Þjóðviljinn - 19.08.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.08.1947, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. ágúst 1947. ------------------;--------------------------- þlÓÐVILJINN Útgefandl: Sameiningarflakkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Hitstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðust 19. Sircar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184>. Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, síml 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð: kr. 8.00 á mánuði. — Lausasöluverð 60 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Ráðleysið og fálmið í störfum ríkisstjórnarinnar er svo furðulegt að menn setur hljóða, er þeir virða fyrir sér þær staðreyndir, sem við blasa. Vissulega er skömmtun byggingarefnis, matvöru og vefnaðarvöru sjálfsögð og hefði átt að vera. tekin upp fyr- ir löngu. Um þriggja ára skeið hafa sósíalistar, og þá fyrst og fremst Einar Olgeirsson, bent á að þjóðin yrði að sýna þann manndóm að eyða ekki meiru en hún aflaði á hverj- um tíma, hún yrði að láta sér lynda að draga úr eyðslunni og það til verulegra muna, til þess að geta lagt fram veru- legar fjárhæðir til nýsköpunar atvinnulífsins, og þar með tryggt atvinnuöryggi á koxnandi tímum. Þessa stefnu átti að sjálfsögðu að taka upp þegar að stríðinu loknu og fylgja heiini fast eftir, meðan þörf gerðist. En við það var ekki komandi. Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki heyra slíkt nefnt, hagsmunir „máttarstólpanna" þ. e. heildsalanna voru í veði og þar með var máliö útrætt, skynsamlegar aðgerðir í dýrtíðarmálunum var ekki hægt að framkvæma í sam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn. En „neyðin kennir naktri konu að spinna og latri konu að vinna.“ Nú þegar varðstaða Sjálfstæðisflokksins um hags- muni heildsalanna hefur bókstaflega komið gjaldeyrismál- um okkar í kalda kol, og fjárhag ríkisins á heljar þröm, þá er gripið til þeirrar skömmtunar sem átt hefði að hef ja fyrir nokkrum árum. Það er betra seint en aldrei, en fram- kvæmain er með þeim endemum, að engan hefði getað órað fyrir slíku. Og þó, við hverju er að búast þegar menn eru að framkvæma verk sem í þeirra augum eru gagnstæð öllu því sern rétt er og eðlilegt, því eins og ailir vita, er Sjálf- stæðisflokkurinn andvgur öllu sem heitir skipulagning og höft á frelsi einstaklingsins til að hagnast á annarra kostnað. Þetta er ugglaust skýringin á því að rikisstjórnin og ráð hennar hefur setið og haldið að sér höndum fram á síðustu stundu, og þegar svo Ioks að skömmtunin er ó- umflýjanleg með öllu, þá er allt óundirbúið, þeir innvígðu í fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar segja kunningjum sínum að skömmtun standi fyrir dyrum, og stjórnin mjatlar út einni og einni auglýsingu inn skömmtun með þeim árangri, að hömstrunaræði grípur fjölda fólks öllum til óþurftar nema kaupmönnum, og kórónan á öllu þessu er svo hið fárnánlegasta af öllu fáránlegu, h\*er sem kemur inn í búð á að undirrita yfirlýsingu um að hann hafi móttekið það sem hann kaupir, þessi framkvæmd er svo fábjánaleg að alls ekki tekur að eyða orðum til að lýsa því. Sjálft finnur stjórnarliðið að framkvæmdin hefur öll farið í handaskolum, og nú grípur það til þess örþrifa- ráðs að kenna öðrum, en slíkt leiðir aðeins til þess að ljóst verður að aumingjaskapurinn er eins á öllum sviðum. Blöð stjórnazinnar hafa kyi’jað um að Þjóðviljinn hafi hvatt fólk til hömsti’unar. Það er efamál hvort siðleysið og aumingjaskapurinn getur gengið öllu lengra. Ekki eitt ein- asta orð hefur falíio í þá átt í Þjóðviljanum að hvetja menn til hömstrunar, þvert á móti, en þetta flytja stjórn- arblöðin í þeirri trú að ýpasir lesi þau, sem ekki lesi Þjóð- viljann, og handa þeim á að tiireiða blákalda lýgina, saman ber hér sögu nazista um að kommúnistar hefðu kveikt í ríkisþinghúsinu í Beiiín. íhald og auðjörfar eru samir við £ig á öllum tímum í öllum löndum. Nýtt dæmi nm hringavitieysu Fulton- mannanna í fjárhagsráði Uppgjör í Frakklandi Fjárhagsráð þeirra Fultonmanna hefur skrifað bæjar- ráði -og farið þess á leit að bæjaryfirvöldin veiti ekkert byggingarleyfi nema fyrir liggi fjárfestingarleyfi fjárhags- ráðs. Við því er ekkert sérstakt að segja, nema að f járhags- ráð krefst þess að með umsóknum um fjárfestingarleyfi til húsbygginga fylgi teikningar af húsinu. Þar með.er hverjum þeim, sem ætlar að byggja hús gert að skyldu að eyða fyrst fleiri þúsund krónum í teikningar, án þess hann hafi nokkra vissu fyrir því að f járhagsráð samþykki bygg- inguna eða ef svo færi að bæjaryfirvöldin samþykktu-hana og úthlutuðu lóð! Svo gæti farið að þó hann stæði með leyfi i fjái’hagsráðs í höndum út á teikningarnar, vildu bæjar- yfirvöldin ekki líta við þeim og hann yrði að byrja á sömu hringavitleysunni á nýjan leik. \ Að sjálfsögðu væri eðlilegra að ekki þyrfti að leggja fram nákvæmar teikningar til þess að fá f járfestingarleyfi, slíkt kæmi fyrst til kasta bæjaryfirvaldanna eins og nú er. En hvað varðar Fultonmennina um slíkt. Þeir virðast sigla ryðkláfi sínum algerlega sambandslaust við heilbi’igða skynsemi og þarfir þjóðarinnar. — Má selja „sem næst til brýnustn nauðsynjar66 Frammhald af. 8. síðu spænir án ilmefna, sápa, sápu duft og sápuspænir með ilm efnum og sótthreinsandi efn- um, svo sem karból, ann- að(?), súlfórísinöt, súlfóoleöt, súlfóresinöt og alkylsúlföt; þvottaduft, og ræstiduft, einnig án sápu. Silki og gervisilkivörur: gai’n, tvinni, flauel og flos, og vefnaður. Ull og annað dýrahár: garn, flauel og flos, vefnaður. Baðmull: tvinni, flauel og flos, ofnar vörur úr baðmull, óbleiktar og ólitað- ar, einlitar og ómunstraðar og aðrar vörur úr baðmull. Hör, hampur, júta og önnur spuna efni úr dýrar.: tvinni, flauel og flos, ofnar vörur úr hör, hampi eða rami. Prjónavör- ur: allar prjónavörur úr silki, gervisilki og öðrum gerviþráð um, úr ull og öðrum dýrahár um, baðmull, hör og öðrum spunaefnum úr jurtaríkinu. Fatnaður og aðrar vörur úr vefnaði, úr efnum, sem er borið olíu, lakki, fernis, kát- sjúk eða öðrum þesskonar efnum: svo sem silki gervi- silki eða öðrum gerviþráðum og úr öðrum spunaefnum, — regnkápur, sjóklæði. Sjöl og slör og slœð- ur: úr silki, gervisilki og öðr um gerviþráðum og öðru. Hálsbindi, kvenslifsi og slauf ur, hnýttar og óhnýttar: úr silki, gervisilki og öðrum gei’viþráðum og öðru; líf- stykki, korselett, bi’jóstahald arar og aðrar þvílíkar vörur, belti, axlabönd, og axlabanda sprotar, sokkabönd, erma- bönd og þvílíkar vörur. Leirvörur: búsáhöld úr leir. Glervörur: hitaflöskur, búsá- höld úr gleri. Búsáhöld og eldhúsáhöld: pottar, pönnur og önnur áhöld úr járni, stáli, kopar, koparblöndum, nikkel og nikkelblöndum, þar með talið nýsilfur, aluminíum og aluminíumblöndum, zinki, tini og tinblöndum. Ýmsar vörur úr ódýrum málmum: borðhnífar gafflar og allskon ar skeiðar, dósahnífar, tappa togarar, flöskulyklar og hnetubrjótar, skæri, nagla- skæri, naglaþjalir, naglasköf- ur, krullujárn (ekki raf- magns) og önnur þess háttar snyrtitæki. Vélar og áhöld: kjötkvarnir, kaffikvarnir, þvottavindur og þvottarullur og hlutar til þeirra. Raf- magnstœki: eldavélar og bök- unarofnar, hitunar- og suðu tæki, straujárn, þvottavélar, kvarnir, eldhúsvélar, kæli skápar, bónvélar, ryksugur og loftræsar. Svo að lokum bús- áhöld úr trjáviði og pappa og pappír. Ekki hafa þeir, sem að þessum ráðstöfunum standa sér það til afsökunar, að erfitt sé að undirbúa skömmtun, í því efni liggur fyrir hérlend og erlend reynsla. Hefðu þar staðið að verki menn sem vissu hvað þeir voru að gera, hefðu þeir lokað öllum búðum einn eða tvo daga og að því búnu haft skömmtunarkarfið til, þetta var hægt að fram- kvæma með festu og öiyggi án þess að valda truflunum og vandræðum. ÞRfTUGASTA og níunda þing franska sósíaldemókrata- flokksins, sem nú stendur yfir í Lyon, mun að öllum líkindum verða afdrifaríkt fyrir stefnu flokksins í fram tíðinni. Vitað er, að mikil ó- ánægja hefur verið innan flokksins með stefnu stjórn- arforystu Ramadiers, og jafnvel búizt við, að til al- gerðs klofnings mundi koma í flokknum á þinginu. Rót- tækari öflin hafa fordæmt þá stefnu Ramadiers að beina kröftum flokksins gegn kommúnistum í stað þess að taka upp raunhæft samstarf við þá með hagsbætur hinna vinnandi stétta fyrir augum. ★ LlTILL VAFI er á því að ræð- ur hinna erlendu flokks- bræðra á þinginu sl. föstu- dag, sem skýrt var frá hér í blaðinu á laugardag, hafa verið þung lóð á vogarskál hinna róttækari afla innan flokksins. I þeim ríkjum Ev- rópu, þar sem verkalýðs- flokkarnir hafa haft með sér raunhæft samstarf, hafa aft- urhaldsöflin orðið að lúta í lægra haldi fyrir fylkingu hinna’ vinnandi stétta. ★ ÞAÐ HEFUR verið mikil tízka meðal handbenda Bandazíkj anna, bæði hér á landi og annars staðar að rægja hin nýju alþýðuríki Austur-Ev- rópu. Næstum daglega hafa borgarablöðin birt fréttir um „ógnarstjórn kommúnista“ í þessum löndum, þar sem eng inn mætti um frjálst höfuð strjúka, nema hann viður- kenndi í einu og öllu orð og gei’ðir „mannanna í Kreml“. Það er því ástæða til að ætla að foringjar hægrikrata á Vesturlöndum, sem ekki hafa sízt brýnt röddina í þessum lygakór, hafi orðið heldur ókyrrir í sætum sín- um, undir ræðum flokks- bræðra sinna frá Austur-Ev rópu. ★ ÞAÐ ER EKKI GOTT að segja fyi’irfram, hver árangur verður af þessu flokksþingi sósíaldemókrata í Frakk- landi. Það er þó sýnt að radd ir þeirra, sem vilja að leitast sé við að sameina krafta verkalýðsins, eru orðnar svo háværar að ekki verður hægt að þverskallast við þeim. Og þetta á ekki eingöngu við í Frakklandi, heldur hvar- vetna á Vesturlöndum, þar sem hægri kratar hafa spillt samvinnu verkalýðsins. Fyr ir ’ sósíaldemókrataflokka Vestui’landa er aðeins um tvennt að velja, að gerast handbendi hins bandaríska. og alþjóðlega auðvalds, eða taka upp raunhæft samstarf við alla aðra verkalýðssinna.. ¥ ÓSIGUR afíurhaldsaflanna á. þingi franska sósíaldemó- krataflokksins getur orðið upphaf mikilla tíðinda í stjórnmálum Fi’akklands og Vestur-Evrópu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.