Þjóðviljinn - 14.09.1947, Page 6

Þjóðviljinn - 14.09.1947, Page 6
ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 14. sept. 1947. 7. SamsæriS snlkla eftir MSCHAEL SIYEBS ocj ALBERT E. KAHN eignaré^ti óðalskónganna, verkamannaumráð yfir framleiðslunni, myndun ráðstjórnar — sá málstaður hefur þegar verið borinn fram til sigurs. LENGI LIFI BYLTING VERKAMANNA, HERMANNNA, OG BÆNDA! Herbyltingarráðið Fulltrúaráð verkamanna og ! bænda í Pétursborg. Hundruð af varðmönnum og hermönnum rauðliða hafði safnazt saman umhverfis upplýsta Vetrarhöllina, síðasta virki ráðherranna úr bráðabirgðastjórinni, sem nú var ekki lengur til. Skyndilega þusti f jöldinn fram,- yfir hallar- garðinn og virkisgirðinguna, inn í Vetrarhöllina. Fyrrver- andi ráðh. Kerenski voru teknir fastir í stóra, skreytta salnum, þar sem þeir höfðu setið umhverfis langt borð allan liðlangann daginn. Borðið var þakið böggluðum blöðum, leifar af hálfgerðum yfirlýsingum. Ein þeirra hljóðaði svo: „Bráðabirgðastjórnin skorar á allar stéttir að styð ja bráðabirgðast jórnina. . . . “ Klukkan 10,45 að kvöldi 7. nóvember, hélt þing fulltrúa ráða verkamanna og bænda fyrsta fund sinn í danssal Smolni-stofnunnarinnar, sem áður hafði verið einskonar tízkuskóli handa dætrum keisaraaaðalsins. Þessi geysi- stóri salur, með marmarasúlum, hvítum Ijósahjálmum 'og flísuðu gólfi, var nú þingstaður hinna kjörnu fulltrúa rússneskra bænda og hermanna. Óhreinir, órakaðir, þreytt ir hlustuðu ráðsfulltrúarnir, hermenn með skotgrafaskít- inn ennþá á fötum sínum, verkamenn í krumpuðum föt- um, sjómenn í röndóttum peysum með litlar kringlóttar húfur — á meðlimi framkvæmdaráðsins, þegar þeir stóðu á fæþur hver af öðrum og héldii ræður úr pontunni. Þingið stóð í tvo daga. Mikil óp kváðu við að kvöldi annars dagsins, þegar stuttvaxinn, þéttur maður, í víðum, ópressuðum buxum, stóð á pallinum, með ljómandi skalla, blöð í hendi. . . . Ópin stóðu í nokkrar mínútur. Síðan mælti ræðumaður, og laut ívið áfram. „Nú snúum við okkur að því að fram- kvæma sósíalismann!“ Ræðumaðurinn var Lenin. Þingið hélt áfram störfum, og myndaði fyrstu ráðstjórn- ina — ráðuneyti þjóðfulltrúanna, og var Vladimir Iljits Lenin í forsæti. Morguninn eftir að ráðstjórnin var mynduð, sendi Francis sendiherra út tilkynningu til vinur síns, Maddin Summers, aðalræðismanns Bandaríkjanna í Moskvu. „Sagt er“, skrifaði Francis sendiherra, að fulltrúaráð verkamanna í Pétursborg hafi myndað stjórn með Lenin sem forsætisráðherra, Trotski utanríkisráðherra og frú eða ungfrú Kollontaj sem menntamálaráðherra. And- styggilegt! En ég vona að því hlægilegra sem ástandið verður, þeim mun fyrr berist hjálpin". Sendiherrann sendi skeyti til Washington og sagði, að nýja ráðstjórnin mundi ekki eiga fyrir sér að lifa nema nokkra daga. Hann hvatti utanríkisráðuneytið til þess að viðurkenna ekki rússnesku stjórnina fyrr en búið væri að steypa bolsévikunum af stóli og í þeirra stað væru komnir „þjóðhollir Rússar. . . .“ Þennan sama morgun kom Raymond Robins inn í skrifstofu Thompsons ofursta í bækistöðvum Rauða krossins í Pétursborg. ,,Herra“, sagði Robins, „við reynum nú að láta liendur standa fram úr ermum. Það er ekki heil brú í þessu, að Kerenski ætlar að fara að mynda her einhver- staðar, að 'Kósakkaherirnir séu að koma frá Don og að Hvít-rússarnir séu að koma frá Finnlandi! Þeir komast íaldrei hingað. Á leiðinni eru of margir vopnaðir bændur! Nei, þessi hópur, sem nú stjórnar öllu frá Smolni mun tialda áfram að stjórna enn um stund“. r Robins vildi fá leyfi frá foringja sínum til þess að halda a*akleitt til Smolni og eiga viðtal við Lenin. Þetta fólkl •«r vinsamlegt í aðalatriðum", sagði Robins, og átti viðj bolsévikana. „Sumir okkar hafa verið viðriðnir stjórnmál ••og átt skipti við pólitíska ráðamenn Bandaríkjanna, og “®f til er nokkur spilltari í Smolni en okkar herrrar, þá •seru þeir bara spilltari, það er allt og sumt!“ Eííir Kforaee Mc Coy „Bráðum getum við ekki lengur hitzt á þennan hátt“. „Eg veit það---------—“. „Hvað heldurðu að verði um okkur, Mike?“ „Svo sem ekkert------- — „Eg á við framtíðina — ókomnu árin“. „Jú -— þú giftist þessum snotra pilti frá Yale. Þið eignizt heimili og börn. Þegar þú svo ert búin að eignast tvo yndislega króga, þá kemur stríðið, og mannvænlegu synirnir þínir verða drepnir með eitur gasi eða eldsprengjum, eða einhverju þessháttar, og ég ligg eins og núna, nema bara með sprengjubrot í kviðnúm, og gammarnir rífa hræ mitt í sig“. „Er þetta alvara þín?“ „Já. Við erum að búa okkur undir það. Það er heill hópur heimskra beinasna, sem hrinda okkur á hausinn út í það. Mussolini byrjaði, svo kom Ilitler. Mussolini skipaði Englandi að kyssa sig á bert r. . . . og þakka fyrir á eftir. Þjóðabandalagið er huglaust, og Japanir bíða við næsta götuhorn með kylfuna reidda--------—“. „Eg trúi því ekki, að þessi þjóð fari í stríð, — fólkið vill það ekki“. „Nei, ekki núna. En um leið og við erum orðnir þátttakendur, þá vill það fara í stríð. Þegar þjóð- söngurinn er leikinn og fánarnir blakta, verða allir óðir“. Hún bylti sér við, tók hönd hans og sveigði höfuð- ið nær honum, svo nálægt að hann fann ilminn út hári hennar. Hann reis við dogg og horfði niður á hana. Hvítar og bylgjandi línur líkama hennar skáru sig úr á dökkblárri og vínrauðri ábreiðunni. Hún andvarpaði af þrá eftir honum. Hann laut niður að henni og spennti hana örmum. „Mike“, hvíslaði hún milli samanbitinna tanna. „Ef þú þarft endilega í stríð einhverntíma þá er eitt, sem aldrei má koma fyrir þig — nei, nei — frekar allt annað —- --“. 4. Klukkan tíu morguninn eftir sat Dolan í biðstofu leikhússins, og beið eftir David. Hann blaðaði í tíma- ritshefti, án þess að vita hvað hann las. Hugsanir hans snérust allar um þessa 1500 dollara. „Góðan daginn — góðan daginn“, sagði leikstjór- inn um leið og hann kom innan af skrifstofu sinni. ,,,Það er nýtt að sjá yður hér, Dolan — eruð þér alveg heilbrigður?" „Mér líður prýðilega", svaraði Dolan. „Hvers vegna spyrjið þér að því?“ „O — mér finnst bara svo langt síðan þér hafið sézt hér svo árla dags“. „Það kemur enginn gömlu félaganna hingað leng- ur“, sagði Dolan og lagði blaðið frá sér. „Og -þér vitið hvers vegna“. „Nú — það er það, sem amar að yður. Þess vegna eruð þér fýldur“. „Það eru hin öll líka. Hér er allt of kerfisbundið og skipulegt. Athugið bara þetta herbergi. Lítið þér á ábreiðurnar. Þetta er orðin heil höll. Það er ekk- ert líkt gömlu hlöðunni, sem við höfðum forðum daga“. ? „Við höfum bezta áhugamannaleikhúsið í öllu landinu“, sagði leikstjórinn drýgindalega. „Það er einmitt það sem ég á við“, sagði Dolan. „Það bezta — það er einmitt það sem angrar okk- ur. Það er ekki lengur hægt að kalla þetta áhuga- mannaleikhús — það er atvinnuleikhús“. „Ekki nema að hálfu leyti“. „Það er fjandann sama. Eg skal segja yður dálít- ið. Við hefðum aldrei átt að vinna keppnina í New York — það var mesta ólánið, sem gat komið fyrir okkur“. „Hvers vegna? Því segið þér það? Þér ættuð að skammast yðar fjrrir að tala svona. Þér, sem eruð einn af stofnendum áhugamannaleikhússins liérna I borginni“. „Það er þess vegna, sem ég skammast mín ekki fyrir að segja þetta. Við lékum í gamalli heyhlöðu — var það ekki? Það var einföld lítil hlaða með bekkjum í stóla stað og ekkert búningsherbergi. Við lékum leikrit eftir Dostojevski og Ibsen, og önnur sem sveitaæskan í nágrenninu samdi handa okkur“. „Leikritin voru hneykslanlega samin — ------------------------------“. Hvað gerir það til? Við lékum! Við hvöttum unga og efnilega leikritahöfunda — hver gat vitað, nema meðal þeirra leyndizt einhver O’Neill eða Shaw? Við höfðum engin stjórnarútgjöld, og við notuðum eingöngu félagsmenn í hlutverkin. Þeir voru allir óreyndir, en ef til vill leyndist meðal þeirra einhver Bernhardt, einhver Duse, einhver Irving'. „Notum við ekki félagsmenn núna?“ „Jú -— nokkra — annars eru hlutföllin líkust og á venjulegu leikhúsi, með atvinnuleikurum í söluleik- ritum, því meiri hlutanum þarf að greiða kaup. En hyúrn fjandann gerum við til að þroska hæfileika félagsmanna? — Ekkert!“ ■i1l!lli>!!l!llllllllllllll!!lll!llllllllli!lll!lllll!!i:illl!IIIIIII!!!l!lllllllllllllllllll!!lll!llllll!llll!ll!lllllllllll>lill!llllllllllll!ll!!l!nnilll1ll!lII!lll!IIIIIIIII9 DÆM ISÖG U R KRI LOFFS stóð það og drúpti höfði og var að dauða komið. Þegar svo var komið,| hvíslaði veslings blómið að blænum:] „Eg vildi að það birti af degi. Ef sólini skini, þá held ég að ég gæti lifnað uppj ' ' ií a ny. Bjalla sem var í nánd hrópaði tiljj þess: „Dettur þér í hug að hin miklaj sól hafi tíma til að hugsa um þig, hvortl þú sért að visna eða við góða heilsu?! Þú getur reitt þig á að hún hefurj hvorki tíma né löngun til að skiptaj sér af smáverum eins og þér. Ef þúj hefðir flogið eins mikið um heiminm og ég, mundirðu hafa séð að engin, túnin. og kornekrurnar fá öll líf sitt m frá sólinni. Hún hjálpar hinum vold- ugu trjám, eikunum, sedrustrjánum, öspunum og beykitrjánum. Hiin íklæð- ir hin ilmandi blóm heillandi fegurð — svo miklum glæsileik, að sigðin felÞ ir tár, þegar hún verður að höggva þau niður. En þú ert hvorki stórt né ilmandi og þú skalt ekki búast við -að hin mikla sól veiti þér neina athygli. Hiin er of önnum kafin til að gefa þér einn einasta geisla. Visnaðu bara í friði og spekt!“ Sólin kom upp og úthellti geislum sínum yfir allt landið. Og litla bláa blómið, sem hafði fölnað um nóttina, öðlaðist nýtt líf og nýja hamingju. 102

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.