Þjóðviljinn - 20.09.1947, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.09.1947, Blaðsíða 1
12. árgangur. Laugardagur 20. sept. 1947 213. tölublað Kína hafnar bandarísku boði til friðarráð- stefnu Vangsjinsjei, utanríkisráð- herra Kína, sem nú er stadd- ur á þingi SÞ lýsti því yfir í gær í New York, að Kína gæti ekki tekið þátt í ráð- stefnu þeirri um friðarsamn- inga, sem Bandaríkin hafa boðað til í Washington. Á ráðstefnuna hafa Ðandaríkin boðið öllum þeim ríkjum, sem tóku þátt í stríðinu gegn Japan, en Kínverjar vilja, að stórveldin undirbúi friðar- samningana áður en friðarráð stefna er kölluð saman. Sagði Vansjinsjei, að Kína krefðíst tryggingar fyrir því, að hags- munir þess yrðu ekki bornirí mikilvægara fyrir heiminn en fyrir borð í friðarsamningun- um við Japan. Sovétríkin hafa áður hafnað boði Banda- ríkjanna á ráðstefnuna af sömu ástæðum og Kína. Fulltrúi Hvíta-Rússlands á þingi SÞ: Ef striðsæsingamenn hefja kjamorku- árás verður svarað með öðru verra Öryggisráðið hefði átt að sakfella Hollendinga fyrir á- á Ssidoiesa segir frú Almennar umræður héldu áfram á þingi SÞ þ gær. Meðal þeirra, sem til máls tóku var Kiseleff, utanríkisráðherra Hvíta-Rússlands. Hann tók und- ir fordæmingarorð Vishinskis um stríðsæsingar og heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Kiseleff sagði, að ef stríðsæsingamenn á öðrum hnatthelmingnum tækju að kasta kjarnorkusprengjum á liinn helm- inginn gæti svo farið, að þeim yrði ekki að- eins svarað í sömu mynt, heldur með öðru og meiru. Fellibylurgengur yflr New Orlesns Fellibylur mikill gekk í gær yfir hafnarborgina New Orle- ans í Suðurríkjum Bandaríkj- anna. Er allt samband við borg- ina rofið og skorað hefur ver- ið á allar björgunarsveitir í nálægum héruðum að koma sem skjótast til hjálpar. Vitað var að fellibylurinn stefndi á borgina og var því hægt að gera ýmsar varúðarráðstafanir, þ’annig var t. d. lýst yfir hern- aðarástandi í borginni snemma. í gærmorgun. Ofsarigning fylgdi fellibylnum og er óttast að flóð af völdum hennar hafi valdið mestu tjóni. Kiseleff kvað ekkert vera að stórveldin kæmu sér saman. En nú væri þannig ástatt, að Bandaríkin leituðust við að halda vissum hóp ríkja í sí- felldum minnihluta. Brot gegn lýðræðinu, að banna fasistaáróður segir brezki innanríkisráðherrann Sendinefnd frá ýmsum félagssamtökum vinstrimanna gekk á fund brezka innam íkisráðlierrans Chuter Ede í gær og krafðist þess að Iiann baimaði starfsemi brezkra fasista, sem gerzt hafa all uppivöðslusamir í London undanfarið og m. a. hvatt til Gyðingaofsókna. Ede hafnaði kröfu nefndar- innar, og sagði enga ástæðu tií að óttast það, þótt fasistar rækju áróður sinn. Ef Bretar vildu halda frelsi og lýðræði i sarmigi um- Brúin á Jökulsá á Fjöllum, á móts við Grímsstaði verður opn uð til umferðar í dag. Við það styttíst leiðin til Austurlands um 70 km. og tímasparnaður er sennilega 3 klst. Þetta er 104 m. löng hengi- brú, úr járnbentri steinsteypu. 4i/2 m. á breidd. Árni Pálsson verkfræðingur teiknaði brúna en Sigurður Bjömsson var yfirsmiður. Br'ezka firmað Dorman og Long sá um smíði á jámi því er til brúarinnar þurfti. Vinna hófst við brúna í fyrrasumar. heiðri yrðu þeir að virða mál- frelsi fasistanna. ÆSINGAMENN KÆRÐIR Nefndarmenn bentu á, að ræðumenn á fasistafundum í London hefðu æst til Gyðinga- ofsókna. Ede kvað það rétt vera, og hefði hann gert ráð- stafanir til að höfða mál gegn ræðumönnum þeim, er hefðu gert sig seka um' slíkt, og auk þess einu blaði. FASISTAR FA LÖG- REGLl YKRND Aukinn fasistaáróður í Bret- landi og aðgerðaleysi yfirvald- anna er nú mjög rætt í brezk- um vinstriblöðum. ,,New States- man and Nation" segir, að at- burðirnir í Palestínu hafi mjög aukið Gyðingahatur í Bret- landi og geri fasistarnir allt til að hagnýta sér það. „Alvarleg- ast af öllu er þó hvernig lög- reglan hagar sér“ segir blaðið. Lögreglan hefur látið -hina fas- istisku ræðum. afskiptalausa, enda þótt þeir æstu til ofbeldis, en hinsv. handtekið Gyðinga og andfasista, ef þeir kölluðu fram í fyrir ræðumönnunum. Árásarseggir búa sér sjálfir gröf Kiseleff sagði kjarnorku- sprengjuna vera miðdepilinn í valdabaráttu sumra ríkja. En þeim væri hollt að hugleiða, að ekkert ríki gæti haft einokun á því vopni til lengdar. Örlög á- rásarseggja yrðu jafnan þau, að þeirra eigin illvirki yrðu þeim að lokum að falli. Bretland fyrirmynd annarra Frú Laksmi Pandit, sendi- herra Indlands í Moskva og full- trúi Indlands á allsherjarþing- inu ræddi um nýlendumálin. Kvað hún öryggisráðið hafa átt að sakfella Hollendinga fyr- ir árás þeirra á Indonesa. Önn- ur nýlenduveldi gætu tekið sér Bretland til fyrirmyndar, sem liefði veitt Indlandi frelsi. Hún kvað menn verða að gera sér ljóst, að tilvera SÞ ylti á sam- komulagi stórveldanna. Er umræðum lauk í gær voru 'enn 20 fulltrúar á mæl- endaskrá. Bidault, utanrikisráð- herra Frakklands mun taka til máls í dag. Ekki er enn víst hve- nær Hector Mc Neill, fplltrúi Breta, flytur ræðu sína. Tillaga VisUi m að banna striðsáróður lögð fram á j allsherjarþinginu Eaton staðfestir ummæli Vishinskis Trygve Lie, aðalritari SI> skýrði frá því í gær, að sov- étsendinefndin á allsherjarþinginu liefði formlega lagt fram tillögu um bann gegn stríðsáróðri, er Visinski boðaði í ræðu sinni í fyrradag. Tillaga Sovétríkjanna er á þá leið, að SÞ lýsi stríðsáróður brot á sáttmála SÞ og feli ein- stökum þjóðum að gera slíkan áróður refsiverðan með laga- setningu. Eaton samur við sig Einn þeirra manna, er Vish- inski vitnaði í til að sanna um- mæli sín um stríðsæsingar Bandaríkjamanna, hefur látið til sín heyra síðan Vishinski flutti ræðu sína. Er það Charles Eaton, formaður utanríkismála- Frakkar biðja Sovétríkin um hveiti Haft er eftir opinberum heim ildum í París, að franska stjórn in hafi beðið sovétstjórnina að selja sér 1,5 millj. lesta. af hveiti og öðrum kornvörum Ennfremur, að Argentínust jórn hafi verið beðin um sama korn- magn. Sverfur nú kornskortiir mjög að Frökkum vegna upp- skerubrestsins i sumar og minnkaðs útflutnings frá Bandaríkjunum. nefndar fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings. Hann sagði: „Úr- slitaátök við Sovétstjórnina, sem er kommúnisminn holdi klæddur, eru nú óhjákvæmileg. Fyrr eða síðar kemur að því að við Bandaríkjamenn verðum. að gera upp við okkur, hvort bæði Sovétríkin og Bandaríkin geti verið til samtímis." Fiskverð hækkar í Brétlandi Allmikil hcékkun hefur orðið á fiskverði í Bret- landi. Þorskur hækkar i'tr 61 sh. 8. d. í (15 sh. 10 d„ ufsi hcekkar í 45 sh. 10 d.. en var áður um 40 sh; ýsa hælckar úr 75 sh. 10 d. í 83 sh. 4 d. Allt er verð þetta miðað við kit, eða 63,5 kg. Óví'st erenn hvort hrunstj’órnin' tn&tmœlir þessari verðhœkkun og fer fram á lækkun í staðinn. vmna sigur nálægt Aþenu Grískir skæruliðar gerðu í fyrrinótt árás á sveit úr stjórn- arhernum við Pindarf jall um 60 km. norður af Aþenu. Felldu þeir og særðu mikinn fjölda hermannanna en hinir lögðu á flótta. Tilkynna skæruliðar, að 150 þeirra hafi gefizt upp á flóttanum. Ratopolus, herland- stjóri grísku stjórnarinnar í Norður-Grikklandi hefur látið af embætti. Verkamaana- flokkssendinefnd til Austur-Evrépu Tékkneska stjórnin hefur boðið sendinefnd frá brezkai V erkamannaf lokknum til ferðalags um Tékkoslóvakíu. -Sendinefnd frá Verka- mannaflokknum er væntan- leg til Prag 25. þ. m. undir forystu ZiIIiacusar þing- manns. Frá Tékkóslóvakíul fer nefndin tli Júgóslavíu og þaðan til Sovétríkjanna og Póllands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.