Þjóðviljinn - 13.07.1947, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN
Sunnudagur 13. júlí 1947
Elliott Boosevelt: 61.
1... • ;
Sjónarmiö Roosevelts
forseta
einhver skörð milli fjallanna. Hvað þolir faðir minn að
í'ljúga hátt?“
„Ekki hærra en 7500, og það er það allra hæsta.“
‘ „Gott og vel, ég ætla að tala við Bryan, hann hefur
þegar flogið svo mikið með föður minn að hann veit vel
hvað þetta gildir. Þú skalt ekki hafa frekari áhyggjur af
þessu, Mac, ég skal hugsa um það.“
Ráðstefnunni á hæðinni fyrir neðan lauk rétt fyrir kl.
■eitt. Eg fór niður til að heilsa forsætisráðherranum,
Harry Hopkins, og hinum sem ég hafði ekki séð síðan á
Casablanca — Marshall hershöfðingja, Arnold hershöfð-
ingja, King aðmírál, Somerwell hershöfðingja og brezku
foringjunum. Eg fékk ráðrúm til að spyrja föður minn
bvemig gengi með OVERLORD.
„Það gengur erfiðlega", brosti hann, „að minnsta kosti
frá sjónarmiði Bretanna. En áætlanirnar frá Kvíbekk eru
enn í deiglunni.“ Hann þagnaði augnablik og hélt svo
áfram. —■ „Þeir hafa nú lagt til að gera minni háttar
árás, ef til vill frá Noregi, en aðaláherzlan sé lögð á
Miðjarðarhafssvæðið. En það höfum við ekki fallizt á.“
Hann benti með höfðinu í áttina til Marshalls. „Georg
bershöfðingi er enn bezti maðurinn við ráðstefnuborðið.
Frá hans sjónarmiði er umræðuefnið aðeins þetta: hver á
að hafa æðstu stjóm hersins í innrásinni frá vestri ?“
Harry Hopkins. og John Boettiger komu nú til okkar
frá öðrum hóp og þeir fóru með föður mínum út í garð-
inn, við áttum að setjast að snæðingi. Við matborðið var
ekki rætt mikið um þetta efni. Harry minnti föður minn
á að Sjanghjónin ætluðu að halda drykkjuboð um kvöld-
ið.
„Já, það er satt! Eg hef engan tíma. Elliott það er
nokkuð handa þér. Hvað segirðu við því?“
„Drykkjuboð hjá Sjang? Ja, auðvitað, ef þú þarft ekki
á mér að halda.“
„í dag“, sagði faðir minn „verða aðeins nokkrar opin-
berar heimsóknir. Vertu hérna og talaðu við gestina
þangað til ég get tekið á móti þeim. En farðu svo um
hálf fimm leytið og heimsæktu Sjang“.
„Hvaða afsakanir á ég að færa þeim?“
„Vegna mín? Lawrence Steinhardt kemur að finna
mig kl. fimm“.
Steinhardt var þá sendiherra okkar í Tyrklandi, og
bað hafði verið mikið um það rætt, að Tyrkir myndu
nú taka þátt í styrjöldinni með Bandamönnum. Eg spurði
föður minn, hvort nokkur ákvörðun hefði verið tekin.
„Við höfum ekki komið okkur saman um neitt endan-
íegt“, sagði hann, ,,en ég hef tekið mína ákvörðun".
Harry Hapkins hló innilega. Það var auðheyrt að þeir
höfðu rætt um þetta áður, og að þeir hefðu verið ósam-
•mála ónefndum manni um þetta vandamál. Það var ekki
erfitt að reikna út, að sá ónefndi væri Churehill.
„Er ákvörðun þín um Tyrkland leyndarmál hér, pabbi?“
Hann hló: „Eg held næstum því að ég hafi sagt öll-
um frá því,“ sagði hann, „að Tyrkland tekur því aðeins
þátt í styrjöldinni okkar megin, að það fái hergögn í stór-
um stíl samkvæmt láns- og leigulögunum. Hvað ætlar
Tyrkland sér með þessum hergögnum? Aðeins að vera
nægilega voldugt að stríðslokum ? Winston telur, að Tyrk-
Ir eigi að fá þessi hergögn nú, og taka síðan þátt í stríðinu.
Hvers vegna? Hvers vegna finnst honum það, þegar
láns- og leiguveitingar til Tyrklands merkja minni undir-
búning undir innrásina í Evrópu ?“
„Ef Tyrkland væri okkar megin, myndi það ef til vill
styrkja kröfu hans um að hrekja Hitler frá Miðjarðar-
hafinu," stakk ég upp á.
„Já, ef til vill,“ sagði faðir minn háðslega.
Eftir hádegi hófust hinar „opinberu heimsóknir" sem
faðir minn hafði talað um, og hús Kirks sendiherra var
eins og Grand Central járbrautarstöðin, þegar ösin er
mest. Við tókum á móti gestunum í anddyri, fylgdum
þeim inn í dagstofu, fengum þeim eitthvað að reykja,
spjölluðum smávegis við þá. Þegar tíminn var kominn og
okkur hafði verið gefið merki, fylgdum við þeim út í
jgarðinn, þar sem faðir minn sat, ýmist með Harry eða
mér eða Pa Watson, hernaðarráðunauti sínum.
i!tmmiiiimnimniimimnTtiinimiiiiiiiiin!i!!
108. dagur
DULHEIMAR
Fiftir Phyllis Bottome
Hvorki Charles né Jane minntust einu orði á
þær.
En auðvitað voru blæðingarnar aðalhættan, og
höfðu alltaf verið það. Alec hafði ekki spurt fyrr,
en nú þegar uppskurðinum var lokið, og hann .þorði
að skoða í hug sér, þá lieyrði hann sjálfan sig
spyrja ,hvort þær ætluðu aldrei að stöðvast.
Hárið á Charles, sem var venjulega bylgjað, lá
slétt af hitanum. Svitaperlur stóðu á enni hans.
„Þessu er þá lokið“, sagði hann fremur kaldrana-
lega og án þess að líta á Alec, hvarf hann á bak
við tjaldið til að þvo sér.
Tíminn liafði þá haldið áfram að líða, þrátt fyrir
allt, því að sólargeislarnir streymdu inn í herbergið,
og eyddu áhrifum ljóssins inni fyrir.
Alec og Charles báru Sally á milli sín upp á lyfja-
deildina í herbergi, sem lá við hliðina á herbergi
Jane. Sally var mjög létt. Síðan skildu þeir í:ana
eftir lijá yfirhjúkrunarkonunni og fóru inn í her-
bergi Jane til að fá sér glas af víni.
Þeir höfðu verið á fótum alla nóttina, og innan
einna eða tveggja klukkustunda urðu þeir að vera
»
undirbúnir dagsverkið.
Charfes rauk til og opnaði frönsku gluggana á her
bergi Jane, eins og það væri hans eigið, og hallaði
sér út í gluggakarminn og horfði út í garðinn.
„Á ég að hringja eftir einhverjum í staðinn yðar,
Macgregor, í nokkra daga?“ spurði hann. „Við gæt-
um fengið lækni frá Gloucester eða St. Mary
Stowe?“ •
Alec hristi höfuðið, „ég vil heldur vinna“, sagði
hann stuttur í spuna, „hvernig sem fer“.
Charles drakk viskíið og steig út um gluggann út
á grasið. Það var auðsjáanlega ætlun hans að læð-
ast burt, án þess að tala nokkuð frekar við þau.
„Bíðið þér við dr. Drummond!“ sagði Alec, hvass
í bragði.
Charles sneri sér við og leit á hann.
„Eg er yður ákaflega þakklátur.“
Það var eins og Alec sliti út úr sér þessi orð,
næstum móti vilja sínum. Hann vissi ekki hvort
hann áttl að rétta fram höndina eða ekki. Ef
Charles hefur vitað, að Alec hefði fyrir fáum
klukkustundum ýtt drukkinni systur hans inn fyrir
húsdyrnar og skilið þar við hana í von um að Char-
les skyldi finna hana þar um' morguninn, mundi
hann þá vilja taka í hönd Alecs?
Vitanlega gæti svo farið, að Charles kæmist aldrei
að því og þó að hann gerði það, mundi hann ekki
ásaka Alec fyrir það hvernig Myra hegðaði sér,
en það var vafasamt hvort Charles mundi vilja
taka í hönd á manni, sem hafði langað ti! að vinna
honum tjón.
Charles leysti málið með því að rétta fram hönd
sína, og taka þétt og innilega í hönd Alec, og þeg-
ar hann leit á Alec voru augu hans eitthvað svo
undarlega lifandi og vingjarnleg, að Alec fann
koma tár fram í augu sér.
Þegar Charles var farinn — og hann fór mjög
fljótt án þess að segja nokkuð — sneri Alec með
þokuskyggð augu inn í herbergið.
„Jane“, stundi hann Hpp, „Jane“.
Hann fann að hann skögraði upp að Jane, þar
sem hún stóð mjúk og bein, og heyrði hana segja
hratt: „Svona, svona, gamli vinur! Svona, svona“.
Hann vissi elcki fyrr en hann lá á hnjánum hjá
henni með höfuðið í kjöltu hennar, og hristist af
ekka eins og brjóstið ætlaði að springa. Hann fann
til miskunsamrar svölunar, af styrkum höndum
hennar, sem þrýstu fast að brennheitu höfði lians.
Þær hvíldu á honum eins og aflausn, sem hann
bafði aldrei beðið um og hún var ekki fær um að
veitá.
32. KAFLI.
Charles stóð við rúm systur sinnar og virti hana
fyrir sér, með ástríðulausum augum. Sumarljósið
skein á rauðgult hárið og saklaus dimmblá augun
—ær litu upp til hans — eins og óróleg samvizka
hefði aldrei áreitt hana. Sjálfsvirðing Myru náði
sér auðveldlega aftur með líkamlegum ráðum. Strax
og hún hafði verið í baði, var komin í sítróngul
silkináttfötin, hafði etið góðan morgunverð, urðu
minningarnar frá nóttinni áður eins og þægilegt
fjarlæg endurskin. Engum sem sá hana hefði getað
dottið í hug að hún hefði fundizt dauðadrukkinn í
forstofunni í morgunsárið, verið borin upp stigann
og háttuð — nema ef til vill manninum, sem hafði
borið hana.
„Jæja, þér virðist líða orðið vel,“ sagði Charles og
andvarpaði af óbeit.
BBRNASAGA
iwleraugun
Skáldið hlýddi, og nú íannst honum
allt vera svo goit og íallegt, þegar hann
leit í gegnum rauðu gleraugun. Fátæktin
kom honum íyrir sjónir sem eitthvað
dýrðlegt og heilagt, og hann hugsaði:
,,Vinnan gerir manninn góðan og göfug-
an, hve hamingjusamir eru þeir, sem
göfgast í gegnum vinnuna tólf stundir á
sólarhring". Hann sá aftur sína atorku-
sömu vini í borgurunum, og þegar hann
kom fram fyrir konunginn, þá fékk hann
ofbirtu í augun af Ijómanum, sem af hon-
um lagði, og hann féll auðmjúkur á kné
sér.
Eftir þennan atburð var ró og friður
í landinu mörg, mörg ár.
Þó bar svo við, þegar unga skáldið var
orðið gamalt skáld og lá á banabeði sín-
um, þá tók hann gleraugun af hálfbrostn-
um augunum, og á því augnabliki íannst
honum hann aftur sjá það, sem hann hafði
séð sólbjarta sumardaginn á unga aldri.
Við rúm hans sat ung stúlka, sem með
mikilli alúð haíði hjúkrað honum. Skáld-
ið greip hönd hennar og sagði slitrótt:
„Gleraugun! Taktu af þér gleraugun!
Sjáðu!" Og í sama bili andaðist hann.
Unga stúlkan var hálf utan við sig,
þegar hún fór heim. Hún hafði ekki full-
komlega skilið orð hins deyjandi manns,
því að gleraugun höfðu ekki aðeins áhrif
á augun, heldur líka á heilann. Þau liðu
henni þó ekki úr minni, og stundum var
hún að brjóta heilann um það, hvernig
heimurinn myndi nú líta út, ef maður
gæti séð hann gleraugnalaust.
Svo giftist hún skósmið einum, og þeg-
ar fyrsta barnið þeirra, yndislegur dreng-
ur, fæddist, og hún sá hin fallegu, leiftr-
andi augu, þá duttu henni aftur í hug orð
skáldsins, og h.ún fór að hugsa um það,
hve sorglegt það væri að fela þessi fögru
augu bak við hin ljótu gleraugu. En það
var ekki um annað að tala, töframaður-
inn kom, setti gleraugu á litla Friðrik, og
þá var allt í lagi.