Þjóðviljinn - 14.08.1947, Síða 3

Þjóðviljinn - 14.08.1947, Síða 3
Fimmtudagur 14. ágúst 1947. ÞJÓÐVILJINN 3 Þegar við sem runnið liöf- um langleið æviskeiðsins og komnir erum á efri ár, stöldrum við á hinum ýmsu sjónarhólum og lítum um öxl, þá mun það oftast vera atvikaspursmál eða tilviljun hvar auga hugans nem ur staðar. Það er sagt og mun rétt vera að þangað leitar aug- að sem eitthvað er að sjá, eitt- hvað sem ber af því hversdags- lega éða gnæfir yfir það ai- genga. Af sjónarhólnum mínum í dag er þao hið gamla og mörgum kæra höfuðból Hraun í Grinda vík í Gullbringusýslu sem aug- að staðnæmist á. En orsök þess er sú að þennan mánaðardag fyrir eitthundrað árum er hann fæddur maðurinn sem iengst dvaldi þar þeirra karlmanna sem ég hef þekkt. Hraun er merkilegur staður, stórbýli á sinnar sýslu mæli- kvarða, dálítið afskekkt, sést naumast frá öðrum bæjum þó skammt sé á milli, stendur lágt, aðeins fá fet yfir sjávarmál, þar er gróðursnautt land þegar út- fyrir túnið kemur eins og víðast á Suðurnesjum. Þó er þetta feg ursti staður Gullbringusýslu, en sú fegurð liggur fyrst og fremst í þeirri stórfenglegu umgerð sem náttúran hefur lagt svo rausnarlega tii efnið í og smíð- að svo dásamlega úr gömlu gos- hrauni, himingnæfandi háfjöli- um og dimmbláu hafi, oftast skreyttu hvítfölduðum hol- skeflum sem aldrei þreytast í áflogunum við nesin og tang- ana. 75 ára gamalt ástar- ævintýri Það segir sig sjálft að stað- ur sem Hraun í Grindavík á mikla sögu, sögu sem fyllt gæti margar bækur ef hún væri skráð, þó ekki væri á lang- dregnu skáldamáli. Á stað eins og Hrauni, þar sem dvöldu 30— 40 manns að minnsta kosti á vetrarvertíðum, fólk á öllum aldri, karlar og konur, gerizt vitanlega mikill fjöldi ævintýra sem vert væri að bjarga frá gleymsku. En ég hugsa nú ekki hærra en það að minnast í fá- um orðum og mjög lauslega á eitt ástar-ævintýri sem gerðist á Hrauni fyrir nálægt 75 árum. Þá býr þar gamall búhöldur og bændaliöfðingi, Jón Jónsson hreppstjóri og dannebrogsmað- ur, sem þar hafði þá búið um langan aldur við hina mestu rausn og talinn maður ríkur. Jóni er þannig lýst að nokkuð væri hann einrænn í háttum, kallaður sérvitur, en að ýmsu leyti afburða gáfum gæddur og svo fundvís á föngin í skauti Ægis að um hann mynduðust hinar furðulegustu kynjasögur. En hvað sem sannleiksgildi þeirra sagna líður, þær verða ekki raktar hér, þá er svo mik- ið víst að Jón á Hrauni bar af samtímamönnum sínum í Grindavík um sjósókn og afla- sæld. Jón var tvíkvæntur, með fyrri konu sinni átti hann engin börn, en með þeirri síðari, Guðbjörgu I MAGNU Gísladóttur ættaðri undan Eyja fjöllum, sem hann sextugur gift ist þrítugri, átti- hann 2 dætur er til fullorðinsára komust, Sig- ríði og Guðbjörgu, en aðeins önnur þeirra, Sigríður kemur hér við sögu. Um þær mundir er Jóivdanne brogsmaður á Hrauni kvæntist síðari konu sinni Guðbjörgu, fæddist á Járngerðarstöðum í Grindavík piltur er lilaut nafnið Hafliði, foreldrar hans vóru hjónin Margrét og Magnús er þá bjuggu þar. Hafliði ólst upp hjá foreldrum sínum á Járn- gerðarstöðum. Strax í bernsku hneigðist hugur Hafliða að sjónum, og þótti hann þegar á ungum aldri liðtækur háseti í erfiðu skiprúmi. Rúmlega tvítugur að aldri réð ist Hafliði vinnumaður til Jóns bónda á Hrauni, en þá er lieima sætan Sigríður gjafvaxta og tvímælalaust einn álitlegasti kvenkostur á Suðurnésjum: Hug ir þeirra Sigríðar og Hafliða hneigðust brátt saman. en það fannst vandamönnum damie- brogsmannsdótturinnar allmiki! fjarstæða að hún færi að eiga blásnauðan vinnupiitinn og lögðu ýmsar hindranir á leið þeirra. En Sigríður var á al!t annarri skoðun, hún þverbraut allar hefðbundnar erfðavenjur í þessum efnum og gekk í hjóna- band með Hafliða sínura hvað sem hver sagði. Þegar athugað er hve lítill var réttur og takmarkað frelsi kvenna hér á landi fyrir þremur aldarfjórðungum, verður það ljóst að þetta átak Sigríðar var meira en venjuleg kona var fær um að gera. Blóðnætur eru hverjum bráð- astar, var eitt sinn mælt og svo reyndist hér um tengdafólk Haf liða. Furðulega fljótt náði hann fullum sáttum við það allt og vann fyllsta traust þess, og reyndist dugnaður hans og manndómur með mörgum ágæt um- hæfileikum þar áhrifarikt læknislyf. Þegar hér er komið sögu var Jón bóndi svo ellimóður orðinn að hinn ungi tengdasonur varð að taka við bústjórn og for- mennsku og þótti það í mikið ráðizt af svo ungum manni að setjast í sæti slíks mikilmennis sem Jón var, en aldrei hef 'ég heyrt annars getið en að Hafliði hafi skipað þennan sess með sóma og er það full sönnun þess að hann var enginn miðlungs- maður. Hafliði á Hrauni, eins og hann var venjulega nefndur, var í meðallagi að vexti, fríður sínum, ennið hátt, kinnarnar rjóðar, augun dökkblágrá, vel sett, lýstu góðlátlegu glaðlyndi og spilandi fjöri, enda var honum svo létt um allar hreyfingar að lengst ævinnar færði hann sig naumast úr einum stað i annan öðruvísi en hlaupandi. Þrátt fyr béudi á Mrtmmi í Grindarík Aldarminning ir glaðlvndið og léttleikann var hann þó þéttur fyrir og hélt hlut sínum er hann átti áleitni eða andstöðu að mæta. Þá skemmtun eina veitti Haf- liði sér, aðra en lestur bóka og blaða að hann greip stundum í spil með piltum sínum á vetrum í landl. og var þá sem ávait hrókur alls fagnaðar, en ástríða varð lionum spilamennskan Hafliði Magnússon. aldrei eins og dæmi voru til um suma menn. Tóbaks neytti Hafliði ekki, en vín mun hann aðeins hafa bragð að í hópi beztu vina en aldrei svo mikið að á honum sæi. „Fast þeir sóttu sjóiífti“ Það hef ég engan heyrt efast um að Hafliði á Hrauni hafi bor ið manna hæst merki aflamanna og sægarpa í Grindavík á síð- ari tugum síðustu aldar og það allt fram yfir síðustu aldamót.. Hafði Grindavík þó mannvali góðu á að skipa á þeim árum til sjósóknar og hefur það eflaust ennþá, mér er það ekki eins kunnugt í seinni tíð. í þeim sannmælum góðskáldsins um Suðurnesjamenn: „fast þeir sóttu sjóinn“ hafa Grindviking- ar ávalt átt sinn ríflega bróður part. Það eitt heyrði ég fundið að formennsku Hafliða á Hrauni að sumum hásetum fannst hann stundum um of þaulsætinn á sjónum, en trausts og virðing- ar naut hann alla sína löngu formennskuævi og aldrei skjátl- aðist honum stjórnin þó fast væri sótt og öldur Grindavíkur oft háreistar. Full 45 ár var Hafliði for- maður á Hrauni en á miðri fer- tugustu og sjöttu vetrarvertíð- inni kenndi hann nokkurrar van heilsu, lét hann þá af for- mennsku en við henni tók Gísli sonur hans. Óþarft er að taka það fram að skólamenntunar naut Hafliði vitanlega ekki, fremur en ai- mennt gerðist á þessum árum, en hann var fús á að afla sér fróðleiks, bókhneigður, las mik ið og naut þess vel því hann var gæddur óvenjulega traustu minni. I minningum mínum um það. fólk er ég hef kynnzt verða þau Hraunshjón, Sigríður og Hafliðj ávalt mcðal hinna. merkusf.u manna, en samlíf þe.irra hjóna' verður þó ávalt skemmtilegast.i og fegursti þátturinn úr þeirra löngu og gæfuríku ævi. Sigríður réri með bónda sínum Aldrei munu konur hafa stund • ið sjóróðra í Grindavík svo telj mdi sé n.ema Sigríður á Hrauni, íún reri með rnanni sínum á umrin nokkuð fram eftir æv- nni, en sjóinn sótti Hafliði ívern dag árið um kring þegar /eður leyfði. Fiskiróðrar Sigríð- ir var mér sagt að hefðu endað ! þann hátt að einn dag er verið 7ar á sjónum með handfæri, þá com stór hvalur upp á yfirborð jávarins rétt við síðu bátsins, n þá var þannig ástatt um Sig- íði að hún var komin langt á leið meðgöngutíma eins barns síns. Þetta varð hennar síðasti róður. Ekki mun Sigríður hafa verið margorð um þennan at- burð, hún var ekki æðrugjörn. Ungur að árum naut ég þeirr ar ánægju að hafa náin kynni af þessum ágætu hjónum, Sig- ríði og Hafliða. Sá kærleikur, virðing og traust er þau báru hvort til annars, öll sín mörgu sambúðarár og sem aldrei féll á nokkur skuggi, eru eitt hið fullkomnasta sinnar tegundar sem ég hef kynnzt hjá hjónum. Aldrei gerði Sigríður á # Hrauni eldhúsverkin að aðal- starfi sínu. Ekki var hún heldur mjög fast bundin við umönnun barna sinna á meðan þau voru ung, um þau annaðist að miklu leyti Guðbjörg móðir hennar á- samt annarri góðri konu, Hall- dóru að nafni, er eins og fleiri vinnuhjú dvaldi lengi á Hrauni og lézt þar í elli. En synd væri að segja það að verkaskiptingin á Hraunsheimilinu væri á þenn an veg af því að Sigríði hafi skort ástúð eða umhyggju börn- um sínum til handa. Sigríður var kona í stærra lagði á líkamsvöxt, þrekmikil, góðl. og staðfesta voru hennar sterkustu einkenni. Svo virðist sem henni léti betur útivinna en innisetur, og af því að hún var mikill dýravinur leiddi það eins og af sjálfu sér að skepnuhirð- ing varð hennar aðalstarf megin hluta ársins. Enda hefur það lengi verið venja á Suðurlandi, að þar sem bæði var sóttur sjór og stundaður landbúnaður þá önnuðust konur fénaðarhirðingu á meðan karlar unnu sjávarverk in. En segin saga var það að þegar Hafliði hafi lokið sjávar verkum, og þegar landlegur voru, gekk hann 'að hirðinga- verkunum með Sigríði, en að þeim loknum og þegar í bæinn var komíð, tók Sigríður rokkinn sinn eða prjóna eða aðra handa vinnu, en Hafliði bókina og las upphátt fyrir bæði og aðra þá er vildu hlýða. Af framansögðu er það ljóst að þegar Hafliði var ekki á sjónum voru þesa varla dæmi að þau hjónin sæust öðruvísi en bæði á einum og sama staðnum. Aldrei bjuggu þa,u Sign'ður og Hafliði nema á hálfu Hrauni, þar var alltaf tvíbýli frá því 6g man fyrst eftir og er þa-ð enn- þá. Lengst af var heimili þeirra stórt, um og yfir 20 manns að minnstakosti á vetrarvertíðuro. Það var skemmtilegt að heir.i sækja Hrauns-hjónin og eiga samræður með þeim; konan va: eigi síður en bóndinn góðum vits munum gædd, minnug og fróð, í • þeim efnum sem öðrum studdu þau hvort annað, enda áttu þau. ávalt gnægðir umræðuefna til skemmtunar, fróðleiks og upp- byggingar. Bezta lýsingu og saimasta mynd af Hafliða finnst mér vera að finna í tveimur formannavís um sem ortar voru um hann. skömmu fyrir síðustu aldamót af hagyrðing einum er í Grinda vík dvaldi á þeim árum. Að vísu orti sá maður um alla þá- verandi formenn Grindavíkur, en vísurnar um Hafliða eru þess ar: Sínum knör af kappsemi, korða börinn heppnasti ( Hrauns úr vör hann Hafiiði halda gjörir með liði. Aflamaður mesti þar, menntir hraður ástundar. Innist glaður alstaðar að sér laðar þjóðirnar. Sigríður og Hafliði eignuðust. 7 börn sem náðu fullorðins- * aldri, 3 syni og fjórar dætur, eitt barn misstu þau ungt. Bör:i in sem upp komust voru þessi, talin eftir aldursröð ofan frá, synirnir sér og svo dæturnar. Synir: Jón, Gísli og Magnús. Dætur. Þóra, Engilbertína, Margrét og Kristín. Af þessur.i 7 systkinum eru nú aðeins 4 á lífi: Gísli og Magnús, bændur á ættaróðali sínu, Hrauni. Mar- grét húsfreyja á Stærribæ, Grímsnesi Árness. og Kristí::., gift kona, býr á Barónsstíg 24 í Reykjavík. Það má með sanni segja ur.a Sigríði og Hafliða að þau höfc .i barnalán í bezta lagi. Ráðvand- ara sómafólki hef ég ek> i kynnzt. Nú þegar við minnumsí ald- ar afmælis Hafliða á Hrauni, veit ég að við öll sem höfðum kynni af honum í lifanda lííi sendum honum og Sigríði hug- heilar þakklætiskveðjur í gegn- um tjaldið ógagnsæja og hlökk um til samfunctenna við þau á ókunna landinu. Mætti landi voru auðnast að fóstra mörg hjón þeim Iík. Reykjavik, 14. ágúst 1947. Elías Guðmundsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.