Þjóðviljinn - 13.07.1947, Blaðsíða 4
4
ÞJOÐVILJINN
SuruiudaguT 13. júlí 1947
þJÓÐVILJINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Préttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðust. 19. Síiaar 2270 og 7500
(eftir kl. 19.00 einnig 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg ltí, síml 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Askriftarverð: kr. 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
„Það vantar gjaldeyri“
Það hefur mikið verið talað um gjaldeyrisvandræði
eíðan heildsalastjómin tók við völdum.
„Gjaldeyrisforði landsins er eyddur og nú verður allt
að stöðvast“, er viðkvæðið hjá stjórninni, ef eitthvað á að
gera. Allir málaliðsmenn stjórnarinnar eru samtaka um að
mála þessi vandræði upp fyrir þjóðinni og brýna jafnframt
fyrir henni að gera nú hvorki kröfur um framkvæmdir né
nokkrar ráðstafanir í þá átt þar sem svona háskalega sé
komið efnahagnum.
Til þess að undirstrika voðann í þessu efni og hin geig-
vænlegu gjaldeyrisvandræði lætur svo stjórnin beinlínis
stöðva f jölda margar framkvæmdir, og skiptir þá engu máli
hvers eðlis þær eru. Menn, sem greiða þurfa veiðarfæri eða
aðrar nauðsynjar beint til framleiðslunnar eru látnir bíða
svo vikum skiptir eftir nauðsynlegum gjaldeyrisyfirfærsl-
um. Svo mikið hefur þótt við þurfa í þessu efni, að Lands-
bankinn hefur þverbrotið Iandslög og hrifsar til sín ráðstöf-
un gjaldeyrisins, allt í þeim tilgangi að hefta og tefja og
draga úr nauðsynlegri gjaldeyrisveitingu.
Atvinnulíf landsins hefur með þessum aðgerðum verið
stórkostlega lamað og áhugi manna til framleiðslustarfa
brotinn niður einmitt í þeim tilfellunum sem sízt skykli.
Hvað meinar ríkisstjórnin með sínum heimskulegu að-
gerðum í gjaldeyrismálunum ? Heldur hún að það bæti úr
gjaldeyrisvöntun, að Jón Árnason skammi hvern þann sem
í Landsbankann kemur til þess að fá aðkallandi lán til
beinna framleiðslustarfa ? Heldur hún, að stöðvun ýmissa
þeirra fyrirtækja sem nátengd eru framleiðslu-atvinnu-
greinunum sé leið til þess að auka við gjaldeyrisforðann ?
En hvernig hefur gjaldeyririnn verið notaður og hvarn-
ig er honum varið nú?
Miklum gjaldeyri hefur verið varið, fram til þess að
núverandi stjórn tók við völdum, til þess að kaupa ný fram-
leiðslutæki. Þessi notkun gjaldeyrisins er til gagns fyrir
gjaldeyrisöflun þjóðarinnar í framtíðinni og er þegar far-
in að gera mikið gagn. Þessi ráðstöfun gjaldeyrisins var
rétt en ekki röng eins og hrunstefnulið ríkisstjórnarinnar
reynir nú að telja mönnum trú um.
En gjaldeyri þjóðarinnar hefur líka verið evtt, og er
enn eytt mitt í öllu gjaldeyrisvolæðinu, til gjörsamlega ó-
nauðsynlegra hluta. Til hluta sem þjóðarheildin hefur síður
en svo hagnað af, heldur beinlínis tjón í mörgum tilfellum.
En braskaralýðurinn í landinu stendur fyrir þessari notk-
un gjaldeyrisins og þvi er gengið út frá henni sem sjálfsögð-
um hlut.
Á rrteðan flutt eru inn hundruð og jafnvel þúsundir
luxusbíla og síðan er eytt gjaldeyri til rekstur og viðhalds
öllum slíkum varningi, ættu ábyrg stjórnarvöld landsins
tkki að láta heyrast að gjaldeyrisvant sé til fiamleiðslunn
ar.
Á meóan búöargluggar Reykjavíkur glitra í gull-,
silfur- og öðrum skxaut-munum, ætti ekki að þurfa að
stöðva rekstur iójufyrirttekja, sem nauðsynleg eru fram-
leiðslunni. Og sú stjórn, sem viii viðhaída þ\'I fyrirkomulagi
að láta að jaínaöí iiokIa:i' iiUiid-uó heildsalaprangara vera
í snattferðalögum uti u.u aíiaa iielm, eyðandi gjaldeyri á
báðar hendur, hún ætti \ issulcga clcki að tala um gjaldeyr-
is/andræði.
Það mun ekki ofsagt að nokkur hundruð heildsala
Hve dýr á Stefán Jókann aÓ verða verkalýðnui
jSÉeláiii Jéhaimi télkisí st&
Þann 4. febrúar síðastliðinn
birti Alþýðublaðið • þjóðinni
þennan feitletraða fagnaðar-
boðskap: „Stefáni Jóhanni Stef
ánssyni hefur tekizt að mynda
ríkisstjórn.“
Já, honum tókst að mynda
hina „fyrstu ríkisstjórn Alþýðu
flokksins“, takið eftir Alþýðu-
flokksins!
í áratugi hafði þessi maður
fetað sig upp eftir bognu baki
íslenzkrar alþýðu. Hann hafði
að vísu aldrei í verkalýðsfélagi
verið. Hann hafði aldrei stund-
að nein framleiðslustörf hvað
þá að hann viasi, hvað verka-
mannavinna væri. Hans leið lá
í gegnum feitar stöður banka-
ráðsformannsins, brunabóta-
forstjórans og heildsalans, upp
í stól forsætisráðherrans.
Stefnuskrá hinnar „fyrstu
ríkisstjórnar Alþýðuflokksins“
var hin loðnasta, sem birzt hef-
ur í þessu landi. Tvennt var þó
skýrt og ótvírætt i henni: End
ir skyldi bundinn á nýsköpun-
arstefnuna, afætustéttinni
skyldi hlíft.
Ekki var „hin fyrsta stjórri
Alþýðuflokksins“ fyrr sezt í
stólana en samfelldur söngur
hruns og dýrtíðar bergmálaði
yfir allt landið. Nú átti að fara
að fórna. En það voru bara
verkamennirnir, alþýðan, sem
átti að færa fómirnar.
Stefán Jóhann kastar
hanzkanum
Þann 12. febrúar, fáum dög-
um eftir myndum „fyrstu ríkis-
stjórnar Alþýðuflokksins", fór
stjórn Dagsbrúnar á fund Stef-
áns Jóhanns og samráðherra
hans. Dagsbrún lýsti því yfir,
að hún hefði enga fordóma
gagnvart hinni nýju stjórn, en
að verkamenn vildu vita, hvort
þeir ættu von á árásum á lífs-
kjör sín eða ekki. Dagsbrúnar-
stjórnin gerði ríkisstjórninni
tilboð um óbreytt kaup, ef hún
vildi ábyrgjast, að ekki yrði
gengið á kjör verkamanna með
opinberum ráðstöfunum. Stefán
Jóhann hafnaði þessu tilbooi.
þar með kastaði hann hanzkan-
um framan í verkamenn og
auglýsti fyrirætlanir sínar, svo
sem á daginn kom. Mörgum
mánuðum seinna, þegar bönd
almenningsálitsins fóru að ber-
ast að honum, gaf hann út fá-
ránlega yfirlýsingu, sem átti að
skiljast þannig, að Dagsbrún-
arstjórnin hefði aldrei farið á
fund hans. Hann þorði ekki að
kannast við, að þetta samtal
hefði átt sér stað, því að þá var
málstaður hans orðinn gersam-
lega vonlaus. I stað þess sendi
hann þjóðinni tilkynningu, sem
sló því föstu, að Stefán Jóhann
hefði ekki skilið það, sem Dags-
brúnarstjórnin hafði haft fram
að færa.
Egndi vísvitandi til
verkfalla
Stefán Jóhann tók sér fyr-
ir hendur að lækka laun verka
manna með auknum niður-
greiðslum og frekari fölsun vísi
tölunnar. Mánuðina febrúar—
júní hafði hann -þamrig mörg
hundruð krónurur af hverri
launþegafjölskyldu.
Næsta skref hinnar „fyrstu
ríkisstjórnar Alþýðuflokksins“
var að leggja 45 milljóna króná
tollabyrðar á almenning í
landinu.
Þá fór Alþýðublaðið út fyrir
öll takmörk. Það fór langt fram
úr Bjarna Benediktssyni. Hann
réðist aldrei í það á 2. síðunni
að fullyrða afdráttarlaust, að
tollarriir skertu ekki hagsmuni
alþýðu að neinu leyti. Hann
taldi hyggilegra að takmarka
fullyrðingar sínar við það, að
„vægilega" hefði verið að farrð!
En Alþýðublað Stefáns Jó-
hanns! Það fullyrti dag út og
dag inn, að hægt væri að leggja
45 milljóna tolla á alþýðuna, án
eða starfsmanna þeirra, sé að staðaldri í siglingum við að
kaupa inn handa þeim 130 þúsundum sem landið byggja.
Allir vita að ekki þyrfti nema nokkra menn til að annast
þetta verk, en óþarfa-eyðslan á mannaflanum er þó ekki
það versta í þessu. Hitt er verra að þessi heildsalahópur
skaðar þjóðina um tugi milljóna í óhagstæðum innkaupum,
óþarfa innkaupum og i beinu svindli eins og sannazt hef-
ur og allir vita að er þó miklu meira en nokkrar tölur hafa
féngið að sýna.
En ríkisstjórn heildsalanna hefur ekki hugsað sér að
breyta þessu. Hún ætlar hins vegar að snúa hjólinu öfugt.
Óhjákvæmilegan innflutning á að skera niður, kjarkinn
á að draga úr framleiðendunum og stöðvun á sem flestum
sviðum athafnalífsins, — þetta eru hennar ráð.
Þeir menn, sem stóðu að því að keyptir voru til lands-
ins beztu togarar sem til eru í heimi, fjöldi vandaðrá fiski-
báta, nýjar verksmiðjur reistar o. s. frv., þeir menn eru
sagðir hafa „eytt“ öllum gjaldeyrisforða þjóðarinnar og
sett hana á gjaldþrotsbarm.
En heildsalarnir, sem nú ráða, mennirnir sem aka í
spegilskínandi amerískum lúxusbílum, rápa sí og æ út um
allan heim, þeir sem braska með glingur og skrautvarning,
— þeir eru nú hinir ábyrgu menn, sem vara þjóðina við of
mikilli gjaldeyriseyðslu!
^■■••r:.^smemmsswssím^s
: hins minnsta tjóns fyrir lmna.
j Enginn alþýðumaður átti að
verða var við þessar 45 milljóna
byrðar. Til viðbótar hinum
viðurkenndu sjö fur'ðuverkum
heimsins, hafði hið áttunda
skeð!
Með launalækkunum og tolla-
byróunum, sem Morgunbl.
skilgreindi sem ,,brjálæði“,
engdi Stefán Jóhann vísvitaudi
til andstöðu og þeirra verkfalla,
sem mest hafa orðið hér á landi.
En bak við það bjó ofmetnað-
arfull áætlun hans um að slá
verkalýðshreyfinguna niður,
svínbeygja hinn vinnandi mann.
Stefán Jóhann ber höf-
uðábyrgðina á verk-
föllunum
Öll þjóðin veit nú, að verk-
föllin voru verk Stefáns Jó-
hans fyr'st og fremst. Öll þjóðin
veit, að það hefði verið hægt að
semja án verkfalls.
En Stefán Jóhann vildi ein-
mitt verkfall og uppgjör við •
verkalýðssamtökin.
Það var hann og samherjar
hans, sem fundu það upp að
stimpla hógværar kaupkröfur
verkamanna sem ,,glæp“. Það
var hann, sem lét koma til
verkfalls án nokkurra sáttatil-
rauna. Það var hann, sem setti
„sáttanefnd", til þess að hindra
sarnninga, meðan erindrekar
hans og blað fullyrtu hvarvetna,
að nú yrði sumarlangt verkfall!
Það var hann, sem setti Guð-
mund í. Guðmundsson til þess
að storka Dagsbrúnarmönnum
með því að heimta, að kosið
yrði eftir falsaðri „kjörskrá"
Guðmundar sjálfs. Og það var
verk Stefáns Jóhanns fyrst og
fremst, að Dagsbrúnarmönnum
var boðið smánarboð með ó-
breyttu kaupi og stolnum á-
kvæðum úr gildandi samning-
um. Þessi benda staðreynda eru
þó ekki einu sannanirnar.
Eftir að verkfallið hafði
staðið í röskan hálfan mánuð,
kallaði „sáttanefnd" á aðila ti.l
viðtals. Það var þann 24. júní.
Alþýðublaðið tilkynnti með
steigurlæti, að þetta væri ein-
ungis gert til þess að framfylgja
lagabókstafnum! Stefán Jó-
hann lét hafa það eftir sér, að
það ætti ekki að sætta, þetta
ætti aðeins að vera til mála-
mynda.
Það er ómótmælanleg stað-
reynd, að á þessum fundi, sem
stóð yfir í aðeins nolckrar mín-
útilr, gerði „sáttanefnd“ Guð-
mundar I. Guðmundssonar enga
alvarlega tilraun til þess að ná
umræðug'rundvelli mUli aðila.
Þvert á móti flæmdi hún full-
trúa Dagsbrúnar af fundinum
með móðgaiuli og frekjulegri
firamkomu.
Það átti ekki að láta koma til
samninga. Stefáni Jóhanni og
þjóni hans tókst að lengja verk
fallið enn um tvær vikur.
Snorra-hneykslið er verk
Stefáns Jóhanns
Stefán Jóhann og lagsbræður
Framhald á 7. síðu