Þjóðviljinn - 17.09.1947, Side 3
Miðvikudagur 17. sept. 1947.
ÞJOÐVILJINN
3
Ingóifur Gunnlaugsson
TTIR FRA LANDBOHADARSYNINGUNNI
Það greip mig sérstök
kennd strax er ég gekk hin
víðu fánagöng er lágu að
landbúnaðarsýningunni. Sú
kennd var blönduð eftirvænt
ingu og þökk. Eg vænti þess
að örskot fram undan sæi
ég í svipleiftri líf þjóðar
minnar um langan aldur. Eg
vænti þess að sjá skyndimynd
ir úr baráttu hennar við
hörku landsins og erlenda
áþján og síðast en ekki sizt
vænti ég þess að fá þar skýra
hugmynd um gullöld ís-
lenzki'a sveita skapaða af full
kominni nútíðartækni. Þess-
ar vonir öðluðust staðfest-
ingu er inn í anddyrið kom.
Framundan allskammt frá
var líkan mikið af íslandi og
rauk úr Heklu ákaflega. Eitt
mesta eldfjall jarðar var í
sínum stórfenglegasta ham.
Reykjarsúlan náði hálfa
breidd landsins í loft upp og
hraunstraumarnir ruddust j
niður á láglendið. En tuttug-
ustu aldar íslendingurinn,
sem eygir í einni sjónhend-
ing land sitt og fjall, skilur
á augabragði að mikil er
Hekla en meira er Island.
Eitt mesta eldfjall jarðar, er
um aldaraðir hafði verið ógn
þjóðar sinnar og stolt getur
ekki unnið henm örlagaþrung
ið mein. Hún er aðeins eitt
náttúrufyrirbrigði landsins en
enginn drotthari þess eða ör-
lagavaldur. Líf þjóðarinnar
streymir fram í þungri móðu
misfellulítið þrátt fyrir á-
hlaup hins máttuga fjalls.
Víðlendi landsins og skjól-
sælir dalir sjá fyrir því.
Lítið er staldrað við ein-
staka hluta sýningarinnar.
Margt er að sjá og skoða. Líf
sveitanna ber fyrir augu
gestsins ein's og það var, er
og ætti að vera í myndum,
tækja, talna, línurita og
tæknilegra nýunga. Og á-
fram er haldið inn í hinn
mikla sal, sem spennir tvær
vallardagsláttur og allur er
þéttsettur sýningarmunum.
Á vinstri hlið eru sýningar-
stúkur ýmissa fyrirtækja,
sem sýna þar varning sinn,
sem gagnlegur er þjóðinni
allri eða sveitafólkinu sér-
staklega, en á hægri hlið er
hin raunverulega landbún-
aðarsýning.
Fyrstu deild sýningarinnar
annast ,,Teiknistofa landbún
aðarins1-. Eru þar sýndar
teikningar nokkurra sveita-
bæja, sem teiknistofan hefur
gert ásamt ljósmyndum af
eldri og yngri byggingum í
sveitum. En mikið finnst, mér
áskorta um þenna hluta sýn-
ingarinnar að ekki skuli
fylgja línurit og tölulegar
upplýsingar um það hvar
komið er byggingamálum
sveitanna á því herrans ári
Landbúnaðarsýningin í sumar vakti al-
menna athygli og umhugsun um mál ís-
lenzks landbúnaðar.
I grein þessari og annarri, sem birt verð
ur innan skamms, ritar Ingólfur Gunnlaugs-
son um þessa merku sýningu, er verður hon-
um tilefni til hugleiðinga um ástand og horf-
ur í landbúnaðarmálum íslendinga.
1947. Hér er þó um að ræðal skal játa að mér hálf féllust
einn þáttinn af þremur, sem hendur þegar ég virti fyrir
mestu ráða um afkomu og' mér þetta safn. Svo frumræn
lífskjör sveitafólksins á hverj
um tíma. Hinir aðrir eru
tækni og ræktun. En nú er
voru mörg þessi verkfæri að
gerð. svo ómöguleg til nokk-
urra afkasta, svo hnitmiðuð
sn gs*eiii
-I"l"M-l-l"l-l"l-l"I"l"M-l-i-MH--M-4'r-M"l"S-M"l"}-l"H"M"M"<--, . -M-H-H-f
forvitni mín valiin af mikilli
mannþyrpingu, sem safnast
í innsta hluta þessarar sýn-
ingardeildar. Hér er þröngin
svo mikil að skipuleggja verð
við það að útþurrka alla von
um -líf að brjalæði gengi næst
að ætla manni að trúa því að
nokkur heil þjóð hefði um
aldaraðir háð brauðbaráttu
lífu yfir óhuganlegasta tíma-
bili íslandssögunnar, kem ég
beint inn til Torfa í Ólafsdal.
Hér setur einbeitt framsýni
og djarfur hugur mark sitt á
hvern grip: Plógur, herfi,
hestaýtur og vagnar. Allt eru
þetta verkfæri, sem marg-
földuðu afköstin og tákna
heillar aldar tak í íslenzkum
búskap. Þetta eru tæki, sem
staðið hafa í hálfrar aldar
styrjöld, unnið mörg afrek
og rnarga sigra. Moldin angar
á þeim enn ný og fersk. En
nú hafa þau að mestu lifað
sinn dag. Hér hvíla bau nú
umvafin virðingu, aðdáun og
þökk allra þeirra, sem unna
íslenzku ræktarlandi.
Nú opnast ævintýralöndm
unaðslegu. Samfelld blórna-
breiða blasir við augum. Feg-
ursta litaskraut lífrænnar nátt
úru skín hér í breytilegasva
skrúði, en íslenzkur bunu-
lækur myndar fallegan foss
fram af íslenzku bergi, liðast
ur umferðina og fólkið still-
ir sér í biðröð, sem svo þok-
ast hægt áfram. Loks nálg-
ast ég brennipunkt þessarar
þyrpingar. Gluggar skarsúð-
arbaðstofu korna í ljós. Eng-
inn fær inn að koma,heldur
aðeins að virða fyrir sér
þetta sýnishorn gamals íbúð
arhúsnæðis íslenzks sveita-
fólks inn um glugga.' Þetta
er lágreist þriggja stafgólfa
baðstofa með gömlum brek-
ánum yfir rúmum, aska, öskj
ur, stokka og ýmsa fleiri smá
hluti á hillum og rúmbrík-
um en aldurhniginn karl og
kona eru þar inni við tóvinnu
og vinna ákaflega og gáfu
með því til kynna betur en
langar ræður hversu mikið
erfiði fólk fyrri tírna þurfti á
sig að leggja til þess að
bjarga lífi þjóðarinnar frá
einni kynslóð til annarrar.
Næst kemur deild gamalla
verkfæra sem nú eru flest
nær hqrfin eða eru að hverfa,
pálar, rekur, hnallar, klárur,
grasajárn, sigðir o. s. frv. Eg
síná með þessi verkfæri svo
að segja ein að vopni. En
sagan lætur ekki að sér
hæða. Iiér stóðum við nútíma
íslendingar — afkomendur
fólksins, sam við þetta bjó.
Hér erum við lika stödd í
öldudal hagrænnar þjóðartil-
veru á Islandi. Þrátt fyrir
allt umkomuleysið lifði ósk-
in. Óskin um frelsi frá þræl-
dómi og kúgun var aðals-
merki þessarar yfirgefnu þjóð
ar líka á hinum dimmustu
dögum. En sjálfstæðisbarátt-
an var torsótt og erfið svo
sem flestum Islendingum er
vonandi enn í fersku minni.
Fyrsti árangur hennar var
aukin trú þjóðarinnar á sjálfa
sig og landið. Hvers konar
viðleitni var hafin til bættra
vinnuskrlyrða og aukinnar
sjálfsbjargar. Á sviði land-
búnarins ber einn mann hæst
allra á þeim tíma, — Torfa
Bjarnason í Ólafsdal. Þegar
ég stíg út úr þessu ægilega
húsi þrældómsins, þar sem
pállinn og rekan ríkja að ei-
Frá deild Gefjunar á
landbúnaðarsýningunni j
(Ljósm. Guðni Þórðar-
son).
síðan fram milli gróinna
bakka og fellur í smá tjorn
á láglendinu. En ' sunnan
megin lækjarins rís upp af
sléttunni heill pýramídi gerð-
ur af suðrænum, skrautlituð-
um og löguðum ávöxtum.
Gættu. mín nú, Gleym mér
ei mín með þitt litla, bláa,
brosandi auga. Hr þetta ald-
ingarðurinn Eden, dunandi
trjálundar Miðjarðarhafsins
eða hvað? Deild íslenzkra
garðyrkjumanna, stendur
skrifað. Þeir hafa náð sam-
bandi við innri hita ættjarð-
arinnar, hafið samkeppni við
suðræn sólarlönd og sigrað.
Þessi hluti sýningarinnar
var mjög glæsilegur og bar
þess fagurt vitni hvers ís-
lenzk mold, _ náttúrugæði og
mannshönd eru megnug. En
mér fannst á skorta að gerð
væri nægileg grein fyrir
garðrækt íslendinga við
venjuleg skilyrði, hver þörf
þjóðarinnar er fyrir þessa
tegund jarðargróða og hvar
við erum staddir í. því að
fullnægja þeirri þörf. Þegar
ég hafði þessa deild að baki
og hafði reikað fram hjá hag
lega gerðum eggverum, sela-
látrum og grenjaborgum og
var staddur á sýningunni af
baráttu íslendingsins við
foksand, berangur og skóg-
leysi, þá barðist ég við sjálf-
an mig og umhverfið á ný,
Og eins og innan úr mínu
eigin hugskoti kom hið á-
gæta ljóð prófessors Jóns:
Séð hef ég skrautleig suðræn
blóm
sólvermd í hlý.ium garði,
áburð og' ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Þrátt fyrir allt og allt er
það hrjóstragróöurmn smá-
gerði og „melgrasstúfurinn
harði“, sem hefur verið fé-
lagi og þjáningabróðir þess-
arar dreifðu þjóðar á ber-
angri lífsbaráttunnar um þ?já
tigu mannsæva. Og enn stend
or von Islendingsins um sam
fellt gróðurklæði ættjarðar-
innar til þessa gróðurs. Þó er
gott til þess. að hugsa að
safamikill og íagur jarðar-
gróði suðrænna landa skuli
eiga sér möguleika til þegn-
réttar í íslenzkri mold.
1 þessu sambandi er vert
að geta þess að töflur þær
og skýringamyndir, sem sýnd
ar voru í jarðræktardeildinni
gáfu að ýmsu leyti góða hug-
mund um það hvar komið er
túnræktinni. Það skal viður-
kennt að mikið hefur áunn-
izt. En betur má ef duga
skal. Þriðjungur heyfengsins
er enn af óræktuðu iandi. Til
að útrýma þeim heyskap þarf
10—15 þús. hektara af auknu
ræktarlandi eða meira en
allan túnauka síðasta aldar-
fjórðungs. Eftirtektarvert er
það að töðumagn pr. hektara
virðist ekki hafa aukizt síð-
an stækkun túnanna hófst
fyrir alvöru. Er það fullkom-
ið umhugsunarefni fyrir
bændur.
En mjólk, kjöt, ull og skinn
eru nútimamanninum ekki
einhlít til framfæris í frum-
rænu ástandi. Hann .krefst
þessarra vara sem og allra
annarra í hinu breytilegasta
ástandi nothæfra hluta. Það
er hlutverk tækninnar að
Framhald ú 7. síðu