Þjóðviljinn - 21.09.1947, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.09.1947, Blaðsíða 3
Sunnudagur 21. sept. 1947. ÞJOÐVILJINN 3 Á HVÍLDARDAGINN I nýútkomnu hefti af „Frjálsri verzlun“ segir í for ustugrein að nauðsynlegt sé að heildsalastéttin bindist samtökum „svo að hún fái skapað sér verðugt álit í aug um þjóðarinnar og unnið sjálfri sér margsltonar gagn“ Mun það vera fjrsta stétt íslands sem stofnar félags- skap til að bjarga við mann- orði sínu, og er það mjög að vonum, enda þótt tvísýnt sé að félagsstofnun ein sain- an komi að tilætluðum not- um. Til þessa hafa heiðarleg ar athafnir verið taldar mannorðinu liin öruggasta AÖrn, en það væri að sjálf- sögðu til of mikils mælzt að þessi ágæta stétt færi inn á* svo ókunna stigu. Eflaust liefur það orðið heildsala- stéttinni nokkur hvöt til þess arar félagsstofnunar að við- skiptamálaráðherra Alþj’ðu- flokksins, Emil Jónsson, lýsti henni fjrir skemmstu sem einni göfugustu stétt lands- ins, og það þeim mun frem- ur sem sá mæti maður hefur fengið orð fyrir að vera furðu dómliarður um j'msar aðrar stéttir þjóðfélagsins. . * Ýmsir menn eru þó þeirr- ar skoðunar að nafngift sú sem þessi ágæti ráðherra valdi íslenzkum verkamönn- um í vor hefði fremur átt heima í ræðu þeirri sem hann flutti um heildsalastéttina. Is lenzkum verkamönnum geng- ur yfirleitt vel að semja sig að landslögum, en hins vegar hafa þau orðið heildsölum sá ásteitingarsteinn sem flestir hafa hrasað um. Ófáir þeirra hafa hlotið þungar fjársekt- ir og sumir jafnvel kynnzt lífi innantukthúsinanna um skeið. Afbrotin hafa ýmist verið okur eða gjaldeyris- stuldur, og hafa þau að vísu skapað heildsalastéttinni „verðugt álit í augum þjóð- arinnar“, þótt á annan veg sé en gert er ráð fjrir með hinni væntanlegu félagsstofn un. * Gjaldejrisstuldur heildsal- anna ætti sízt að falla í glejmsku nú, svo mjög sem talað er um gjaldeyrisskort- Þau örfáu dæmi sem uppvíst hefur orðið um bcra með sér að heildsalarnir hal'a fengið 10% próvisjón af vöruverði erlendis og látið leggja inn í erlenda banka án vitundar ís- lenzkra yfirvalda. Er það mál kunnugra rnanna að lang flestir heildsalar hafi fært sér þessi lilunnindi í nyt og að mestallur innflutningur sem um þeirra hendur fer sé skattlagður á þennan liátt. Þeir einstaklingar sem fást við innflutning hafa á undan förnum þrem árum iáðstafað a.m.k. 700 milljónum króna, en af þeirri upphæð getur gjaldeyrisstuldurinn numið allt að 65 milljónum króna! Að sjálfsögðu verður þessi uppliæð ekki metin með neinni nákvæmni nema til komi erlendar skýrslur eða heildsalarnir gangi til oxford trúar og játi syndir sínar, en hitt eru þó auðsjáanlega engar ýkjur að gjaldeyris- stuldur heildsalanna liefur á þessum tíma numið tuguni milljóna króna. Það væri liægt að kaupa ófá pör af skóm, svo að ekki sé minnzt á kaffi, sápu og vinnuföt, fyr ir þá upphæð. * " Og nú talar málgagn þess- ara manna, Vísir, um gjald- eyrissparnað og fórnir. Það mun mála sannast að Hann- es Jónsson liafi hitt naglann á höfuðið á Varðarfundinuni um daginn, þegar hann sagði að heildsalarnir væru vissu- lega reiðubúnir að fórna — verkamönnum, sjómönnum og bæ'ndum! . * í síðustu pistlum var stung ið gat á þann röksemdabelg afturhaldsblaðanna að gjald- eyristekjurnar j kjust ef laun in væru lækkuð innanlands. Alþýðublaðinu þótti að von- um leitt að ir.issa af jafn á- gætri falsrökscmd fjrir launalækkun og skrifaði heil- ,an leiðara í hefndarskyni, Treýstist blaðið að vísu ekki til að halda falsröksemd sinni til streitu, og er það óvenjuleg blygðunarsemi í þeim herbúðum, en hóf í stað inn uinræður um að útflutn- ingsatvinnuvegirnir stæðu ekki undir tilkostnaði sínum innanlands, og þess vegna væri óumflýjanlegt að ráðast á lífskjör almennings. Er það að sjálfsögðu allt annað mál og hefur engin áhrif á afurða verð okkar í framandi lönd- um. En þessi nýja röksemd Alþýðublaðsins er þó engu minni falsröksemd en sú f jTrri, og sprottin eins og húu af þeirri forsendu Alþj'ðu- blaðsins að Iaunin verði að lækka hvað sem það kostar. * Ef það kemur í ljós að út- flutningsatvinnuvegirnir standa ekki undir tilkostnaði sínum, verður að sjálfsögðu að ráða bót á því. Vandamál- ið er fyrst og fremst livar bera skuli niður. Fulltrúar Alþýðuflokksins í bæjar- stjórn Reykjavíkur hafa þeg ar gefið út sína fyrirskipun: „Bændur, iðnaðarmenn, verkamenn og sjómenn, j’fir • leitt allar vinnandi stéttir taki sinn réttláta hluta af byrðunum“. En einmitt þess- ar stéttir sem fulltrúar AI- þýðuf-Iokksins ávarpa svo valdsmannslega eru annarr- ar skoðunar. Þær telja skylt að postular fórna og bj'rða gangi á undan með góðu for- dæmi og' sj'ni hverju þeir lofta. * Enda þótt fjárplógsmenn liafi verið slyngir við að koma sér upp erlendum eign- um eins og Ij'st hefur verið, eru þær eignir þó smáræði í samanburði við þær innlendu. Auðævi fámennrar klíliu hafa verið fyrir allra augum síðustu ár, og er þó persónu- leg neyzla og óhóf auðstéttar innar aðeins brot af tekjum hennar. Það cr því miður tak markað sem menn geta eytt handa sjálfunr sér, þótt þeir séu allir af vilja gerðir! Þess vegna hefur verið geysi- legt kapplilaup um fjárfest- ingu innan stéttarinnar, og hefur það ekki sízt valdið verðbólgunni innanlands. Því miður eru ekki tií neinar skj'rslur um tekju- og eigna- skiptingu á íslaudi, en nokk- urn Iærdóm má draga af þeirri staðreynd að sam- kvæmt skattaframtölum 1946 voru þjóðartekjur Is- lendinga það ár að meðaltali 40—50 þús. á hverja fimm nmnna fjölskyldu, enda þótt kaup venjulegra verkamanna næði ekki helmingi þeirrar upphæðar, og þá áttu 100 ein staklingar og félög % af öll- um eignum Reykvíkinga, eða 200—300 milljónir króna. Það ár voru ekki færri en 100 milljónarar í Rejkjavík einni saman! Launastéttun- um er því ekki láandi þótt þær bíði átekta, vilji fyrst láta þá stóru Ieggja á sig klyfjarnar og sjá hvað þeir bera! * Þau geysilegu moldviðris- skrif sem þyrlað hefur verið upp seinustu vikurnar um gjaldeyrisskort og tekjuhalla útflutningsatVinnuveganna hafa ekki sízt liaft það hlut- verk að rugla fólk og villa því sýn. En í rauninni er vandamálið ákaflega einfalt, og sú lausn sem hagsmunir launastéttanna móta er skj'r og óbrotin: Það verður að selja afurðir íslendinga þar sem verðið er hæst og rnark- aðirnir beztir og öruggastir, en ekki í samræmi við póli- tíska lileypidóma auðstéttar- innar. Komi það í ljós þegar markaðir eru heiðarlega kannaðir að kostnaður út- flutningsatvinnuveganna inn- anlands sé of mikill, verður að leggja „byrðarnar“ og „fórnirnar“ á liina forríku auðstétt. Ef hún sligast full- komlega undir klyfjunum, mun að sjálfsögðu ekki standa á lauiiastéttunum að hlaupa.undir bagga. SKÁK Riístjóri: Guðmundur Arnlaugsson Hjalað um skák — Skákin hefur mikið til brunns að bera af alvöru til að vera leikur — og of mikið af leik til að vera alvara. (Lessing) Skákin er prófsteinn heilans. (Goethe) Það er eins í lífi okkar og skákinni: við semjum áætlanir, en í skákinni eru þær háðar andstæðingnurn, í lífinu örlög- unum. (Schopenhauer) Snillingar í Skákinni eru klauf ar í lífinu. 1 (almenn hjátrú) Ekkert er erfiðara en að vinna unna skák. (Em. Lasker) Við erum alltaf okkar eigin bölvaldar, jafnt í lífinu og skák- inni. (Tarrasch) Þegar góða leiki vantar bjóða villurnar sér heim. (Tarrasch) Bezta og eiginlegasta nautn skákarinnar er í því fólgin að þar er maður knúinn til að vera andlega virkur og skapandi. Þessi athöfn andans og einbeit- ing er ef til vill göfugasta nautn lífsins. (Tarrasch) Mér hefur alltaf fundizt skák vera íþrótt í nánum tengslum við lífið sjálft. Hún kennir þér samvinnu milli rökvísi og hug- kvæmni. Hún kennir þér að bera ábyrgð á mistökum sjálfs þíns. Hún kennir þér að vanmeta/al- drei andstæðinginn ef þú villt lifa baráttuna af. Hún kennir þér að taka ósigrunum með brosi og hún færir þér heim sanninn um það, að ekki geta öll peð orðið drottning og ekki geta allir menn orðið Lasker. (Mischa Elman) 9. Rc3—a4! Hinsvegar er 9. Rb5 ekki eins góður leikur og í fljótu bragði gæti virzt vegna 9.—Re4 með máthótun á f2. Hvítur verður að leika Be2 en þá kemur Re4—c3! 9----- IP—9IR 10. Bdlxc2 gaxgja 11. Ra4—c5 go—gqQ 12. — bö svarar hvítu með 13. Bb5 Hc8 14. Re5 og vinnur lið. 12. Rc5xb7 Bc2—a4 Svartur verður að liindra Bb5. Nú lamar hvítur drottninghr- arm svarts. 13. Bfl—a6! f7—Í6 Það er ekki hægt að reka bisk- upinn frá nema loka lirókinn inni um leið. (Rdb8 gengur ekki af taktisk- um ástæðum: 14. Rd6f!—exd6 15. 13b7) 14. 0—0 e7—e5 15. Bb7) Bf8—e7 16. Hfl—cl g7—g5 Hvítur stendur betur eins og bezt sést á því að setja sig I spor svarts og reyna að spinna einhverja skynsamlega ráða- gerð. Allar tilraunir stranda á því að hvítur hefur of sterkt tangarhald á öllum þýðingar- miklum reitum. Síðasti leikur svarts veikir heimavígstöðvam- ar eins og allar peðaframsóknir. í svona stöðu er þolihmæðin öllum dyggðum nauðsynlegri. maður bíður átaka, heldur í horfinu, hindrar hvítan eftir mætti og varast umfram allt að ’taka á sig nýjar veilur. Sam- kvæmt þessu hefði 16.—0—0 verið hyggilegri leikur þó að þessi knýi fram biskupakaup eftir fjóra leiki. 17. h2—h3 0—0 18. Hcl—c3 eo—e4 — og teflt DROTTNINGARBRAGÐ . Slavnesk vörn Moskva 1944 Makogonoff 1. d2—d4 2. c.2—c4 3. c4xd5 4. Rgl—f3 5. Rbl—c3 6. Bcl—14 Ravinský d7—d5 c7—c6 . c6xd5 Kb8—c6 Rg8—f6 Bc8—fö Stöðurnar eru samloka. Marg- ir leika 7.—e6 og halda biskupn- um heima á c8, því að reynslan hefur leitt í ljós að erfitt getur orðið að valda b7 (eftir Ddl-b3) og eins getur leppun riddarans á c6 orðið óþægileg þegar bisk- upinn er .lokaður úti á kóngs- armi. 7. e2—e3 Bd8—b6 8. a2—a3! Ðb6xb2 Síðasti leikur hvíts var alger nýung og hún snjöll. Drepi svartur ekki peðið á b2 leikur hvítur næst Ra4 og drottningin verður að hverfa heim við svo búið, Aftur á móti getur hvítur ekki leikið 8. Ra4 vegna Dbéf. Það er óvenjulegt að liægt sé að eyða leik í að fórna peði eins og hér er gert. 16—f5 Be7xd6 Ha8—b8 Rc6—e7 Hf8—d8 23. — Hf6 tapar peðinu á d5: 24. Rc8! 24. IIc3—c7 Kg8—f8 Nú ætlar svartur að losa um sig með Rb6. 25. Rd6xf5! Re7xf5 26. Bb7xd5 a7—a6 27. Rd2xe4 h7—li6 28. Hc7—a7 Hb8—b6 29. Hcl—c7 Kf8—e8 Hvítur hefur fengið þrjú peð fyrir riddarann og náð sjöundu línu undir.hrókana, sigurinn get ur ekki verið langt undan landi. 30. Re4—c3 19. Rf3—d2 20. Bg3—d6 21. Rb7xd6 22. Ba6—b7 23. Hal—cl Svartur er í vanda: Bc2 svari hvitur með Bc6. Einna bezt ví Re7 en hvítur vinnur sam 31. Bf?)! Kxf 32. Rxa4 Hd6 3 Rc5 Ke8 3.4. Rb7. 31. Bd5—e4 32. e3xd4 33. Be4—g'6t 34. Re3xa4 35. Bg6—f5 36. Ha7xa6 37. Hc7xd7 Ríöxfl Hd6xd4 Ke8—e Hd4xa Ha4—d Hd8—f Gefst upj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.