Þjóðviljinn - 21.09.1947, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.09.1947, Blaðsíða 5
Sunnudagur 21. sept. 1947. 'ÞJÖÐVjlLJINN 5 SIGURJÓN FRIÐJÓNSSON ÁTTRÆÐUR 1867 - 22. sept. -1947 mu iuiiyi Við hafíssins heiðni við uxum og háreista kastalagjörð, sem norðanhillingin iðjar að um eyjar og skyggðan fjörð. Frá Laxá, sem ljóðmæli flytu'r, við litum á blikandi haf með eldinn í augum og brjósti, sem útþráin báðum gaf. Sveitamenning 19. aldar er sögulegt rannsóknarefni. Tími hennar var genginn um garð í fyrra stríðinu að mestu, í ný- liðnu stríði að fullu, en menn- ingarlíf sveita og kaupstaða byrjað að bræðast upp í hinni sameiginlegu deiglu sinni, deiglu atvinnubyltingarinnar. Enn lifa örfáir þeirra bænda, sem orðnir voru málsmetandi fyrir aldamót og voru gildir aldarfulltrúar jafnan síðan. Einn þeir'ra greppa er Sigurjón Friðjónsson, bóndi á Litlu-Laug um í Þingeyjarsýslu. Við átt- ræðisafmæli hans er margs að minnast um uppeldi þeirrar kyn slóðar, sem með honum fæddist og senn virðist dáin og gleymd almenningi. Vísuna að ofan orti Guðmund- ur á Sandi, albróðir Sigurjóns, í eftirmælum eftir skáldbróður sinn. Hún er heimild um upptök andlegs lífs með Guðmundi, og engin rangfærsla er í því að skýra með orðum hennar skap- gerð Sigurjóns, sem var aðeins 2 árum eldri og þeir bræður fæddir' líkari innst inni en menn hefur grunað. Útþrá gerði unglinginn frið- lausan. Ameríkuferðir hófust, og í liðug 20 ár voru frændur og vinir að fara og sveitirnar tómlegri eftir. 1 annan stað eggj uðu Islendingasögur til utan- fara að mannast í nálægari lönd um, og rit skálda eða róttækra höfunda Noregs og Danmerkur voru lesin svo ákaft, að ofbirtu lagði yfir mannréttindabaráttu þeirra og félagshyggju, meðan hér var hálfgerð nótt. Af þessu þrennu gaf útþráin eld í augu og brjóst. Þó að henni væri ald- rei svalað með utanför, gat hún gert mann eins og Sigurjón Evrópuskyggnan og róttækan í skoðunum ævilangt. Heiðnin var útþránni sam- vaxin. „Þú komst eins og geisli í grafarhúm kalt, svo glóandi birtuna lagði um allt,“ segir Stephan um heiðni sína, sem opinberaðist honum um þetta leyti, nokkru eftir að hann flutt ist úr Bárðardal vestur um haf. Líkt fór Sigurjóni Frið- jónssyni, svo að hann gerðist strangheiðinn maður fram eftir ævi, lét t. d. hvorki skíra né ferma börn sín. Raunsæisstefn- an setti manneðlið og þjóðfé- lagsmálin ofar öllum klerka- kreddum. I sama orði og þessa heiðni nefnir Guðmundur „há- reista kastalagjörð“ hilling- anna um eyjar og skyggðan fjörð. Það er auðskilið, að þar hillti upp framtíðina. Heiðni frelsisástiíðunnar og hamingju- vonir íslands urðu samferða hjá unglingnum. Aðeins eitt er torskilið í vísunni: Hvað koma illspáu náttúrufyrirbrigðin þessu við, norðanhillingin og hafísar ? NorðanJiilling veit á veðra- brigði og úrkomu, minnir á það, hve byltingasinnuð íslenzka veðráttan er. Fegurð hillingar er ekki síður minnistæð fyrir það, að hún er flagð undir fögru skinni. Hillingaborgir við fjörðinn efla ekki síður sköp- unareðli fyrir það, að þær deyja nýfæddar inn í drauma manns- hugans, og svo skellur yfir hann veðurbyltingin varnar- lausan, borgarlausan. Hafísinn á Skjálfanda er stundum tröll- aukinn borgarís eins og frosta- veturinn mikla 1880—81, er þeir Sandsbræður, Sigurjón og Guðmundur, voru farnir að stálpast og eignast náttúruauga sitt. Mynd hans er fögur og grimmúoug í senn. Ári seinna ollu hafísar þeim vorkuldum og sumarhretum, að jörð náði várla að grænka norðan lands, og lieyskapur sumarsins varð svo sem enginn, en fénaður hor- aður fyrir veturinn. Mörg fleiri harðæri komu á síðasta þriðj- ungi 19. aldar. Þaðan efldist ódrepandi lífsskoðun, sem Guð- mundur lætur samlagast frels- isástríðunni og kallar „hafíss- ins heiðni.“ Einar Benediktsson kvað um þessa hafísa: Af því verður norðlenzka nátt- úran frjáls, nágranni dauðans lífseigur fæðist. Djarfasta bjargráð þingeysku bændanna var að stofna kaup- félag sitt einmitt þau árin, sem hallærið gekk yfir og mest var þörf á umlíðun verzlunarskulda hjá Húsavíkurfaktor, erlendri verzlun á fornri einokunarrót. En þeir létu ekki aftra sér, þeir tóku að skilja, hvað verzlunar- arðránið var og nýlenduféflett- ing Islands. Friðjón á Sandi var meðal þeirra bænda, sem fakt- orinn krafði um skjóta skulda- greiðslu, nema þeir gengju úr kaupfélaginu og verzluðu áfram við sig. En Friðjón vildi ekki beygja sig né bregðast félaginu, heldur rak mikinn hluta af án- um sínum á blóðvöll hjá hinni erlendu verzlun. Þá var eftir á Sandi leifar af bústofni, margt barna, fæðuskortur og fátækt, en sæmdinni borgið. Þessi sigur mótaði Sigurjón Friðjónsson ævilangt eigi síður en útþráin og heiðnin. Sigurjón bóndi á Litlu-Laug- um er marxisti og ákveðinn sósí alisti. ★ Um æviferil Sigurjóns verður að nægja stutt skýrsla. Hann fæddist 22. sept. 1867 á Síla- læk.þar sem móðir hans var upp runnin, Sigurbjörg Guðmunds- dóttir, en að Sandi, sem er næsti bær, fluttist Friðjón með fjölskyldu sína fáum árum seinna. Sigurbjörg varð skamm- líf. Með síðari konu börnum Friðjóns varð hópur Sands- systkina allstór, og mun þá Sig- urjón því hafa hugsað til jarð- Þessi mynd var tekin af Sigur- jóni sextugum næðis annars staðar. Þó bjó hann lengi á jarðarparti þar heima, 1892—1906. Hann kunni glögg skil á fjárrækt og jarð- rækt að þeirrar tíðar hætti og hafði lokið búfræðiprófi ungur í Eiðaskóla. Að Einarsstoðum í Reykjadal fluttist hann 1906 og hélt þar næstu 5 árin sauðfjár- kynbótabú fyrir Fjárræktarfé- lag Þingeyinga. Var hann for- maður þess félags um skeið. Síðan 1913 hefur Sigurjón set- ið að Litlu-Laugum þar í daln- um. Frægur varð sá staður fyrst, er Laugaskóli reis, og af- henti Sigurjón skólanum land fyrir mjög lítið fé. Kona Sigurjóns var Kristín Jónsdóttir Ólafssonar. Hún er látin fyrir 19 árum. Börn þeirra eru mörg, og má nefna Hall- dóru Sigurjónsdóttur, forstöðu- konu húsmæðraskólans á Laug- um, og Arnór Sigur'jónsson, bónda að Þverá í Dalsmynni. Sigurjón hefur verið langa ævi riðinn við mál sveitar og sýslu og þingmaður (landskjör- inn, varamaður) 1917—22. Það má teljast upphaf að starfsemi hans í almennum málum, að hann gerðist í æsku félagsmað- ur í Huldufélaginu (Ósýnilega félaginu), sem Jón í Múla og aðrir Mývetningar höfðu for- göngu fyrir. Huldufélagið fór leynt með starfsemi sína, og töldu sumir áróður þess og inn- anfélagsfræðslu vera uppreisn- arkennda og viðsjárverða. Um félagið hefur Arnór Sigurjóns- son skrifað í ritgerð sinni um Þorgils gjallanda, er hann gaf út Ritsafn hans (Helgafell, 1945, síðara bindið). Sigurjón var um tíma sýslunefndarmað- ur en síðan lengi hreppsnefnd- armaður og oddviti Reykdæla- hrepps. Deildarstjóri var hánn í Kaupfélagi Þingeyinga um 40 árá bil og gegndi í öðrum trún- aðarstöðum þess. Nokkru eft- ir hið fyrra heimsstríð var Sig- urjón í stjórn kaupfélagsins og fékk ekki ráðið þeim endurbót- um, sem hann taldi nauðsynleg- ar á fjárreiðum þess. Ágrein- ingur magnaðist við stjórnar- meirihlutann, sem var kyrrstæð ur mjög í skilningi sínum á þró- un félagsins. Lauk svo, að Sig- urjón birti í Lögréttu ádeilu- grein eina um kaupfélagsmál. Fyrir það var honum vikið úr stjórn félagsins. Kom þama í ljós sem oftar, að Sigurjón fór jafnan sinna ferða, hvikaði yf- irleitt ekki frá stefnu, sem hon- um þótti réttmæt, hvað sem aðrir sögðu. Hann var yfirleitt ninn starfsamasti maður, er hann beitti sér í félagsskap, til- lögumargur, tillögugóður og vitsmunir hans ávallt í jafn- vægi. Á alþingi komu fram hin- ir sömu kostir hans. ★ Þegar Sigurjón komst á sjö- tugsaldurinn, tók hann að gefa út ljóðabækur eftir sig og önn- ur rit. Óvænlegt hefði það ver- ið venjulegum hagyrðingi að byrja þá fyrst að leita ljóðum sínum viðurkenningar. Áður hafði hann aðeins birt nokkur þeirra í tímar. og blöðum. Þess kennir á kvæðunum, að Sigur- jón hefur lítinn tíma haft til að æfa og efla skáldorku sína, með an sálarfjörið var mest. Þess vegna hefur tækifærið til stórra afreka farið miklu meir fram hjá honum en Guðmundi bróður hans, En Sigurj. á ljúfar raddir í hörpu sinni. Um langlífi kvæða hans er ofsnemmt að spá. En sá, sem les þau af alúð, nýtur hinnar tæru ljóðrænu þeirra og göfugrar skapgerðar, sem birt- ist að baki þeim. Ritin eru þessi: Ljóðmæli 1928, Skriftamál ein- setumannsins 1929, Þar sem grasið grær 1937, Barnið á götunni 1943, Heyrði ég í hamr- inum I—III, 1939—44. Ljóðgáfa Sigurjóns minnir á Laxá, sem þeir bræður unnu, og á hafið blikandi, sem Guð- mundur nefnir: Frá Laxá, sem ljóðmæli flytur, við litum á blikandi haf með eldinn í augum og brjósti Nú, þegar starfsævi Sigur- jóns á Litlu-Laugum er lokið, horfir hann fram á hið meira haf í þeim hug sem hann kvaddi Jón á Litluströnd með í ljóði, samherja sinn úr Huldufélag- inu: Oft greip mig sem frostbitur, feigðarköld hönd að sjá fjöldann í skjalarans taumi. En sjá‘i eg þá fáu, sem fara sinn veg og fljót’a ekki sjónlaust með straumi, þá horf’i eg með von út í vor- bjarmans rönd, og hann vaknar minn gróðrar- lífs ylur. Því rétt‘i eg nú eftir þér hendur og hug út á hafið, sem veraldir skilur. Allir sýslungar og samherj- ar senda hlýjar kveðjur til Sig- urjóns á Laugum á afmæli hans. Björn Sigfússon. ★ Ólotinn í herðum og svo ung- legur í hreyfingum að margur fimmtugur hefði mátt fyllast öfund. Málsnjall á mannfundum og gat verið tannhvass ef í odda skarst. Þannig minnist ég skáldsins og bóndans Sigurjóns Friðjónssonar á Litlu-Laugum er ég sá hann fyrst, þá sjötug- an. Þessi unglegi öldungur er áttræður á morgun. Sigurjón er fæddur 22. sept. 1867 að Sílalæk í Aðaldal, en fluttist með foreldrum sínum að Sandi í sömu sveit og ólst þar upp. Á þeim árum var1 oft hart í búi í Þingeyjarsýslu, harðir vetur, misjöfn sumur, hafís og verzlunarkúgun þjörm uðu mjög að héraðsbúum. Fén- aður féll úr hor en fólkið svalt. Afleiðing þessa varð fyrst í stað þverrandi trú á landið, sem berast kom í ljós við stofn- unUtflytjendafélags þeirra Ein- ars í Nesi og Jakobs Hálfdán- arsonar, er hafði það markmið að flytja sem flesta Þingeyinga til Brasilíu. Minna varð þó úr þeim landflótta en til stóð og á þessum hörmungarárum hófst sú frelsisbarátta í félags- og menuingarmálum Þingeyinga, sem Ijómi stafar af enn í dag, enda þótt örar breytingar þeirra þjóðfélagsafla er íslenzk alþýða stöðugt á í höggi við hafi nú drjúglega afmáð sporin er þá vor’u mörkuð. Þjóðvinafélagið, Þjóðliðið, Kaupfélag Þingey- inga, leyhifélagið Ófeigur í Skörðum og félagar og síðar tímaritið Réttur voru baráttu- tækin sem þingeysk alþýða þá skóp í uppreisn sinni gegn kúgun, ófrelsi og harðrétti. Sig- urjón Friðjónsson kemur snemma við sögu þessarar al- þýðuhreyfingar. Hann hafði lokið prófi frá búnaðarskólan- um á Eiðum með hæstu próf- einkunn er þar hafði nokkru sinni verið veitt, unnið á búi föður síns að Sandi unz hann kvæntist Kristínu Jónsdóttur frá Rifkelsstöðum í Eyjafirði og reisti bú á þriðjungi jarðar- innar. Sem ungur bóndi á Sandi tók hann þátt í störfum leyni- félagsins Ófeigur í Skörðum og félagar er varð einskonar kjarni þeirrar alþýðuvakningar er náði um það leyti mestri reisn í Þing eyjarsýsíu, og lagði grundvöll- inn að hinu fræga Sýslubóka- safni Þingeyinga. Mun hann ó- Framhald á 7. síðs. ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.