Þjóðviljinn - 13.07.1947, Blaðsíða 3
Sunnudagur 13. júlí 1947
ÞJÓÐVILJINN
3
Bjarni M. Gíslason kynnir Giiðmund G. Hagalín í Danmörku
Lesendum Alþýðublaðsins
hafa undanfarna miánuði
borizt margar greinar um
Bjarna M. Gíslason eftir
Guðmund Hagaiín, en Bjarni
M. Gíslason er íslenzkur
maður sem skrifar bækur á
dönsku. Hefur mörgum þótt
furðu sæta að Hagalín skuli
leggja sig svo í líma við að
hefja þennan danska höfund
upp til skýjanna, en skýring-
in er sú að þessir tveir
Gislasynir hafa skipt með sér
verkum. HagaMn skrifar hól
um Bjarna á íslandi, en
Bjarni skrifar hól um Haga-
lín í Danmörku, og þykir
toáðum gott.
Siðasta afrek Hagalíns í
þessari hólherferð er það, að|
hann hefur skrifað grein í
Alþýðublaðið, þar sem hann
telur Bjarna það til verðugs
hróss, að ég hafi skrifað rit-
dóm um bók hans Island
under Besœtté^sen og Uni-
onssagen og talið hana næsta
ómerkilega. Er þetta vel til
fundið hjá Hagalíni, ekki sízt
þar sem ég hef aldrei skrif-
að neinn ritdóm um neina
bók eftir Bjarna M. Gísla-
son. Hitt skal ég fúslega
játa að skoðanir mínar um
þessa bók eru mjög sam-
hljóða því sem HagaMn hef-
ur eftir mér.
Guðmundur HagaMn lætur
mikið af landkynningarstarfi
Bjarna M. GMasonar, og er
það að vonum, þar sem kynn-
ingin er einkum í því fólg-
in að hrósa Hagalíni. En þar
sem íslendingar eru næsta
ófróðir um þessa landkynn-
ingu, þann hluta verkaskipt-
ingarinnar sem að Dönum
snýr, þykir mér rétt að
reyna að bæta örlítið úr því.
í fyrra birti Bjarni land-
kynningargrein í danska
tímaritinu Bogrevyen og ber
hún eins og vænta mátti
heitið Guðmundur G. Haga-
lín. Þvá miður er hér ekki
rúm til að birta greinina í
heild, þar sem Bjarni hefur
ekki tarnið sér þann „stutt-
orða og þróttmikla stíl“, sem
hann telur aðalsmerki Haga-
Mns. Þeim lesendum, sem
kunna að eiga erfitt með að
fylgjast með Bjarna skal á
það bent að hann hefur gefið
út ljóðabók sem nefnist
„Ekko fra Tankens Fastland"
(Bergmál frá . megimlandi
hugsunarinnar).
í upphafi greinarinnár seg-
ir að íslenzkir höfundar hafi
mjög sótt menntun sína til
Danmerkur, en þó hafi
nokkrir leitað til Noregs.
Meðal þeirra sé Kristmann
Guðmundsson, en hann
standi þó mjög að bakí öðr-
um Noregsfara, Guðmundi
Gislasyni Hagahni, sem ein.n
íslenzkra höfunda standis.t
samkeppni við Hailldór Kilj-
an Laxness og Gunnar Gunn-
arsson. Ennfremur segir að
list Hagalíns sé einkum
runnin frá Olav Duun og
Hans E. Kinck, svo ekki eru
lélegir að henni nautarmir. Þá
kemur ævisaga HagaMns á
þessa leið:
„Guðmundur Hagalín er
fæddur árið 1898 á Lokin-
hömrurn við Arnai’fjörð. For-
eldrarnir seldu bæinn, þegar
hann var 14 ára, og síðan
fannst honum líkt og hann
væri rótlaus. Hann fék'kst við
eitt og annað, var sjómaður
á sumrin, en sótti skóla á
veturna. Hann tók gagn-
fræðapróf og hélt áfram í
Guðmimdur G. Ilagalín
Hann skrifar hól um Bjarna
M. Gíslason á íslandi.
I Menntaskó-lanum, þar til
j hann varð spönsku veikinni
að bráð 1918. Hann náði sér
þó eftir veikindin, og varð
skömmu síðar ritstjóri dag-
biaðsins „Fréttir", sem var
eitt helzta málgagn íslend-
inga í sjálfstæðisbaráttunni.“
(Þessi ritstjóratign Hagaiíns
er alger nýlunda, ekki síður
en hið mikla gildi blaðsins
„Fréttir“ í sjálfstæðisbarátt-
unni!) „Síðan hafa fjölhæfni
hans og ríkulegar gáfur kom-
ið í ljós á mörgum sviðum.
Hann hefur verið bókavörð-
ur, borgarstjóri(!), forstjóri
verksmiðja, samvinnufélaga
og útgerðarfyrirtækja, ■ og
sem einn af miðstjórnar-
mönnum sósíaldemókrata-
flokksins á í'slandi hefur
hann árum saman verið stoð
og stytta flo'kksins í menn-
mgarmálum. Árið 1937 var
hann skipaður heiðursprófes-
sor við háskólann í Reykja-
vík.“ (Eins og öhum er kunn-
ugt er háskólinn alsaklaus af
þeirri rausn; Hagalín er
einkaprófessor Haraldar
Guðmundssonar).
Þá lýsir Bjarni M. Gísla-
son upphafinu á rithöfundar-
ferli Guðmundar Hagalíns
og heldur áfram á þessa leið:
„Rithöfundarferill hans er
í rauninni eins og pýramídi,
sem að neðan er gerður úr
litlum, þéttum steinum, en
hækkar upp í strýtu stórra
granítbjarga." (Traustleg
bygging það!) „Og nú tekur
hann til að vella þessum
björgum, sem eru hið eigin-
lega aðalatriði myndarinnar,
á sinn stað. Árið 1933 kemur
út fyrsta mikla skáldsagan
hans, „Kristrún f rá (!)
Hamravík“, en annar hluti
hennar (hann sendi frá sér
aðra bók inn í milli) kom út
1935“ (Þessi annar hluti er
þvi miður ókunnur meðjöllu
á íslandi, þótt ekki bed að
efa frásögn hins mikla: land-
kynnis).
Bjarni heldur síðan áfram
að lýsa bókum Hagalíns
einni af annarri. Hann segist
sjálfur hafa skrifað ritdóm
um Kristrúnu í Hamravík og
þá væntanlega 'um annað
bindið líka, ennfremur um
Virka daga og Sögu Eldeyjar-
Hjalta, Þá segir hann að
Blítt lætur veröldin sé „sér-
stætt hstaverk“, sem fjalli
um „dreng, kú og unga létt-
lynda stúlku,“ Förunautar sé
„úrvalsgott smásagnasafn11 !
og Móðir ísland „sannur
skáldskapur11. Og þar með er
komið að glæsilegasta afreki
Hagalíns, Konunginum á
Kálfskinni.
„Varla höfðu blöðin skýrt
frá bókinni „Móðir ísland“, i
þegar ný skáldsaga eftir
Hagalín, „Konungurinn á
Kálfskinni“, kom í búðar-
gluggana í Reykjavík. Það
er risaskáldsaga, meira en
500 þéttprentaðar síður, og
ef til vill sérstæðasta verk
íslenzkra nútímabókmennta“
(Það er nokkuð til í þvíl).
„Hún lýsir alveg sérstöku
þjóðfélagi, elliheimili, þar
sem gamli hákarlamaðurinn
Eiríkur Athaníusson og
margir aðrir séi-vitringar
reyna að endurheimta glatað-
ar tálvonir áður en lífið fjar-
ar út. í þessari bók beitir
Hagalín allri sinni laðandi
kímni og síhu broshýra háði,
sem hleypir innvortis ólgu í
lesandann.(!) Það sem fyrst
og fremst gefur bókinni gildi
er þó ekki stíllinn og hinar
skemmtilegu týpur, heldur sú
vizka sem dylst í brosi
skáldsins bak við söguna(!).
Hagalín er ekki skáld, sem
hleður bókum sínum undir á-
kveðna stétt (!); skáldgyðja
hans»starfar á langtum hreyf-
anlegri hátt, og þess vegna
veiit maður aldrlei hvað í
vændum er, þegar hann opn-
ar nýja bók eftir hann. Samt
er eitthvað óumbreytanlegt í
list hans, og í þessari bók
birtist það sem veraldarvizka,
dulin í brosi Don Quijot-
es(!)“
Enn er hlaupið yfir kafla,
þar sem segir að Hagalín sé
Björnspn íslands!
„Sem stendur eru miklar
deilur um Hagalín á Is-
landi(!), og kommúnistar
ráðást á hann af miklu ofur-
kappi.(!) Ástæðan er sú, að
hann hefur risið gegn gam-
alli og úreltri klíku marxist-
ískra kreddumanna, sem vilja
gera skáldskapinn að stjórn-
málalegu einkaleyfi óháðu
list (!).... Hagalíni hefur
skilizt, að stjórnmálalegt mat
á skáldskap setur svikið vöru
merki á bókmenntirnar. (!)
Auk þess stuðlar shk gagn-
rýni að því að rugla og eyði-
Mggja ung, ósjálfstæð skáld,
þar sem það er hið órjúfan-
lega lögmál Mfsins, að á með-
an hið persónulega þróast
frjálst með manninum, vex
skaphöfnin og hugmyndaflug-
ið, en þegar maður fær hug-
sjónakerfi á heilann, skrepp-
ur hann saman og fer að
sníkja af stéttinni til þess að
Bjarni M. Gíslason
Hann skrifar hól um Guðmund
G. Hagalín i Danmörku.
öðlast þannig ef til vill tekjur
um stundarsakir, verðlaun og
viðgang, svo sem 'það getur
fengizt með húrra- og bravó-
hrópum flokksbróðurins!“
(Það mun vera þetta sem
kallast „Ekko fra Tankens
Fastland").
„Að nokkru leyti er það
hið mikla skáld Halldór Lax-
ness, sem hefur gert það að
verkum að ýmsir litlir rit-
vélapots-heildsalar hafa
beygt sig í aulalegri undir-
gefni fyrir stéttinni (!), þar
sem þeir hafa haldið að Lax-
ness væri sv'ona vinsælt
skáld, af því að hann er
kommúnisti. Eftirætur hans
háfa aldrei tekið eftir því, að
hann hefur í skáldsögum sín-
um að miklu leyti losað sig
við heimspeki öreigans og
hefur í stað hins þjóðfélags-
lega og pólitíska fyrst og
fremst áhuga á mannssálinni
og samskiptum hennar við
veruleikann.C!) Það er þetta
sem gerir hann að skáldi, og
það er þetta, en ekki komm-
únistaþvaður hans, sem skap-
ar honum samhug margra
annarra en flokksbræðra
hans(!).
„Guðmundur Iiagalín telst
einnig — eins og fyrr er get-
ið — til þess tímabils, þegar
verkamannavandamálið fór
að láta á sér bera í öllum
stéttum þjóðfélagsins(!), og
þar sem hann er sjálfur sósí-
aldemókrati skyldi maður
ætla, að hann freistaðist til
að gera skáldsögur sínar að
móljr í þjóðfélagslegra og
fjánhagslegra skoðana. En
hann er of mikið skáld til
þess.(!) Að jBrennumönnum'
undanskildum brýzt mynd
lífsins (ileturbreyting Bjarna
M. Gíslasonar) ávah gegnum
mýnd tímans í list hans.
Meira að segja í jafn tíma-
bundinni bók og „Móðir ís-
land“ rekst maður á eitthvað,
sem bendir til undirstöðuatr-
iða mannlifsins. Aðalpersón-
an, Guðrún Gísladóttir, er í-
mynd þeirrar innri reisingar,
sem á áð béra — ekki aðeins
ísland — heldur okkur öll
burt frá niðurrifsöflum
styrjaldarinríar(!)“ (En í-
mynd hvers er kötturinn?)
„Hún er ekki notuð sem fyr-
irmynd eða hið andstæða,
heldur blátt áfram sem
manneskja, sem bendir á á-
byrgð okkar í því lífi, sem
við verðum að lifá, ög. þeirri
tilveru, sem við verðum að
þola(!).
„Auðvitað er hægt að
benda á ýmsar veilur í bck-
um Hagahns. Til dæmis
finnst mér hann of oft
högg-va sundur orðin með
þankastrikumf!), þegar hann
reynir að ná hljómáhrifum
talmólsins. Ennfremur eru
sarntöl persónanna stundum
of langdregin. Annars er
Hagalín öðrum fremur lista-
maður sem hefur tök á að
láta lesandann gruna að það
sé eitthvað hinum megin við
púnktinn(!). Stíll hans er
stuttorður og þróttmikill
eins og í íslendingasögum.C.)
Setningarnar geta orðið svo
samanþjappaðar og heil-
steyptar, að skáldsagan leysr
ist í rauninni upp og verði
að leikriti. Hann þreytir
aldrei lesandann með löngum
rökræðum, og hafnar. hverj-
um votti af illkvittinni smó-
munasemi fyrir hljóðláta
kímni, sem vætlar fram milli
lmanna.“ (Mikið af glæsileik
Hagalíns felst þannig „milli
línanna11, „hinum megin við
punktinn“ og „bak við sög-
una“).
„Margar af bókum Haga-
l'íns hafa verið þýddar á mál
ýmissa stórþjóða, en í Dan-
mörku er hann ókunnur mað-
ur.“ (Eftir því sem bezt er
vitað var þýdd eftir hann ein
smásaga á hollenzku fyrir
tuttugu ái’um). „En vonandi
verður þess ekki langt að
ibíða að hafizt verði handa
um að þýða bækur hans á
dönsfcu. Hann er maður sem
vert er að kynnast. Einn
þeirra, sem lemur hliðið með
kylfu til þess að krefjast
virðingar fyrir persónulegu
lífi mannanna.(!)“
Þannig lýkur þessari land-
kynningargrein Bjarna M.
Gíslasonar. Hún er líkleg til
að vekja nökkra furðu á ís-
landi. Og eflaust yrðu Danir
ekki síður hissa, ef greinar
Hagalíns um Bjarna væru
þýddar á dönsku.
M. K.