Þjóðviljinn - 24.09.1947, Síða 4
4 - WOÐVILJINN
(UÓÐVILJINN
Útgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — SóaialÍBtaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjarlanason, SigurSur Guðmundsson, 6b.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðustíg 19. Simi 7500.
Afgreiðsla: Skólavörðustig 19, siml 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 8899.
Prentsmiðjusími 2184.
Áskriftarverð: kr, 8.00 á m&nuðL — Lauaasöluverð 60 aur. elnt
Prentsmiðja Þjóðviljans hJ.
Lýsisherzluverksmiðjan
Fyrir nokkrum dögum ritaði Öskar B. Bjarnason efna-
verkfræðingur grein í Þjóðviljann um byggingu lýsisherzlu-
verksmiðjunnar, eins merkasta fyrirtækis nýsköpunarinn-
ar, rakti gang málsins í aðaldráttum og sýndi fram á
hvemig lagzt hefur verið á þetta nauðsynjamál og fram-
kvæmd þess tafin af núvarandi ríkisstjóm.
Undirbúningur að byggingu lýsisherzluverksmiðju
hófst að tilhlutun Áka Jakobssonar þáverandi atvinnumála
ráðherra árið 1945, vorið 1946 var bygginganefnd skipuð,
er tók til starfa í júlí. I júní voru sett bráðabirgðalög er
heimiluðu ríkisstjórninni að taka sjö milljón króna lán til
að koma upp lýsisherzluverksmiðju, og voru þau lög stað-
fest af Alþingi í september í fyrra. Verksmiðjunni var á-
kveðinn staður á Siglufirði, byggingarlóð keypt og kaup
fengin á verulegum hluta af vélum verksmiðjunnar
og nauðsynlegustu tækjum í rannsóknarstofu er átti
að verða samhliða. Formaður bygginganefndar var Óskar
B. Bjamason, en hann mun sá íslendingur, sem bezt hef-
ur kynnt sér slíkan iðnað og auk þess unnið að vísinda-
rannsóknum á íslenzka síldarlýsinu.
★
Óskar fullyrðir í grein sinni að lýsisherzluverksmiðj-
an hefði getað verið kominn upp á næsta hausti, haustið
1948, ef málið hefði fengið að ganga eðlilegan gang.
En því var ekki að heilsa. Skemmdaröflin, sem unnu
sífellt og vinna gegn nýsköpuninni, reyndu af alefli að
hindra framgang þessa þjóðnytjamáls. Pétur Magnússon
sýndi hér sem endranær hug sinn til nýsköpunarinnar.
Hann neitaði að nota lántökuheimildina, og taldi öll tor-
merki á fjáröflun. Þó er haldið áfram þeim framkvæmd-
um sem þegar hafa verið nefndar, og þannig stóðu málin
er hrunstjórnin'tók við völdum, í febrúar þessa árs.
Síðan hefur verið lagzt á málið, ekkert gert, nema
hangsazt til að greiða áfallnar afborganir upp í pantaðar
vélar. Einmitt í þessu máli hefði fyrrverandi formaður
nýbyggingarráðs, núverandi hrunstjórnarráðherra, Jó-
hann Þ. Jósefsson getað sýnt nýsköpunaráhuga sinn
handa Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu að guma af.
En reynslan hefur orðið öll önnur. Svo langt gengur
hrunstjórnin í ósvífninni að hún tekur málið úr höndum
bygginganefndar og fær það í hendur stjórn síldarverk-
smiðja ríkisins, en sú stjórn, undir forustu gróðabralls-
mannsins og svindlarans Sveins Benediktssonar, er að
verða að almennum kirkjugarði framfaramála sjávarút-
vegsins.
★
Lýsisherzluverksmiðja á Islandi, eign íslenzka ríkis-
ins, er ein þarfasta framkvæmd, sem þjóðin getur lagt í.
I stað þess að selja síldarlýsið úr landi sem hráefni, er það
gert að margfalt dýrmætari vöru, og spor stigið til að full-
vinna það hér heima, slík verksmiðja yrði grundvöllur að
fjölþættum nýjum iðnaði til vinnslu úr síldarlýsi og 'hval-
iýsi.
Það er Sjálfstæðisflokkurinn og hrunstjórn Stefáns
Jóhanns og Bjama Ben. sem he.fur hindrað að lýsisherzlu-
verksmiðja yrði fullbúin til notkunar á næsta hausti. Með
þvi hefur sjávarútveginum sérstaklega og þjóðinni allri
verið unnið stórkostlegt tjón, sem seint mun fyrirgefið
hrunstjórnardótinu og sýnir betur en flest annað hrun-
stefnu þeirrar þokkalegu afturhaldsfylkingar, sem hrifsað
hefur völdin í landinu.
MJÓLKIN I
„VOGUNUM“
„Nökkvi“ skrifar:
„Hér í bænum er starfandi
fyrirtæki eitt, sem kallað er
Mjólkursamsalan. Mun eitt hlut
verk hennar vera það, að sjá um
dreifing mjólkurinnar til bæjar-
búa, þannig, að sem þægilegast
sé, að ná í hana. Engan dóm
skal ég leggja á það hvernig
þetta er rækt í heild. Ein við
hérna í „Vogunum" erum ekki
hrifin af útdeilingunni til okk-
ar. Fram til stutts tíma var seld
hér mjólk í „Rauðu búðinni",
sem svo var kölluð, en nýlega
var því hætt, þó öll meðferð
mjólkurinnar væri þar i bezta
lagi. Að sönnu fullnægir búðin
ekki kröfum þeim, sem gerðar
eru til slíkra búða, en það var
gætt allrar varúðar um með-
ferð mjólkurinnar, enda fannst
víst flestum, að sú mjólk væri
eins góð til neyzlu og almennt
gerist hér í bænum.
★
ÓVIÐUNANDI
„Nú verður að sækja alla
mjólk norður í Kleppsholt og
tekur það oftast um 40 mín.
og stundum lengur.
Er slíkt ástand alveg óvið-
unandi. Finnst okkur hér líka
hart, að geta ekki fengið mjólk
á flöskum, þegar við sjáum
liana selda þannig umbúna bæði
inni í Blesagróf og einnig í
búðarkompu við Suðurlands-
braut, skammt fyrir innan Múla.
Allir ættu að hafa sama rétt
til mjólkurinnar. Er vonandi ao
sem fyrst verði ráðin bót á
þessu og heimilum hér gert jafn
hátt undir höfði.
*
EN SKATTAK ERU
HEIMSENDIR
„Annars er illa að okkur bú-
ið í fleiri efnum en þessu. Hér
er enginn sími, enginn bruna-
boði, sem hægt er að tilkynna
bruna, ef kviknar í húsi, en
þess er þó fremur þörf þar sem
sími er enginn. Ferðir Strætis-
vagna eru alveg ófullnægjandi
og þurfa skólaböm að ganga
norður á Sunnutorg til þess að
ná í ferð, sem þau geti nálgast
skólann með. Má nærri geta,
hvernig smákrökkum líður á
þessari leið, hvernig sem viðr-
ar. Eitt er það þó, sem við hér
njótum sama réttar með og
aðrir bæjarbúar. Við fáum heirn
senda skatta- og útsvarsreikn-
inga eins og aðrir. En einmitc
það sýnir okkur, að eftir okk-
ur er munað, og vonum við þvi
að bætt verði sem bráðast úr
því sem hér hefur verið minnzt
á. Nökkvi“.
★
UMRÆÐUR UM
SEPTEMBER-
SÍNINGUNA
Eg er þeirrar skoðunar, að
Septembersýningin hafi haft
mikil áhrif í þá átt að vekja
menn til umhugsunar um hinar
yngri listastefnur og þetta mun
innan skamms sannað á því, að
Markaðsöflun Morgunblaðsins
íslendingar ræða nú af
kappi markaðs- og afkomu-
horfur íslenzkra atvinnuvega.
í rauninni eru þetta umræð-
ur um það, hvort íslending-
um eigi að takast að stýra
fram hjá þeirri kreppu, sem
sligar nú flest öll lönd auð-
valdsskipulagsins og ógnar
ekki hvað sízt háborg þess,
Bandaríkjaauðvaldinu.
Islenzka þjóðin er að vakna
til vitundar um það, að eitt
hinna fyrstu skilyrða fyrir
því, að íslendingar lendi ekki
aftur undir ok atvinnuleysis,
fátæktar og hörmunga nýrr-
ar kreppu, er öflug, raunsæ
og fordómalaus markaðsöfl-
un.
Reynslan sýnir þó, að hægt
er að stunda markaðsöflun á
fleiri en einn veg.
Keppinautar okkar á sviði
fiskframleiðslu og sölu verja
miklu fé og færustu mönnum
sínum til markaðsöflunar. —
Þeir leitast við að láta póli-
tíska fordóma ekki stjórna
afurðasölumálum sínum. —
Þetta á ekki sízt við um
Norðmenn, sem leitast við að
tryggja sér varanlega mark-
aði og spara sér þar ekkert
ómak. .
Nýlega hafa öflugustu sam
tök norsku þjóðarinnar, verk-
lýðssamtökin, krafizt þess af
ríkisstjórninni, að viðskipti
Noregs verði tengd við þau
lönd, sem hafa áætlunarbú-
skap, til þess að firra Noreg
því að sogast niður- í hring-
iðu kreppunnar.
Hér á íslandi erum við
vitni allt annarrar „markaðs-
öflunar“. Það er Morgunblað-
ið og markaðsleit þess.
Fernt einkennir einna helzt
„markaðsleit" Morgumblaðs-
ins, sem er aðalmálgagn ríkis
stjórnarinnar og um leið sér-
stakt málgagn utanríkisráð-
herrans.
1. Morgunblaðið hefur af-
dráttarlaust forsvarað hina
nýju og áður óþekktu sölu-
reglu utanríkisráðherrans, að
binda helztu útflutningsvöru
íslendinga, fiskinn, við happ-
drætti lýsisframleiðslunnar.
En þessi fádæma söluregla er
nú á góðri leið með að gera
fiskiflota íslendinga óstarf-
hæfan.
2. Morgunblaðið hefur tek-
ið að sér það hlutverk að fá
íslendinga til þess að lækka
verð útflutningsafurða sinna
. Miðvikudaginn 24. sept. 1947.
hér á landi verður farið að tala
af skynsemi um málaralist. Milcl
ar umræður hafa spunnizt um
sýninguna og slíkt hefur geysi-
Iega þýðingu.
Það er margt, sem fram að
þessu hefur hindrað að íslenzk-
ur almenningur lærði að meta
verðmæti myndlistar, og eitt af
því er það tómlæti sem blöðin
hafa að jafnaði sýnt þessari list
grein. Þau hafa helzt ekkert vilj
að um hana tala; og menn þeir
sem valizt hafa til að dæma um
nýframkomin listaverk, hafa oft
og tíðum malað tóma meiningar
leysu, verið frekar neikvæðir en
jákvæðir að því er snertir upp-
j fræðslu almennings í þessu efni.
[Víðlesnasta blað landsins, Morg-
unblaðið hefur um langt skeið
haft listgagnrýnanda sem nefn-
ir sig Orra. Orri er sjálfur list-
málari í daglega lífinu og þar
heitir hann Jón Þorleifsson.
Skrif hans um myndlist eru að
jafnaði lítils virði og stundum
sýnist smekkur hans og þekking
ótrúlega horuð. Orri hefur felJ.t
þann dóm um septembersýning-
una, að þátttakendur hennar
séu flestir uppapendur erlendra
meistara. Ekki skal hér deilt ^ið
Orra, en hinsvegar ætla ég að
gera honum þann greiða að
kynna Jón Þorleifss., ögn fyrir
fólki: Á morgun vonast ég til
að geta birt mynd af málverki
eftir Jón Þorleifsson, og það er
ómögulegt að segja nema ég
geti þá um leið birt mynd a£
öðru málverki eftir mann, sem
teljast má einkavinur Jóns Þor-
leifssonar. þó hann hafi dáið
heima lijá sér suður í Fraklr-
landi, þegar Jón var ennþá lít-
ill drengur hér heima hjá sér
norður á íslandi.
að fyrra bragði og ótilneydda.
3. Morgunblaðið er fullkom
lega og afdráttarlaust ánægt
með þær aðferðir, sem ríkis-
stjórnin beitir við markaðs-
öflun, og sem lýsa sér einkan
lega í eftirfarandi:
a) selja sjávarafurðir ís-
lendinga eftirá í stað þess að
selja þær fyrirfram.
ib) Ríghalda sér í einhliða
dollara- og pundagreiðslur
þeirra viðskiptalanda, sem
eru dollara- og pundalausar
og sem þarfnast clearing-við-
skipta, okkur og þeim til var-
anlegs gagns.
c) Ilneykslanleg markaðs-
öflunarþjónusta, sem einkenn
ist m. a. af því fáránlega fyr-
irbrigði, að ísland hefur einn
sendiherra á þeim fimmtungi
jarðar, sem okkar eðlilegu,
gömlu og nýju markaðslönd
eru á.
4. Verulegur hluti, stundum
meirihluti hins almenna les-
máls Morgunblaðsins, er á-
róðursgreinar til þess að fæla
íslendinga frá því að skipta
við hin nýju lýðræðisríki Ev-
rópu' og Sovétríkin, sem frá
sjónarmiði íslenzkra framleið
enda hafa m. a. tvennt til að
foera; þörf fyrir afurðir okkar
og áætlunarbúskap, sem
Framhald á 7. síðu.