Þjóðviljinn - 20.09.1947, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.09.1947, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. sept. 1947 ÞJOÐVlLJINN 51 VERÐUR 9 ® Eitt af nýsköpunaráfor.m- um fyrrverandi ríkisstjórnar var bygging lýsisherzluverk- smiðju. Nefnd sú er starfaði að undirbúningi og fram- kvæmd 'þessa máls hafði mælt með að slík verksmiðja yrði byggð á Siglufirði og at- vinnumálaráðuneytið sam- þykkt þá ákvörðun. Keypt var byggingarlóð undir verk- smiðjuna á Siglufirði. Fest voru kaup á verulegum hluta véla þeirra er þarf fyrir verk- smiðjuna og einnig keypt nokkuð af nauðsynlegum rannsóknartækjum vegna fyr- irhugaðrar rannsóknarstofu í sambandi við verksmiðjuna. ast mátti við. Féð lá nefnilega ekki laust fyrir og lántöku- heimildin var aldrei notuð þrátt fyrir það, að samkomu- lag hafði verið um málið inn- an ríkisstjórnarinnar, a. m. k. fyrir kosningar. — Pétur Magnússon fjármálaráðherra ihindraði að nauðsynlegt fé fengist til byggingar verk- smiðjunnar, enda þótt Ólafur Thors forsætisráðherra og flokksbróðir hans væri því meðmæltur að fara út í þess- ar framkvæmdir, og hefði samþykkt þær í ríkisstjórn- inni. Pétur Magnússon lét þess raunar getið að hann hefði þegar hún væri komin upp skal ósagt látið. Verið getur að þeir kjósi heldur að ei'ga við okkur vinsamleg við- skipti, því Unilever er ekki einvaldur í Evrópu lengur. Og ekki er hægt að ógna okkur með því að hindra að við fáum hráefni því hráefn- ið framleiðum við sjálfir. Það er óþolandi fyrir okkur Islendinga að hanga áfram í nýlenduafstöðu með fram-. leiðslu okkar, því það er seg- in saga að þeir, sem. fram- leiða eingöngu hráefni fá minnst fyrir sína vinnu. Bygging' lýsisherzluverk- smiðju hér á landi er stór- Þannig var málum komið í aðalatriðum er núverandi ríkisstjórn tók við völdum í byrjun febrúar 1947. Síðan hefur ekkert miðað fram á við, nema að greidd hefur verið umsamin upp- hæð upp í pantaðar vélar, en hjá því var eigi hægt að komast þar sem ríkissjóður var ábyrgur. Nú fyrir nokkru hefur sjávarútvegs- og fjármálaráð- herra, Jóhann Þ. Jósefsson iengið mál þetta í héndur stjórnar Síldarverksmiðja rík- isins og má gera ráð fyrir að þar með sé það úr sögunni fyrst um sinn ásamt öðrum góðum framfaramálum, sem þessi ríkisstjórn hefur fley.gt í þá sömu ruslakistu. Raunar hafði Jóhann Þ. áð- ur sýnt, sem formaður Ný- byggingarráðs að hann var málinu hlynntur og meira að segja látið þau orð falla, að hann mundi ekki stöðva bygg ingu þessarar verksmiðju nema mjög til neyddur Kannski hefur hann nú skipt um skoðun, eða kannski hef- ur hann verið til neyddur. Fyrir atbeina fyrrverandi aívinnumálaráðherra. Áka Jakobssonar, var undirbún- ingur þessa máls hafinn á ár inu 1945. Vorið 1946 skipaði hann nefnd er skyldi sjá um byggingu verksmiðjunnar og tók nefndin til starfa í júlí 1946. Gefin voru út bráða birgðalög í júní 1946, sem heimiiuðu ríkisstjórninni að taka lán að upphæð 7 millj. króna til þessara fram- kvæmda. Þau lög voru síðan staðfest af alþingi í septem- ber, sama ár. Það kom brátt í ljós að störf bygginganefndarinaar voru ekki eing auðsótt og bú- Eftir eftmrerhfrœðing haft áhuga fyrir þessu máli fyrir 20 árum, en engir pen- ingar til núna, því miður, ekki hægt að fá lán. Auk þess væri hér aðeins um heim ildarlög að ræða og sér væri ekki kunnugt um að ríkis- stjórnin hefði tekið neina á- kvörðun um að framkvæma þau. Þetta var í september 1946. Hefðu sósíalistar í fyrrver- andi ríkisstjórn haft aðstöðu til að fylgja þessu máli eftir hefði verksmiðjan verið kom- in upp haustið 1948. — Á- stæðan til þess að svo verður ekki er tregða íslenzkra stjórnarvalda, sérstaklega þeirra, sem f jármálavöldin höfðu og hafa. Það er þó hart, að jafnframt því, sem ríkisstjórnin stynur undan gjaldeyrisskorti skuli fyrir- tækin, sem skapa aukinn gjaldeyri vera hindruð. Ef til vill veldur hræðsla þeirra við brezka feitmetis- hringinn Unilever, því það er ljóst að svo gæti farið að við yrðum að treysta ein- göngu á Austur-Evrópu sem markað fyrir herta feiti. Markaður er einnig nægur í löndum eins og Tékkóslóvak- íu, Póllandi, Finnlandi og Rússlandi. Það skal þó sagt að hingað til hefur þessi auð- hringur ekki gert neitt til að hindra okkur í að byggja herzluverksmiðju. — Þar er eingöngu innlendu afturhaldi um að kenna. Hvort Unilever gerði tilraunir til að ná völd- um yfir slíkri verksmiðju,| merkt framfaramál. Þar er ekki eingöngu um að ræða að framleiða herta feiti sem hráefni í smjörlíki og bökun- arfeiti, heldur eru- möguleik- ar á miklu fjölbreyttari fram leiðslu. iMeð byggingu slíkr- ar verksmiðju væri lagður grundvöllur að fjölþættum nýjum iðnaði til vinnslu úr íslenzku síldarlýsi og hval- lýsi. Hert feiti er ennþá hrá- efni eða millistig milli hrá- efnis og fullunninnar vöru. Það ber því að stefna að enn frekari vinnslu úr iýsinu þannig að við framleiddum sjálfir smörlíki, bökunar- og steikarfeiti, sápur og þvotta- duft o. s. frv. til útflutnings; Margar fleiri tegundir fram- leiðslu gæti verið um að ræða, t. d. má nefna að Ame- ríkumenn gera nú mikið að því að framleiða úr sjódýra- feiti svokallaðar ,,neo-fats“ með því að eima feitisýrurnar og aðgreina þær þannig í mismunandi hópa, sem síðan eru notaðir í ýmsum iðnaði, eftir því, hver samsetning þeirra er. T. d. má þannig fá hæfilegt hráefni bæði í máfningarolíur og sápur. Hertar feitisýrur eru notaðar í gúmmíframleiðslu, fitu- alkohól í ýmiskonar þvotta- efni o. s. frv. Nú á stríðsárunum hafa Norðmenn byrjað á að nota „polímeríserað“ síldarlýsi í stað olívu-olíu við niðursuðu á síld og brisling í dósir og gefet mæta vel. Þessi fram- leiðsla á heima í sambandi ILISSABON eftir éeff Þessa stundina sit ég hugsi á bekk undir skuggsælum lauf- göngum á Avenida da Libertad. 1 gær gekk ég í stokkhólmsku haustkyljunni og skalf. Nú hef ég farið úr frakkanum og skipt á cheviotsfötunum ’ og þunnri léreftsskyrtu og sumarbuxum. Allt er þetta hóflaust og þó þægilegt tímaskekkjufyrir- bæði. Flygildið hefur á einu dægri fært rás tíma míns aftur á bak, og gefið mér enn á ný hitasæl sumarkvöld árið 1946. Eg er mjög einmana, mjög framandi. Andspænis mér ólgar götulífið, þrengist gegnum augu og eyi'u; lítill tötradreng- ur í hriktandi kerru aftan í hraðbrokkandi gráurn asna, tveir gamlir menn í togi brúns asna öldnum á svip, öskrandi þvaga af bílum, berfættir blaða drengir hlaupa fram og aftur með blaðabúntin sín, hinar há- róma falsettur þeirra stíga og hljóðna í hinum taugaæsandi þúsundfalda klið götunnar, og andlit þeirra eru háalvarleg, eins og þeir væru að selja ríkis- leyndarmál en ekki skamma fréttablöð. En ungi maðurinn við hóteldyrnar selur bæði meyj ar og málgögn; oft og einatt réttir hann lítinn miða að manni meo nafni og heimilis- fangi ungfrúar. Þetta og hitt. Eg varð blátt áfram dálítið vandræðalégur þegar hann full vissaði: „Þér skuluð fá mynd- arstúlku", og brosti undirfurðu lega. Skóburstarar með þunga kassa í ól um öxlina hlykkja sig á hné við fætur manns. Gulir sporvagnar með mann- dyngju eins og sæi í mauraþúfu hangandi aftaní skrölta fram hjá. Og á gangstéttunum renn- ur manngr'úinn í linnulausum straum, skítugir betlaradreng- ir útmynntir og striðhærðir, glaðværðir hlutamiðasalar, skrautklæddar dömur með þunn an stríðsfarða, • gljástroknir herrar og fyrst og fremst kon- ur með allt frá þvottapokum og grænkáls- og fiskkörfum á höfðinu. Það er blátt áfram ó- trúlegt hversu tígurlega og þokkasælt hinar suðrænu kon- ur bera hina fáránlegustu hluti á höfði sér. Þær koma í móti manni með tígulegu fasi eins við herzluverksmiðju og þarf mjög lítið af vélum til þess aukalega. Ýmislegt fleira mætti telja, en af þessu er ljóst að um mjög fjölbreytta framleiðslu gæti verið að ræða. Við þurfum að byrja strax og fylgjast með í binni öru þróun í feitiiðnaðinum og einnig verður að gera ráð fyrir eigin rannsóknarstarf- sem í sambandi við þennan iðnað, svo að við getum sí- fellt bætt framleiðsluvörurn- ar og fundið nýjar leiðir, sem aðeins fást með eigin tilraun- um og reynslu. og hispursmeyjar, beinar í baki og réttar í hálsi, -méðan þær jafnvega viðarkumbl eða tröll- stóra troðfulla körfu á hvirfl- inum án þess nokkru sinni að grípa hendi til byrðarinnar. Milli höfuðs og byrðar hafa þær þófa, litla kringlu vel þóf- aða, hún er kölluð „sagra.“ (Kom það negra í Dakar í koll er bar saumavél á höfðinu en það er önnur saga). Það er mjög sérkennilegt að steypast svo að segja kollhnýs inn í gerókunnugt umhverfi, í spánýjan heim, sem maður hef ur kannski lesið um eitthverju sinni en rétt grunuð fyrir hálf- um mánuði að maður myndi bregða sér til. Hamingjan góða. Það hefðu þurft að vera fjórt- án mánuðir, ég hefði þurft að afla mér þekkingar á portu- gölsku. Eg hefði þurft að fá nasasjón af portpgalskri sögu. Eg hefði þurft, -— þurft .... Æjá. Það er allt jafnfrá- leitt á fjórtán dögum, og hér sit ég á bekk í Lissabon með rétta og slétta skólalandafræði þekkingu, og þúsundir torráð- inna manna stika fram hjá mér og hvorutveggja mig og þá úti- lokar vanþekking frá samskipt- um. Rökkrið kemur, dillandi fugla söngur berst úr laufskrúðinu yfir bekknum og blandast götu kliðnum. Vissulega er þetta ynd islegt sumarkvöld — og það er yndislegum sumarmorgni að mæta daginn eftir, þegar ég stíg út á avenidan (strætið), sem er laugað í brennandi sól- skini. Það liggur flæði af sól og ljósi hvarvetna um styttur og húsahliðar. Þetta er aðdáanlega fögur borg. Um það bil er ég er staddur á götuhorni og sé hvernig húsafylkingarnar tildra sér upp hundruð metra háar hæðir þrep af þrepi, og bygg- ingarnar hafa næstum allar sitt sérstaka svipmót. Hér verð ur vissulega einskis samhæfis vart, glæsilegar kirkjur gnæfa upp úr þyrpingum af misháum íbúðarhúsum, skyndilega blas- ir kölkuð mjög hvítglansandi bygging við manni og næsta augnablik verður manni svip- sýnt um þröngbýla grennd með gömlum niðurníddum húsum. Sólin bakar Cais Sodré fiski- höfnina. Þaðan leggur megnan óþef langleiðis, er brátt verður svo hlutlægur að maður ætti að geta sneitt hann með hníf. Kyndug blanda af rottum, fisk- úrgangi, og grænmeti, dýra- taði og svitadaun manna. Yfir því öllu saman grúfir kliður af háværum uppvægum röddum, af hlátrum og sköllum. Á velli einum innan járngrindna flykkj ast konur á öllum aldri, gildar og grannar, glæsitróður og kerlingaskuplur allar hafa þær canastras — stórar flatar fisk- körfur meðferðis og gegnum Framhald á 7. síðu, ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.