Þjóðviljinn - 20.09.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.09.1947, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. sept. 1947 12. Samsærið mikla eftir MICHAEL SAYERS otr ALBERT E. KRHN inu, sem nú er ekki nema nafnið eitt“. Búkarín upplýsti 1923, að á bak við tjöldin í Brest-Litovsk kreppunni hefðu verið komin á kreik ráð um það meðal tækifærissinna að kljúfa bolsévíkaflokkinn, steypa Lenín af stóli og stofna nýja rússneska stjórn). Hátterni Trotskis bar þann árangur, að friðarumleit- anirnar í Brest-Litovsk fóru út um þúfur. 1 fyrsta lagi hafði þýzka herstjórnin ekki verið áfjáð í að semja við bolsévíkana. Að því er Lenín hermdi, lagði Trotski spilin í hendur Þjóðverjum og .raunverulega hjálpaði þýzku heims yirfráðasinnunum". I miðri ræðu nokkuri sem Trotski hélt í Brest-Litovsk, lagði þýzki herforinginn Max Hoffmann löppina á samningaborðið og sagði ráðstjórnarsendiboð- unum að hypja sig heim. Trotski kom til Pétursborgar og leiddi hjá sér að- finnslur Leníns með slagorðinu. „Þjóðverjar þora ekki að sækja fram!“ Tíu dögum eftir að friðarumleitunum í Brest-Litovsk var slitið, hleypti þýzka herstjórnin af stokkunum stór- sókn eftir öllum austurvígstöðvunum, frá Eystrasalti til Svartahafs. Sunnantil flykktust hersveitir Þjóðverja yfir sléttur Úkrainu. 1 miðinu stefndu jÆir sókninni gegnum Pólland í áttina til Moskvu. Norðanmegin féll Narva og Pétursborg var í hættu. Hvarvetna meðfram vígstöðvun- um brast í leifum gamla rússneska hersins og hann molað- ist sundur. Hrunið blasti nú við hinu nýja Rússlandi. Vopnaðir verkamenn og rauðliðaverðir, sem hervæðzt höfðu fyrir tilstilli bolsévíkaforingjanna, streymdu í heil- um sveitum út úr borgunum og hugðust stemma stigu fyrir sókn Þjóðverja. Fyrstu drögin að nýja rauða hern- um gengu nú til verks. Við Pskoff var sókn Þjóðverja stöðvuð 23. febrúar. Pétursborg var óhætt um stund. (Dagurinn 23. febrúar 1918, þegar Rússar stöðvuðu Þjóðverja við Pskoff er haldinn hátíðlegur sem afmælis- dagur rauða hersins.) Önnur friðarsendinefndin, nú án Trotskis, fór í skyndi af háifu stjórnarinnar til Brest-Litovsk. Friðurinn kostaði nú, að Þjóðverjar fengju yfirráð] yfir Úkraínu, Finnlandi, Póllandi, Kákasus og ægilegar skaðabætur greiddar í gulli, hveiti, olíu, kolum og málm- um. Gremjualda gegn „þýzku heimsvaldaræningjunum'1 reis um öll Sovétríkin, þegar friðarskilmálarnir voru til- kynntir. Þýzka yfirherstjórnin, sagði Lenín, vonaðist til, að með þessum „ræningjafriði" mætti henni takast að búta í sundur Rússland og mola ráðstjórnina. Bruce Lockhart var á þeirri skoðun, að hið eina skyn- sarplega sem Bandamenn gætu gert þegar svo var komið, væri að styðja Russland gegn Þýzkalandi. Ráðstjórnin reyndi ekki að dylja tregðu sína á því að staðfesta Brest- Litovsk friðinn. Lockhart leizt svo til, að sú spurning væri efst meðal bolsévíka. Hvað myndu Bandamenn gera ? Myndu þeir viðurkenna ráðstjórnina og koma henni til hjálpar, eða myndu þeir láta Þjóðverja neyða „ræningja- friði“ upp á Rússa ? Fyrst hneigðist Lockhart til að halda að brezkir hags- munir í Rússlandi réðu samingum við Trotski gegn Lenín. Nú voru Trotski og fylgifiskar hans að ráðast á Lenín með þeim átyllum að friðarstefna hans hefði. leitt til „svika við byltinguna". Trotski var að reyna að mynda það sem Lockart kallaði ,,heilagsstríðs“- deild innan bolsévíkaflokksins með það fyrir augum að fá Banda- menn að baki sér og neyða Lenín til að fara frá völdum. Lockhart hafði, eins og hann segir í bók sinni Brezkur erindreki, komizt í persónulegt samband við Trotski strax og hann kom til baka frá Brest-Litovsk. Trotski veitti honum tveggja klukkustunda viðtal í einkaskrifstofu sinni í Smolni. Þetta sama kvöld skrifaði Lockhart nið- ur í dagbók sína persónulegu áhrifin, sem hann varð fyrir af Trotski. „Hann kemur mér fyrir eins og maður, sem myndi af fúsum vilja deyja í baráttunni fyrir land sitt, ef hann fengi nógu marga áhorfendur til að horfa á hann gera það“. Brezki erindrekinn og rússneski utanríkisráðherrann urðu brátt nánir féiagar. Lockhart kallaði Trotski, eins og kur . :r hans gerðu, „Lev Davidovits", og dreymdi pm, ems og liann sagði síðar, að „standa í stórræðum með 15. dagur LIFIÐ AD VEÐI Eftir Iflorare Mc Coy „Mike — geturðu séð af fimm dollurum?" „Eg vildi að ég gæti það, Walter", svaraði Dolan, ,,en ég á þá ekki til“. „Allt í lagi. Eg ætlaði ekki að biðja þig um þá, en svo datt mér í hug, að þú hefðir fengið peningá þegar þú hættir við blaðið". „Eg átti bara eins dags kaup inni, og ég sagði gjaldkeranum að kaupa skó handa Brandon fyrir það“. „Brandon — hver er hann?“ „Þekkirðu ekki Brandon? Hann er forstöðumað- ur Vetrarhjálparinnar. Jæja — ef ég góla, verðið þið að koma á vettvang með liðsauka", sagði Dolan og fór. „Hvar er hún?“ spurði hann Tommy. „Uppi — ég vona að þú spjarir þig, Casanova" „Þú ruglar okkur Ulysses saman“/sagði Mike og gekk upp stigann. Þegar Dolan kom inn, sat frú Marsden þráðbein eins og hrífuskaft í legubekknum og virti fyrir sér gríska hjáguði á arinhillunni. „Halló, frú Marsden", sagði hann. „Gott kvöld, herra Dolan", sagði frú Marsden ró- lega. „Eg er komin til að tala við yður um Mary Margaret". „Viðvíkjandi liverju ?“ spurði Dolan og settist á legubekkinn. „Eg sendi hana burt“, sagði frú Marsden. „Og nú er ég komin til að biðja yður að svara ekki bréfum hennar". „Einmitt", sagði Dolan og létti. „Það skal ég ekki gera. Eg vissi ekki einu sinni að hún væri farin“. „Hún fór í vikunni sem leið. Eg áleit henni það fyrir beztu. Síðan Marsden dó, hef ég verið ein um ábyrgðina á Mary Margaret, og ég ákvað að lokum, að senda hana til systur minnar í Mexico City — hún er svo ung og óreynd“. „Já — ég veit það“, svaraði Dolan. „En þér hefð- uð getað sparað yður þetta ómak, frú Marsden. Eg lofa yður því, að svara ekki einu einasta bréfi henn- ar. Hvers vegna haldið þér að hún skrifi mér — eftir það sem kom fyrir?“ „O — ég er nú ekki alveg skyni skroppin — ég veit, að henni þykir vænt um yður“. „Ekki lengur", svaraði Dolan, „þér sáuð fyrir því. En mig langar til að spyrja eins, frú Marsden: Hvað hafið þér út á mig að setja ?“ „I fyrsta lagi, hr. Dolan, er mér ekki gefið um menn, sem taka við peningum af ungum stúlkum —“ „Hvers vegna haldið þér, að ég hafi tekið við peningum af henni?" „Eg sá innleysta ávisun upp á mörg hundruð dollara". „Það er alveg rétt“, sagði Dolarx. „Eg hélt, að þér vissuð það ekki. En ég er búinn að endur- greiða henni 100 dollara, og afganginn borga ég strax og ég get“. „Ja hérna“, sagði frú Marsden og hallaði sér nær honum og hristi höfuðið um leið. „Þessar ungu stúlkur! Þér hafið víst ruglað þær margar í kollin- um — er ekki svo?“ „Það hefur ekki verið ætlun mín“, svaraði hann og leit á klukkuna. „Jæja, frú Marsden------“ „Það er ekkert að undra, þó þær ruglist í ríminu", sagði frú Marsden án þess að taka eftir bendingunni. „Þetta hús, þessi gömlu húsgögn og málverk--------“ „Hm, já — jæja“, Dolan stóð á fætur. „Og þessar töfrandi bókmenntir", hélt frúin á- fram og tók bók af borðinu. „Eg var að blaða í þess- ari bók, meðan ég beið yðar. Hafið þér skrifað hana? „Nei“, svaraði Dolan og roðnaði. „Eg skil ekki, hvernig stendur á því, að hún er hér“. „Og myndirnar! Þetta er fyrsta ástalífsbókin. sem ég hef séð í mörg ár“. „Mér er hulin ráðgáta hvernig hún er komin hing- að. Eg geymi hana alltaf í bókaskápnum inni í svefnherberginu mínu“. „Hvar er svefnherbergið yðar?“ spurði frú Mars- den. Hún stóð á fætur og tók bókina. „Þarna inni“, sagði Dolan og benti. „Þá ætla ég að setja hana á sinn stað“, sagði frú Marsden, og gekk þvert yfir gólfið. „Það er hættulegt að hafa svona bækur á almannafæri". „Mér þykir það leitt, en ég er að flýta mér, frú Marsden", sagði Dolan og elti hana inn í svefnher- bergið. „Eg er að verða of seinn á æfinguna“, sagði hann og ætlaði að kveikja. „Nei — kveikið þér ekki“, hvíslaði frú Marsden, og hann fann andardrátt hennar í eyra sér, „gerið það ekki------“ „Ja, hver skollinn1, sagði Dolan við sjálfan sig. 7. Klukkan var farin að ganga níu, þegar hann kom í leikhúsið. Hann hraðaði sér eftir ganginum inn á leiksviðið. „Bíðið! — Hættið andartak þarna!“ hrópaði leik- stjórinn til fólksins á leiksviðinu. Hann stöðvaði æfinguna, snéri sér við og glápti á Dolan. „Hvað eigum við að þola þetta lengi?" spurði hann reiði- lega. „Mér þykir þetta leitt, en ég gat ekki gert að því“, sagði Dolan iðrunarfullur. „Haldið þér, að við rekum leikhúsið aðeins yðar vegna — haldið þér það? Svarið þér!“ „Eg sagði yður, að mér þætti þetta afar leitt“, sagði Dolan fátkennt, og tók eftir því að fólkið á leiksviðinu starði á hann. ,',Þet,ta gétur ekki gengið svona lengur!" sagði leikstjórinn og snéri sér að David og tveim öðrum forvígismönnum leikhússins, sem sátu í áhorfenda- sætunum. „Eg vildi, að blöðin væru ekki búin að geta um þetta leikrit. Ef við værum ekki komin svona vel á veg með æfingarnar, mundi ég hætta við allt saman. Viljið þér biðja leikendurnar afsök- unar, Dolan“. „En------“ „Þér hafið aldrei sýnt meðleikendum yðar minnsta tillit. Þér hafið hegðað yður ósæmilega, verið ókurteis og yfirgangssamur, og hegðað yður D A V í Ð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.