Þjóðviljinn - 31.08.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.08.1947, Blaðsíða 4
4 ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 31. ágúst 1947. jHÓÐVIUINN Útgefandl: Sameiningarfl'ikkur alþýSu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, ób. Préttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðuat 19. Simar 2270 og 7600 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsirtgar: Skólavörðustíg 19, simi 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð: kr, 8.00 á mánuðl. — Lausasöluverð 60 aur. eint Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. „Réttiiega glæpsamlegf1 Þau ummEeli Emils Jóssonar við eldhúsumræðnrnar að íslenzkir verkamenn væru glæpamenn, ef þeir færu fram á hófsamlega launahækkun sem samsvaraði verðhækkun- um á sama tima, \'öktu alþjóðarhneyksli. Almenningi skil- ist þá greiniiegar en nokkru sinni fyrr hvíiíkt ómælisdjúp var staðfest milli þessa sjálfumglaða striðsgröðamanns og hixis vitrnandi fjölda. TJmmæli hans voru ekki dulbúin sem hófsamleg varnaðarorð, heldur birtist 1 þeim ofstæki efnamannsins, sern hafði áhyggjur af forréttindum sínum. Það kom brátt i ijös að flokksbræður Emils Jónsson- ar tölöú ummæli hans óþarflega opinská, þeim var ekki í mun a;ð alþýða. landsins fengi svo greinilega innsýn í hug- arfar Alþýðuflokksleiðtoganna. Þeir reyndu eftir megni að breiða yfir þau og Alþýðublaðið kom með flóknar skýringar og leiðréttingsr til afsökunar ráðherra sínum. Þetta varð einkum eftirtakanlegt þegar verkamenn höfðu unnið sigur í hinni harðvítugu baráttu sinni, Alþýðublaðið lagði þá fullkomlega niður skottið og var lúpulegt vikum saman. En nú \".’rðist þetta ofstækisfulla málgagn yfirstéttar- innar hafa safnað sér nýju hugrekki. ★ í forustugrein í fyrradag er sagt að Emil Jónsson hafi talið það ,,réttilega glæpsamlegt“ af verkamönnum að krefjast óbreyttra lífskjara í vor. Enn á ný sýður fjand- skapurinn til hins vinnandi fjölda uppúr, og almenningur þarf ekki að vera. í neinum vafa um það, að þetta endurvakta hugrekki stafar af því, að Alþýðublaðið veit að ríkisstjórn- in hefur á prjónunum nýjar árásir á íslenzka alþýðu — og gerir sér vonir um að þær muni takast að þessu sinni. Enda er það ekki aðeins hið háværa gjamm Alþýðu- blaðsins sem bendir til þess að nú með haustinu eigi að hefja nýja sókn gegn alþýðusamtökunum, allar aðgerir ríkisstjórnarinnar benda í sömu átt. Sett hefur verið á stofn sérstakt ráð, fjárhagsráð, til þess að skipuleggja -atvinnuleysi og hefur nú þegar stöðvað byggingarfram- kvæmdir að miklu leyti., Háfnarvinnan er óðum að dragast saman, iðnaðarfyrirtækin segja upp æ fleira fólki og þannig mætti lengi telja. Ríkisstjómin ályktar sem svo, að alþýðu- samtökin verði auðveldari viðfangs, þegar hún hefur fengið atvinnuleysi 1 lið með sér. ★ Þegar vinnudeilunum lauk í sumar lýsti Tíminn því yfir, að ríkisstjórnin hefði beðið ósigur í árás sinni á verkalýðssamtökin, hún væri þó ekki af baki dottin heldur myndi hefjast handa á ný „með haustinu“. Fróðir menn telja að ríkisstjórnin hafi ekki enn komið sér saman um aðferðir þær sem hún ætlar að beita. Þó er líklegt, að hún muni ekki treystast til að ráðast beint framan að vinnu- stéttunum og lækka grunnkaup með valdboði — heldur hugsi sér annað tveggja gengislækkun eða niðurskurð vísi- tölunnar og þar með kaupsins um allt að %! Það er því ekki að furða þótt Alþýðublaðið fyllist nýju 'hugrekki og endurtaki hrakyrði Emils Jónssonar, þegar slík gleðitíðindi cru í vændum. Engu að síður ætti Alþýðublaðið þó að hafa lært það af reynslunni að æpa ■ekki siguróp of snemma. Afturhaldið reið ekki feitum hesti heim eftir átökin við alþýðusamtökin í vor, og almenning- ur veit nú betur en nökkru sinni fyrr að hann getur aðeins tryggt afkomu og lífskjör sín með einbeittri og vægðar- Jausri baráttu. 111 J’ 1 1 1 --- • ■ • - IXæit við Pétiip Hafliðasoit Fæddur í Skuggahverfinu fyrir 90 árum. - Seinna beykir syðsf á é meginlandi Afríku Það er útaf fyrir sig frétt fyr ir hvaða blað sem er, að maður verður 90 ára. En þegar heyrist um mann, sem hefur fæðzt hér í Reykjavík fyrir 90 árum og síðan haft aðstöðu til að fygj- ast með hinum öra vexti hennar og öllum stökkbreytingum, en auk þess dvalizt um nokkurr.a ára skeið í útlöndum, m. a. eins sunnarlega og hægt er á meginlandi Afríku, þá er bað stórfrétt fyrir reykvískt blað. Þjóðviljinn, frétti eins . og fleiri, að Pétur Hafliðason, heyk ir, ætti 90 ára afmæli síðasthð inn föstudag, 29. ágúst. Tiðinda maðurinn rauk strax' af stað vestur á Hringbraut 198, har sem afmælisbarnið dvaldi hjá ættfólki sínu á þessum merkis- degi. Tíðindamaðurinn kynnti sig og tók í hendina á fremur lág- vöxnum manni gráskeggjuðum og fjörlegum, sem svaraði með því hluteysi í rómnum, er gaf til kynna, að honum væri sosum ekkert áfram um að láta fara með sig á prent, en úr því blaðasnápurinn endilega vildi fá að fræðast af honum, þá var réttast að leyfa honum það og sagði: „Sæll, og Pétur Hafliðason heiti ég.“ Fæddur í Skugga- hverfinu Tíðindamaðurinn áleit, að rétt mundi að byrja á byrjuninni, vitnaði til þessa sama dags árið 1857 og spurði: „Hvar ertu fæddur?“ „Þú ert að tala við mann, sem er Reykvíkingur í húð og hár, skal ég segja þér. Eg fædd ist í Skuggahverfinu, í koti einu, sem stóð skammt. fyrir vestan þar sem nú er Lands- smiðjan. Það hét Nikulásarkot þegar ég fæddist, en hálfu öðru ári síðar hét það Nýibær. Þá var faðir minn nefnilega búinn að byggja það upp. Já, Reykvík ingur í húð og liár.“ ,Þú kannt þá frá ýmsu að segja um sögu þessa bæjar?“ „Já, blessaður vertu, ég hef fylgzt með því, hvernig hun Reykjavík okkar breyttist úr litlu sjávarþorpi í stóran kaup- stað, fór síðan derra sig og þykj ast vera borg og var svo allt í einu orðin borg. Reyndar dvaldist ég utanlands frá árir.u 1874 til ’88, en á því tímabili urðu hér ekki sérlega mikiar breytingar. Þegar ég kom heim var búið að leggja Klapparstíg inn niður að sjó, og það má telj ast aðalbreytingin ... . “ Pétur Hafliðason (nýtekiR mynd). Á skautum niður Bak- arabrekkuna Þessi níræði maður rif jaði nú upp ýmsar gamlar endurminn- ingar um Reykjavík fyrridaga. Lýsti þvi t. d., hvernig hann hafði að vetrarlagi brunað á skautum niður svellið á snar- brattri Bakarabrekkunni ásamt félögum sínum. Einu sinni þeytt ist Tyrus, stóri hundurinn hans Jóns assesors, niðiir glerhált svellið, en Jón stóð uppi á brún inni og bað guð að hjálpa hon- um. En Tyrus komst sem betur fór óskaddaður úr þessari miklu raun. Þá var bærinn aðeins nokkur kot á stangli kringum ,,kvosina“, er geymdi verzlunar húsin. Pétur talaði af því hik- leysi, er einkennir minnisgott fólk. „Eg man þetta eins og það hefði gerzt í gær“, sagði hann og brosti að spaugilegum atvik- um, sem gerðuh meir en 30 ár um fyrir aldamót. Tíðindamanninum fannst nú eins og hann vera að hlusta á gamlan kunningja. Ef • nokkur þvingun hefur verið í upphafi samtalsins, þá var hún nú horf- in. Pétur var staðinn upp og gekk um gólf meðan hann tal- aði. Stundum gerði hann hreyf ingar með höndunum til áherzlu því sem hann var að lýsa. Hér var maður, sem kunni að gefa skorinorða og lifandi lýsingu á reynslu hirma 90 árá. Út til þýzkalands „Hvernig atvikaðist það, að þú fórst utan?“ spurði svo tíð- indamaðurinn. „Við að lesa landafræðina hafði ég fengið löngun til að kynnast þessari jarðkúlu okkar ofurlítið af eigin raun. Og þegar mér bauðst tækifæri að fara til Þýzkalands og læra beykisiðn, þá greip ég það fegins hendi. Það var árið 1874. Eg var þá 17 ára; hafði unnið að báta- smíðum í 2 ár. íslenzkur mað- ur, sem hafði beykisverkstæði úti í Flensborg, bað um lærling héðan að heiman og ég varð fyr ir valinu, fór til Flensborgar.“ „Áttirðu ekki í örðugleikum vegna málsins, þegar þangað kom?“ „Það var aldrei neitt að ráði. Eg hafði lært hrafl í dönsku sjá systur minni hér heima, og flest eldra fóik þarna í borg- inni kunni dönsku. Sú tunga átti að vísu ekki upp á pallborð ið hjá yfirvöldunum. En Þýzk- arinn gat auðvitað ekki komið í veg fyrir, að fólk talaði dönsku í heimahúsum. Og eftir fyrsta árið var ég búinn að ná mér á strik í þýzkunni." „Hvað varstu lengi í Flens- borg.“ „í Flensborg var ég ein 7 ár. Námstími minn sem lærlingur var 5 ár og síðan vann ég 2: ár sem sveinn; eða þangað til árið 1881, en þá fór ég til Afríku.“ Suður til Höfðaborgar „Suður til Afríku? Hvað kom til ?“ „Jú, kunningi minn einn frá lærlingsárunum hafði farið til Kaupmannahafnar að fullnuma Framhalc á 7. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.