Þjóðviljinn - 14.08.1947, Page 5
Fimmtudagur 14. ágúst 1947.
ÞJÓÐVILJINN
Hin árlega úthlutun Sovét-
verðlaunanna er mikill viðburð
ur í menningarlífi Sovétrikj-
anna. Uppskera liðins árs er
mæld og vegin, og maður fær
góða hugmynd um, hvað nýtt
hefur komið fram, og á hvaða
atriði megináherzla er lögð.
Þetta á við um allar gr. menn
ingar og vísinda, og þótt við
f jöllum hér einungis um úthlut-
un bókmenntaverðláunanna, er
það ekki til að gera lítið úr
öðrum þáttum menningarlífsins,
heldur til þess, að reyna að
lýsa innan ákveðins ramma
þeim stefnum, sem mestu ráða
í Sovétríkjunum í dag.
Það er vissulegá ekkert leynd
armál, að sovétbókmenntirnar í
dag hafa fundið sér viðlag, og
ýmsir erlendir froðusnakkar
hafa í því tilefni þótzt geta séð
fram á lögboðnar eða herskyld-
ar sovétbókmenntir, sem ættu
séf ekki annað hlutverk en lof-
syngja flokksstefnuna, ef bezt
léti 'í ýmsum tóntegundum. Við
höfum- hinsvegar ástæðu til að
ætla, að viðlagið muni þvert á
móti leiða af sér fágaðri list,
og þegar maður kynnir sér
þau verk, sem hafa verið sæmd
Stalínverðlaununum sem beztu
skáldrit ársins, fær maður öfl-
uga staðfestingu á þessari skoð-
un.
Önnur fyrstu verðlaunin fyr-
ir skáldsögur féllu í hlut ungs
og til þessa ókunnugs Lenin-
grad-rithöfundar, Elmar Griin,
fyrir skáldsöguna „Sunnanvind-
ur“, sem fyrir skemmtilega til-
viljun birtist fyrst í október-
hefti hins margumtalaða tíma-
rits „Zvezra“. „Sunnanvindur“
er bók, sem er í alla staði jnjög
athyglisverð, einkum með tilliti
til þess, að sagan gerizt á Norð
urlöndum. Aðalpersónan er
finnskur leiguliði, Einári Pit-
kániemi, smávaxinn maður, sem
mitt í hinni fjárhagslegu og
líkamlegu kúgun, sem hann verð
ur að sæta, hefur ringlast af
hinum taumlausa stórfinnska á-
róðri, og á langa og torsótta
Ieið fyrir höndum til að öðlast
skilning á stöðu sinni í heimin-
um. Það er styrjöldin, sem verð
ur til þess að Einári rumskar.
Vígbúnaðinum sjálfum er lýst. á
sterkan og sannfærandi hátt.
Við sjáum Einari fyllast æðis-
gengnu hatri á Rússunum.
Hann trúir því, að hann sé send
ur út af örkinni til að verja
land sitt fyrir hinum „blóð-
þyrstu Bolsévikum", sem hinn
ósigranlegi finnski her muni
bráðlega koma fyrir kattarnef.
En rás viðburðanna kemur hon
um fljótlega á aðra skoðun.
Strax í fyrsta bardaganum, í ná
vígi við særðan rauðahersmann,
í fangavistinni, þár sem hann
kynntist lifandi rússnesku fólki
eins og það gengur og gerist,
opnast augu hans fyrir lýginni,
sem hr. Kurkimáki og aðrar
blóðsugur hafa haldið að hon
um og allri finnsku þjóðinni.
Einári snýr heim sem nýr
maður, og það sem meira er,
hann snýr heim til nýs lands,
sem að minnsta kosti er farið
að kynna sér lýðræði.
Elmar Griin er fágaður skáld
sagnahöfundur. Stíll hans getur
virzt dálítið þurr og snúðugur,
en styrkur hans liggur einmitt
í þessari listrænu hlédrægni.
Lýsingarnar á hinni þungbúnu
finnsku náttúru eru frábærilega
vel gerðar, og hann þekkir til
Erik Horskjœr:
smtfr á
Stalmverðlaununum í bókmenntum hef-
ur nýlega verið úthlutað, og í greininni segir
danski höfundurinn Erik Horskjær frá þeim
sovéthöfundum, sem hlotið hafa þessa bók-
menntalegu viðurkenningar.
hlýtár það sem hann skrifar
um. Griin er af eistlenzkum ætt
um, og það er sennilega skýr-
ingin á hinni staðgóðu þekk-
ingu hans á baltneskri náttúru
og baltnesku fólki. Við hér í
Danmörku vitum ekki of mikið
um Finnland, og Griin hefur
gert þessum umbrotatímum
betri skil en finnskar bókmennt
ir geta stært sig af í dag. Bók
hans er í fremstu röð skáld-
sagna.
Hin fyrstu verðlaun fyrir
skáldsögur hlaut kvenrithöfund
urinn Vera Panova fyrir skáld-
söguna „Samferðamenn". Það
er erfitt að gera tæmandi þýð-
ingu á nafninu, sem á rússn-
esku er „Sputniki“. Það eru tvö
orð 'í rússnesku: „poputniki11
og „sputniki", sem bæði má
þýða með orðinu „samferða-
menn“, hið fyrra er notað um
fólk, sem að vísu er samf., en
allt um það án samb. hvert við
annað, en hið síðara felur í sér
annað og meira: Fólk, sem er
samferða að einu og sama
marki fyrir eitt og sama mál-
efni. Það er síðari merkingin
sem felst í titlinum á bók Veru
Panovu. „Samferðamenn“ segir
frá fólki í sjúkralest á stríðs-
árunum, ■— litlum heimi út af
fyrir sig, vandamálum hans og
órjúfandi bræðralagi, og það
fólk, sem við kynnumst þar, lif-
ir og starfar samkvæmt sömu
lögmálum og við sömu skilyrði
og allur þorri manna í hinu víð
áttumikla landi. Vera Panova
hefur ekki einungis viljað draga
upp mynd af hinu glæsilega
framlagi sovétþjóðarinnar til
varnar lands síns. Á bak við
frásögnina vakir ósk hennar,
að lýsa hinum nýju hugsjónum
kommúnismans, hinu nýja
mannkyni, sem með viðmóts-
þrótti sínum gegn raunum styrj
aldarinnar hefur sannprófað ó-
sigranleilt sinn. Það er margt
í „Samferðamönnum“, sem bend
ir fram yfir stríðið og vanda-
mál þess, og kannske er það
einmitt þetta, sem vegur skáld-
söguna yfir flestar aðrar stríðs
bókmenntir.
Svipaðir kostir einkenna einn-
ig hina þrjá annarra-verðlauna-
höfunda fyrir skáldsögur. Pjotr
Versjigora var fyrir stríðið kvik
myndaleiðbeinandi í Kiev, en
rás viðburðanna kom honum í
kynni við hina nafnfrægu bryn-
drekasveit Kovpaks hershöfð-
ingja, en í henni barðist hann
sem liðsforingi. Lýsing hans á
bryndrekastyrjöldinni „Fólk
með hreinan skjöld“, ^yakti
j mikla athygli, þegar hún kom
J út, og það með réttu. Versji-
gora hefur lýst persónum sín-
um af djúpri lífsvizku og ósveigj
anlegri sannieiksást — baráttu
félögum sínum, fólki með hrein
an skjöld gagnvart þjóð sinni.
Viktor Nekrasoff, sem er höf-
undur bókarinnar „I skotgröf-
um Stalíngrad", er liðsforingi í
verkfræðingahersveitunum Ýms
ir kunna að' halda því fram, áð-
ur en þeir hafa lesið bókina, að
efninu „Stalíngrad“ hafi þegar
verið gerð tæmandi skil í bók-
menntunum, en við megum ekki
gleyma því, að bardagarnir um
þessa heimskunnu borg hljóta
ævinlega að vera ofarlega í hug-
um sovétþjóðanna, og með hin-
um kjarnyrta, ljósa stíl sínum
hefur'Nekrasoff vissulega bætt
ýmsu við myndina af hetju-
vörn Stalingrad. Þriðji höfund-
urinn, sem hlaut önnur verð-
launin fyrir skáldsögur, er gam-
all kunningi dönsku þjóðarinn-
ar: Boris Polevoj varð fyrstur
sovéthöfunda til að kveða sér
hljóðs í Danmörku hernámsár-
anna, með frásögn sinni af
fyrstu dögum stríðsins, „Að
baki víglínu fjandmanna", sem
var gefin út í trássi við þýzka,
setuliðið af Kommúnistaflokki
Danmerkur. Þá kynntumst við
honum- sem töfrandi rifhöfundi,
og liin nýja skáldsaga hans,
sem hlotið hefur Stalínverðlaun
in, „Saga um ósvikið karl-
menni“, staðfestir til fulls ágæti
hinna fyrstu kynna. Þetta er
frásögn af sovétflugmanni, sem
er skotinn niður á bak við víg-
línu óvinanna og verður að sigr
ast á ofurmannlegum þjáning-
um til að brjótast í gegn til
sinna eigin manna og geta hald
ið áfram baráttunni.
Veiting fyrstu verðlaunanna í
ár fyrir leikrit kom engum á
óvart, sem gert hefur sér far
um að fylgjast nokkurn veginn
með sovétbókmenntum. Það gat
enginn vafi léikið á því, að þau
hlutu að falla í skaut Konstant
in Simonoff fyrir hið hárbeitta,
tímabæra og ágæta leikrit
„Rússneska vandamálið“. í fám
orðum sagt afhjúpar höfundur-
inn þar hið maðksmogna „rit-
frelsi“ blaðakosts auðvaldsríkj-
anna. Það er. leikrit, sem standa
mun styr um í nánustu framtíð,
og það ætti ekki að fela það
fyrir dönskum leikhúsgestum.
Önnur verðlaun fyrir leikrit
hlaut maður með norrænu nafni,
Ágúst Jakobsson, einn stór-
brotnasti persónuleiki í eist-
lenzkum bókmenntum. I fjölda
skáldsagna og leilcrita hefur
hann, síðan hann kom fyrst
fram sem rithöfundur 1927,
kortlagt hið eistlenzka samfé-
lag, fylgt þróun þess frá því að
vera hálffasistiskur vanskapn-
ingur til sovétlýðveldis, og leik-
rit hans, „Lífið í kastalanum",
tekur til meðferðar aðalþáttinn
í sögu Eistlands nútímans ■—
umsköpun frá hinu gamla til
hins nýja lífs. „Kastalinn" er
hluti menntamanna, sem hann
lýsir hér, þeirra manna, sem
reyndu að múra sig inni, hliðra
sér hjá vandamálunum. Með
glæsilegri dramatískri leikni
dregur Jakobsson upp mynd af
ýmsum hópum eistlenzkra
menntamanna og leiðir hesta
Konstantin Simonoff.
þeirra saman. Fáein af verkum
Jakobssonar hafa hingað til ver
ið fáanleg á öðrum málum en
eistlenzku, og það er því enn
þakkarverðara, að nefndin frá
æðsta ráði Sovétríkjanna, sem
ber fram tillögur um, hverja
skuli sæma þessum mikla heiðri,
hefur veitt honum verðuga at-
hygli, og verðlaunin munu vafa
laust stuðla að því, að meira
verður þýtt og lesið af hinum
veigamiklu verkum hans.
Hvað Ijóðskáldunum viðvík-
ur, er erfiðara að gera þeim
viðunandi skil vegna þess,
hvers eðlis listgr. þeirra er, en
stutt kynning ætti þó ekki að
koma að sök.
I því sambandi er einnig vert
að veita því athygli, að fjögur
af þeim fimm skáldum, sem
verðlaunin hlutu, eru ekki af
rússneskum uppruna. Önnur
fyrstu verðlaunin hlaut lithau-
isk skáldkona Salome Neris,
sem andaðist 1945. Því miður
er mér ókleift að gefa neina
liugmynd um skáldskap hennar
svona undirbúningslaust, en
þau orð, sem hún, óbreytt
kennslukona, hóf með skáldskap
arferil sinn 1931, geta staðið
sem fagurt minnismerki yfir
einu mesta skáldi Lithauen:
„Héðan í frá ætla ég að berjast
gegn arðræningjum verkalýðs-
ins, og í skáldskap mínum mun
ég leitast við að vinna með
hinum eignalausa múg á þann
hátt, að ljóð mín túlki viðleitni
hans og hugsjónir í baráttu al-
þýðunnar og verði mér vopn í
þeirri baráttu". Hin fyrstu-
verðlaunin hlaut Grússíumaður-
inn Símon Tjikovani fyrir „Ljóð
ið um Davíð Guramisjvili“,
grúsískt skáld og frelsishetju
frá 18. öld.
Önnur verðlaunin hlutu þrjú
skáld: Aleksander Tvardovskij
fyrir prýðilegt dramatískt ljóð,
„Húsið við veginn“, um eigin-
konu rauðahersmanns, sem
þrátt fyrir það, að hún er barns
hafandi, er hrakin í þrælkun t:il
Þýzkalands, og þar fæðir hún
barnið í hræðilegri eymd. Þrátt
fyrir hið óhugnanlega efni kvæð
isins, bregður 'fyrir í því tærri
ljóðrænu. einkum í lýsingunni
á börnunum, og stöðugt lifir
vonin um frclsið. Petr Brovka,
sem einnig hlaut önnur verð-
laun, er Hvítrússi eða Belo-
rússi. Ljóð hans eru í nánum
tengslum við belorússnesk þjóð-
kvæði, og hið alþýðlega form
Fyrir þremur árum áttu ís
lendingar á sjötta hundrað
milljónir króna innstœður er
lendis. Aldrei á ævi sinni -
hafði ísl. þjóðin verið svo rik
þarna voru auðævi saman
komin sem hefðu getað
tryggt henni undirstöðu að
velmegun allra þegna sinna.
•k
En þessi auðæfi lentu í
ránshöndum. Hefði Sósíalista-
flokkurinn ekki hafið nýsköp
unarhugsjónina til vegs í ís-
lenzku stjómmálalífi, er
hætta á að öll þessi auðœfi
hefðu farið sem eyðslueyrir,
megnið í hina gráðugu gróða
hít sníkjudýranna á íslenzka
þjóðarlíkamanum, heildsal-
ana.
Sósíalistar lögðu til að all-
ar innstœðurnar erlendis
yrðu notaðar til nýsköpunar
atvinnuveganna, og er ekki
ólíklegt að því hefði fengizt
framgengt við myndun ný-
sköpunarstjórnarinnar 1944,
ef Alþýðuflokkurinn hefði
ekki með ,,skilyrði“ sínu,
lækkað kröfumar niður í
300 milljónir.
Mestur hluti hinna inn-
stæðnanna hefur farið í ráns
hít sníkjudyranna, ofsagróða
heildsala, húsasvindlara og
annarra braskara, vegna þess
að svindlararnir þafa undir-
tökin í Sjálfstœðisflokknum,
og fjármálastjórn Péturs
Magnússonar og J óhanns
Jósefssonar hefur verið eins
og heildsalarnir sjálfir sætu
þar — og kannski hafa þeir
setið þar! (S. Árnason & Co.)
Nú sjá þessir fjármálaspek
ingar Sjálfstœðisflokksins
ekkert annað ráð en að táka
dollaralán J Bandaríkjunum,
til þess að íslenzku heildsala-
sníklarnir haldi áfram að
græða jafnhóflaust og hingað
Framh. á bl. 7.
þeirra verður enn áhrifameira
vegna hins nútímalega inni-
halds. Enn ljóðrænni er Úkra-
ínumaðurinn Andrej Malysjko,
sem er þriðja skáldið er hlaut
önnur verðlaun, en hann sækir
einnig efniviðinn í kvæði sín.
béint frá raunveruleikanum. ÖIL
þessi fimm skáld færa okkur
eitthvað sérkennilegt og verð-
*mætt úr riki sovétskáldskapar-
ins, þó hvert með sínum hætti,
og maður hlýtur að fagna þeim
fjölbreytileik, sem kemur fram
við úthlutun verðlaunanna.
Yfirleitt verður ekki annað
sagt, en að þessar verðlauna-
bókmenntir séu ágæt afsönnun
þeirrar fullyrðingar, að bók-
menntir í sósíalísku landi glati
lífi sínu og margbreytni. Sovét-
bókmenntirnar láta enn að scr
kveða, einnig á heimsmæli-
kvarða, bæði hvað viðvíkur list
gildi og efnisvali.
Erik Horskjær. 1