svo að Sally róaðist. Henni tókst að staulast frá
legubekknum að símanum, eingöngu vegna þess að
Biscuit hafði dinglað skottinu.
Þetta var sjálfvirkur sími, og það var auðveldara
en ef hún hefði þurft að biðja um númer. Rödd
Janes, sem svaraði henni, kom eins og frá öðrum
heimi — stillileg, áhyggjulaus og óendanlega sefandi
Sally nefndi ekki að hún væri hrædd, hún sagði’ að-
#
eins: „Alec virðist ætla að koma nokkuð seint“,
og röddin skalf aðeins. „Jæja, gerir hann það“,
svaraði Jane þægilega blátt áfram. „Já, — það er
löng keyrsla frá Gloucester, er það ekki ? Það getur
verið að tannlæknirinn hafi ekki getað tekið strax
á móti frú Drummond. Má ég koma snöggvast út
til þín og sitja hjá þér dálitla stund með saumana
mína?“
Sally reyndi að láta „já — gerðu það“ hljóma
ekki eins og hún segði: „1 guðs almáttugs bænum
komdu“.
Hún stóð langa stund yið símann, eftir að hún
hafði lagt heyrnartólið á, án þess að þora að snúa
sér við. Hún var alveg viss um að brjálaði sjúkl-
ingurinn væri kominn inn og stæði fyrir aftan hana,
reiðubúinn til að ráðast á hana, ef hún hreyfði sig.
Geysistór skuggi Jerry flögraði á veggnum fyrir
framan hana. En það var þá bara hennar eigin
skuggi og Biscuit bjargaði henni aftur með því að
ganga gegnum hann og forvitnast um, hvað tefði
Sally. Tíu mínútum seinna heyrði hún greinilega
fótatak og vissi að það var Jane að koma.
Á sama augabragði og Jane kom inn hrundu allir
hinir dimmu og holu kastalar Óttans um koll. Það
voru ekki lengur neinir geðveikir sjúklingar, engar
vofur, engin slysahætta. Allt varð traust og mein-
laust. Það voru bara tvær konur, sem sátu sitt hvoru
megin við arininn með ánægðan lítinn hvolp á milli
sín, sem var að drepa ljón í svefninum.
Sally sagði Jane ekki frá því, að hún hefði orðið
hrædd, það virtist nú skipta miklu minna máli en
Charles og bláklukkurnar.
„Ég er hrædd um að ég geti ekki gert að því“,
játaði Sallj7 með sektarsvip eftir að hún hafði sagi.
Jane frá hinum misheppnaða skógartúr sínum „en
mér þykir næstum því vænt um Charles.11
„Mér þykir vænt um hann“ sagði Jane, Sally til
undrunar". Ég sé ekki neina sérstaka ástæðu fyrir
því, livers vegna við megum það ekki.“
„En“ sagði Sally forviða. „En Jane — við meg-
um það ekki. Alec mundi verða svo reiður! Mundu
hvernig Charles komst hingað og eyðilagði allt fyrir
manni. Allar okkar fögru framtíðaráætlanir — starf
Alecs — og setti sjúkrahúsið allt á annan endann!“
„Það virðist ekki vera neitt í veginum með spítal-
ann“, sagði Jane þurrlega." Það hafa orðið breyt-
ingar, en mér finnst þær hafa allar orðið til hins
betra. Og hvað viðvíkur starfi Alecs, getur enginn
eyðilagt það nema hann sjálfur. Náttúrlega hafa
sumar af starfsáætlunum okkar orðið að leggjast
fyrir spítalanefndina, en dr. Drummond skiptir sér
eins lítið af okkur og unnt er. I rauninni virðist hann
fallast að mestu leyti á flestar okkar skoðanir og
styðja þær hvenær sem tækifæri gefst. Persónulega
skilið er það leiðinlegt fyrir Alec, að vera undir jafn
aldra sinn gefinn, en það er vissulega kominn tími til
að hann sætti sig við það, og það var aldrei dr.
Drummond að kenna.“
BARNASAGA
HVERSVEGNA?
Páll nam staðar undir eikinni og sagði:
,,Ugla mín, ugla mín!"
En uglan var svo niðursokkinn í athug-
anir sínar, að hún heyrði ekkert. Og þeg-
ar Páll hafði hrópað nokkrum sinnum, þá
leit hún loks upp, öskraði reiðilega og
horfði á Pál ljótum augum.
„Hvað vilt þú?" spurði hún. „Hvernig
dirfist þú að ónáða mig við athuganir
mmar:1
„Fyrirgefðu ugla góð", sagði Páll.
„Broddgölturinn hefur sent mig til þín.
Hann sagði að þú værir vitrasta dýrið,
sem hann þekkti. Þú hlýtur að geta svar-
að spurningum mínum".
„Hvað varðar mig um broddgöltinn?
Hvað koma mér spurningar þínar við?"
rumdi í uglunni. „Á ég að fara að eyða
mínum dýrmæta tíma fyrir heimskan
krakka? Þú hlýtur að vita, að ég sé aðeins
á nóttunni, og sumarnætur eru svo stutt-
ar, að mér endast þær varla til rannsókna
minna. Eg er líka að velta fyrir mér ýms-
um spurningum. Ein hefir sérstaklega
legið mér á hjarta árum saman. Hún hef-
ur gert mig gamla og gráhærða, og allur
vísdómur jarðarbúa hefur ekki hjálpað
mér til að leysa hana". Og uglan stundi
þungan og setti upp raunarsvip.
„Og hvaða spurning er það?" spurði Páll
litli forvitinn.
„Heldur þú að þú getir svarað henni
græninginn þinn?" hvæsti uglan út úr
sér. „Þessi spurning felur í sér allar aðrar
spurningar. — Hún hljóðar þannig: