Þjóðviljinn - 19.08.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.08.1947, Blaðsíða 6
6 ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 19. ágúst 1947. Elliott Boosevelt: 90. Sjónarmið Roosevelts forseta 137. dagur ij “'Hiii'BmnnnininiriTmniiiiiiiiijmiBniiiiiiuiiiimiiiiiiiiyiimhimmimmiiimniíHBnmnmmimmiHg DULHEIMAR „Hvernig lízt þér á ?“ spurði hann. „Vitanlega vildi ég koma líka. En hvernig á ég að vita hvar ég muni verða þá? Að öllum líkindum verð ég kom- inn aftur til Englands. Það verður allt undir starfi mínu komið.“ Eg spurði hann hvenær þess væri von að ég gæti rabb- að við hann og fengið að vita eitthvað um hvað hefði gerzt frá því ég sá hann síðast, fyrir einu ári í Afríku. „Það er ég sem vii fá eitthvað að vita,“ sagði hann. „Eg vil fá að vita allt um stríðið, frá fyrstu. hendi, hjá þér,“ Hann leit á dagatalið, strikaði yfir eitthvað og sagði að við gætum hitzt þá um kvöldið. „Ef þú mátt vera að því þá ættirðu að lesa blöðin seinna í dag. Eg held það sé auðveldasta leiðin fyrir þig til þess að sjá hvernig fólkið hér trúir því að sigurinn sé framundan.“ Eg minnti hann ekki á spásögn hans fyrir ári um það að við myndum hafa sigrað nazistana í árslok 1944. En ég las nokkur blöð og tímarit og nefndi þau um kvöldið. „Mér er Ijóst hvað þú meinar, pabbi. Þeir tala allir um Evrópu eftir stríðið. Þeir tala allir um að það sé ekki nógu mikil eining milli hinna þriggja stóru og hvers vegna þú boðir ekki til nýs fundar með þeim.“ Hann beygði höfuðið samþykkjandi. „Eg hugsa að þetta stafi mest af því að þeir verði alltaf að finna að einhverju. Og sem betur fer sigrum við senn.“ Eg spurði hann hvort það væru horfur á að nýr fundur hinna þriggja stóru yrði haldinn. „Já, já, einn fundur hefur verið -ákveðinn. Eg vona að við getum hitzt i lok janúar, rétt eftir að ég hef verið settur aftur inn í forsetaembættið. Það er aðeins eftir að ákveða hvar hann verði haldinn. Stalín vill að hann verði í Rússlandi." „Aftur í Rússlandi.“ „Já, það er erfitt að hafna því, þú munt skilja það. Það er hann sem stjórnar rauða hernum, og það er rauði herinn sem sækir fram.“ Þetta fyrsta kvöld sem við vorum saman gerði hann alvöru út hótun sinni og lét mig tala — hann hlustaði með eftirvæntingu meðan ég sagði honum frá stríðinu og hvernig það væri framkvæmt. Hann hélt mér í svefn- herberginu langt fram eftir nóttu, lagði fyrir mig hverja spurninguna á fætur annarri, unz það var of seint fyrir mig að færa stríðið yfir í herbúðir fjandmannanna og spyrja hann um eitt og annað. lífðia* Phyllis Botfome „Já, einmitt", sagði Alec hróðugur á svip. „Þarna kom það! Það sem þér áfellið Everest fyrir — og rekið hana burt fýrir — er andlegt ástarsamband, er það ekki? Takið eftir því, að ég segi ekki, að þér liafið rangt fyrir yður! Slíkt getur komið fyrir hverja skynsama og kaldlynda konu, sem er svipuð Everest, án þess að hún geri sér grein fyrir því, en í þessu sérstaka tilfelli 'hafið þér á röngu að standa — eða þér eruð komnir í ógöngur. Og vitið þér hvers vegna yður skjátlast?“ Alec sneri sér á hæl og stóð beint fyrir framan Charles og horfði á hann miskunnarlausum, glettnum augum. „Ef þér væruð ekki svona óþolandi viss um yðar óeig- ingjarna tilgang, þá væruð þér ekki eins blindur fyrir tilfinningum yðar sjálfs og annarra. En eins og stendur virðist þér alveg gí-nga fram hjá þeirri staðreynd, að þér og dr. Everest eruð dauðást- fangin hvort af öðru — og þér gætuð kippt öllu í lag, bara með því að viðurkenna þetta!“ Charles varð svo hverft við staðhæfingu Alecs, að hann roðnaði aðeins meira og sagði ekki ein- asta orð. Eftir langa þögn leit hann undan hinum áleitnu ertnislegu augum Alecs og sagði kulda- lega. „Þér látið ímydunaraflið hlaupa með.yður í gön- ur, Macgregor“. „Nei, það geri ég ekki“ sagði Alec óþolinmóð- lega. Eg hef aldrei haft neitt ímyndunarafl, en eins og allir sálfræðilæknar, sem einhver dugur er í, þá hef ég tvo aðra hæfileika — innsæi og eftirtekt- argáfu. Eg hef vitað, að þér voruð ástfanginn af Everest alltaf síðan þessi náungi hrökk upp af í höndunum á okkur. Eg var ekki alveg viss um hana, þó mér fyndist hún vera eitthvað frábrugð- in því, sem hún átti að sér. Maður getur venju- lega séð, þegar kona verður ástfangin, ef hún blómstrar upp án þess nokkurt tilefni sé til þess — sérstaklega ef konan er komin yfir þrítugt. En hvað sem því líður, þá komst ég að þessu með vissu í kvöld, að það voruð þér. Hún er grátandi núna og hjarta hennar að bresta af sorg út af yður. Og þess vegna er ég kominn hingað. Ef þér giftist henni, þá lej-’sast öll vandræði af sjálfu sér. Þér getið jafnvel ekki álitið að hún væri hættuleg fyrir Sally — ef hún væri konan yðar.“ Charles sneri skrifborðsstólnum frá honum og að borðinu. Hann vissi að hann átti að vera mjög reiður, og að vissu leyti var hann reiðúr við Alec. en það voru svo margar aðrap tilfinningar! sem börðust um í brjósti hans, að hann þorði ekki að líta framan í Alec. Hann langaði til ag byrgja and- litið í hönaum sér, fljúga upp í hæðirnar, sökkva niður í gólfið, bara ekki láta horfa á sig né tala við sig. „Jæja,“ sagði Alec um leið og hann sneri í áttina til dyranna" þér getið gert það sem yður sýnist úr þessu. Minnsta kosti hef ég létt þessu af mér. Eg get fullvissað yður um, að ég var ekkert hrifinn í fyrstu yfir því að þér giftust Jane. Hún hefur 'verið mér mikilsvirði —- sem getur aldrei orðið eins eða á sama hátt ef hún giftist öðrum manni. Þar að auki geri ég ráð fyrir, að hún missi stöðu sína, ef hún giftist yður. Og enn eitt. — og það er ekki lítils- virði — það verður auðveldara fyrir. Sally — ef hún þá nokkurntíma hefur haft þessa^firru í höfðiiui út af Everest — og svo býst ég við, að Jane verði hamingjusöm. Eg hélt eiginlega alltaf, að hún mundi aldrei giftast, mér liefur alltaf fundizt eitt- hvað dálítið heilagt við hana — líkt og Maríu mey þar sem hún er ekki með jesúbarnið — ef þér skilj- ið hvað ég á við. En líklega er hún í rauninni eins og allar aðrar konur —1 reiðubúin ap afsala sér heilagleikanum til þess að geta stofnað eigin heim- ili. -— Nú fer ég í háttinn. Ef þér viljið ná Everest áður en hún er á bak og burt, þá væri bezt fyrir yður áð vera á verði. Eg geri ráð fyrir, að hún setji kraft á að komast sem fyrst í burtu, þegar hún er hætt að gráta.“ Alec fór út og skellti hurðinni á eftir sér. Þegar fótatak hans dó út, heyrðist ekki hljóð á sofandi spítalanum. Það leið langur tími. Charles sat hreyfingarlaus og huldi andlitið í grönnum löngum höndum sér. Það sem Alec hafði sagt, hélt áfram að brenna í vitund hans. Hann tók það ekki sem sannleika, af því Alec hafði sagt það, heldur af óljósri vissu iiiiiii!iiiiiiiiiiii]iiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiii!iiiiiiiiiiimiiiiii!iii!iiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!ii::iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiffi DÆMISÖGUR KRILOFFS Nokkrum dögum seinna fékk ég aftur tækifæri til að ræða við hann vegna þess að hershöfðinginn er ég hafði átt að gefa mig fram hjá í stríðsmálaráðuneytinu kvaðst ekki geta rætt við mig fyrr en daginn eftir. Eg fór því beina leið til Hvíta hússins og inn í skrifstofu föður míns í þeirri von að ná tali af honum áður en hann byrjaði dagleg störf sín. Hann sat og ónotaðist yfir nokkrum opinberum skeytum, Morgunblöðunum hafði hann vöðlað saman og fleygt þeim á gólfið. Hann hélt áfrám að lesa nokkra stund; öðru hvoru brauzt óánægja hans út i upp- hrópunum. Þegar hann leit upp komst hann ekki hjá að sjá að svipur minn var eitt spurningarmerki. „Grikkland“, sagði hann. „Brezkar hersveitir berjast gegn skæruliðunum sem hafa verið í stríði við Þjóð- verja síðustu fjögur ár.“ Hann dró enga dul á reiði sína. Eg hafði einungis lesið óljósa og auðsjáanlega ófullnægj- andi frásögn í einu Washingtonblaðanna. Hið raunveru lega í þessu máli myndi vafalaust ekki verða birt opinber- lega fyrr en eftir nokkrar vikur. „Hvernig dirfast Bretarnir að gera annað eins og þetta,“ hrópaði faðir minn. „Eru virkilega engin tak- mörk fyrir því hve langt þeir geta gengið í því að binda sig fasta við fortíð sína.“ Kaffið sauð við hlið hans. Hann leit á það til að sjá hvort það væri lagað. Svo hellti hann í bolla handa mér, leit til mín og sagði: „Eg hef aukabolla þama.“ „Ágætt.“ „Það kæmi mér ekki á óvart,“ hélt hann áfram, „þótt Winston væri með þessu að sýna og sanna að hann styðji grísku konungssinnana. Það væri eftir honum. En hví- líkt og annað eins og að drepa gríska skæruliða. Og nota brezka herinn til slíks verks.“ inn fyrir vin. Það er vegna þess að fíll- inn hefur tvö stór eyru“. XXXIII. * Apinn. Bóndi nokkur var að plægja akur sinn í dögun. Svitinn rann af honum meðan hann stritaði. Allir vissu að hann var duglegur starfsmaður og ná- grannarnir sem gengu framhjá kölluðu íil hans vingjarnlegri röddu: „Vel gert, félagi. Gangi þér vel.“ Api heyrði þessi hrósyrði og hann langaði til að svipað væri sagt við hann. Hann vildi líka vinna. Þá mundu mennirnir stanza til að hrósa honum fyrir dugnaðinn. Apinn fann þungan trjádrumb og fór að bisa við að velta honum til og frá þangað til svitinn bogaði af honum. Allt var það árangurslaust. Enginn aam staðar til að hrósa honum. Og það er ekkert undarlegt, api.litli. Vinna þín gerir engum gagn. XXXIV. Björninn og býflugnabúin. Um vorið kusu villidýrin björnin til að gæta að býflugnabúunum. Þau hefðu getað valið betur, því flestir vita hvað birninum þykir gott hunang. En hver gat ætlazt til að dýrin myndu eftir því? Auk þess eru ekki margir fáanlegir til að gæta að býfluga- búum. Björninn þáði tilboðið sem honum var gert, en skömmu seinna varð mikið uppþot meðal dýranna. Björninn hafði borið hunangskökurnar heim í bælið sitt. 55 56

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.