Þjóðviljinn - 21.09.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.09.1947, Blaðsíða 4
ÞJÖÐVILJINN Sunnuáagúr 21. sopt. 1947. þJÓÐVILJINN Útgefandl: Samelningarflnkkur alþýSu — Sósíalistaflokkurlnn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðustíg 19. Sími 7600. Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, siml 2184. Auglýsingar: Skólavörðustig 19, simi 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð: kr, 8.00 ó m&nuðl. — Lausasöluverð 60 aur. elnt. Prentsmlðja Þjóðviljans hf. ÖfugmæH Morgunblaðsins Morgunblaðið vitnar í Ólaf Thors aldrei þessu vant í seinni tíð, sennilega í krafti hinnar nýju einingar, sem heildsalaþjónninn Kristján Guðlaugsson segir að orðin sé í Sjálfstæðisflokknum, einingin um að ráðast á lífskjör al- þýðunnar í landinu. En Morgunblaðið er svo óheppið að vitna í þriggja ára gamla yfirlýsingu Ólafs Thors. Yfirlýsingin er svohljóð- andi: „Hitt er svo auðvitað stjórninni og stuðningsmönnum hennar Ijóst, eins og öllum öðrum, að ef dómur reynslunn- ar verður sá, að hin nýja tækni fær ekki risið undir ó- breyttu kaupi, verður ekki hjá því komist, að allir, —: ekki bara þeir lágt launuðu, — heldur allir, sem framfæri hafa af framleiðslunni, verða að lækka kröfur sínar, því til lang- frama getur engin þjóð búið við hallarekstur. En þá — og þá fyrst er frambærilegt að gera þessa kröfu, og þá — og þá fyrst, eftir að verkalýðurinn ’hefur séð, að í orði og á borði hefur allt verið gert, sem hugsanlegt er, til þess að halda uppi lífskjörum hans, mun verkalýðurinn vera reiðubúinn til að hlusta á og fara eftir slíkum óskum.“ ,,Nú er að því komið sem hér er að vikið“, bætir Morg- unblaðið við fagnandi, og gætir ekki að því að það er að löðrunga húsbændur sína óafvitandi. Því fer fjarri að „dómur reynslunnar" hafi sýnt að hin nýja tækni fái ekki risið undir óbreyttu kaupi. í sama blaði birtir Morgunblaðið þá skýrslu að nýsköpunartogar- arnir hafi þegar aflað ísfisk fyrir 9 milljónir króna, og liafa þó að meðaltali aðeins farið 3—4 ferðir. Bendir sú staðreynd til þess að „hin nýja tækni“ rísi ekki undir kaupi s jómanna ? Eða bátaútvegurinn. Veit Morgunblaðið ekki um neinn lið í útgerðarkostnaði bátaflotans nema laun sjó- manna? Hvers vegna er það sá útgjaldaliður, sem Sjálf- stæðisflokkurinn klifar alltaf á að eigi að lækka, að út- gerðin beri ekki? Ber bátaútvegurinn lögverndað okur á síldarnótum og nótabátum, sem er orðið svo gífurlegt að ein nót og einn nótabátur hafa hæglega þurrkað út hluta útgerðarinnar á mörgum síldarbátum í sumar? Um marga aðra liði sem til útvegsins þarf gegnir sama máli. En á þessa liði má aldrei minnast, vegna þess að það eru skjól- stæðingar Morgunbl. sem lifa þannig sem sníkjudýr á út- veginum, eina „bjargráðið" er að ráðast á launin. ★ I yfirlýsingu Ólafs Thors segir að „þá fyrst sé fram- bærilegt að gera þessa kröfu“ (um rýrð lífskjör) „eftir að verkalýðurinn hefur séð að í orði og á borði hefur allt verið gert, sem hugsanlegt er til að halda uppi lífskjörum hans.“ Morgunblaðið leyfir sér það öfugmæli að komið sé að þessu. Það er afarlangt frá því að verkalýðurinn hafi ,,séð“ slíka viðleitni. Hitt er sönnu nær að hrunstjómarliðið í Sjálfstæðisflokknum, Alþýðuflokknum og Framsókn hafi gert allt sem hugsanlegt er til að stefna atvinnumálum landsins í hrun og afkomu alþýðimnar í liættu. Vitandi vits hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokksins látið heildsalasníklana gramsa til sín gjaldeyri þjóðarinnar. Vit- andi vits hefur hrunstjórn Bjama Ben. og Stefáns Jóhanns reynt að skipuleggja hér skort, vöruþurrð og svartan markað. Vitandi vits er afturhaldshyskið að BÆJARPOSTIRIM ■BBBMHnH • 'wm * .*• l. VILL ÚTFLUTNING Á LÚXUSBlLUM „Ferðalangur“ skrifar: „Hún er mikið mæðustrá þessi ríkisstjóm okkar, mikið mæðu- strá, og ekkert leikur hana, ves- linginn, eins illa og bannsettur gjaldeyrisskorturinn. Leyfist mér að rétta henni hjálparhönd í neyðinni? Má ég koma með uppástungu um það, hvernig hægt væri að hressa ögn upp á okkar hrynjandi gjaldeyris- skrifli? Ríkisstjórnin ætti að hefja útflutning á bílum, hún ætti hreint og beint að taka x sig rögg og selja út úr landinu einhvern álitlegan hluta af þeim lúxusbílum, sem hingað hafa safnazt á undanförnum árum. Ráðherrabílarnir mættu gjarna vera í fyrstu sendingunni. Það mundi vera vottur um einlægan vilja veslings ríkisstjórnarinnar til að kippa þessum málum í lag. Og þá mundi auðstéttin á- reiðanlega öll fylgja á eftir, koma stímandi niður á kajann í sínum lúxusbílum, bjóðandi þá með þegnskaparbrosi til út- flutnings. Því ekki þarf að ef- ast um þegnskap þeirrar dyggð- ugu stéttar. ■k A GÖTUM PARÍSAR „Eg meina þetta. Það er eng- inn vafi, að við gætum aflað okkur mikils erlends gjaldeyris með því að flytja út bíla, áreið- anlega margra miíljóna, og kannski fengið allt gallaríið borgað í dollurum. Eg veit'það til dæmis, að ef á götum Parísar sést lúxusbíll á borð við nýju Buickana og Chryslerana, sem hér aka. eftir öllum götum, þá safnast samstundis að múgur og margmenni til að glápa á fenó- menið; en bílstjórinn situr við stýrið með voldugan svarta- markaðssvip. Og þannig er það áreiðanlega í flestum löndum Evrópu. Já, hvers vegna ekki að hefja útflutning á lúxusbíl- um? Ferðalangur“. ★ HEIMKOMNIR Í.R.- INGAR Iþróttavinur skrifar. „Nú eru Í.R.-ingarnir komnir heim eftir sína glæsilegu sigur- för til Norðurlanda. Mér finnst satt að segja að verið hafi furðu þögult um heimkomu þeirra. Hefði ég mátt ráða, mundi hafa verið búið að ganga þannig frá málum, að hægt hefði verið að veita þeirn virðulegar móttökur, þegar þeir komu heim. Því hverjir mundu eiga slíkt skilið, ef ekki ein- mitt þeir menn, sem bera hróð- ur íslands vítt um lönd, þeir menn, sem vegna afreka sinna hafa verið sú landkynning, sem að verðmæti til er ekki hægt að mæla í krónum. Og ennfremur þetta: Forseti íslands ætti að sæma þessa menn heiðursmerkj- um. Þau mundu áreiðanlega sóma sér betur í barmi þessara manna en margra þeirra, sem slík merki bera. íþróttavinur.“ Það kemur vatn í munninn á fóiki þegar minnst er á rjómapönnukök- urnar á Miðgarði. Mœlið ykkur mót í Miðgarði I-W-H.-H-I-M-H-H-H-I-I-M-M- Til |Iiggnr leiðin '''-l-H-l-H-H-H-l-H-i-l-H-I-H-H Verzlið í eigin búðum IÍRON H-I-I-I-H 1-I-l-H-l-H-HH-H-l-H-I1 H-H-I-I-I-H-I-H-H I'H-H-I-I-W 4. Nýlenduvörur Sælgæti ÍVerzlufiin VARMA, Hverfisgötu 84. Sími 4503. -H"H"I"I"1"1"I-I"I"H"M"I-H-1-H-H- Budings- dufi .l-I-I-I-H-H-l-l-I11 I 11' H"!"I"I-I"I-M H-I"I"I"I"I"1"I-I-1-I-I"1"I"H-1"H"H Þetta eru afrek hrunstjómarinnar, þau eru einmitt skapa slíkthugsuð sem undirbúningur allsherjarárásar á lífskjör ástand að milljóna-burgeisarnir geti sópað til sín húseign-fólksins sem minnst ber úr býtum. En jafn dæmalaus ó- um, bátum og öðrum eignum, sem almenningur befur lagtsvífni og að telja með þessu allt hugsanlegt gert til að hart að sér að eignast á undanförnum árum. halda lifskjörum fólksins uppi blekkir engan. Frá Hollandi og Belgíu E.s. Lingström Frá Amsterdam 27. þ. m. — Antwerpen 29. þ. m. Einarsson, Zoega & Co. h.f. Hafnarhúsinu; símar 6697 og 7797. H-H-H-I-I-I-H-l-14-H-l-l-Hri-H"

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.