Þjóðviljinn - 20.09.1947, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.09.1947, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. sept. 1947 ÞJÖÐVILJINN 3 M'ALOÁCN ÆSKULYÐSFYLKINpmíNNÁR| SAMBANDS UNORA SÓSlALISTA Frelsi — jafnrétti — hrteðralag Áðferðir afturhaldsins í baráttunni við kommúnismann Það er farið að kveða ramt að þvi upp á síðkastið, og reyndar fyr'ir löngu, að bæði ís- lenzkt og erlent afturhald sé farið að heyja baráttu sína gegn umbótaöflum heims, grímuklætt og hjúpað stolinni skikkju kjöro. frönsku bylting arinnar. Þykist það vinna að framkvæmd þeirra af heilum hug og miklum eldmóði. Þann- ig mátti t. d. sjá í Heimdallar- síðu Mbl. eitt sinn í vor, að kjörorð Sjálfstæðisfl. voru frelsi, jafnrétti og bræðralag. Lítum á þetta. FRELSI — þar á meðal skoðanafrelsið. Eitt dæmi um það frá hinu lýð ræðislega íslandi. I vor kom herra Bjarni Benediktsson í veg fyrir, að tveimur Gyðingum yrðu veitt hér borgararéttindi, af því að, eins og hann upplýsti í forystugrein í Mbl. 28. maí, ,,að þeir séu kommúnistar." En það eru einmitt þessir sömu menn, Bjarni Ben. og hans nót- ar, sem hæst og stöðugast gala um skoðanakúgun kommúnista, fórna höndum til himins af mikilli vandlætingu, þegar fyr- verandi fasistar í Mið- og Aust- ur-Evrópu eru sviptir mögu- leikum til að beita áhrifum sín- um í þá átt að koma á sama fas isma' og áður vax, þótt undir annarra stjórn sé nú en fyrr. . Þess er vandlega gætt að skella kommúnistaheitum á öll fram- faraöfl í löndum þessum,, en nefna engar alþýðufylkingar né sigra þeirra á nafn nema sem stórkostlegustu kosningasvik sögunnar, hvað svo sem stað- reyndir og jafnvel brezkir fréttamenn segja. — En ef for sprakkar bandarísks afturhalds reka alla þá menn, er dirfast að vera sjálfstæðir í hugsun, frjálslynda, hvað þá kommún- ista úr stöðum sínum, dæma þá hörðum dómum fyrir skoðun sína á hinu rotna þjóðfélagi kapítalismans og kosta milljón- um dollara til styrktar alþjóð- legu afturhaldi í útrýmingu frjálsrar hugsunar, hvað þá sósíalisma og sósíalista, kúga og brjóta á bak aftur verklýðs- samtökin og gera þeim ókleift að vinna að hagsmunum alþýð- unnar, þá kallast það forsjálni og sjálfsögð varfærni gagnvart „leiguþýjum erlends herveldis, er eitrar þjóðlíf vort.“ Það væri æskilegt, ef Heim- dellingar athuguðu kosningarn » ar í hinu fyrirheitna landi þeirra, þar sem milljónum negra er meinað að neyta kosn- ingaréttar síns, þar sem for- ustumenn þjóðarinnar komast á þing með stórkostlegustu mút um, með tugþúsundum atkvæða sem hvergi eru til, þar sem menn eins og Rankin, Bilbo og Pendergast ráða ríkjum. — Eða berst Heimdallur fyrir efna hagsfrelsi alþýðunnar ? JAFNRÉTTI Hvernig samrímist þetta hug tak því þjóðfélagskerfi, sem íhaldið berst fyrir, kapítalism- anum? Eðli hans er að veita einstökum mönnum afl til að ná yfirráðum yfir fjármagni, atvinnutækjum og atvinnulífi þjóðanna og hafa þannig líf og þróun þjóðfélagsins í hendi sér. En þarna sést þó tímanna tákn og úrræðaleysi þessa flokks. Hann verður að ljúga á sjálfan sig, stefnuskrá algerlega and- stæðra flokka og stefna til þess að geta enn um stund haft von um stuðning hinnar blekktu al- þýðu. Heimdallarjöfnuður er það, að kúga niður hin litlu laun alþýðu manna meðan viss óþarfastétt veltir sér í auðæfum þeim, sem landsmenn í heild hafa þrælað baki brotnu til að skapa, oft með því að hætta lífi sínu. Og svo hið glæsilega dæmi um sjálf heldu kapítalismans í forvígis- landi hans: Hin stóru lán, sem U.S.A. kaupir sér pólitískt og efnahagslegt almætti fyrir í þeim löndum, sem lánin taka, eru tekin með sköttum af þjóð- inni í heild, en gróðinn, sem inn kemur, bæði vextir og vörur, safnast í hendur hinna fáu auð hringa, ,sem öll út og innflutn- ingsverzlun U.S.A. fer um. — Þorið þið, Héimdellingar, að hugsa þessa hugsun til enda og athuga afleiðingar þessar, sem óumflýjanlega hljóta að koma í ljós innan skamms? Annars er þessi jöfnuður að nokkru skilgreindur í Morgun- bl. 24. maí í vor: Þar sem menn séu ekki gæddir jafnmiklum hæfileikum til að koma sér á- fram geti ekki verið um full- kominn jöfnuð að ræða. Hvað útleggst: Þar sem mönnum eru ekki öllum lögð upp í hend- ur skilyrði til að troða náung- ann undir fótum er jafnrétti ekki til. Sem sagt: Jafnrétti og frelsi hins kapitalíska þjóðfé- lags, er þannig, að þeir fáu, sem einhverra ástæðna vegna hafa hlotið forréttindaaðstöðu, hafa jafnan rétt til að kúga og arð- ræna alþýðu manna. BRÆÐRALAG Enn eitt þjófstolið einkunnar- orð frönsku byltingarinnar, sem borgaraséttin sveik, en sósíal- istar tóku upp á arma sína og iétu líf og frelsi fyrir í baráttu við einmitt þá flokka er höfðu sett þau fram en svikið. Hinar rökréttu afleiðingar kapítal- ismans, fasisminn og nazisminn hafa sýnt okkur það bræðralag svo ekki verður um villzt. Dráp 6 millj. Gyðinga og nærri dag- legar fregnir um morð og of- sóknir, jafnvel- dómsmorð á varnarlausum og saklausum negrum er útvörðum þessarar „menningar" á þessu eylandi ekki nóg ástæða til að reyna að láta visku sína liggja í þagnar- gildi, heldur leggja þeir sig í framkróka um að sýna sem gleggst mun þeirra orða, er þeir hvísla mönnum lævíslega í eyra, og raunveruleikans, hvort sem það er af eigin heimsku eða ofmati á lieimsku Heimdellinga og Morgunbl.-les- enda yfirleitt. Kynþáttahatrið og kynþáttakúgun hefur alltaf og mun alltaf, eins og nýlendu- kúgun fylgja kapítalismanum. Bræðraþelið til alþýðu heims ins kemur líka svo vel í ljós um þessar mundir í stríðsæsingum auðvaldsins gegn alþýðuríkjum heimsins. Þar sér það sína sæng út breidda og reikningana gerða upp. Þar getur það ekki sett mönnum þess kosti: Annað hvort lifir þú við þau lífskjör, sem við skömmtmn þér, afsal- ar þér rétti þínum og hlutdeild í gæðum lífs og jarðar ellegar þú getur hreinlega drepizt úr hungri — eða ég hef ráð með að koma þér undir lás og slá, ef þú segir eitt einasta orð. Hefur það ekki alltaf verið ráð og aðferð auðvaldsins að egna kynþáttum gegn kynþætti, þjóð gegn þjóð? Er ekki óskadraum ur þess að sjá alþýðu heims máttvana og flakandi í sárum, svo að forréttindastéttin geti setið yfir kjötkötlum auðæf- anna og valdanna í ró og næði, láta alþýðuna berast á bana- spjót fyrir upplognar hug- sjónir og tóm orð og hjóm, svo að þeir geti skarað að köku sinni betur og betur á meðan. Þefta er frelsi, jöfnuður og bræðralag kapítalismans í gær, í dag og á morgun. Heimdellingar! APstaða ykk- ar er skiljanleg en vonlaus. Þið reynið að verja arftekna eða áunna forréttindaaðstöðu ykk- ar. En látið ykkur ekki detta í hug, að þið getið blekkt einn einasta einstakling úr æsku al- þýðunnar, sem alinn er upp í Framh. á bls. 7. Frelsi auðvaldsins — helsi verkalýðsins. Er ”togaraháseii“ með eða móti lenghffl ydartímaiB á tenrnm? Einhver djörf, nafnlaus hetja, sennilega úr landher Sigurjóns Á. Ólafssonar í Sjómannafélagi Reykjavíkur, er að senda mér tóninn í Alþýðublaðinu 17. sept. út af greinarkorni, sem ég skrif aði í Æskulýðssíðu Þjóðviljans um tillögu til breytinga á vöku- lögunum og famkomu stjórnar Sjómannafél. Reykjavikur í því máli. Þessi grein ,,hásetans“ í Al- þýðublaðinu er merkileg vegna þess eins, að hún er hlaðin ein- kennum atvinnurógsmannsins og þeirrar manngerðar, sem torfinnanleg er meðal sjómanna og verkamanna. Greinin er reyndar líka merkileg fyrir þá sök, að „hásetinn" virðist ganga þess dulinn, að á Islandi heitir það siðlaus blaðamennska að ráðast með dylgjum og per- sónulegum svívii’ðingum að nafngreindum andstæðingi, en þora ekki að láta nafn sjálfs síns getið. Stórum hluta greinar sinnar eyðir „hásetinn" í að atvinnu- rægja fátæka námsmenn, sem eru að afla fjár til að geta menntað sig. Er greinarhöfund- ur að leggja til við hlutaðeig- endur, að skólapiltum úr sjó- manna- og verkamannastétt sé meinað að afla sér fjár til lífs- framdráttar og náms? Fyrir utan þær fróðlegu upp- lýsingar, að námsmenn hafi verið misjafnlega duglegir til togaravinnu og að ég sé „ekk- ert sérstakt sjómannsefni" eru flest atriðin í þessum haturs- fulla vaðli „hásetans“ nægileg afsökun fyrir þeirri hlédrægni mannsins að láta ekki nafns síns getið. Síðan tekur „hásetinn" að brigsla forustumönnum verka- lýðssamtakanna um bakferli og svik vegna þess, að þeir berj- ast fyrir réttindamáli sjómanna. á Alþingi. Þegar greinarhöfundur hefur afgreitt námsmennina og full- trúa verkamanna og sjómanna á þingi, byrjar hann að útlista hina torskildu þögn Sigurjóns Á. Ólafssonar í sambandi við vökulagatillögu Hermanns Guð mundssonar og Sigurðar Guðna sonar. Hvílíkur skilningur! Sig urjón Á. Ólafsson væri heppinn ef allur hásetaskarinn, sem skrifaði undir áskorunina til Alþingis um að samþykkja til- löguna, hefði þennan skilning á afstöðuleysi formanns Sjó- mannafélags Reykjavíkur. Mönnum dettur ósjálfrátt í hug, að þessi ,,háseti“ hafi losn- að úr tengslum við félaga sína. Getur það verið? Framhaló á 7. síö>

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.