Þjóðviljinn - 14.08.1947, Blaðsíða 6
6
ÞJÓÐVILJINN
Fimmtudagur 14. ágúst 1947.
Elliott Rocsevelt: 86.
Sjónannið Hooserelts
forseta
iwiiimniiniminnniinnninnfiiinmninuuinraimiiiiiiimniiiiinimmnniiiiiiiTiiinmmiiimuiiHiiimí
133. dagur
DULHEIMAR
að það hefði mátt ætla að það hefði verið hann sem stjórn-
aði áttunda hernum brezka.
Eg hafði verið önnum kafinn, þangað til faðir minn
kom til Karþagó, við að koma upp hermannaeldhúsi. Við
snæddum í villunni sem faðir minn dvaldi í en maturinn
vár að öllu leyti tilreiddur af hermönnum að undanskild-
um þjónunum. Það voru tveir ítalskir stríðsfangar. Þessi
miðdegisveizla var haldin til heiðurs einum af liðsforingj-
unum í herdeild minni, David Brooks frá borginni Okla-
homa, hann hafði verið hækkaður í tign. Eg efast um að
nokkur annar ungur liðsforingi hafi nokkru sinni haft
slíka heiðursgesti við svona tækifæri. Viðstaddir voru auk
æðsta stjórnanda hersins, fimm hershöfðingjar, þar á
meðal yfirmaður Bandamannaherjanna, yfirmaður banda-
ríska flugflotans á miðjarðarhafsvígstöðvunum, og 'enn-
fremur þrír aðmírálar, Leahy, Mclntire og Brown. Eg.
hef grun um að leyniþjónustumennirnir sem voru í fylgd
með föður mínum hafi verið töluvert smeykir gagnvart
ítölsku þjónunum okkar. Allan tímann sem á máltíðinni
stóð vöktu tortryggin augu yfir hverri hreyfingu þessara
vesalings manna. En það var ekki ætlun þeirra að vinna
neinum tjón. Öllu fremur furðuðu þeir sig á að þeim
skyldi leyft að hafast við í sama lierbergi og þjóðar-
leiðtogi. Seinna sögðu þeir mér frá því, og höfðu þá enn
ekki jafnað sig eftir undrunina, að þeir hefðu talið óhugs-
andi að komast þannig í návist Mússólinis eða Viktors
Emanuels, því að jafnvel áður en stríðið hófst myndi á
Italíu hafa verið litið á þá sem hugsanlega fjandmenn
ríkisins. Að miðdegisverðinum loknum fékk ég ekkert ann
að að vita en að fullnaðarákvörðun hefði verið tekin um
að Eisenhower stjórnaði hinum sameiginlegu innrásarað-
gerðum. Faðir minn sagði að Marshall, sem enn var í
Kairó, myndi tilkynna honum það, og fyrr mætti hann
ekki frétta neitt um það. Faðir minn var svo þreyttur
þetta kvöld að hann var á takmörkum þess að vera upp-
gefinn. Og samt átti hann eftir að fara eina liðskönnunar-
ferð. I raun og veru var honum það áhugamál að lengja
þá ferð og fara ekki aðeins til Möltu og Sikileyjar heldur
alla leið til ítalíu, en Eisenhower hafði enn einu sinni
gripið í taumana og netað samþykki sínu og að öðr-
um kosti afsagt að bera ábyrgð á ferðinni.
Þótt faðir minn væri þreyttur bar fas hans þöglan
vott um unninn sigur. Hann minnti á mann sem hefur
unnið afrek að takmörkuðu leyti. Morguninn eftir var
hann kominn á fætur á undan mér og floginn af stað
til Möltu í flugvél af C 54-gerð, með fylgd orustufiug-
véla, („Malta lá undir stöðugu eldregni frá himnin-
um, alein en óhrædd, sem lítið, skært ljós í myrkrinu
— viti hinna bjartari daga sem þegar eru runnir upp“)-
Frá Möltu flaug *faðir minn til Sikileyjar, þar sæmdi
hann Mark Clark heiðursmerkinu Distingised Service
Cross. Þetta kom Mark Clark alveg á óvænt, því hann
hafði enga hugmynd um hversvegna hann hefði verið
kallaður þangað frá Italíu. Eg var úti á flugvellinum
til þess að taka á móti föður mínum þegar hann kom
aftur til E1 Aouina klukkan fimm. Um kvöldið klukkan
átta sátu ekki aðrir til borðs með honum en aðstoðar-
menn hans: Leahy, Brown, Mclntire, Pa Watson og ég.
Hið eina sem mig langaði til að vita hjá honum, þegar
hann lagði af stað heimleiðis morguninn eftir, gat
hann auðvitað ekki sagt mér. Mig langaði til að vita
hvort Tooey Spaatz ætti að fara til Englands með Ike,
en af því gat ég ráðið hvort herdeild mín fengi tækifæri
til þess að taka þátt í innrásinni. Vitneskja föður
míns náði ekki nema til annarrar tröppu niður í metorða-
stiganum og starf Spaatz var ekki ákveðið á svo „háum
stöðum“. Og þegar öllu var á botninn hvolft þá vildi faðir
minnn ekki ræða um annað, þetta síðasta kvöld, en
þá örlagaríku árangra sem honum hafði tekizt að ná
þessa mánuði sem hann dvaldi fjarri Ameríku.
„Sameinuðu þjóðirnar", sagði hann við mig í gieði
sinni þetta síðasta kvöld, „fólk heima, þingmenn og
leiðaraskrifarar, tala um Sameinuðu þjóðirnar eins og
eitthvert stríðsfyrirbrigði. I þessu felst tilhneiging til
að vega aftan að Sameinuðu þjóðunum með því að segja
að við séum sameinaðir einungis vegna þess að við
erum neyddir til þess vegna stríðsins. Stríðið er ekki það
afl sem hefur neytt okkur saman. Eftir stríðið — einm-
Efiir Fliyllis Bottome
um það, sem var efst í huga hans.
„Eg hef séð Sallý. Það er stórkostlegt, er það
ekki? Hverju álítið þér að það sé að þakka, að
hún er komin svona fullkomlega til sjálfrar sín.
Það er ekki snefill eftir af þessum
óhugnanlega heilaspuna. Eg efast um, að hún viti
sjálf af því að hún gekk með þessa firru.! Mig
langar að vita hreinskilnislega, hvað þér álítið
um það“.
Charles hleypti brúnum. Hann var reiðubúinn
innan vissra takmarka að tala um Sally. Hann
viðurkenndi, að Alec var í sinum fulla rétti að
spyrja um álit hans viðvíkjandi, konu' sinni.
„Eg leit aldrei eins alvarlega á hina andlegu
hlið sjúkdómsins eins ög bæði þér og dr. Everest
gerðu“, sagði Charles hæglátlega útskýrandi. „Eft-
ir að okkur heppnaðist með uppskurðinn, bjóst ég
alltaf við, að hún mundi ná sér fyllilega. Þessi
sjúklega ímyndun hennar fannst mér alltaf hljóta
fremur að stafa af móðursýkiskasti heldur en veilu
á geðsmunum. Þér megið ekki misskiíja mig. Eg
held ekki, að frú Macgregor sé á nokkurn hátt
ein af þeim konum, sem haldnar eru móðursýki,
en við getum öll, ef tilfinningar okkar verða fyrir
alvarlegu áfalli, farið út af sporinu. Undirvitund
frú Macgregor er heilbrigð — en þar í liggur aðal-
munurinn milli geðveikis- og móðursýkissjúklinga,
er það ekki rétt ? Ef um geðveiki er að ræða, er
undirvitundin sjúk, og bati sjúklegs heilaspuna
getur því verið vafasamur. En þegar um móður-
sjúkan sjúkling er að ræða, þá hefur hin meðvitaða
vitund, af einhverjum ástæðum, flæmt sjálfa sig
út í þessa hugarvillu og líkamleg breyting —
eins og í sambandi við meiðsl konu yðar, gefur
vitundinni ráðrúm til að jafna sig, eftir mót-
mælin“.
Alec kunni ekki við orðið „mótmæli", en hann
gerði ekki athugasemd við það. Charles reyndi
heldur ekki að leggja sérstaka áherzlu á það, en
hann hafði ekki neina sérstaka löngun til að hlífa
honum við öllu.
„Gott og vel“, sagði Alec og hallaði sér fram og
horfði á Charles hvössum augum, fullur af ákafa.
„Þetta sem þér segið hljómar allt mjög skyn-
samlega, og ég er eiginlega á sama máli og þér
— en er bati hennar fullkominn? Ilugarblekkingin
er horfin — Sallý er Sallý, auðvitað — en er hún
nógu kát? Eg bjóst ekki við, að hún hefði meira
líkamsþrek, en einhvern veginn hélt ég, að hún
mundi verða glaðari við að sjá mig! Hún -— hún
grét dálítið fýrst, þegar ég kom inn. Hún sagði
það væri af gleði, en ég gat ekki almennilega trúað
því — hún leit ekki út fyrir að vera neitt sér-
staklega kát!“
„Já“, sagði Charles, „við vitum, að hún var
ekki hamingjusöm þegar hún veiktist, og fýrir utan
að vera meðvitundarlaus, get ég tæplega séð að
liingað til liafi nokkuð sérstakt komið fyrir, sem
gæti glatt hana sérstaklega".
„Myra er farin“, sagði Alec hirðuleysislega. Sallý
veit það! Og hún veit líka, að ekki sé ég eftir
henni! Hún veit, að ég er kominri aftur til hennar,
samur og ég hef alltaf verið, ef þér viljið heldur, að
ég orði það þannig! Persónulega viðurkenni ég
ekki, að ég hafi nokkurn tíma, í raunverulegri
merkingu, yfirgefið hana — en auðvitað gat hún
ekki vitað þáð. Eg hegðaði mér eins og fantur, og
það er fyrsta sporið til að verða það, en það er
ekki sama, hvers vegna maður stígur slíkt skref,
er það ? Hvers vegna ætti nú ekki allt að vera
orðið gott? Hvað í dauðanum getur telpan verið
að skæla yfir?“
Charles hnykklaði brýnnar. Hann kærði sig alls
ekki um að ræða þetta mál. Því gátu menn ekki
þagað yfir viðkvæmum einkamálum sínum? Þegar
hann tók aftur til máls, talaði hann enn hægar
og í meiri embættisróm en áður.
„Eg ímynda mér, að frú Macgregor hafi fundizt
aðstaða sin sem ung, nýgift kona, vera dálítið
erfið. Og ef til vill er hún ekki alveg búin að
gleyma því. En smámsaman mun hún sjá, að lengur
er ekkert að óttast. Og það er enginn efi, að eftir
því sem hún safnar meiri kröftum og þér getið talað
meira við hana, mun framkoma sjálfs yðar gera
hana fullkomlega rólega' Og þegar tekið er tillit
til þess, sem liún hefur orðið að ganga í gegnum,
DÆMISÖGUR KRILOFFS
Meðan úlfurinn svaf læddist lítil mús
inn á milli trjánna, fann lyktina af nýja
kjötinu og kom nær til að bragða á því.
Hún fékk sér aðeins örlítinn bita og
skauzt svo í snatri heim til sín.
Ulfurinn vaknaðiú sömu andránni og
músin skauzt burt. Hann æpti strax
upp yfir sig svo að heyrðist um allan
skóginn: „Grípið þjófinn. Hjálp. Lög-
regluna. Eg er allslaus. Ræningjar hafa
stolið öllu frá mér.“
XXVIII.
Kvörtun steinsins.
„Hamingjan góða,“ hrópaði steinninn.
„Skelfing gerir fólkið mikið veður út af
einni regnskúr. Hún stóð aðeins í
nokkra klukkutíma og samt talar fólk
um hana eins og hún væri bezti gestur-
urinn sem nokkru sinni hefði komið til
45
jarðarinnar. Eg hef legið hérna öldum
saman, kyrrlátur og hlédrægur. En
aldrei nokkurn tíma hefur neinn svo
mikið sem sagt við mig: „Þakka þér
fyrir.“ Mér finnst þetta mikið óTétt-
læti.“
„Hættu þessu heimskulega nöldri,
steinn minn,“ sagði ormur: „Enda þótt
regnskúrin stæði svona stuttan tíma
þá vökvaði hún sáðlönd bændanna, þeg-
ar allt var að deyja úr. þorsta. En þú
hefur ekki gert neitt allar þær aldir
sem þú hefur legið á jörðinni. Bænd-
urnir hafa ekkert að þakka þér fyrir.“
XXIX.
Bændurnir tveir.
*
„Góðan daginn, ívan vinur minn.“
„Góðan daginn, vinur minn Matt-
hías.“
46